Nokkur orð um aðgerðir gegn kjarasamningsbrotum

Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, skrifar um svonefndan launaþjófnað atvinnurekenda gagnvart launafólki og kröfu um að hann verði gerður refsiverður samkvæmt lögum.

Auglýsing

Í síð­ustu viku kynnti Efl­ing – stétt­ar­fé­lag her­ferð til að þrýsta á um að svo­nefndur „launa­þjófn­að­ur“ atvinnu­rek­enda gagn­vart launa­fólki verði gerður refsi­verður sam­kvæmt lög­um. Þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar lýsti því í kjöl­farið yfir að flokk­ur­inn myndi ganga á eftir því í vetur að lög­fest yrðu févíti gegn kjara­samn­ings­brot­u­m. 

Það er hár­rétt hjá stétt­ar­fé­lag­inu og þing­manni að kjara­samn­ings­brot eru allt of algeng á íslenskum vinnu­mark­aði, hvort sem um ræðir launa­greiðslur undir lág­mark­s­við­miðum kjara­samn­inga, van­efndar per­sónu­upp­bætur eða vaktir sem starfs­mönnum er gert að standa án lág­marks­hvíld­ar. Það er líka rétt að inn­heimta van­gold­inna launa getur tekið mán­uði eða ár. Í raun má segja að einna helsti fæl­ing­ar­mátt­ur­inn í núver­andi kerfi felist í að atvinnu­rek­endur greiði launa­kröfur á fyrri stigum til að kom­ast hjá eigin máls­kostn­aði fyrir dóm­stól­um. Það er því fullt til­efni til að taka harðar á kjara­samn­ings­brotum atvinnu­rek­enda. Hingað til hefur hins vegar ekki komið fram hvernig eigi nákvæm­lega að útfæra boð­aðar aðgerðir í lög­um. 

Það eru vissir van­kantar á hug­mynd­inni um að refsi­væða kjara­samn­ings­brot atvinnu­rek­enda gegn launa­fólki, sem ekki má líta fram­hjá. Í fyrsta lagi eru rík­ari kröfur til sönn­un­ar­byrði í refsi­málum heldur en í einka­mál­um, og því erf­ið­ara að fá sak­fell­ingu. Reynslan sýnir að það er nógu erfitt að fá vinnu­veit­anda dæmdan til að greiða bætur í einka­máli. Það verður mun erf­ið­ara að sýna fram á sök atvinnu­rek­anda með full­nægj­andi hætti í refsi­máli. Það er því hætt við því að refsi­heim­ildir gagn­vart lög­að­ilum í „launa­þjófn­að­ar­mál­um“ verði dauður laga­bók­staf­ur. Það eru þegar dæmi um slík ákvæði í lögum sem liggja óhreyfð hjá garði, til dæmis sekt­ar­heim­ild í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Þá er ákvæði í lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur, sem heim­ilar Félags­dómi að dæma aðila til greiðslu skaða­bóta, sekta og máls­kostn­að­ar, van­nýtt. Það er tak­mark­aður fæl­ing­ar­máttur fólginn í ónot­uðum laga­á­kvæð­u­m. 

Auglýsing

Í öðru lagi vantar að útskýra hver eigi að fara með rann­sókn­ar­vald og sekt­ar­heim­ildir í þessum mála­flokki. Hugs­an­lega myndu þessar aðgerðir útheimta að komið yrði á fót nýjum deildum innan lög­reglu, Vinnu­eft­ir­lits­ins eða Vinnu­mála­stofn­unar með til­heyr­andi stofn­kostn­aði. Þá getur rann­sókn á slíkum málum orðið bæði kostn­að­ar­söm og tíma­frek, jafn­vel enn frekar en inn­heimtu­að­gerðir í einka­rétt­ar­legum mál­um. Þetta bitnar helst á þeim sem síst skyldi, starfs­mönn­unum sjálf­um. Í stað­inn verður ekki séð að sekt­ar­greiðslur sem renni í rík­is­sjóð gagn­ist þessum ein­stak­lingum umfram aðra.  

Í þriðja lagi hvílir frum­kvæð­is­skyldan til að hefja mála­rekstur áfram hjá stétt­ar­fé­lög­unum sjálf­um, og þar með þeim ein­stak­lingum sem brotin bein­ast gegn. Aug­ljós­lega verða engum lög­brjótum gerðar refs­ingar nema brotin séu til­kynnt með ein­hverjum hætti í upp­hafi. Eins og staða mála er í dag skiptir stétt­ar­fé­lags­að­ild starfs­manns höf­uð­máli um það hvort atvinnu­rek­endur eru krafðir um van­goldin laun. Ann­ars vegar er það mis­jafnt eftir stétt­ar­fé­lögum hversu mikla vinnu og fyr­ir­höfn þau leggja í rekstur slíkra mála fyrir hönd félags­manna. Í skýrslu sem ASÍ vann árið 2019 um stöðu útlend­inga á íslenskum vinnu­mark­aði kom fram að stétt­ar­fé­lög væru mis­vel í stakk búin til að takast á við „launa­þjófn­að“ og sinna eft­ir­liti og úrvinnslu. Hins vegar eiga þeir starfs­menn, sem ein­hverra hluta vegna eiga ekki aðild að stétt­ar­fé­lagi, engin úrræði til að krefj­ast réttra efnda sam­kvæmt gild­andi vinnu­lög­gjöf. Þetta eru oft ein­stak­lingar í allra við­kvæm­ustu hóp­unum í sam­fé­lag­inu, inn­flytj­endur eða hæl­is­leit­endur með lítið félags­legt bak­land og tak­mark­aða þekk­ingu á inn­lendum vinnu­mark­aði. Refsi­heim­ildir gagn­ast þessum starfs­mönnum ekki nema þeir hafi greiða leið til að til­kynna van­efndir og krefja atvinnu­rek­endur efnda. 

Til að taka á því meini, sem stétt­ar­fé­lagið kallar launa­þjófnað á inn­lendum vinnu­mark­aði, þarf að gæta að fram­an­greindum atrið­um. Það þarf að tryggja að einka­rétt­ar­legar kröfur launa­fólks verði ekki háðar því að atvinnu­rek­andi verði fund­inn sekur í refsi­máli. Eins þarf að gæta þess að rann­sókn mála verði ekki of flókin og tíma­frek. Þá væri gott ef sekt­ar­greiðslur eða févíti sem sem falli til með þessum hætti gagn­ist stétt­ar­fé­lögum eða launa­fólki með beinum hætti. Loks þarf að tryggja að kerfið nýt­ist líka þeim starfs­mönnum sem ekki geta leitað á náðir nokk­urs stétt­ar­fé­lags og geri þeim kleift að leita réttar síns, til dæmis með gjaf­sókn­ar­heim­ildum í vinnu­launa­málum sem ekk­ert stétt­ar­fé­lag vill reka eða mið­lægum styrkt­ar­sjóð­i. ­Með þessum hætti er hægt að takast á við „launa­þjófnað á vinnu­mark­aði“ með raun­hæfum leiðum sem gagn­ast stétt­ar­fé­lögum og launa­fólki.

Höf­undur er lög­maður og sér­fræð­ingur í vinnu­rétt­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar