Hver er afstaða barnamálaráðherra til þess að börnum sé vísað úr landi?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um yfirvofandi brottvísun fjögurra barna sem hafa dvalið á Íslandi um lengri tíma og skoðun dómsmálaráðherra sem vill ekki breyta reglugerð til að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla“.

Auglýsing

Enn á ný eru sagðar fréttir af því að senda eigi úr landi börn sem hér hafa dvalið um lengri tíma. Í þetta sinn er um að ræða fjölskyldu sem hefur verið hér í rúm tvö ár en fjölskyldan kom til landsins í ágústbyrjun 2018. Börnin hafa gengið hér í leikskóla og skóla og fest hér rætur. Rúm tvö ár eru langur tími í lífi barna, en börnin eru frá 12 ára til 2 ára aldurs. Eitt þessara barna hefur samkvæmt þessu ekki búið annars staðar en á Íslandi, það er fætt hér á landi. Um þessa niðurstöðu kærunefndar útlendingamála hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagt að hún vilji ekki breyta reglugerð til að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla“. Það hlýtur að mega að gera ráð fyrir að það sé ekki ákvörðunarástæða um nálgun ríkisstjórnarinnar hvort umrædd fjölskylda hafi fengið viðtal í fjölmiðlum eða ekki. Þetta orðalag er hins vegar óþægilegt.

Reglugerð dómsmálaráðherra frá því í lok síðasta árs, um að veita skuli dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði, átti ekki við um fjölskylduna. Einmitt af þeirri ástæðu mætti staldra við og skoða hvort verið getur að reglugerðin nái ekki utan um aðstæður fólks sem jafnvel hefur verið hér árum saman? Er þá ekki fullgild ástæða til að skoða það? Hvort reglugerðin dugi til almennt séð? Það kæmi þessari fjölskyldu vissulega mjög til góða en myndi um leið geta spornað við því að fleiri svona sorgarmál komi upp. Í næstu viku verður þetta regluverk til umfjöllunar í allsherjarnefnd að ósk þriggja þingmanna stjórnarandstöðunnar.

Auglýsing
Á miðvikudaginn stendur til að vísa þessari fjölskyldu úr landi. Dómsmálaráðherra segist ekki ætla að beita sér og aðrir ráðherrar hafa ekki tjáð sig, að manni virðist. Það er auðvitað alveg rétt hjá dómsmálaráðherra að einstök mál eru ekki á hennar könnu, en regluverkið sem leiðir til niðurstöðunnar er það. Niðurstaða eins og þessi ætti að vekja eftirtekt og áhyggjur.

Aftur og aftur gerist það að almenningur fær í magann við að heyra fréttir í fjölmiðlum af örlögum barna sem vísa á úr landi. Umfjöllun fjölmiðla hefur í einstaka málum náð að koma því til leiðar að stjórnvöld hafa lagt við hlustir og börn hafa í kjölfarið fengið að halda áfram skólagöngu sinni og daglegu lífi á Íslandi. Þetta einstaka mál og regluverkið er auðvitað ekki bara mál dómsmálaráðherra. Útlendingapólitíkin sem birtist í framkvæmd stofnana er pólitík ríkisstjórnarinnar allrar.  Í júnímánuði átti ég samtal við Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í þingsal vegna útlendingafrumvarps sem þá var til umræðu, en náði blessunarlega ekki í gegn. Ég spurði hann hvort einhugur væri um útlendingafrumvarpið í ríkisstjórninni og hvort hann sem barnamálaráðherra styddi það mál. Í svari hans kom fram að málið væri ríkisstjórnarmál og: „ríkisstjórnin hefur lagt það fram og þar af leiðandi er ríkisstjórnin í grófum dráttum sammála um það. En hins vegar hef ég lagt áherslu á það, bæði í máli mínu við dómsmálaráðherra og opinberlega, að mikilvægt sé að styrkja sérstaklega stöðu barna á flótta, fylgdarlausra barna og annarra. Við höfum verið með margvísleg verkefni í gangi í ráðuneytinu til þess að gera betur í þeim efnum. Ég tel að við getum gert betur í þeim efnum en við erum að gera í dag.“

Munum við heyra hvort barnamálaráðherra styðji regluverk sem leiðir til þess að börn sem hér hafa verið búsett í rúm tvö ár verði vísað úr landi á miðvikudag? Telur hann að við getum ekki gert betur í þeim efnum?

Höfundur er þingmaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar