Stór skref eru svarið við kreppunni

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir segir að stjórnvöld verði að útskýra fyrir fólki hver nálgun þeirra sé og hvers vegna ákveðnar aðgerðir í efnahagsmálum séu lagðar til en aðrar ekki.

Auglýsing

Mark­mið stjórn­valda og sam­fé­lags­ins alls núna er að verja heil­brigði, efna­hag og líðan þjóð­ar­inn­ar. Verk­efnin eru stór og staðan er þung. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti því það virð­ist ástæða til að ætla að þessi kreppa verði ekki löng. Það þarf að slökkva eld­inn sem logar.

Spá Seðla­bank­ans gerir ráð fyrir mik­illi nið­ur­sveiflu 2020-2021. Þessi spá hefur þýð­ingu um hvernig aðgerðir geta best leyst vanda þeirra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga sem hafa orðið fyrir því að inn­koma þeirra hefur horf­ið. Spár gera ráð fyrir 10% atvinnu­leysi í haust sem er ekki veru­leiki sem við eigum að venj­ast hér á landi. Rík­is­stjórnin hefur nú þegar lagt fram all­nokkrar aðgerð­ir, margar alveg ágætar en skrefin hafa hins vegar verið of lít­il, takt­ur­inn of hægur og aðgerð­irnar hafa ekki reynst henta eins og ætl­unin stóð til. Ef rík­is­stjórnin er að veðja á að áfallið sé tíma­bundið eins og fjár­mála­ráð­herra hefur sagt, hvers vegna þá að draga aðgerðir á lang­inn? Hvers vegna ekki að bregð­ast strax við? Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er eðli­legt að stjórn­völd stígi stór skref til að draga úr högg­inu á heim­ili og fyr­ir­tæki og geri það sem þau geta til að draga úr óvissu. Í stuttu máli má segja sem svo að núna ætti ein­fald­lega að nálg­ast verk­efnið þannig að allar aðgerðir sem eru hvetj­andi um að verja og skapa störf séu af hinu góða. Það er ekki bara það mann­lega í stöð­unni heldur er það ábyrgt efna­hags­lega. Það á að auð­velda fólki að skapa sér tæki­færi og tekj­ur, lækka álögur á vinnu­veit­endur og skapa fyr­ir­tækjum hvata til að ráða fólk. End­ur­reisn atvinnu­lífs­ins er háð því að þeir sem misst hafa vinn­una fái sem fyrst aftur atvinnu­tæki­færi. Staða rík­is­sjóðs núna þolir að mun stærri skref séu tek­in. Og það getur reynst sam­fé­lag­inu og um leið rík­is­sjóði dýr­keypt að gera of lít­ið. Sam­staða og vel­ferð þjóð­ar­innar er í húfi. Atvinnu­leysi er sam­fé­lag­inu dýr­keypt og afleið­ingar margvís­leg­ar. Þess vegna þarf kraft­miklar aðgerðir strax til að stuðla að því fólk haldi störfum og hjálpi fyr­ir­tækjum að standa af sér tíma­bundið áfall. 

Auglýsing


Þegar við stóðum frammi fyrir fyrstu aðgerðum vegna kór­ón­u-far­ald­urs­ins hafði það allt um góðan árangur að segja að þjóðin stóð sam­an.  Þar hafði þýð­ingu að þre­menn­ing­arnar sýndu á spil­in, sögðu þjóð­inni hver staðan væri og hvers vegna þau lögðu til erf­iðar aðgerð­ir. Ákvarð­an­irnar hafa oft verið þung­bærar en almanna­varn­arteymið hefur lagt sig fram um að útskýra aðgerð­irnar og for­send­urnar að baki. Í gær sagði for­sæt­is­ráð­herra hins vegar í þing­sal að hún teldi áhuga­vert að heyra að það þyrfti að útskýra hlut­ina fyrir fólki. Af orðum hennar að dæma virð­ist sem hún telji það óþarfa. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósam­stiga um aðgerð­ir. Hún opn­aði landið í sumar án þess að grein­ingar virt­ust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerð­ist aftur þegar hún lok­aði land­inu. Þess vegna hafa mynd­ast and­stæðar fylk­ingar í land­inu, þegar sam­eig­in­legur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auð­vitað er staðan sú að eng­inn kostur er auð­veld­ur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórn­völd séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Og útskýri einmitt fyrir fólki hver nálg­unin er og hvers vegna ákveðnar aðgerðir í efna­hags­málum eru lagðar til en aðrar ekki. Til dæmis hvers vegna stjórnin seg­ist veðja á að kreppan sé tíma­bundin en ætlar samt ekki að bregð­ast við í sam­ræmi við það heldur hefur dreift aðgerðum sínum á næstu árin, sem gerir þær veik­ari, hæg­ari og ólík­legri til að hjálpa fólki í þeim vanda sem það á einmitt nún­a. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar