Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair

Píratar
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group rík­is­á­byrgð upp á 15 millj­arða króna. Upp­lýst ákvarð­ana­taka er leið­ar­stef í grunn­stefnu Pírata og þetta er ekki létt­væg ákvörð­un, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnu­veit­andi og mik­il­vægur hlekkur í sam­göngum þjóð­ar­inn­ar. Það breytir því ekki að for­send­urnar fyrir svo kostn­að­ar­samri ákvörðun verða að vera að tryggja flug­sam­göng­ur, fara vel með almanna­fé, draga úr tapi líf­eyr­is­sjóð­anna og vernda starfs­fólk. Það er því að vel ígrund­uðu máli sem við leggj­umst gegn 15 millj­arða rík­is­tryggðri lána­línu til Icelanda­ir. 



Skýja­borgir 

End­ur­reisn­ar­á­ætlun Icelandair byggir á hæpnum for­send­um. Mikil óvissa ríkir um hvenær flug­sam­göngur geta borið félagið á ný og hversu miklar tekjur verða af þeim, sér­stak­lega fyrst um sinn. Öllum er því ljóst að ekk­ert er fast í hendi næstu miss­eri þegar kemur að tekjum og rekstr­ar­hæfi Icelanda­ir. Engu að síður byggir áætlun um end­ur­reisn félags­ins og aðkomu rík­is­ins að henni á því að flug­rekstur muni ná fyrri hæðum árið 2024. Ef þær spár ræt­ast ekki, sem grein­ing­ar­að­ilar á borð við McK­insey telja lík­legt, eru for­sendur áætl­un­ar­innar brostn­ar. Jafn­vel IATA, sem Icelandair byggir sínar áætl­anir á, hefur dregið úr vænt­ingum sín­um. Glopp­urnar í sviðs­mynda­grein­ingu félags­ins eru svo stórar að það er alls óvíst að skulda­hola Icelandair muni grynnka nokkuð næstu árin. Og raunar er óhætt að full­yrða, að ef horfur Icelandair væru raun­veru­lega jafn góðar og þarna er gengið út frá, þá þyrfti Icelandair ekki rík­is­á­byrgð til að sann­færa fjár­festa.



Rík­is­styrktur ein­ok­un­ar­mark­aður

Enda­lok ára­tuga­langrar ein­ok­unar Icelandair á íslenskum flug­mark­aði var mikið heilla­spor fyrir íslenska neyt­end­ur. Flug­far­gjöld snar­lækk­uðu í verði með til­komu Iceland Express og síðar WOW Air. End­ur­reisn Icelandair hvílir hins vegar á því að yfir­burða­staða þess hald­ist órösk­uð. Sam­kvæmt sviðs­mynda­grein­ingu hyggst félagið við­halda 66 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á Kefla­vík­ur­flug­velli til að lifa af, en hlut­deild Icelandair var heilum tutt­ugu pró­sentu­stigum lægri áður en WOW Air féll. Með rík­is­á­byrgð­inni er það bein­línis orðið hags­muna­mál stjórn­valda að koma í veg fyrir sam­keppni á flug­mark­aði. Hags­muna­mál stjórn­valda verður að verja ein­ok­un­ar­stöðu Icelanda­ir, einka­fyr­ir­tækis á mark­aði, ef fjár­fest­ingin á ekki að fuðra upp. 

Auglýsing


Líf­eyrir lands­manna undir

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga um helm­ing alls hluta­fjár Icelanda­ir. Sú fjár­fest­ing er þegar töpuð að mestu, enda hefur virði flug­fé­lags­ins hrapað á síð­ustu miss­erum og fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóð­anna um leið rýrnað veru­lega. Öll hluta­bréf félags­ins eru í dag rúm­lega 5 millj­arða virði á mark­aði, en líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa fjár­fest fyrir tugi millj­arða í félag­inu síð­ast­lið­inn ára­tug. Eina leiðin sem rík­is­stjórnin bendir á til að bjarga þessum rýrn­uðu fjár­fest­ingum virð­ist vera að hvetja líf­eyr­is­sjóð­ina til að halda áfram að leggja fé í Icelanda­ir. Það sem meira er: Rík­is­stjórnin von­ast til að sjóð­irnir dæli líf­eyri lands­manna í félagið því ann­ars munu rík­is­bank­arn­ir, sem eru í eigu þess­ara sömu lands­manna, þurfa að dæla sínum pen­ingum í það. Kasta þannig góðu fé á eftir vondu. Ef fyrr­nefndar áætl­anir Icelandair bregð­ast þá verður skað­inn fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina og bank­ana miklu verri í framtíðinn­i. 



Sam­göngur tryggðar

Aug­ljós­lega væri það lang­far­sæl­ast að hluta­fjár­út­boð Icelandair tæk­ist án aðkomu rík­is­ins. Ef svo fer ekki er mik­il­vægt að vera til­búin fyrir afleið­ing­arn­ar. Ef gjald­þrot félags­ins virð­ist óum­flýj­an­legt getur ríkið gripið inn í og eign­ast ráð­andi hlut í því, t.d. með því að kaupa hlut líf­eyr­is­sjóð­anna og tryggt félag­inu fé til að við­halda lág­marks­sam­göngum til og frá land­inu eins og erlend for­dæmi eru fyr­ir. Þannig væri hægt að tryggja sam­göngur á meðan mark­að­ur­inn end­ur­skipu­leggur sig og ný flug­fé­lög hefja starf­semi. Fram­tíð Icelandair réð­ist svo af því hvernig rekstur félags­ins gengi næstu miss­eri, og ákvörðun um fram­tíð þess þá í höndum stjórn­valda að höfðu sam­ráði við almenn­ing. 



For­kast­an­leg fram­ganga

Fram­ganga stjórn­enda Icelandair í samn­inga­við­ræðum við flug­freyjur tók af allan vafa um afstöðu þeirra til rétt­inda launa­fólks. Full­trúar félags­ins unnu linnu­laust að því að lækka laun flug­freyja og grafa undan rétt­indum sem tekið hafði ára­tugi að byggja upp. Þegar flug­freyjur létu ekki bjóða sér það ákváðu stjórn­endur Icelandair að segja þeim öllum upp – í miðri kjara­deilu. Ákvörðun sem var svo sví­virði­leg að ASÍ, heild­ar­sam­tök launa­fólks, hefur nú dregið Icelandair fyrir Félags­dóm. Ætli ríkið sér á annað borð að leggja einu fyr­ir­tæki til 15 millj­arða króna þá er lág­marks­krafa að þiggj­end­urnir hagi sér ekki með svo sið­lausum hætti gagn­vart eigin starfs­fólki. Útrétt hjálp­ar­hönd rík­is­ins til fyr­ir­tækis sem hagar sér þannig væri sem löðr­ungur í and­lit launa­fólks. Það verður ekki litið fram­hjá því að hjá Icelandair störf­uðu þús­undir sem gætu horft fram á atvinnu­missi ef félagið fer í þrot. Eng­inn vill að það ger­ist. En það er heldur engum í hag að ríkið haldi í önd­un­ar­vél einka­fyr­ir­tæki á mark­aði sem ræður hvorki við sam­keppni né að tryggja rétt­indi starfs­fólks­ins síns. Miklu frekar ætti að styrkja atvinnu­grein­ina til að skapa ný tæki­færi og ný störf svo að mannauður Icelandair nýt­ist, sam­fé­lag­inu til hags­bóta.



For­kast­an­legt for­dæmi 

Hvaða skila­boð sendum við með því að leggja þessu einka­fyr­ir­tæki til 15 millj­arða króna í kjöl­far alls þess sem á undan er geng­ið? Inn­spýt­ing almanna­fjár til Icelandair hefur verið við­var­andi und­an­farna ára­tugi og nú síð­ast nam hún millj­örðum króna í formi „al­mennra aðgerða“. Í hrun­inu var mörkuð sú stefna að nota ekki almannafé til að bjarga fallandi stór­fyr­ir­tæk­um, en að ríkið þyrfti að tryggja áfram sam­fé­lags­lega mik­il­væga grunn­þjón­ustu. Sú ákvörðun reynd­ist far­sæl. Sé það hins vegar stað­fastur vilji þing­heims að víkja frá þessu leið­ar­stefi þá væri eðli­legra og rétt­lát­ara að fyrir 15 millj­arða króna fram­lag rík­is­ins kæmi eign­ar­hlutur í félag­inu. Hluta­bréf Icelandair eru 5 millj­arða króna virði í dag og ef hluta­fjár­út­boðið tekst ekki þá getur ríkið keypt þau á enn lægra verði. Ef eitt­hvað er „of stórt til að falla“ þá er það „of stórt til að ríkið hafi ekki hönd í bagga“.



For­kast­an­legt ferli

Til að rík­is­stjórn­inni tak­ist ætl­un­ar­verk sitt þarf hún að fara á svig við lög. Íslend­ingar hafa sett sér lög um rík­is­á­byrgð sem krefj­ast vand­aðrar máls­með­ferðar og áður en rík­is­á­byrgð er veitt þarf t.a.m. að eiga sér stað vönduð grein­ing á sam­keppni, áhættu, trygg­ingum o.s.frv. Þannig er betur hægt að rök­ræða kosti og galla þess að veita rík­is­á­byrgð til ákveð­ins fyr­ir­tæk­is. Rík­is­stjórnin full­yrðir hins vegar að lög um rík­is­á­byrgð geti ekki átt við um rík­is­á­byrgð­ina á lána­línu Icelandair og forð­ast þannig nauð­syn­legar rök­ræð­ur. Mörgum spurn­ingum um millj­arð­ana 15 verður því ósvarað áður en stjórn­ar­þing­menn und­ir­rita tékk­ann til Icelandair í dag. 



Þess vegna segjum við nei

Almannafé er ekki vara­sjóður fyrir fyr­ir­tæki sem fer illa með eigin mannauð. Almannafé er ekki vara­sjóður fyrir fyr­ir­tæki sem ætlar sér að treysta á ein­ok­un­ar­stöðu og gefa hinu opin­bera ástæðu til að leggja stein í götu keppi­nauta. Almannafé á ekki að stuðla að svelti­stefnu fyrir starfs­fólk og okur­stefnu fyrir neyt­end­ur. 



Rík­is­stjórnin hefur stært sig af því að spanna hið póli­tíska lit­róf. Bjóða upp á það besta frá vinstri og hægri væng stjórn­mál­anna. Rík­is­á­byrgð­ar­leið rík­is­stjórn­ar­innar sam­einar hins vegar það versta af báðum vængjum stjórn­mál­anna: Einka­væð­ingu gróð­ans og rík­i­s­væð­ingu taps­ins.



Við í þing­flokki Pírata höfum mælt fyrir öðrum, rétt­lát­ari leiðum út úr þessum ógöngum og munum áfram gera það á Alþingi í dag. Við gerum það í þeirri von að snúa rík­is­stjórn­inni af þess­ari leið þar sem hún virð­ist ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosn­ing­ar. Þau veðja millj­örðum úr líf­eyr­is­sjóðum lands­manna, millj­örðum úr bönkum lands­manna og millj­örðum til við­bótar úr rík­is­sjóði lands­manna. Millj­arða­veð­mál byggt á skýja­borgum flug­fé­lags sem býst hvorki við mót­vindi né sam­keppn­i. 



Höf­undar skipa þing­flokk Pírata:

Björn Leví Gunn­ars­son

Hall­dóra Mog­en­sen

Helgi Hrafn Gunn­ars­son

Jón Þór Ólafs­son

Smári McCarthy

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar