Aukin misskipting í kjölfar Covid-19 byggir á úreltri hugmyndafræði

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður segir að þrír hópar íslensks samfélags séu meira útsettir fyrir ójöfnuði en aðrir hópar vinnumarkaðarins og í meiri hættu en aðrir að verða fátækt að bráð. Þetta er fólk af erlendum uppruna, konur og ungt fólk.

Auglýsing

Það er ljóst að efna­hags­þreng­ing­arnar vegna Covid-19 munu bitna mis­mikið á þjóð­fé­lags­hóp­um. Um það vitna bæði inn­lendar rann­sóknir og tölur sem og rann­sóknir og varn­að­ar­orð frá alþjóða­stofn­un­um. Nú síð­ast alvar­leg við­vörun frá David Malpass, banka­stjóra Alþjóða­bank­ans, en bank­inn spáir að um að 110 – 150 millj­ónir manna muni lenda í sára­fá­tækt árið 2021. Það er óhugn­an­leg spá sem þjóðir heims verða að taka alvar­lega og bregð­ast við af öllu afli. 

Inn­lendar kann­anir og rann­sóknir sýna að Ísland er ekki und­an­skilið stór­kost­legri hættu á að kreppan vegna Covid-19 geti aukið ójöfnuð og ýtt veru­lega undir félags­lega ein­angrun ákveð­inna sam­fé­lags­hópa. 

Þrír tekju­lægri hópar í hættu

Þrír hópar íslensks sam­fé­lags eru nú meira útsettir fyrir ójöfn­uði en aðrir hópar vinnu­mark­að­ar­ins og í meiri hættu en aðrir að verða fátækt að bráð. Þetta er fólk af erlendum upp­runa, konur og ungt fólk. 

Tölur sanna þetta, enda hefur orðið hrun í þeim atvinnu­greinum sem þessir sam­fé­lags­hópar eru fjöl­menn­ast­ir. Fólk af erlendum upp­runa hefur verið afar fjöl­mennur hluti þeirra sem hafa mannað störf í ferða­þjón­ust­unni und­an­farin ár en staða fólks í þeirri atvinnu­grein hefur snar­versnað und­an­farna mán­uð­i. 

Atvinnu­þátt­taka kvenna hefur líka dreg­ist veru­lega saman vegna Covid-19 eins og tölur Hag­stof­unnar sýna. Konur hafa í meira mæli en karlar starfað við þjón­ustu­störf en kreppan nú kemur afar illa við þjón­ustu­grein­ar. Að auki sýna inn­lendar rann­sóknir að heima­vinna hefur haft slæm áhrif á konur á vinnu­mark­aði; þær eru lík­legri en karlar sem vinna nú heima til að axla meiri ábyrgð á heim­il­is­störfum sem kemur niður á fram­leiðni þeirra. 

Auglýsing
Ungt fólk er líka í enn við­kvæm­ari stöðu nú en áður. Þar skiptir máli hátt hlut­fall ungs fólks í þjón­ustu­störf­um. Atvinnu­leysis­tölur sýna líka mik­inn mun á atvinnu­leysi ungs fólks miðað við þau eldri. Þessi þróun er enn einn vitn­is­burður um þró­un­ina sem hefur verið í gangi löngu fyrir heims­far­ald­ur­inn, sem er sú að bæði tekju­bil og eigna­bil á milli ungs fólks og þeirra eldri hefur breikkað mik­ið.  Ójöfn­uður kyn­slóð­anna heldur því áfram að aukast en Covid-19 verður enn meira vatn á myllu þess­arar þró­un­ar. 

Allt þetta er ólíkt því sem gerð­ist í kjöl­far Hruns­ins 2008, þegar fólkið sem varð verst úti úr þeirri kreppu voru karl­ar, eigna­fólk og tekju­hærra fólkið sem vann hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. En líka fólkið sem tap­aði sparn­aði og hlutafé og varð fyrir eigna­missi.  Núna er það tekju­lægra fólkið sem verður meira fyrir barð­inu á afleið­ingum heims­far­ald­urs­ins, sem eykur veru­lega lík­urnar á að ójöfn­uður auk­ist enn frekar en hann hefur nú þegar gert. 

Hvernig er hægt að mæta þess­ari stöð­u? 

Er það með því að veita hátekju­fólki sér­stakan stuðn­ing eins og núver­andi fjár­lög gera með lækkun á fjár­magnstekju­skatti? Eigum við að styðja sér­stak­lega við eigna­fólkið með lækkun á erfða­fjár­skatti eins og núver­andi rík­is­stjórn leggur til ? Eiga for­gangs­verkin nú að vera þau að inn­leiða skatta­af­slátt vegna hluta­bréfa­kaupa ? Aðgerðir sem styrkja við vel stæða og fámenna sam­fé­lags­hópa sem þurfa samt ekki nauð­syn­lega á styrk að halda.  

Margar kenn­ingar í hag­fræði sem snú­ast um við­brögð við kreppum snú­ast um að lækka skatta á lág­tekju­fólk og milli­tekju­fólk. Bæði til að auka kaup­mátt þeirra, en ekki síst að verja fólkið í við­kvæm­ustu stöð­unni gegn því að falla í fátækt­ar­gildrur sem spretta upp í núver­andi ástandi og þar með sporna við vax­andi ójöfn­uði sem hefur átt sér stað und­an­farna ára­tugi en eykst svo veru­lega í kreppum ef ekk­ert er að gert og ef áhersla yfir­valda er á að bæta hag þeirra efna­meiri. 

Er ekki einmitt líka ráð að í stað skatta­lækk­unar á hátekju­fólk sem er boðað í fjár­lög­um, að minnka skatt­byrði á allra lægstu launin ? Svo er það skatt­lagn­ing á atvinnu­leys­is­bætur sem er for­kast­an­leg. Hvaða rétt­læti felst í því að láta fólk sem fær greitt 289. 500 krónur á mán­uði í atvinnu­leys­is­bætur greiða 54.400 krónur af þeim bótum í skatt ? Ekk­ert myndu margir halda. 

Efna­hags­stefna undir sterkum áhrifum af úreltri hug­mynda­fræði

Að stór­auka fríð­indi stór­eigna – og hátekju­fólks sem við­brögð við kreppu sem bitnar mest á lág­launa­fólki, eru alls ekki til þess fallin að verja þau sem eru í við­kvæm­ustu þjóð­fé­lags­hóp­un­um, heldur standa vörð um stór­eigna­fólk og fámennan hóp hátekju­fólks. 

Hinir ríku eiga ekki að græða á kreppum með stuðn­ingi yfir­valda. Það er úrelt hug­mynda­fræði. Efna­hags­við­brögð stjórn­valda í kreppum verða að vera fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins, en þó sér­stak­lega til að verja jað­ar­hópana og byggja upp heil­brigða fram­tíð­ar­sýn fyrir sem flesta í atvinnu­mál­um. Ann­ars verða kreppu­við­brögðin mark­visst tæki til að auka inn­byggðan mis­mun kerf­is­ins. Sem er nákvæm­lega það sem við erum að sjá hér á landi. Og það er þvert á það sem helsti hag­fræð­ingur heims, Thomas Piketty, sem hefur greint ástæður ójöfn­uð­ar, hefur lagt til og fleiri máls­met­andi hag­fræð­ingar hafa talað fyrir nú. 

Það er gríð­ar­lega mikið í húfi að rétta leiðin sé valin í þeirri flóknu stöðu sem þjóðin er stödd í. Það sem skiptir mestu máli nú er að verj­ast auk­inni fátækt fólks. Að búa til störf, bæði beint og með skyn­sam­legum stuðn­ings­að­gerð­um. Ekki bara ein­hver störf, heldur góð og græn, umhverf­is­væn störf og koma í veg fyrir að Covid-19 auki ójöfnuð kynj­anna, kyn­slóð­anna og fólks af erlendum upp­runa um leið og við nýtum tæki­færið og vinnum gegn lofts­lags­breyt­ingum í leið­inni. Um það eigum við að sam­ein­ast. 

Höf­undur er þing­maður utan flokka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar