Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, segir að samkvæmt stjórnarskránni sé það aðeins Alþingi Íslendinga sem hafi rétt til að breyta henni.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um stjórn­ar­skrá Íslands og nauð­syn þess að þar séu umtals­verðar breyt­ingar gerð­ar. Í þeirri umræðu kemur gömlum Alþing­is­manni sumt skringi­lega fyrir sjón­ir. Ekki hvað síst umræðan um „stjórn­ar­skrár­gjafann“. Hver hann sé og hvernig gjafir hann gef­ur.

„Stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“

Krist­ján 9, sem var kon­ungur Íslands og Dan­merk­ur, er sýndur á styttu, sem stendur frammi fyrir skrif­stofum for­sæt­is­ráð­herra rétt­andi fram sam­an­vafðan papp­írs­vöndul í hendi líkt og væri hann að færa ein­hverjum eitt­hvað. Jafn­aldrar mínir lærðu það í barna­skóla, að það, sem hann var þarna að afhenda og minn­is­merkið er til merkis um, hafi verið íslenska stjórn­ar­skrá­in. Stjórn­ar­skrá­in, sem Krist­ján 9. afhenti íslensku þjóð­inni og er að stofni til sú hin sama og núna. Á langri ævi hefi ég ekki heyrt talað um neinn ann­an, sem gefið hefði þjóð­inni stjórn­ar­skrá. Eru menn þá að ræða um hinn sál­uga kóng, Krist­ján níunda, þegar þeir ræða um að fá nýja stjórn­ar­skrá frá stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um? Langt í frá er það við­fangs­efnið – enda stjórn­ar­skrár­gjaf­inn Krist­ján kóng­ur, löngu lát­inn. Með „stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um“ er fólk bara að ræða um ein­hvern þann, sem á að fjalla um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og tryggja þjóð­inni, að hún fái nýja og nútíma­legri stjórn­ar­skrá. 

Hver er „gjaf­ar­inn“?

Stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins, sem menn vilja jú virða öðrum lögum frem­ur, ákveður það með skýrum og skil­merki­legum hætti hverjir hafa heim­ild til þess að breyta stjórn­ar­skránni – semja nýja eða breyta. Stjórn­ar­skráin tekur sjálf af öll tví­mæli um það. Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni er það aðeins Alþingi Íslend­inga, sem hefur þann rétt – og þær skyld­ur. Eng­inn annar „stjórn­ar­skrár­gjafi“ er til! Stjórn­ar­skráin gerir hreint ekki ráð fyrir neinum öðrum slík­um! Sá eini, sem breytt getur – og breyta á – er Alþingi Íslend­inga. Fólkið í land­inu og sam­tök fólks í land­inu geta vissu­lega sett fram óskir og sam­þykkt erindi, en Alþingi eitt getur sinnt til­mæl­un­um. Alþingi, sem þjóðin sjálf kýs. Alþingi er kallað „lög­gjaf­inn“. Alþingi er líka „stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“. Svo mælir íslenska stjórn­ar­skráin skýrt fyrir um. Sá gjaf­ari er ekki ein­hver utan Alþingis hvað þá heldur löngu lát­inn kóngur heldur fólkið, sem þú, les­andi góð­ur, og ég veljum til þeirra verka að setja lög.

Mála­miðl­anir

Það er innsta eðli allrar stjórn­mála­starf­semi í lýð­ræð­is­ríki að reyna að leita lausnar á vanda­mál­um. Sú lausn getur aldrei orðið önnur en mála­miðlun af ein­hverju tagi milli ólíkra sjón­ar­miða. Það er eðli lýð­ræð­is­ins að leita lausnar með mála­miðlun milli ein­stakra skoð­ana­hópa. Annað – að ein­hver einn ráði allri för – er ein­ræði, ekki lýð­ræð­i. 

Auglýsing
Nú liggur ljóst fyr­ir, að mála­miðlun á vett­vangi „stjórn­ar­skrár­gjafans“ virð­ist ekki vilja svara kröfum um vernd gegn lofts­lags­vá, um ótví­ræða þjóð­ar­eign á auð­lindum og um að mark­aðs­lausnum skuli beitt fyrir aðgang að sam­eig­in­legum auð­lind­um. Þar fæst Alþingi ekki til þess að beita sömu mark­aðslög­málum og þeir beita sjálfir, sem afnota­rétt­inn hafa fengið þegar þeir leigja starfs­bræðrum sínum aðgang að auð­lind­inni, sem þeir nýta sjálfir, en borga eig­and­anum fyrir brot af því verði, sem þeir heimta að aðrir greiði sér. Þar er ekki heldur sömu mark­aðslög­málum beitt eins og ríkja ef þeir væru sjálfir að leigja hús­eignir sín­ar, skip sín og veið­ar­færi, bíl­ana sína, íbúð­ar­hús sín eða aðrar eignir öðrum og óvið­kom­andi eða ef þeir sjálfir væru að leigja slíkar eignir af eig­and­an­um. Þá má heldur ekki ætl­ast til þess, að þeir, sem hafa rakað saman millj­arða­gróða vegna afnota af auðlindum, sem þjóðin á, taki sinn þátt í því að greiða götu þess­arar sömu þjóðar í harð­ræðiskreppu þar sem slegin eru lán fyrir lífs­kjörum en þeir sem efn­ast hafa mest á afnotum af sam­eig­in­legum auð­lindum eru látnir í friði með sína fjár­muni. Taka alls ekki sann­gjarnan þátt í lífs­kjara­stríði venju­legs íslensks alþýðu­manns og fjöl­skyldu hans – stríði íslenska þjóð­rík­is­ins við krepp­una. Halda bara áfram sömu iðju: Að ávaxta sjálfa sig.

Sýnið skyn­semi

Tími er löngu kom­inn til þess, að þjóðin sýni skyn­semi. Annar „stjórn­ar­skrár­gjafi“ en Alþingi Íslend­inga er ekki til. Á þeim vett­vangi ræðst fram­tíð íslensku stjórn­ar­skrár­inn­ar. Náist ekki sá árang­ur, sem þú vænt­ir, les­andi góð­ur, þá er ein­fald­ast af öllu ein­földu að þú gerir þér ljóst hverjir standa gegn því. Hverjir standa gegn því, að íslenska þjóðin fái óskorað eign­ar­hald yfir auð­lindum sín­um? Hverjir standa gegn því, að þjóðin fái að njóta afgjalds af nýt­ingu þeirra auð­linda með sam­bæri­legum hætti, og þeir, sem aðgang­inn fengu fyrir smá­aura leigja svo þann aðgang út til starfs­bræðra sinna fyrir mark­aðs­verð? Hverjir standa gegn því, að þeir, sem úr mestu hafa að moða, ávaxta m.a. eignir sínar í skatta­skjólum erlend­is, taki þátt í því með ykkur hinum að rísa undir þeim miklu hörm­ung­um, sem dynja nú yfir þessa þjóð? Hverjir eru það, sem vilja að þjóð­ar­fjöl­skyldan taki erlend lán fyrir lífs­kjör­unum fremur en að þeir, sem mestu efnin eiga, taki sinn þátt í því með öllum hinum að mæta erf­ið­leik­um? Hverjir eru þeir, sem hafa meira að segja lækkað skatta á hæstu fjár­magnstekju­hafa sam­tímis því, sem þjóð­ar­fjöl­skyldan er látin taka lán fyrir lífs­kjörum? Það er hægur vandi fyrir þig að svara þessum spurn­ing­um. Svörin liggja skýr fyr­ir. Með því að svara þeim og bregð­ast svo við eins og sam­viska þín kýs getur þú ráðið ferð­inni. Ann­ars ekki. Ann­ars alls ekki! Svo sára­ein­falt er mál­ið. Stjórn­ar­skrár­gjaf­inn – ef ein­hver er – ert þú sjálf­ur! Hvernig notar þú það vald? Horfstu í augu við sjálfan þig! Og svar­aðu svo!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar