Ofurmamman

Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar um óraunhæfar kröfur, móðurhlutverkið og ofurkonur sem þurfi að leyfa sér að vera sáttar með sig eins og þær eru.

Auglýsing

Of margir boltar á lofti eru ein­kenn­andi fyrir ofur­kon­una. Hún gerir allt til þess að halda þeim öllum full­kom­lega á lofti, en hversu lengi end­ist það? Enda­lausar kröfur sam­fé­lags­ins bein­ast að henni, allt frá því hvernig hún klæðir sig og yfir í það hvernig mann­eskja hún er. Þessar óraun­hæfu kröfur gera það að verkum að ofur­konan upp­lifir hvorki að hún geri nóg, né að hún sé nóg. Hún þarf alltaf að gera bet­ur. 

Í des­em­ber 2018 varð ég mamma, þá 22 ára göm­ul. Óum­beðnum athuga­semdum og ráð­legg­ingum rigndi yfir mig þegar fólk frétti að ég væri ólétt. Ekki bara úr mínu nán­asta umhverfi heldur einnig á sam­fé­lags­miðl­um. Sam­fé­lags­miðl­arnir setja mikla pressu á full­komnun og láta það líta út eins og full­komnun sé raun­hæft mark­mið og að full­komnun eigi að vera mark­mið allra, því ann­ars ert þú ekki nóg. Fáir á mínum aldri voru að eign­ast börn á þessum tíma í kringum mig og þess vegna var auð­velt að leita í full­komnar fyr­ir­myndir sem eru búnar til í netheim­um. Af feng­inni reynslu finnst mér vanta fjöl­breytt­ari úrræði fyrir unga for­eldra. Það er margt vel gert sem styður við bakið á for­eldrum en með auknum stuðn­ingi væri hægt að draga úr ein­angrun sem getur fylgt því að feta önnur spor en jafn­aldrar þín­ir.

,,Mömm­visku­bit” er hug­tak sem ég kynnt­ist þegar ég varð móðir en það er að hafa sam­visku­bit yfir því að sinna móð­ur­hlut­verk­inu ekki nægi­lega vel. Það virð­ist vera ástand sem margar mæður þekkja enda eru kröfur hinnar full­komnu móðir alltof háar. Hvað er það að vera ofur­mamma? Jú, þú þarft að vera með upp­eld­is­ráð á hreinu, hafa barna­her­bergið full­komið og upp­fylla allar mögu­legar óskrif­aðar reglur sam­fé­lags­ins. Ég per­sónu­lega upp­lifði mikla pressu að fylgja öllum upp­eld­is­ráðum og það var eins og himn­arnir opn­uð­ust þegar ég átt­aði mig á því að ég væri nóg ef ég fylgdi eigin inn­sæi. Ég fatt­aði að til þess að vera ofur­mamma þyrfti ég ekki að fylgja nýj­ustu upp­eld­is­ráðun­um, sem þó auð­vitað geta hjálp­að, heldur treysta á sjálfa mig. Einnig upp­lifði ég mikla pressu af sam­fé­lags­miðlum um að hafa barna­her­bergið full­kom­ið. Svona geta óraun­hæfu kröf­urnar verið ólíkar en þær birt­ast á öllum sviðum móð­ur­hlut­verks­ins. Það fylgir því svo mikið frelsi að átta sig á því að það er eng­inn full­kom­inn, það eru bara allir að gera sitt besta. Ofur­mamman þarf að passa sig að ofnota ekki ofur­krafta sína því ann­ars gæti hún klárað þá alla.

Auglýsing

Mín upp­lifun sem ung móðir er að sam­fé­lagið ætlist til að við þurfum að velja á milli þess að vera móðir eða sinna starfs­ferl­inum og ná frama því ann­ars lendum við í kuln­un. Er það sam­fé­lagið sem við viljum búa í? Búum til fjöl­skyldu­vænt starfs­um­hverfi sem ýtir ekki undir kulnun og þá sér­stak­lega hjá konum en þær eru lík­legri til að upp­lifa kulnun eins og kom fram í grein á RÚV eins og sjá má hér. Við ættum sem sam­fé­lag að end­ur­skil­greina hvað ein­kennir ofur­konu. Minnkum kröf­urnar og lærum að meta okkur fyrir þær ofur­konur sem við allar erum. Hættum að setja óraun­hæfar kröfur á ofur­konur og leyfum okkur að vera sáttar með okkur eins og við erum.

Við erum allar ofur­kon­ur. 

Ég hlakka til að hlusta á og læra af þeim ofur­konum sem verða með erindi á við­burð­inum Ofur­konan þú, þann 20. októ­ber næst­kom­andi sem er á vegum Ungra athafna­kvenna og geð­fræðslu­fé­lags­ins Hug­rúnu. Ég hvet alla til að gera slíkt hið sama og fylgj­ast með við­burð­in­um. Endi­lega deildu mynd/­reynslu af ofur­konu á instagram eða twitter undir #of­ur­kona @ung­ar­at­hafna­konur @ged­fra­edsla

Höf­undur situr í stjórn Ungra athafna­kvenna (UAK).

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar