Nokkur orð um aðgerðir gegn kjarasamningsbrotum

Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, skrifar um svonefndan launaþjófnað atvinnurekenda gagnvart launafólki og kröfu um að hann verði gerður refsiverður samkvæmt lögum.

Auglýsing

Í síð­ustu viku kynnti Efl­ing – stétt­ar­fé­lag her­ferð til að þrýsta á um að svo­nefndur „launa­þjófn­að­ur“ atvinnu­rek­enda gagn­vart launa­fólki verði gerður refsi­verður sam­kvæmt lög­um. Þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar lýsti því í kjöl­farið yfir að flokk­ur­inn myndi ganga á eftir því í vetur að lög­fest yrðu févíti gegn kjara­samn­ings­brot­u­m. 

Það er hár­rétt hjá stétt­ar­fé­lag­inu og þing­manni að kjara­samn­ings­brot eru allt of algeng á íslenskum vinnu­mark­aði, hvort sem um ræðir launa­greiðslur undir lág­mark­s­við­miðum kjara­samn­inga, van­efndar per­sónu­upp­bætur eða vaktir sem starfs­mönnum er gert að standa án lág­marks­hvíld­ar. Það er líka rétt að inn­heimta van­gold­inna launa getur tekið mán­uði eða ár. Í raun má segja að einna helsti fæl­ing­ar­mátt­ur­inn í núver­andi kerfi felist í að atvinnu­rek­endur greiði launa­kröfur á fyrri stigum til að kom­ast hjá eigin máls­kostn­aði fyrir dóm­stól­um. Það er því fullt til­efni til að taka harðar á kjara­samn­ings­brotum atvinnu­rek­enda. Hingað til hefur hins vegar ekki komið fram hvernig eigi nákvæm­lega að útfæra boð­aðar aðgerðir í lög­um. 

Það eru vissir van­kantar á hug­mynd­inni um að refsi­væða kjara­samn­ings­brot atvinnu­rek­enda gegn launa­fólki, sem ekki má líta fram­hjá. Í fyrsta lagi eru rík­ari kröfur til sönn­un­ar­byrði í refsi­málum heldur en í einka­mál­um, og því erf­ið­ara að fá sak­fell­ingu. Reynslan sýnir að það er nógu erfitt að fá vinnu­veit­anda dæmdan til að greiða bætur í einka­máli. Það verður mun erf­ið­ara að sýna fram á sök atvinnu­rek­anda með full­nægj­andi hætti í refsi­máli. Það er því hætt við því að refsi­heim­ildir gagn­vart lög­að­ilum í „launa­þjófn­að­ar­mál­um“ verði dauður laga­bók­staf­ur. Það eru þegar dæmi um slík ákvæði í lögum sem liggja óhreyfð hjá garði, til dæmis sekt­ar­heim­ild í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Þá er ákvæði í lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur, sem heim­ilar Félags­dómi að dæma aðila til greiðslu skaða­bóta, sekta og máls­kostn­að­ar, van­nýtt. Það er tak­mark­aður fæl­ing­ar­máttur fólginn í ónot­uðum laga­á­kvæð­u­m. 

Auglýsing

Í öðru lagi vantar að útskýra hver eigi að fara með rann­sókn­ar­vald og sekt­ar­heim­ildir í þessum mála­flokki. Hugs­an­lega myndu þessar aðgerðir útheimta að komið yrði á fót nýjum deildum innan lög­reglu, Vinnu­eft­ir­lits­ins eða Vinnu­mála­stofn­unar með til­heyr­andi stofn­kostn­aði. Þá getur rann­sókn á slíkum málum orðið bæði kostn­að­ar­söm og tíma­frek, jafn­vel enn frekar en inn­heimtu­að­gerðir í einka­rétt­ar­legum mál­um. Þetta bitnar helst á þeim sem síst skyldi, starfs­mönn­unum sjálf­um. Í stað­inn verður ekki séð að sekt­ar­greiðslur sem renni í rík­is­sjóð gagn­ist þessum ein­stak­lingum umfram aðra.  

Í þriðja lagi hvílir frum­kvæð­is­skyldan til að hefja mála­rekstur áfram hjá stétt­ar­fé­lög­unum sjálf­um, og þar með þeim ein­stak­lingum sem brotin bein­ast gegn. Aug­ljós­lega verða engum lög­brjótum gerðar refs­ingar nema brotin séu til­kynnt með ein­hverjum hætti í upp­hafi. Eins og staða mála er í dag skiptir stétt­ar­fé­lags­að­ild starfs­manns höf­uð­máli um það hvort atvinnu­rek­endur eru krafðir um van­goldin laun. Ann­ars vegar er það mis­jafnt eftir stétt­ar­fé­lögum hversu mikla vinnu og fyr­ir­höfn þau leggja í rekstur slíkra mála fyrir hönd félags­manna. Í skýrslu sem ASÍ vann árið 2019 um stöðu útlend­inga á íslenskum vinnu­mark­aði kom fram að stétt­ar­fé­lög væru mis­vel í stakk búin til að takast á við „launa­þjófn­að“ og sinna eft­ir­liti og úrvinnslu. Hins vegar eiga þeir starfs­menn, sem ein­hverra hluta vegna eiga ekki aðild að stétt­ar­fé­lagi, engin úrræði til að krefj­ast réttra efnda sam­kvæmt gild­andi vinnu­lög­gjöf. Þetta eru oft ein­stak­lingar í allra við­kvæm­ustu hóp­unum í sam­fé­lag­inu, inn­flytj­endur eða hæl­is­leit­endur með lítið félags­legt bak­land og tak­mark­aða þekk­ingu á inn­lendum vinnu­mark­aði. Refsi­heim­ildir gagn­ast þessum starfs­mönnum ekki nema þeir hafi greiða leið til að til­kynna van­efndir og krefja atvinnu­rek­endur efnda. 

Til að taka á því meini, sem stétt­ar­fé­lagið kallar launa­þjófnað á inn­lendum vinnu­mark­aði, þarf að gæta að fram­an­greindum atrið­um. Það þarf að tryggja að einka­rétt­ar­legar kröfur launa­fólks verði ekki háðar því að atvinnu­rek­andi verði fund­inn sekur í refsi­máli. Eins þarf að gæta þess að rann­sókn mála verði ekki of flókin og tíma­frek. Þá væri gott ef sekt­ar­greiðslur eða févíti sem sem falli til með þessum hætti gagn­ist stétt­ar­fé­lögum eða launa­fólki með beinum hætti. Loks þarf að tryggja að kerfið nýt­ist líka þeim starfs­mönnum sem ekki geta leitað á náðir nokk­urs stétt­ar­fé­lags og geri þeim kleift að leita réttar síns, til dæmis með gjaf­sókn­ar­heim­ildum í vinnu­launa­málum sem ekk­ert stétt­ar­fé­lag vill reka eða mið­lægum styrkt­ar­sjóð­i. ­Með þessum hætti er hægt að takast á við „launa­þjófnað á vinnu­mark­aði“ með raun­hæfum leiðum sem gagn­ast stétt­ar­fé­lögum og launa­fólki.

Höf­undur er lög­maður og sér­fræð­ingur í vinnu­rétt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar