Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, segir að samkvæmt stjórnarskránni sé það aðeins Alþingi Íslendinga sem hafi rétt til að breyta henni.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um stjórn­ar­skrá Íslands og nauð­syn þess að þar séu umtals­verðar breyt­ingar gerð­ar. Í þeirri umræðu kemur gömlum Alþing­is­manni sumt skringi­lega fyrir sjón­ir. Ekki hvað síst umræðan um „stjórn­ar­skrár­gjafann“. Hver hann sé og hvernig gjafir hann gef­ur.

„Stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“

Krist­ján 9, sem var kon­ungur Íslands og Dan­merk­ur, er sýndur á styttu, sem stendur frammi fyrir skrif­stofum for­sæt­is­ráð­herra rétt­andi fram sam­an­vafðan papp­írs­vöndul í hendi líkt og væri hann að færa ein­hverjum eitt­hvað. Jafn­aldrar mínir lærðu það í barna­skóla, að það, sem hann var þarna að afhenda og minn­is­merkið er til merkis um, hafi verið íslenska stjórn­ar­skrá­in. Stjórn­ar­skrá­in, sem Krist­ján 9. afhenti íslensku þjóð­inni og er að stofni til sú hin sama og núna. Á langri ævi hefi ég ekki heyrt talað um neinn ann­an, sem gefið hefði þjóð­inni stjórn­ar­skrá. Eru menn þá að ræða um hinn sál­uga kóng, Krist­ján níunda, þegar þeir ræða um að fá nýja stjórn­ar­skrá frá stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um? Langt í frá er það við­fangs­efnið – enda stjórn­ar­skrár­gjaf­inn Krist­ján kóng­ur, löngu lát­inn. Með „stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um“ er fólk bara að ræða um ein­hvern þann, sem á að fjalla um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og tryggja þjóð­inni, að hún fái nýja og nútíma­legri stjórn­ar­skrá. 

Hver er „gjaf­ar­inn“?

Stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins, sem menn vilja jú virða öðrum lögum frem­ur, ákveður það með skýrum og skil­merki­legum hætti hverjir hafa heim­ild til þess að breyta stjórn­ar­skránni – semja nýja eða breyta. Stjórn­ar­skráin tekur sjálf af öll tví­mæli um það. Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni er það aðeins Alþingi Íslend­inga, sem hefur þann rétt – og þær skyld­ur. Eng­inn annar „stjórn­ar­skrár­gjafi“ er til! Stjórn­ar­skráin gerir hreint ekki ráð fyrir neinum öðrum slík­um! Sá eini, sem breytt getur – og breyta á – er Alþingi Íslend­inga. Fólkið í land­inu og sam­tök fólks í land­inu geta vissu­lega sett fram óskir og sam­þykkt erindi, en Alþingi eitt getur sinnt til­mæl­un­um. Alþingi, sem þjóðin sjálf kýs. Alþingi er kallað „lög­gjaf­inn“. Alþingi er líka „stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“. Svo mælir íslenska stjórn­ar­skráin skýrt fyrir um. Sá gjaf­ari er ekki ein­hver utan Alþingis hvað þá heldur löngu lát­inn kóngur heldur fólkið, sem þú, les­andi góð­ur, og ég veljum til þeirra verka að setja lög.

Mála­miðl­anir

Það er innsta eðli allrar stjórn­mála­starf­semi í lýð­ræð­is­ríki að reyna að leita lausnar á vanda­mál­um. Sú lausn getur aldrei orðið önnur en mála­miðlun af ein­hverju tagi milli ólíkra sjón­ar­miða. Það er eðli lýð­ræð­is­ins að leita lausnar með mála­miðlun milli ein­stakra skoð­ana­hópa. Annað – að ein­hver einn ráði allri för – er ein­ræði, ekki lýð­ræð­i. 

Auglýsing
Nú liggur ljóst fyr­ir, að mála­miðlun á vett­vangi „stjórn­ar­skrár­gjafans“ virð­ist ekki vilja svara kröfum um vernd gegn lofts­lags­vá, um ótví­ræða þjóð­ar­eign á auð­lindum og um að mark­aðs­lausnum skuli beitt fyrir aðgang að sam­eig­in­legum auð­lind­um. Þar fæst Alþingi ekki til þess að beita sömu mark­aðslög­málum og þeir beita sjálfir, sem afnota­rétt­inn hafa fengið þegar þeir leigja starfs­bræðrum sínum aðgang að auð­lind­inni, sem þeir nýta sjálfir, en borga eig­and­anum fyrir brot af því verði, sem þeir heimta að aðrir greiði sér. Þar er ekki heldur sömu mark­aðslög­málum beitt eins og ríkja ef þeir væru sjálfir að leigja hús­eignir sín­ar, skip sín og veið­ar­færi, bíl­ana sína, íbúð­ar­hús sín eða aðrar eignir öðrum og óvið­kom­andi eða ef þeir sjálfir væru að leigja slíkar eignir af eig­and­an­um. Þá má heldur ekki ætl­ast til þess, að þeir, sem hafa rakað saman millj­arða­gróða vegna afnota af auðlindum, sem þjóðin á, taki sinn þátt í því að greiða götu þess­arar sömu þjóðar í harð­ræðiskreppu þar sem slegin eru lán fyrir lífs­kjörum en þeir sem efn­ast hafa mest á afnotum af sam­eig­in­legum auð­lindum eru látnir í friði með sína fjár­muni. Taka alls ekki sann­gjarnan þátt í lífs­kjara­stríði venju­legs íslensks alþýðu­manns og fjöl­skyldu hans – stríði íslenska þjóð­rík­is­ins við krepp­una. Halda bara áfram sömu iðju: Að ávaxta sjálfa sig.

Sýnið skyn­semi

Tími er löngu kom­inn til þess, að þjóðin sýni skyn­semi. Annar „stjórn­ar­skrár­gjafi“ en Alþingi Íslend­inga er ekki til. Á þeim vett­vangi ræðst fram­tíð íslensku stjórn­ar­skrár­inn­ar. Náist ekki sá árang­ur, sem þú vænt­ir, les­andi góð­ur, þá er ein­fald­ast af öllu ein­földu að þú gerir þér ljóst hverjir standa gegn því. Hverjir standa gegn því, að íslenska þjóðin fái óskorað eign­ar­hald yfir auð­lindum sín­um? Hverjir standa gegn því, að þjóðin fái að njóta afgjalds af nýt­ingu þeirra auð­linda með sam­bæri­legum hætti, og þeir, sem aðgang­inn fengu fyrir smá­aura leigja svo þann aðgang út til starfs­bræðra sinna fyrir mark­aðs­verð? Hverjir standa gegn því, að þeir, sem úr mestu hafa að moða, ávaxta m.a. eignir sínar í skatta­skjólum erlend­is, taki þátt í því með ykkur hinum að rísa undir þeim miklu hörm­ung­um, sem dynja nú yfir þessa þjóð? Hverjir eru það, sem vilja að þjóð­ar­fjöl­skyldan taki erlend lán fyrir lífs­kjör­unum fremur en að þeir, sem mestu efnin eiga, taki sinn þátt í því með öllum hinum að mæta erf­ið­leik­um? Hverjir eru þeir, sem hafa meira að segja lækkað skatta á hæstu fjár­magnstekju­hafa sam­tímis því, sem þjóð­ar­fjöl­skyldan er látin taka lán fyrir lífs­kjörum? Það er hægur vandi fyrir þig að svara þessum spurn­ing­um. Svörin liggja skýr fyr­ir. Með því að svara þeim og bregð­ast svo við eins og sam­viska þín kýs getur þú ráðið ferð­inni. Ann­ars ekki. Ann­ars alls ekki! Svo sára­ein­falt er mál­ið. Stjórn­ar­skrár­gjaf­inn – ef ein­hver er – ert þú sjálf­ur! Hvernig notar þú það vald? Horfstu í augu við sjálfan þig! Og svar­aðu svo!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar