Mínus 39

Gunnar Rafn Jónsson skrifar innlegg til sameiginlegrar óskar okkar um bætta geðheilsu og lækkaða tíðni sjálfsvíga (www.39.is).

Auglýsing

Mér er minn­is­stæð dæmi­saga Sig­urðar Nor­dal, „Ferð­in, sem aldrei var far­in“. Hún segir frá ungum manni, sem bor­inn er til æðstu met­orða og ríki­dæm­is, en hafði misst föður sinn, góð­vin keis­ar­ans. For­sendur pilts­ins eru að öðru leyti allar hinar bestu. Í stað þess að nýta þroska­kosti sína dvelur hann daga og nætur við hjóm og ólifn­að. Hinum góða keis­ara, Mark­úsi Árel­íusi, rennur þetta hátta­lag unga manns­ins til rifja, enda þess full­viss, að í pilti sé góður efni­við­ur. Því kallar Markús Árel­íus pilt­inn fyrir sig, seg­ist ætla að senda hann í hættu­legan leið­ang­ur, sem krefj­ist allra hans bestu eig­in­leika, auk­innar kunn­áttu og hæfni jafnt á and­legu sem og lík­am­legu sviði. Til að búa sig undir ferð­ina breytir ungi mað­ur­inn lífi sínu og býr sig undir hið erf­iða og krefj­andi hlut­skipti. Hann snýr baki við fyrra lífi, kallar til sín fær­ustu kenn­ara og einka­þjálf­ara fyrir lík­ama og sál. Árin líða, hann kvænist, eign­ast börn, fer að líka vel sinn nýi lífs­stíll og verður far­sæll mað­ur. Ferðin boð­aða var hins vegar aldrei far­in. Aðferða­fræði keis­ar­ans hafði lukk­ast.

Við þekkjum tón­list­ar­sigra hljóm­sveit­ar­inn­ar, Sig­ur­rós. Við könn­umst við göngugarp­inn Vil­borgu Örnu Giss­ur­ar­dóttur , sem varð fyrsta íslenska konan til þess að klífa hæsta tind ver­ald­ar, Ever­est og gekk ein á Suð­ur­pól­inn. Við erum með­vituð um frægð Bjark­ar. Tón­list hennar teng­ist þeirri miklu virð­ingu, sem Björk hefur fyrir nátt­úr­unni. Stundum köllum við slíkar per­sónur góðar fyr­ir­mynd­ir. Hvað rekur ein­stak­linga til þess að nýta hæfi­leika sína, stefna að ein­hverju marki? Hvaðan fá þeir kraft­inn, áhug­ann, þraut­seigj­una? Hvernig stuðlum við að jákvæðri upp­bygg­ingu? Á Íslandi eru hug­tök eins og þjóð­ar­fram­leiðsla, verð­bólga, við­skipta­jöfn­uður og hag­vöxtur vel þekkt, en meira hlýtur að koma til. Við aust­ur­landa­mæri Nepal liggur landið Bhut­an. Þar mið­ast staðlar við: Lands­heild­ar­-ham­ingju­verk­efnið –, en það bygg­ist á fjórum horn­stein­um; nátt­úru­vernd, fyr­ir­myndar stjórn­ar­hátt­um, varð­veislu menn­ing­ar­verðmæta og auknum þroska ein­stak­linga og sam­fé­lags í átt að góð­um, félags­legum gildum svo sem sjálf­bærni og jafn­rétti. Horn­stein­arnir eru síðan not­aðir sem við­mið í 9 ólíkum þáttum Bhut­an-­sam­fé­lags­ins.

Auglýsing
Margir af hugs­uðum heims hafa einnig lagt fram hug­myndir sínar um heild­ræna virkni innan sam­fé­lags­ins líkt og stjórn­völd í Bhutan hafa gert. Aðrir þættir eru t.d. þróun í átt að auk­inni þekk­ingu, hæfni, þroska og visku. Síðan þarf að taka ákvörðun um fram­kvæmd­ina, sem verður einnig að vera ein­stak­ling­smiðuð og því næst þarf kerfið að vera síbreyti­legt. Ekk­ert er hið sama í dag og var í gær. Rann­sókn­ar­spurn­ing mín verður því: Hvernig getum við aukið innri styrk og öryggi, kallað fram hið besta í hverjum ein­stak­lingi og því sam­fé­lagi, sem við búum í? Ég hef þegar minnst á afreks-ein­stak­linga og upp­bygg­ingu Bhut­an. Í fram­hald­inu hér á eftir vil ég íhuga, hvernig hægt er að ná mark­mið­inu og enn­fremur minn­ast á mögu­legar hindr­an­ir.

Per­sónu­lega dái ég for­varn­ir. Ég vil sjá, að allir krakkar hafi verk­efni við hæfi. Flest viljum við heild­rænar lausnir, heil­brigði og ham­ingju. Mörg viljum við til­einka okkur trú á aðferða­fræð­ina, sem felst í hinum góðu gild­um, sem og þeim gild­um, sem nefnd hafa verið Þjóð­gild­in. Hin forn­gríska speki um „hið góða, fagra og sanna“ stendur alltaf fyrir sínu. Hjá öðrum er kær­leik­ur­inn mestur og bestur – fylgt eftir af sam­kennd og rétt­læti. Mik­il­vægt er að elska sjálfan sig, öðl­ast færni, sníða af sér van­kanta, kalla fram vilja, sýna stað­festu , mynda orð sem síðan leiða til athafna. Við erum and­legar verur með sál eða vit­und. Okkur er gefið inn­sæi og við skynj­um, þegar hjartað tal­ar. Við höfum heila, erum með­vituð um, að við hugum og hvað við hugs­um, sem svo verður að við­horf­um, séu upp­lýs­ing­arnar sam­þykktar af okk­ur. Tungu­málið er kóð­inn, túlkun við­horf­anna, hvað við segjum eða skrif­um. Lík­am­inn, must­eri and­ans og hugs­un­ar­inn­ar, sér síðan um fram­kvæmd­ina, heldur jafn­vægi og stjórn á öllum vefrænum þátt­um.

Hvað ræð­ur, hvernig við högum okkur á öllum þessum svið­um? „Ég lifi í draumi“, segir í söngn­um. Hér áður fyrr áttu kyn­stofnar sér sam­eig­in­legan sam­fé­lags­draum, enn aðrir töl­uðu um heim­inn sem tál­sýn. Í upp­eldi barn­anna aðhæfum við barnið okkar regl­um, hvað passi, hvað sé rétt og rangt, orðin eru kóð­inn, barnið sam­þykkir og geymir í minn­inu á harða disknum og það verður síðan að sann­fær­ingu, trú, við­horfi og inn­ræt­ingu.

Lúpínan er afskap­lega fal­leg. Sjáið þessar fjólu­bláu breið­ur, binda sand­inn og minnka fok­ið. En lúpínan dreifir sér líka hratt, kæfir stundum annan gróð­ur. Öspin er ynd­is­legt tré, fljót­vax­andi, veitir gott skjól, en hún sendir út kröft­ugar rætur út um allt, lyftir mal­biki, yfir­borði lóða, ræðst inn í hús. Hvað kall­ast það, þegar rætur ryðj­ast inn? = > inn­ræt­ing. Með orðum okkar og gjörðum getum við haft bæði jákvæð og nei­kvæð áhrif. Við þjálfum börnin líkt og við gerum við hús­dýr með hrósi og verð­laun­um; „Þú mátt fara í Ipa­d­inn í 5 mín­útur ef þú klárar mat­inn þinn.“ ellegar refs­ingum eins og : „Ég skil þig bara eft­ir, ef þú hagar þér svona!“ Börnin alast upp í hræðslu við refs­ingu og sam­tímis ótta við að ná ekki athygli for­eldra og ann­arra. Þau reyna að þókn­ast öll­um, hafa alla góða, hrædd um að vera hafnað – en þau læra fljótt orðið NEI.

Að lokum ölum við okkur upp sjálf, við refsum okk­ur: „Ég er ekki nógu fal­leg.“ „Svaka­legt finnst mér að vera með þessa bumbu“. Þung­lyndið á næstu grös­um. Við leið­umst út í umbun, líður illa, leitum í ísskáp­inn, neytum áfeng­is, tóbaks eða ann­arra fíkni­efna bara til þess að falla inn í hóp­inn, láta undan þrýst­ingi eða flýja van­sælu. Orð eru tví­eggjað sverð. Þau geta virkað sem álög, sem eit­ur, verða veirur í sál og huga. Orð eru einnig sæði hins góða, fagra og sanna: „Sáð­maður fór út að sá, sum frjó­kornin lentu í grýtri jörð og önnur í frjósamri jörð“.

Þið þekkið öll tölvu­veirur og hverju þær valda, allt fer í klessu. Okkar innri for­rit geta orðið fyrir árás af veirum, sem rugla alla sam­hæf­ingu. Í gam­alli dæmisögu er getið um tvennt, sem ekki er hægt að taka aft­ur: ör, sem skotið er af boga og orð, töl­uð, sögð og skrif­uð, sem geti valdið nið­ur­rifs­starf­semi á anda og huga við­kom­andi. Kona, kom heim af veru­lega erf­iðri vakt með dúndr­andi haus­verk. Heima hopp­aði, dans­aði og söng dóttir hennar með sinni ynd­is­fögru, sterku rödd. Líðan kon­unnar fór versn­andi, uns hún öskr­aði á hana: „Stein­hættu þessum hávaða! Þú hefur hvort sem er ömur­lega rödd!“ Því­lík stimplun inn­ræt­ing­ar. Ummæli móð­ur­innar urðu til þess, að dóttirin söng aldrei aft­ur. Í sam­fé­lag­inu fara hakk­arar í gang. Þeir dreifa óhróðri með illu umtali, slúðri og Gró­u-­sög­um. Við fram­köllum reiði, öfund­sýki, hat­ur, afbrýði­semi. Hvert hneyksl­is­málið rekur annað í stjórn­mál­un­um, jafnt innanlands sem utan. Rann­sóknir sýna stöðugt minnk­andi traust í sam­fé­lag­inu. Hver er ástæða þess? Lítum á nokkra þætt­i. 

Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir var ein full­trúa á alþjóð­legu þingi 2017, sem tók blekk­inga­stjórn­mál (eða stað­leysu­stjórn­mál – e. post truth polit­ics, til umræðu. Hún segir í blaða­grein: „Við fáum falskar frétt­ir, kerf­is­bundnar blekk­ing­ar, rang­færsl­ur, dylgj­ur, hreinar og klárar lyg­ar. Stað­leysur eru not­aðar kerf­is­bundið og hamrað á þeim – og við vitum að, sé lygin síend­ur­tekin – upp­lifir fólk lyg­ina sem „sann­leika“. Að mennta­kerfið hefði brugð­ist þeirri grund­vall­ar­skyldu sinni að þjálfa nem­endur í gagn­rýnni hugsun að ígrunda, áður en dæmt er, að forð­ast ómeð­vit­aða hlut­drægni og ekki síst – að efla sið­vit nem­enda. Þannig megi færa fyrir því rök að skóla­kerfið beri ákveðna ábyrgð á því að blekk­inga­stjórn­mál virki á almenn­ing. Frum­mæl­endur sögðu hins vegar að kenn­arar væru að bregð­ast við, en þyrftu að efla menntun og sam­stöðu sín á milli svo að við­brögðin yrðu kraft­meiri og alþjóðleg. Því var haldið fram, að menntun án sið­ferðis væri einskis verð. Þekk­ing án tengsla við mennsku væri skað­leg. Efl­ing borg­ara­vit­undar væri lyk­il­at­riði og allir kenn­ar­ar, án til­lits til þess fags sem þeir kenna, ættu að leggja áherslu á að fá nem­endur til að skilja ábyrgð sína sem sam­fé­lags­þegn­ar. Heim­s­væð­ing sam­kenndar væri nauð­syn­leg. Mann­rétt­inda­fræðsla ætti að vera sjálf­sögð – alls stað­ar­.“ 

Á móti þessu berj­ast tveir aðil­ar, sem fara ham­förum innra með okk­ur: Annar er dóm­ar­inn, sem ber allt saman við inn­rætt for­rit, hefur ógn­ar­stjórn, við hlýðum og tölum niður til okkar sjálfra: „Ég er nú meiri aum­ing­inn!“ „And­skot­ans asni get ég ævin­lega ver­ið.“ „ Þetta er skelfi­leg mynd af mér“, segir feg­urð­ar­dísin trekk í trekk. Þá tekur hinn aðil­inn við, fórn­ar­lambið: „ Þetta er bara gott á mig.“ „Ég á ekk­ert betra skil­ið.“ Kvartar út af öllu, hefur allt á hornum sér, allt öðrum að kenna, allt ómögu­legt. Í dóms­kerf­inu er gert ráð fyrir því, að ekki sé hægt að dæma nema einu sinni fyrir sama brot­ið, en hvað gerum við? Við núum hvort öðru upp úr sama atrið­inu trekk í trekk, þús­und sinn­um, for­eldr­ar, börn, makar, vin­ir, sam­ferða­menn. Þessi „lög­máls­bók“ er mest­megnis byggð á lyg­um, ef lag­færð, sæjum við ekki svona mik­inn ótta, órétt­læti, ofbeldi og stríð í heim­in­um.

Draumar okk­ar, hvort sem við erum vak­andi eða sof­andi, verða að martröð. Vak­andi þorum við varla að lifa, hrædd við álit ann­arra, á nálum við að þókn­ast öll­um, reyna að vera full­kom­in, getum ekki fyr­ir­gefið okkur fyrir að vera ekki al-­full­kom­in. Við verðum sjálfum okkur verst. Höfnum eigin lík­ama, hugs­unum og til­finn­ing­um. Þess vegna setjum við á okkur félags­legu grím­urnar / per­sónu­leik­ana, leikum eitt hlut­verk heima, annað í vinn­unni, þriðja með félög­unum – þorum ekki að vera við sjálf. Per­sónu­legur styrkur okkar minn­kar, kraft­ur­inn fer allur í að reyna að halda and­lit­inu eða öllu heldur grímunni.

Auglýsing
Mig langar til þess að biðja þig, les­andi góð­ur, að búa til ljúf­fenga kær­leiks- og blá­berja­súpu (Blueberry soup) með mér, svo að við svörum sam­eig­in­lega rann­sókn­ar­spurn­ingu minni. Ástæða: „ÞÚ skiptir máli“ – þín hug­un, þín við­horf, þínar gjörð­ir. Þetta er sú súpa, sem fram­tíð lands­ins byggir á. For­eldrar vita, að börn þurfa : Aga, tíma og ást. Tvær megin til­finn­ingar búa innra með okk­ur, en þær eru kær­leikur og ótti. Við­horfin til þeirra eru það tungu­mál, sem skammta­fræði lík­ama okk­ar, yfir­gena­erfða­fræðin og inn­ræt­ingin túlkar sem veru­leika. Sé trú­in/von­in/sann­fær­ing­in/kær­leik­ur­inn til heil­brigði, sam­kenndar og gleði með hvern dag nægi­lega sterkir þættir auk árvekni og ein­beit­ing­ar, marg­faldar það árangur þinn í líf­inu. Vís­inda­rann­sóknir síð­ustu ára sýna okk­ur, hve hugs­un, við­horf, matur og teng­ing hins innra við nátt­úr­una og annað fólk hefur gíf­ur­lega mikið að segja til vellíðunar og við­halds heilsu. Ég trúi því, að: 

 • með efl­ingu til­finn­inga­þroskans geti ég fundið meiri ham­ingju, kær­leika, gleði og frið, eflt sam­hug og sam­vinnu 
 • við­horf mín skapi mitt líf, mína ver­öld 
 • ég geti breytt við­horfum mín­um, sam­rým­ist þau ekki því lífi, sem ég vil lifa

Hvernig get ég þá náð þeim árangri? 

 • með þjálfun vit­und­ar­innar
 • nái betri teng­ingu við hið æðra innra með mér
 • losi vit­und mína við for­dóma og þröng­sýni
 • efli sam­hug, sam­vinnu, kær­leika, frið og ham­ingju 

Hvert verður þá hlut­verk hvers og eins í þeirri þró­un? Breyt­ingar hefj­ast ætíð hið innra. Því er áskorun mín til hvers og eins svohljóð­andi: „ÞÚ skiptir máli“. Settu þér eft­ir­far­andi mark­mið: 

 • að vera víð­sýnn og sannur
 • sýndu öllum sam­kennd og virð­ingu
 • vertu heið­ar­leg­ur, djarfur en gef­andi
 • skiptu um skoð­un, ef sú þjónar ekki mark­miðum þínum í líf­inu
 • efldu sam­vinnu 
 • yfir­gefðu dóm­ara­sætið
 • forðastu að kasta skuld á aðra, vera fórn­ar­lamb eða með­virkur
 • berðu ábyrgð á eigin lífi og sýndu sam­fé­lags­lega ábyrgð
 • fylgdu Gullnu regl­unni
 • leit­aðu og þú munt finna þitt sanna – ég –

Í sögu Paulo Coelo kenndi Alkem­ist­inn sögu­hetj­unni Santi­ago að fylgja hjarta sínu, „því þar er fjár­sjóð­inn þinn að finna“. Dreng­ur­inn lærir Alls­herj­ar­mál Heims­ins, að skilja órjúf­an­legt sam­hengi hlut­anna, órofa tengsl manns og nátt­úru, mátt ástar og trausts, vinds­ins og trú­ar­innar á for­sjón hins góða. „Sann­ar­lega er lífið rausn­ar­legt við þann sem lifir sam­kvæmt Örlaga­kosti sín­um“. Lát hjarta ráða för, fylgdu draumum þín­um. Grunn­ur­inn er sá, að maður á að vera heill og sannur í orðum sínum og gjörð­um. Sögu­hetj­an, Santía­gó, fann síðan fjár­sjóð­inn heima.

Elsku­legi les­andi! Þín bíður þessi mik­il­væga spurn­ing: „ Mun vora í þinni vit­und?“ Á meðan þú leitar svars í huga þínum og hjarta, bið ég þig að íhuga:

 • boð­skap Alkem­ist­ans um, að svarið felist í ein­fald­leik­an­um, hinu „fagra, góða og sanna“
 • mik­il­vægi vit­undar þinn­ar, sam­vistar við nátt­úr­una og gjafir hennar
 • hvað þú hugsar og hvernig þú vinnur úr til­finn­ingum þínum
 • hvað þú borðar og frá­sogar eftir mál­tíð
 • hvernig þú hreyfir þig
 • hvernig þú hvílist og sefur
 • hvernig þér tekst að forð­ast streitu
 • hvernig þér tekst að sýna öllum sam­kennd, virð­ingu og kær­leika 

Vit­undin og vilj­inn að fram­kvæma þessi atriði er:

 • lyk­ill­inn að vellíðan mann­kyns
 • opnar okkur inn­sýn í hið flókna meist­ara­verk sköp­un­ar­innar
 • sýnir okk­ur, hvernig öll kerfin vinna saman til upp­bygg­ing­ar, þroska og end­ur­nýj­un­ar 

Þjálfum hug­ann, látum ekki inn­ræt­ingu eða sjálf­stýr­ingu und­ir­með­vit­undar stjórna lífs­hlaupi okk­ar. Sann­fær­ing mín er sú, að þá muni „Vorið vaxa í Vit­und okkar allra, er Von­glöð höldum Saman fram á veg.“ Lífið er dýr­mætt, stór­feng­leg feg­urð hjarta þíns, hæfi­leikar þínir óend­an­leg­ir.

Jón­atan Livingstone Máfur var ósköp venju­legur máfur - en hann vildi eitt­hvað meira, fljúga bet­ur, hærra, flott­ar, svífa lengra, stinga sér úr enn meiri hæð - og hann æfði sig þrot­laust og lengi. Hann setti sér mark­mið og náði því - en hann komst lengra - hann gat flutt sig um set með hug­ar­afl­inu einu saman - þá var hann klár fyrir æðri víddir – „Er ég á himn­um? ", spurði hann. " Það er eng­inn slíkur stað­ur, engin stund. Himna­ríki er að ná full­komn­un, en full­komnun hefur engan mæli­kvarða... þú getur flogið í for­tíð og fram­tíð, en þá tekur það ánægju­leg­asta, erf­iðasta, mik­il­væg­asta verk­efni við, verk­efn­ið...að fljúga inn í til­gang góð­mennsku og ástar", sagði gamli máf­ur­inn. Hann virt­ist síðan leys­ast upp, en hans síð­ustu orð voru: " Haltu áfram að æfa þig í kær­leika ". Jón­atan tók að kenna flug­kúnstina, kenna ungum óreyndum máfum af áfergju og list. Það eru engin tak­mörk - bara þrá eftir full­komnun í kær­leika, virkjun alls sem er. Bhut­an-­búar eiga sér fjóra sam­fé­lags­-horn­steina. Jafn­framt ætti sér­hver ein­stak­lingur að byggja á hinum fjóru horn­steinum Don Miguel Ruiz, en þeir hljóma svo:

 1. Vera sannur í tali, hrein­skipt­inn, með sann­leika og kær­leik í fyr­ir­rúmi
 2. Taka ekk­ert per­sónu­lega - það sem aðrir gera og segja, því þeir spegla sinn veru­leika og sína drauma - ekki útsetja sig með því móti fyrir óþarfa leiða og áhyggjum
 3. Taka engu sem sjálf­sögðum hlut, kryfja til mergjar, spyrja sjálfan sig og aðra spurn­inga til þess að forð­ast mis­skiln­ing og óró­leika sál­ar­innar
 4. Gera alltaf sitt besta - það besta breyt­ist vita­skuld, fer t.d. eftir heilsu­fari og aðstæðum hverju sinni. Sé ekki tekið til­lit til þessa, er hætta á óvægnu sjálfs­mati, sorg og eft­ir­sjá

Því segi ég að lok­um: ÞÚ skiptir máli. Stattu með þér. Martin Luther King sagði. „ I have a dream.“ Ég á mér líka draum líkt og hvert ykk­ar. Hann er bæði til­eink­aður þér, les­andi góður og sam­fé­lag­inu okk­ar. Draumur minn er, að við gerum nú saman góða súpu kær­leika og sam­kennd­ar, kryddum hana með virð­ingu, hóf­semi, rétt­læti og hinum þjóð­gild­un­um. Hvetjum hvert ann­að, hrósum fyrir góðar gjörð­ir, atorku, seiglu og þraut­seigju, ekki síst á erf­ið­leika­tím­um. Þannig sköpum við enn betra sam­fé­lag. Ein­lægar óskir mínar til þín, fjöl­skyldu þinnar og vina um vel­farnað í nútíð og fram­tíð. „Gleði­legt vor í vit­und“.

Höf­undur er lækn­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar