Ofurmamman

Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar um óraunhæfar kröfur, móðurhlutverkið og ofurkonur sem þurfi að leyfa sér að vera sáttar með sig eins og þær eru.

Auglýsing

Of margir boltar á lofti eru ein­kenn­andi fyrir ofur­kon­una. Hún gerir allt til þess að halda þeim öllum full­kom­lega á lofti, en hversu lengi end­ist það? Enda­lausar kröfur sam­fé­lags­ins bein­ast að henni, allt frá því hvernig hún klæðir sig og yfir í það hvernig mann­eskja hún er. Þessar óraun­hæfu kröfur gera það að verkum að ofur­konan upp­lifir hvorki að hún geri nóg, né að hún sé nóg. Hún þarf alltaf að gera bet­ur. 

Í des­em­ber 2018 varð ég mamma, þá 22 ára göm­ul. Óum­beðnum athuga­semdum og ráð­legg­ingum rigndi yfir mig þegar fólk frétti að ég væri ólétt. Ekki bara úr mínu nán­asta umhverfi heldur einnig á sam­fé­lags­miðl­um. Sam­fé­lags­miðl­arnir setja mikla pressu á full­komnun og láta það líta út eins og full­komnun sé raun­hæft mark­mið og að full­komnun eigi að vera mark­mið allra, því ann­ars ert þú ekki nóg. Fáir á mínum aldri voru að eign­ast börn á þessum tíma í kringum mig og þess vegna var auð­velt að leita í full­komnar fyr­ir­myndir sem eru búnar til í netheim­um. Af feng­inni reynslu finnst mér vanta fjöl­breytt­ari úrræði fyrir unga for­eldra. Það er margt vel gert sem styður við bakið á for­eldrum en með auknum stuðn­ingi væri hægt að draga úr ein­angrun sem getur fylgt því að feta önnur spor en jafn­aldrar þín­ir.

,,Mömm­visku­bit” er hug­tak sem ég kynnt­ist þegar ég varð móðir en það er að hafa sam­visku­bit yfir því að sinna móð­ur­hlut­verk­inu ekki nægi­lega vel. Það virð­ist vera ástand sem margar mæður þekkja enda eru kröfur hinnar full­komnu móðir alltof háar. Hvað er það að vera ofur­mamma? Jú, þú þarft að vera með upp­eld­is­ráð á hreinu, hafa barna­her­bergið full­komið og upp­fylla allar mögu­legar óskrif­aðar reglur sam­fé­lags­ins. Ég per­sónu­lega upp­lifði mikla pressu að fylgja öllum upp­eld­is­ráðum og það var eins og himn­arnir opn­uð­ust þegar ég átt­aði mig á því að ég væri nóg ef ég fylgdi eigin inn­sæi. Ég fatt­aði að til þess að vera ofur­mamma þyrfti ég ekki að fylgja nýj­ustu upp­eld­is­ráðun­um, sem þó auð­vitað geta hjálp­að, heldur treysta á sjálfa mig. Einnig upp­lifði ég mikla pressu af sam­fé­lags­miðlum um að hafa barna­her­bergið full­kom­ið. Svona geta óraun­hæfu kröf­urnar verið ólíkar en þær birt­ast á öllum sviðum móð­ur­hlut­verks­ins. Það fylgir því svo mikið frelsi að átta sig á því að það er eng­inn full­kom­inn, það eru bara allir að gera sitt besta. Ofur­mamman þarf að passa sig að ofnota ekki ofur­krafta sína því ann­ars gæti hún klárað þá alla.

Auglýsing

Mín upp­lifun sem ung móðir er að sam­fé­lagið ætlist til að við þurfum að velja á milli þess að vera móðir eða sinna starfs­ferl­inum og ná frama því ann­ars lendum við í kuln­un. Er það sam­fé­lagið sem við viljum búa í? Búum til fjöl­skyldu­vænt starfs­um­hverfi sem ýtir ekki undir kulnun og þá sér­stak­lega hjá konum en þær eru lík­legri til að upp­lifa kulnun eins og kom fram í grein á RÚV eins og sjá má hér. Við ættum sem sam­fé­lag að end­ur­skil­greina hvað ein­kennir ofur­konu. Minnkum kröf­urnar og lærum að meta okkur fyrir þær ofur­konur sem við allar erum. Hættum að setja óraun­hæfar kröfur á ofur­konur og leyfum okkur að vera sáttar með okkur eins og við erum.

Við erum allar ofur­kon­ur. 

Ég hlakka til að hlusta á og læra af þeim ofur­konum sem verða með erindi á við­burð­inum Ofur­konan þú, þann 20. októ­ber næst­kom­andi sem er á vegum Ungra athafna­kvenna og geð­fræðslu­fé­lags­ins Hug­rúnu. Ég hvet alla til að gera slíkt hið sama og fylgj­ast með við­burð­in­um. Endi­lega deildu mynd/­reynslu af ofur­konu á instagram eða twitter undir #of­ur­kona @ung­ar­at­hafna­konur @ged­fra­edsla

Höf­undur situr í stjórn Ungra athafna­kvenna (UAK).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar