Mæður sem þegja

Talskonur samtakanna Líf án ofbeldis fjalla um ofbeldi gagnvart mæðrum í aðsendri grein.

Gabríela Bryndís Ernudóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir
Gabríela Bryndís Ernudóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir
Auglýsing

Í vik­unni var tekið útvarps­við­tal á Bylgj­unni við Ólaf Hand og lög­mann hans þar sem fjórir karl­menn ræddu saman um það hversu ósann­gjarnt það er að vera fund­inn sekur af dóm­stólum en vera sak­laus þannig að orð­sporið bíður hnekki. Ólafur og lög­maður hans vilja að menn eigi heimt­ingu á skaða­bótum þegar þeir eru dæmdir sekir í hér­aðs­dómi en síðan sýkn­aðir í Lands­rétti, ef mönnum finnst sýknu­dóm­ur­inn ekki full­nægj­andi mála­lok. DV fjall­aði um málið og þar kemur meðal ann­ars fram að Lands­réttur hafi metið það svo að ekki hafi staðið „steinn yfir steini“ í fyrri sak­fell­ingu hér­aðs­dóms. Hér má gera nokkrar athuga­semd­ir. Menn eru auð­vitað ekki dæmdir sak­laus­ir. Þeir eru sýkn­aðir af til­teknum ákæru­at­rið­um. Hvers vegna eru menn sýkn­að­ir? Vegna þess að ef sekt er ekki hafin yfir rök­studdan vafa er rétt að sýkna þá. Til­gang­ur­inn með rann­sókn máls er ekki að sak­fella sak­laust fólk, við erum öll sam­mála um það og þess vegna tekur með­ferð saka­mála mið af þess­ari for­send­u. 

  • Sýknu­dómur felur ekki nauð­syn­lega í sér að eitt­hvað hafi ekki átt sér stað. 
  • Sýknu­dómur yfir ákærðum jafn­gildir heldur alls ekki sak­næmri hátt­semi brota­þola eða ann­arra máls­að­ila. 
  • Sýknu­dómur á áfrýj­un­ar­stigi jafn­gildir allra síst spill­ingu innan lög­regl­unn­ar.


Umfjöllun fjöl­miðla um dóm­inn sem gild­is­dóm yfir máls­að­ilum gefur ranga mynd af því hvernig rétt­ar­kerfið starfar. Mann­orð og mann­kostir sýkn­aða voru ekki til ákvörð­unar fyrir dómi, þaðan af síður áfell­is­dómar yfir meintum brota­þol­um, móður og barni. Samt finna fjöl­miðlar til­efni til að fjalla um málið end­ur­tekið líkt og dóms­nið­ur­staða sé gild­is­mat um eitt­hvað ann­að. Fjöl­miðlar ger­ast með­höf­undar sýkn­aða að annarri sögu þar sem ákærði er þol­and­inn. 

AuglýsingTil sam­tak­anna Lífs án ofbeldis leita margar konur sem hafa sætt ásökun barns­feðra í sjón­varpi eða í öðrum fjöl­miðlum um tálm­un, brot á rétti föður til umgengni við börn og oft um ýmis önnur brot. Þeir barns­feður sem fá sviðs­ljósið eru oft valda­miklir og jafn­vel þjóð­þekkt­ir, hafa stórt tengsla­net, við­kunn­an­lega ásýnd út á við og eiga eitt sam­eig­in­legt; börn þeirra og barns­mæður hafa reynt að verja sig gegn yfir­gangi og stjórn­semi þeirra. Leik­ar­ar, athafna­menn í við­skipta­líf­inu og fleiri áber­andi menn sem eiga vin­sæla vini hafa notað félags­legt vald sitt til að skamma barns­mæður sínar opin­ber­lega, rýra sið­ferð­is­gildi þeirra með harka­legri orð­ræðu, nei­kvæðum stað­al­myndum um konur og ásökun um lyg­ar. Þá eru þær iðu­lega sak­aðar sjálfar um ofbeld­i. Það er ekki endi­lega raun­hæft val fyrir konu í þessum sporum að verja sig gegn slíkum ásök­unum á opin­berum vett­vangi. Þær halda sinni hlið og barn­anna frá sviðs­ljós­inu til að vernda börn­in, starfs síns vegna og stundum vegna yfir­vof­andi ógnar um frekara ofbeldi. Þögnin getur orðið bjarg­ráð í ómögu­legum aðstæðum og stundum afar­kostur ef móðir setur frið­helgi barna í for­gang. Þögn, ekki vegna þess að þær hafi eitt­hvað að fela heldur vegna þeirrar veiga­miklu ábyrgðar sem þær bera.Móðir í þess­ari stöðu er að ann­ast börn sem búa við afleið­ingar ofbeldis og reynir allt til að tak­marka það áreiti og álag sem þau verða fyr­ir. Hún vill fyrst og fremst hlúa að vel­ferð þeirra í þeim þrúg­andi aðstæðum sem fjöl­skyldan býr við. Sjálf glímir hún oft við áfallastreitu eftir ofbeldi, bæði í sam­band­inu með barns­föð­urnum en ekki síður vegna fram­komu hans og sam­fé­lags­ins gagn­vart henni eftir skiln­að. Ef minn­ing kviknar um ofbeldið eða eitt­hvað sem teng­ist erf­iðum atvikum getur það kallað fram þung­bæra líð­an. Þegar ofbeldið er alltaf yfir­vof­andi fylgir því ótti, ný árás kveikir ein­kenni doða, hún nær ekki að ein­beita sér, verður ann­ars hugar og við­skila við stað og stund, til­finn­ing­arnar verða yfir­þyrm­andi og hugs­unin flökt­andi. Sumar konur gráta mik­ið, aðrar fá mik­inn kvíða og lík­am­leg ein­kenni. Margar þess­ara kvenna eiga erfitt með að ræða um það sem er að ger­ast, stirðna upp og stama, orðin koma öfugt út úr þeim og þær eins og detta út. Eitt ein­kenni áfallastreitu er að reyna að forð­ast að upp­lifa sárs­auka­fullu minn­ing­arnar og til­finn­ing­arn­ar. Þessar mæður hafa því ekki alltaf and­legt svig­rúm til að ná fylli­lega utan um ofbeldið sem þær verða fyr­ir, áfell­ast sig sjálfar fyrir að vera í aðstæð­unum og geta upp­lifað að þær hafi brugð­ist börn­unum sín­um. Opin­ber smánun á borð við þá sem hér er lýst getur fram­kallað sára og djúp­stæða skömm, sem afleið­ingu af því að vera hafn­að, útskúf­uð, stimpluð og brenni­merkt. Mann­leg við­brögð eru að vilja fara í fel­ur, draga sig í hlé, setja hendur fyrir and­lit, stífna upp og þagna. Það sem allar þessar mæður eiga þó sam­eig­in­legt er mikil þraut­seigja. Líðan og ástand barna eftir ofbeldið og langvar­andi ásókn föður er oft mjög alvar­legt. Dæmi eru um að börnin séu lögð í ein­elti í skóla fyrir að eiga „rugl­uðu for­eld­rana“ og að þau þurfi að skipta um skóla. Vin­irnir vilja ekki koma í heim­sókn. Börnin setja sig jafn­vel sjálf í sam­band við föður sinn sem hafnar sam­skiptum við þau en fer þess í stað í fjöl­miðla og tjáir sig um sína erfði­leika þar. Það er nap­ur­legt að segja frá því að nokkur börn á aldr­inum 10-14 ára, sem eru í þessum spor­um, glíma við alvar­leg and­leg veik­indi, eru end­ur­tekið í sjálfs­vígs­hættu, stunda sjálf­skað­andi hegðun og segj­ast vilja deyja. Lífið fyrir þessi börn er stundum óbæri­legt þegar fjöl­skyld­unni er haldið í helj­ar­g­reipum ofbeld­is­manns árum saman og sam­fé­lagið tekur þátt í því. Ekk­ert barn á skilið að vera í þessum aðstæð­um. Þessar fjölskyldur eiga ekki skjól. Skömmin er slík að hún læð­ist alls staðar inn. Vinnu­stað­inn, skól­ann, stór­fjöl­skyld­una. Mæð­urnar geta ekki einu sinni farið í Blóma­val án þess að eiga von á því að ein­hver hitti á þær og helli sér yfir þær. Þær geta ekki borðað í mötu­neyt­inu í vinn­unni eða fengið frið á eigin heim­ili því fólkið í blokk­inni trúir því að þær séu vond­ar. Sam­starfs­kona skellir hurð í and­litið og öskr­ar. Þær fá ekki atvinnu­tæki­færi. Þeim er haldið úti í horni. Fjöl­skylda, vinir og opin­berar per­sónur vilja ekki láta sjá sig á myndum með þeim. Frægu vin­irnir skrifa athuga­semdir undir stöðu­upp­færslur barns­feðr­anna á sam­fé­lags­miðl­um, fyrir allra aug­um, svo að hann fái örugg­lega sinn stuðn­ing. Hún er að reyna að halda sér á floti. Hún er búin að fara í ótal sál­fræði­tíma til að vinna úr þessum áföllum en það stoðar lítið þegar þau hætta ekki að dynja á henn­i.  Þær eru með önnur börn en þess­ara barns­feðra á heim­il­inu, jafn­vel ung börn. Sumar eru ófrískar eða með barn á brjósti og þola illa streit­una sem fylgir álag­inu. Að minnsta kosti tvö nýleg dæmi eru þar sem konur hafa fengið sam­drætti og hríðar langt fyrir settan dag vegna álags­ins af áfram­hald­andi ásök­unum og meið­andi ummælum sem dynja á þeim opin­ber­lega. Til­hugs­unin um ber­skjöldun frammi fyrir alþjóð til þess eins að skapa ofbeld­is­mann­inum nýtt árás­ar­tæki­færi er þeim of þung­bær.  Það er engin sýni­leg und­an­komu­leið úr þessum aðstæð­um. Þegar hér er komið er þögnin ekki að vernda þær eða börn­in, en hún er lam­andi og að rjúfa hana getur virst óyf­ir­stíg­an­legt. Hvernig byrjar ann­ars frá­sögnin hennar þegar hann er búinn að semja sög­una og í þeirri sögu er hún sekur lyg­ari, hann sak­laust fórn­ar­lamb og börnin auka­at­riði? Á hún að hefja meið­yrða­mál þegar hún ber alla ábyrgð og hann hefur ein­tóman rétt í augum sam­fé­lags­ins?  Þessir karlar nýta tengsla­net sitt og virð­ast hafa óþrjót­andi orku og stundum fjár­muni til að verja sig og ímynd sína. Á sama tíma skeyta þeir litlu um hvort börnin líði fyrir aðför að heim­ili þeirra og móð­ur­fjöl­skyldu og saka jafn­vel börnin opin­ber­lega um lyg­ar. Þeir virð­ast eiga óheftan aðgang að frjálsri tján­ingu um sínar skoð­anir í fjöl­miðlum en þegar barns­móð­irin í sama máli velur frið­helgi fjöl­skyldu sinnar er hún látin bera hall­ann af því í umfjöllun að hafa ekki tjáð sig. Þetta telst víst innan sið­legra marka í íslenskri blaða­mennsku. Það er vissu­lega rétt sem lög­maður Ólafs Hand seg­ir, það er mjög íþyngj­andi að vera rang­lega sak­aður um eitt­hvað, „sér­stak­lega í þessum gapa­stokks-kommenta­kerf­is­heimi sem við búum í hér á land­i“. En það eru ekki menn með sýknu­dóma og nægt pláss í ljós­vaka­miðlum sem bera þung­ann af þessum áfell­is­dómum sam­fé­lags­ins, er það?  

Gabrí­ela Bryn­dís Ernu­dóttir er starf­andi sál­fræð­ingur og ein talskvenna sam­tak­anna Líf án ofbeld­is.  

Sig­rún Sif Jóels­dóttir starfar við rann­sóknir sem verk­efna­stjóri hjá Mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og er ein talskvenna Lífs án ofbeld­is.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar