Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, segir að samkvæmt stjórnarskránni sé það aðeins Alþingi Íslendinga sem hafi rétt til að breyta henni.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um stjórn­ar­skrá Íslands og nauð­syn þess að þar séu umtals­verðar breyt­ingar gerð­ar. Í þeirri umræðu kemur gömlum Alþing­is­manni sumt skringi­lega fyrir sjón­ir. Ekki hvað síst umræðan um „stjórn­ar­skrár­gjafann“. Hver hann sé og hvernig gjafir hann gef­ur.

„Stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“

Krist­ján 9, sem var kon­ungur Íslands og Dan­merk­ur, er sýndur á styttu, sem stendur frammi fyrir skrif­stofum for­sæt­is­ráð­herra rétt­andi fram sam­an­vafðan papp­írs­vöndul í hendi líkt og væri hann að færa ein­hverjum eitt­hvað. Jafn­aldrar mínir lærðu það í barna­skóla, að það, sem hann var þarna að afhenda og minn­is­merkið er til merkis um, hafi verið íslenska stjórn­ar­skrá­in. Stjórn­ar­skrá­in, sem Krist­ján 9. afhenti íslensku þjóð­inni og er að stofni til sú hin sama og núna. Á langri ævi hefi ég ekki heyrt talað um neinn ann­an, sem gefið hefði þjóð­inni stjórn­ar­skrá. Eru menn þá að ræða um hinn sál­uga kóng, Krist­ján níunda, þegar þeir ræða um að fá nýja stjórn­ar­skrá frá stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um? Langt í frá er það við­fangs­efnið – enda stjórn­ar­skrár­gjaf­inn Krist­ján kóng­ur, löngu lát­inn. Með „stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um“ er fólk bara að ræða um ein­hvern þann, sem á að fjalla um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og tryggja þjóð­inni, að hún fái nýja og nútíma­legri stjórn­ar­skrá. 

Hver er „gjaf­ar­inn“?

Stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins, sem menn vilja jú virða öðrum lögum frem­ur, ákveður það með skýrum og skil­merki­legum hætti hverjir hafa heim­ild til þess að breyta stjórn­ar­skránni – semja nýja eða breyta. Stjórn­ar­skráin tekur sjálf af öll tví­mæli um það. Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni er það aðeins Alþingi Íslend­inga, sem hefur þann rétt – og þær skyld­ur. Eng­inn annar „stjórn­ar­skrár­gjafi“ er til! Stjórn­ar­skráin gerir hreint ekki ráð fyrir neinum öðrum slík­um! Sá eini, sem breytt getur – og breyta á – er Alþingi Íslend­inga. Fólkið í land­inu og sam­tök fólks í land­inu geta vissu­lega sett fram óskir og sam­þykkt erindi, en Alþingi eitt getur sinnt til­mæl­un­um. Alþingi, sem þjóðin sjálf kýs. Alþingi er kallað „lög­gjaf­inn“. Alþingi er líka „stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“. Svo mælir íslenska stjórn­ar­skráin skýrt fyrir um. Sá gjaf­ari er ekki ein­hver utan Alþingis hvað þá heldur löngu lát­inn kóngur heldur fólkið, sem þú, les­andi góð­ur, og ég veljum til þeirra verka að setja lög.

Mála­miðl­anir

Það er innsta eðli allrar stjórn­mála­starf­semi í lýð­ræð­is­ríki að reyna að leita lausnar á vanda­mál­um. Sú lausn getur aldrei orðið önnur en mála­miðlun af ein­hverju tagi milli ólíkra sjón­ar­miða. Það er eðli lýð­ræð­is­ins að leita lausnar með mála­miðlun milli ein­stakra skoð­ana­hópa. Annað – að ein­hver einn ráði allri för – er ein­ræði, ekki lýð­ræð­i. 

Auglýsing
Nú liggur ljóst fyr­ir, að mála­miðlun á vett­vangi „stjórn­ar­skrár­gjafans“ virð­ist ekki vilja svara kröfum um vernd gegn lofts­lags­vá, um ótví­ræða þjóð­ar­eign á auð­lindum og um að mark­aðs­lausnum skuli beitt fyrir aðgang að sam­eig­in­legum auð­lind­um. Þar fæst Alþingi ekki til þess að beita sömu mark­aðslög­málum og þeir beita sjálfir, sem afnota­rétt­inn hafa fengið þegar þeir leigja starfs­bræðrum sínum aðgang að auð­lind­inni, sem þeir nýta sjálfir, en borga eig­and­anum fyrir brot af því verði, sem þeir heimta að aðrir greiði sér. Þar er ekki heldur sömu mark­aðslög­málum beitt eins og ríkja ef þeir væru sjálfir að leigja hús­eignir sín­ar, skip sín og veið­ar­færi, bíl­ana sína, íbúð­ar­hús sín eða aðrar eignir öðrum og óvið­kom­andi eða ef þeir sjálfir væru að leigja slíkar eignir af eig­and­an­um. Þá má heldur ekki ætl­ast til þess, að þeir, sem hafa rakað saman millj­arða­gróða vegna afnota af auðlindum, sem þjóðin á, taki sinn þátt í því að greiða götu þess­arar sömu þjóðar í harð­ræðiskreppu þar sem slegin eru lán fyrir lífs­kjörum en þeir sem efn­ast hafa mest á afnotum af sam­eig­in­legum auð­lindum eru látnir í friði með sína fjár­muni. Taka alls ekki sann­gjarnan þátt í lífs­kjara­stríði venju­legs íslensks alþýðu­manns og fjöl­skyldu hans – stríði íslenska þjóð­rík­is­ins við krepp­una. Halda bara áfram sömu iðju: Að ávaxta sjálfa sig.

Sýnið skyn­semi

Tími er löngu kom­inn til þess, að þjóðin sýni skyn­semi. Annar „stjórn­ar­skrár­gjafi“ en Alþingi Íslend­inga er ekki til. Á þeim vett­vangi ræðst fram­tíð íslensku stjórn­ar­skrár­inn­ar. Náist ekki sá árang­ur, sem þú vænt­ir, les­andi góð­ur, þá er ein­fald­ast af öllu ein­földu að þú gerir þér ljóst hverjir standa gegn því. Hverjir standa gegn því, að íslenska þjóðin fái óskorað eign­ar­hald yfir auð­lindum sín­um? Hverjir standa gegn því, að þjóðin fái að njóta afgjalds af nýt­ingu þeirra auð­linda með sam­bæri­legum hætti, og þeir, sem aðgang­inn fengu fyrir smá­aura leigja svo þann aðgang út til starfs­bræðra sinna fyrir mark­aðs­verð? Hverjir standa gegn því, að þeir, sem úr mestu hafa að moða, ávaxta m.a. eignir sínar í skatta­skjólum erlend­is, taki þátt í því með ykkur hinum að rísa undir þeim miklu hörm­ung­um, sem dynja nú yfir þessa þjóð? Hverjir eru það, sem vilja að þjóð­ar­fjöl­skyldan taki erlend lán fyrir lífs­kjör­unum fremur en að þeir, sem mestu efnin eiga, taki sinn þátt í því með öllum hinum að mæta erf­ið­leik­um? Hverjir eru þeir, sem hafa meira að segja lækkað skatta á hæstu fjár­magnstekju­hafa sam­tímis því, sem þjóð­ar­fjöl­skyldan er látin taka lán fyrir lífs­kjörum? Það er hægur vandi fyrir þig að svara þessum spurn­ing­um. Svörin liggja skýr fyr­ir. Með því að svara þeim og bregð­ast svo við eins og sam­viska þín kýs getur þú ráðið ferð­inni. Ann­ars ekki. Ann­ars alls ekki! Svo sára­ein­falt er mál­ið. Stjórn­ar­skrár­gjaf­inn – ef ein­hver er – ert þú sjálf­ur! Hvernig notar þú það vald? Horfstu í augu við sjálfan þig! Og svar­aðu svo!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar