Samgöngumátasamanburður

Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku gerir samanburð á mismunandi samgöngumátum með tilliti til kostnaðar, þjónustugæða, umhverfisáhrifa og áhrifa á heilsufar. Algengasti samgöngumáti Íslendinga fær lægstu einkunnina.

Auglýsing

Það er snúið að bera saman ólíka sam­göngu­máta en ein leið er að bera þá saman sem þjón­ustu. Hver er hin raun­veru­lega þjón­ustu­ein­ing í sam­göng­um? Hún er í raun sára­ein­föld; það er færsla á fólki og hlutum á milli staða um ákveðna vega­lengd.

Það eru ýmsar leiðir til upp­fylla þessa þjón­ustu­þörf þó lang­flestir telji ennþá að einka­bíll­inn sé eina lausn­in, hvort sem um að ræða upp­bygg­ingu inn­viða eða val á sam­göngu­máta.

Í þessum pistli er ætl­unin að taka saman eft­ir­far­andi atriði:

  • Fjár­fest­inga- og rekstr­ar­kostnað
  • Þjón­ustugæði
  • Umhverf­is­á­hrif 
  • Áhrif á heilsu­far

Þessi atriði eru svo borin saman fyrir eft­ir­far­andi sam­göngu­máta:

  • Bens­ín- og dísil­bíla
  • Raf­magns- og met­an­bíla
  • Almenn­ings­sam­göngur
  • Reið­hjól og göng­u. 

Auglýsing

Skal­inn er frá 1-5 þar sem 1 er verst og 5 best.

Bens­ín- og dísil­bílar

Bílar geta veitt góða sam­göngu­þjón­ustu. Bílar taka yfir­leitt 5 eða fleiri far­þega, bera tals­vert af far­angri og skila neyt­endum langar vega­lengdir með lít­illi fyr­ir­höfn. Einka­bíll­inn fær því hæstu ein­kunn fyrir þjón­ustugæði.

Kaup og rekstur bíls vegur hins vegar gríð­ar­lega þungt í heim­il­is­bók­hald­inu. Óum­flýj­an­legur rekstr­ar­kostn­aður er elds­neyti, dekk, við­hald á vél, trygg­ing­ar, skoðun og bif­reiða­gjöld, auk þess sem bíll­inn lækkar í verði eftir því sem tím­anum líð­ur. Í grein­ingu sem Íslands­banki gerði er áætlað að rekstr­ar­kostn­aður vegna þess­ara þátta sé að með­al­tali um 1,2 millj­ónir á ári. Bens­ín- og dísil­bílar fá því eðli­lega hörmu­lega ein­kunn þegar kemur að kostn­aði.

Á Íslandi notar hver bíll um 1.000 lítra af elds­neyti á ári að með­al­tali, sem losa um 2.600 kg af CO2. Fram­leiðsla á bílnum sjálf­um, auk dekkja og vara­hluta, kallar líka á mikla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Umhverf­is­ein­kunn bens­ín- og dísil­bíla er því býsna botn­læg. 

Bílar skora heldur ekki hátt þegar kemur að heilsu­fars­á­hrif­um. Einka­bíll­inn dregur veru­lega úr nauð­syn­legri lík­am­legri hreyf­ingu og hefur hæstu slysa­tíðni allra sam­göngu­máta. Einnig má bæta við að bens­ín- og dísil­bílar spúa frá sér heilsu­spill­andi mengun þannig að fall­ein­kunn blasir við í þeim flokki líka.

Met­an- og raf­bílar

Þjón­ustugæði met­an- og raf­bíla eru þau sömu og fyrir aðra einka­bíla. Raf­bílar hafa þó mikla yfir­burði í rekstri á ýmsum svið­um; þeir eru með bestu orku­nýtn­ina og þurfa minna við­hald, þeim fylgir engin mengun og lít­ill hávaði, og þeir bjóða upp á miklu meiri hröðun en bens­ín- og dísil­bíl­ar. 

Rekstr­ar­kostn­aður raf­bíls er brot af kostn­að­inum við rekstur bens­ín­bíls. Einnig fá raf­bílar örlítið hærri heilsu­fars­ein­kunn enda án púströrs. Varð­andi umhverf­is­málin þá skora met­an­bílar líka hátt þar enda draga þeir ekki aðeins úr inn­flutn­ingi á olíu heldur draga þeir jafn­framt á sama tíma úr losun á met­ani.

Almenn­ings­sam­göngur

Árskort í strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kostar um 75.000 kr. en á Akur­eyri er frítt í strætó. Almenn­ings­sam­göngur fá því góða ein­kunn á útgjalda­hlið­inni. Á Akur­eyri ganga vagnar á met­ani og orku­skipti í almenn­ings­vögnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru líka í fullum gangi. Vissu­lega eru tals­verð­ar­ ­þjón­ustu­tak­mark­anir í sam­an­burði við einka­bíl­inn en með góðu skipu­lagi og útsjón­ar­semi er hægt að nýta strætó bæði inn­an­bæjar og milli lands­hluta. Hafa ber í huga að leigu­bílar eru hluti af almenn­ings­sam­göngum og fjár­hags­legur ávinn­ingur neyt­enda af nýt­ingu stræt­is­vagna skapar mikið rými til að nýta sér leigu­bíla að ein­hverju leyti og lyfta þannig upp þjón­ustu­ein­kunn­inni.

Hjól­reiðar og ganga

Það skyldi engan undra að hjól­reiðar og ganga fá fullt hús stiga Þegar kemur að kostn­aði, umhverf­is­málum og heilsu­fari. Þjón­ustugæðin eru í raun eini veik­leik­inn en raf­hjól geta þó aukið þau tals­vert enda afar þægi­leg í notk­un. Raf­hjólin fletja út kúr­f­una eða brekk­una. Snilldin við raf­hjól er að þau gera allt lands­lag flatt enda engin átök að hjóla upp brött­ustu brekk­ur. Mjög gott raf­hjól er álíka þung fjár­fest­ing og bíl­próf og ferða­tími fyrir styttri ferðir í þéttum byggðum er oft á pari við einka­bíl­inn.

Nið­ur­stöður

Samanburður á mismunandi samgöngumátum.

Þegar heild­ar­hags­munir neyt­enda eru teknir saman er alveg ljóst að algeng­asti sam­göngu­mát­inn, bens­ín- og dísil­bíl­ar, fær lægstu heild­ar­ein­kunn­ina. Þrátt fyrir það er einka­bíll­inn langal­geng­asti sam­göngu­mát­inn, meira segja þegar um styttri ferðir er að ræða. Ljóst er að flestir neyt­endur kjósa að ein­blína á þjón­ustugæðin og hunsa fjár­fest­inga- og rekstr­ar­kostn­að, umhverf­is­á­hrif og heilsu­þátt­inn. Hvort og þá hvernig við breytum því við­horfi er spurn­ing sem verð­ugt er að svara.



Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vistorku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar