Svona gerir fólk ekki!

Gunnar Alexander Ólafsson gagnrýnir að foreldrar langveikra barna fái ekki greidd laun meðan þau þurfa að sinna ummönnun barna sem eru í sóttkví vegna veikinda sinna.

Auglýsing

Um dag­inn lauk stuttu þingi. Þó þingið hafi stað­ið ­stutt yfir, voru ákvarð­anir teknar um stór mál, m.a. um fjár­mála­stefnu, fjár­auka­lög og rík­is­á­byrgð á láni til Icelanda­ir. Með nokkrum lögum voru tekn­ar á­kvarð­anir um há fjár­fram­lög og styrki til margra aðila sem glíma við for­dæma­lausar aðstæður vegna COVID-19. Sumt sem sam­þykkt var á þingi var ­nauð­syn­leg­t til að aðstoða fólk og fyr­ir­tæki á þessum erf­iðum tím­um.

Eitt mik­il­vægt mál ekki náði þó ekki fram að ganga. Það var til­laga um að greiða for­eldrum lang­veikra barna laun meðan börnin þurfa að dvelj­ast heima við í sótt­kví. For­eldr­arnir eru heima við að sinna umönnun barna sinna launa­laust, þar sem barnið kemst ekki í skóla, frí­stund og dægradvöl vegna COVID-19. Far­ald­ur­inn hefur gjör­breytt til­veru þess­ara barna og þau þurfa að dvelj­ast heima við vegna sótt­varna­ráð­staf­ana.

Í stuttu máli var til­laga um að greiða þessum for­eldrum laun á meðan þau þurfa að vera frá vinnu til að sinna lang­veiku barni, sem er í sótt­kví vegna aðstæðna, felld af þing­mönnum Vinstri Grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. Þetta er óskilj­an­leg afstaða í ljósi þess að lang­veik börn og for­eldrar þeirra er ekki fjöl­mennur hóp­ur, en mjög við­kvæmur í því ástandi sem nú rík­ir. For­eldr­arnir hafa ekk­ert val, því til­vera þeirra stjórn­ast af veik­indum barna þeirra og annað þeirra, jafn­vel bæði, þurfa að vera heima við og hugsa um og sinna lang­veiku barni launa­laust. Á meðan getur for­eldrið ekki sinnt vinnu, sem kall­ar, m.a. á fjár­hags­á­hyggjur sem þau hafa á engan hátt skapað sér sjálf.

Auglýsing
Ég hélt að þetta væri sjálf­sagt mál að við, sam­fé­lag­ið, tækjum utan um fólk í slíkri stöðu og myndum gera eins mikið og við gætum til aðstoð­ar, m.a. að tryggja þeim laun á með­an þetta ástand var­ir. Ég hélt að almanna­trygg­inga­kerfið væri til að verja fólk í þess­ari stöðu eins og kostur er en eftir því sem mér skil­st, þá nær kerfið ekki utan um svona aðstæð­ur­. Ég hélt satt að segja að rík­is­stjórnin myndi gera við­eig­andi breyt­ingu á lögum um almanna­trygg­ingar til að verja fólk í þess­ari stöð­u.. Nei, það var ekki gert. Þá var þing­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna gef­inn kostur á að styðja til­lögu stjórn­ar­and­stöð­unnar um stuðn­ing til þess­ara for­eldra, en þau felldu þá til­lögu. Málið verður enn und­ar­legra í ljósi þess að ekki er um fjöl­mennan hóp að ræða né um háa fjár­hæð að ræða. Eftir því sem ég kemst næst voru þær upp­hæðir sem voru nefnd­ar um 200 millj­ónir sem gert var ráð fyrir að yrði tíma­bund­inn stuðn­ing­ur á meðan þessi far­aldur var­ir.

Afgreiðsla þessa máls veldur miklum von­brigðum og er stjórn­ar­flokk­unum til skammar að hafa ekki komið þessum for­eldrum til aðstoð­ar. Þessi upp­hæð er dropi í hafið m.v. margar aðgerðir sem gripið hefur verið til. Þetta mál er klárt vel­ferð­ar­mál sem við sem sam­fé­lag eigum að styðja.

Svona gera flokkar ekki sem vilja kenna sig við vel­ferð og þá ekki síst Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð sem telur sig rót­tækan vinstri­flokk sem leggi höf­uð­á­herslu á jöfnuð og sjálf­bærni eða Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem á góð­viðr­is­dögum kennir sig við félags­hyggju og á heima­síðu sinni seg­ist vilja standa vörð um hags­muni barna! 

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar