Auðlindirnar okkar og málið sem getur ekki dáið

Auglýsing

Ein­hvern tím­ann heyrði ég sagt að póli­tík snú­ist um það helst að tefja mál þar til þau skipti ekki lengur máli. Ég veit ekki hver orð­aði þessa hugsun fyrst eða hvort þetta séu fræg orð ein­hvers mekt­ar­manns (og þá örugg­lega karl­manns, því það er svo stutt síðan fólki fannst það sem konur hafa að segja skipta ein­hverju máli) en ég hef oft hugsað til þeirra og alltof oft hef ég séð slík stjórn­mál í verki. En svo eru málin sem eru svo stór að þau munu alltaf skipta máli, sama hvað tím­anum líð­ur. Málin sem vaxa og verða mik­il­væg­ari með hverju árinu sem líður og neita að hvefa. Það eru málin sem geta ekki dáið. 

Íslend­ingar eru ein rík­asta þjóð í heimi. Hvorki Hrunið né COVID-kreppan sem nú er að skella á okkur breyta þeirri stað­reynd. Í sögu­legu sam­hengi er sá auður fremur nýtil­kom­inn því það er ekki nema um mannsævi síðan Ísland var fátæk­asta þjóð Evr­ópu. Margt hefur hjálpað okk­ur. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og fiski­miðin eru enn stærri og gjöf­ul. Við getum fram­leitt mikið af sjálf­bærri og fremur umhverf­is­vænni orku og við fengum aðstoð til þró­unar þegar við þurft­um. Hér býr því fremur vel­menntuð þjóð sem hefur bæði þekk­ingu og bol­magn til að byggja hér fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lag. Engu að síður er hér margt sem þarf að laga. 

Ef ástandið væri svo­leiðis heima hjá okk­ur, það er mik­ill auður en allt í skralli, myndum við senni­lega umsvifa­laust vinda okkur í lag­fær­ing­ar. Gera við lek­ann á þak­inu svo hann skemmdi ekki út frá sér, mála hús­ið, slá blett­inn, þrífa og skipta um eld­húsinn­rétt­ingu. Hjá þjóð­inni virkar þetta ekki þannig. Þegar hjúkr­un­ar­fræð­ingar biðja um sann­gjörn laun er rík­is­kass­inn sagður tóm­ur. Þegar fólk missir vinn­una í stórum stíl er ekki hægt að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur. Þegar börn og ungt fólk þarf geð­heil­brigð­is­þjón­ustu fer það á biðlista. Þegar elsta fólkið okkar þarf aðstoð við athafnir dag­legs lífs taka biðlist­arnir sömu­leiðis við. Og dæmin eru því miður enda­laus. 

Auglýsing

Á sama tíma og vel­ferð­ar­kerfin okkar eru fjársvelt hafa nokkrir menn auðg­ast gríð­ar­lega. Voru þeir svona dug­legir og klár­ir? Miklu betri en við hin? Ó nei, fæstir þeirra eru betur skap­aðir en meðal­jón­inn. Þeir höfðu hins vegar aðgang að sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar án þess að greiða fullt eða eðli­legt gjald fyrir hann. Og þannig er hægt að skapa mikil auð­ævi. 

Nú fær öll þjóðin að sjá hvernig auð­menn geta keypt sér fjöl­miðla og hent­uga umfjöll­un, sína eigin rann­sókn­ar­lög­reglu­menn með hler­un­ar­bún­aði, lög­fræð­inga­her sem ræðst gegn opin­berum stofn­unum og fjöl­miðl­um, allt til að við­halda stöðu sinni í efstu lögum sam­fé­lags­ins þar sem lög og reglur eru bara fyrir alla hina og áfram­hald­andi aðgang að verð­mætum þjóð­ar­innar sem þeir geta notað sem sinn prí­vat spari­bauk. 

Eftir Hrunið kom upp krafa um nýjan sam­fé­lags­sátt­mála, nýja stjórn­ar­skrá. Frá lýð­veld­is­stofnun höfðu ýmsir reynt að koma slíkri á enda vissu allir að sú frá 1944 sem byggð var á þeirri frá 1874 með nokkrum breyt­ing­um, svo sem að skipta út kóngi fyrir for­seta, var bara hugsuð til bráða­birgða. Það er svo margt í því plaggi sem er gjör­sam­lega óásætt­an­legt á 21. öld­inni. Hún er til dæmis að mestu samin af dönskum emb­ætt­is­mönnum fyrir 19. aldar Dani. Erum við 19. aldar Dan­ir? Nei, ég hélt ekki. Og engin kona kom að ritun núgild­andi stjórn­ar­skrár fyrr en allra síð­ustu breyt­ingar fóru í gegn. Og sam­kvæmt núgild­andi stjórn­ar­skrá má for­set­inn gefa und­an­þágur frá lögum eftir eigin geð­þótta. Finnst ein­hverjum það góð hug­mynd? Ekki mér. 

Mestu skiptir þó það sem vantar alveg en er meðal þess sem er að finna í nýju stjórn­ar­skránni sem öll þjóðin hafði aðkomu að - ákvæði um auð­lind­irnar okk­ar, að þær skuli vera ævar­andi eign þjóð­ar­innar og ekki megi selja eða leigja þær nema með aft­ur­kræfum hætti fyrir fullt gjald. Það þýðir að fisk­veið­i­­kvót­inn yrði að fara á markað og útgerðin fengi sjálf að ráða hvað hún vildi borga fyrir veið­i­­heim­ild­irn­­ar. 

En þetta er sjaldan nefnt og margir stjórn­mála­menn reyna að drepa mál­inu á dreif. Hvers konar stjórn­mála­maður gæti líka verið á móti slíku ákvæði? Sá sem við­ur­kennir að vera á móti nýrri stjórn­ar­skrá vegna þess að hann vill ekki tryggja að auð­lindir í nátt­úru Íslands verði sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­innar á sér vænt­an­lega ekki bjarta fram­tíð í stjórn­mál­um. Hann myndi afhjúpa sig fyrir fullt og allt. Það eina í stöð­unni fyrir slíka stjórn­mála­menn er að reyna að tefja málið þar til það skiptir ekki máli leng­ur. En stjórn­ar­skráin er ekki þannig mál. Hún skiptir alltaf máli og eftir því sem tím­inn líður og órétt­lætið verður sýni­legra er hún enn meira aðkallandi en áður. 

En svona er bar­áttan um Ísland. Hún snýst um auð­lind­irnar okk­ar, gildi og hvernig sam­fé­lag við viljum byggja. Sumir reyna þó iðu­lega að tala um allt ann­að. Missum ekki sjónar á aðal­at­rið­unum og látum ekki stjórn­mála­menn telja okkur trú um að þeir viti betur en við sjálf hvernig við byggjum rétt­látt sam­fé­lag. 

Þann 20. októ­ber 2012 fór fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um nýja stjórn­ar­skrá. Stjórn­ar­skrá sem setur ráða­mönnum skorð­ur, bannar þeim að ljúga, færir völdin til þjóð­ar­innar og tryggir fólk­inu í land­inu arð af auð­lindum sín­um. Þannig vill meiri­hluti kjós­enda hafa það en Alþingi hefur ekki stað­fest þann þjóð­ar­vilja. Nú stendur yfir und­ir­skrifta­söfnun til stuðn­ings því stór­merka og nauð­syn­lega plaggi. Ég hvet öll til að skrifa undir á nystjorn­ar­skra.is

Hættum að láta ræna okk­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None