Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks

Árni Stefán Árnason skrifar um hraða þróun flugherma til heimabrúks og/eða í atvinnuskyni.

Auglýsing

Áhugi Íslend­inga á flugi er eft­ir­tekt­ar­verður í jafn litlu sam­fé­lagi og landið er. Allar teg­undir flugs virð­ast stund­aðar hér­lendis og eru flug­skólar þétt­setn­ir. Útfærslur flug­herma til heima­brúks eru mis­mun­andi. Allt frá full­komn­ustu teg­undum hreyf­an­legra herma niður í sér­hann­aðar leikja­tölv­ur, heim­il­is­tölvur og þeir enda í sím­an­um. Já þú last rétt, þú getur flogið flug­hermi í síma. Fyr­ir­tækið Laminar res­e­arch, sem hefur þróað flug­herm­inn X plane í ára­tugi hefur gefið út síma­út­gáfu.

Svandís tilbúin til flugtaks á braut 19 í kvöldbirtunni í Reykjavík í veðri eins og það var um kl. 22.00 sunnudaginn 18. október s.l.Flug­herma­fé­lag Íslands var stofnað á síð­asta ári. Það er félags­skapur ein­stak­linga á öllum aldri og stigum flug­herma­flugs. Mark­mið og til­gangur félags­ins er að kynna flug­herma­flug, kenna það og tækn­ina, njóta þess sam­an, efla það, en síð­ast en ekki síst að vera ein­stak­lingum innan hand­ar, ­sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu stór­kost­lega áhuga­máli.

Næstu tvær myndir eru innan úr stjórn­klefa Svan­dísar flug­hermis fyrir flug­tak.Mynd 1.

Mynd 2.Félagið var stofnað að frum­kvæði Böðv­ars Egg­erts­son­ar, vél­fræð­ings og flug­á­huga­manns. Böðvar er jafn­framt einn af stofn­endum Holl­vina­sam­taka um drátt­ar­bát­inn Magna, fyrsta stál­skip smíðað á Íslandi. Þá hefur hann smíðað og er með í þróun eigin flug­hermi af King air gerð, all nákvæma eft­ir­lík­ingu af flug­stjórn­ar­klefa t.d. King air flug­vélar Mýflugs. Á meðal ann­arra öfl­ugra braut­ryðj­enda í flug­herma­sam­fé­lag­inu má nefna útlærða atvinnu­flug­mann­inn Eirík Walt­ers­son. Hann hefur lík­lega mesta reynslu á Íslandi á far­þega­þot­ur, einkum Boeing, og skráða nærri 4000 flug­tíma í mið­lægum heims­gagn­a­runni, sem heldur utan um, fyrir þá sem kjósa svo, ­flogna flug­tíma flug­herma­manna.

Auglýsing
Þá er í félags­skap okkar Jón Ket­ils­son, sem sér­hæft hefur sig í þróun flug­valla og byggðar kringum flug­velli í flug­herm­um. Innan okkar raða er sér­fræð­ingur í tölvu­málum og hug­bún­aði og svo mætti lengi telja.Svandís að fljúga framhjá Reykavík að nóttu til.

Næstu þrjár myndir eru frá Reykja­vík og Reykja­vík­ur­flug­velli og sýn­ir lista­vel gert hand­verk Jóns Ket­ils­son­ar.Mynd 1.

Mynd 2.Mynd 3.Löngu áður en félagið var stofnað þekkt­ust margir núver­andi félagar og stungu saman nefjum í þessu áhuga­máli. Með stofnun félags­ins var komin vett­vangur til að sam­ein­ast enn frek­ar.

Áhuga­málið felst í því að menn hafa aðgang að flestum teg­undum flug­véla, sem til eru í raun­veru­leik­an­um, hann­aðar af þriðja aðila, fyrir stýri­kerfi flug­hermana, og fljúga þeim með aðstoð tölvu þar sem mæla­borð og umhverfi birt­ast í allskyns útfærslum á skjá, einum eða fleiri, jafn­vel skjá­vörpum sem varpa lands­lagi í skýjum á vegg. Þá sjáum við flug­vél­ar, sem aðrir eru að fljúga. Til eru flug­vél­ar, sem hafa náð mjög háu þró­un­ar­stigi, laus­leg ágiskun ca 90% af kerf­is­dýpt og flug­eig­in­leikum raun­veru­legrar flug­vél­ar. Ein­ungis fag­menn og mjög langt komnir ein­stak­lingar í flug­herma­flugi sjá þann 10% mun, sem upp á vant­ar. Mark­mið margra fram­leið­enda er 100% flug­kerf­is, lands­lags- og veð­ur­eft­ir­lík­ing. Nokkrir eru á góðu skriði í þá átt.Svandís í kvöldbirtunni í Reykjavík tilbúin til flugtaks.

Algeng­ustu flug­herm­arnir í dag eru þrír, X plane, sem er sá elsti, og Prepared 3D, sem tók við af Microsoft flightsimulator hinum eldri og svo hinn ný útgefni hermir Microsoft flightsimulator 2020, sem er ennþá að slíta barns­skónum en í hraðri þróun með yfir eina milljón skráð leyfi skv. Microsoft. Þróun þess­ara flug­herma er svo langt komin að mjög margir atvinnu­flug­menn og flugnemar nota þá til blind­flugs- og við­bragðsæf­inga við bil­un­um. Hægt er að fá tvo fyrst nefndu hermana í dýr­ari útgáfu vott­aða af við­kom­andi flug­mála­yf­ir­völd­um. Flug­stjórn­ar­klefa (cock­pit) í raun­veru­legri eft­ir­lík­ingu 1:1 með alla eig­in­leika slíks klefa og virk tæki er hægt að kaupa í mörgum útgáfum af Boeing og Air­bus þot­u­m. Svandís í brottflugi frá Reykjavík.

Bæta má fjölda við­bóta (add on/plug in) við hermana, með lágum við­bót­ar­kostn­aði. Vin­sælastu við­bæt­urnar eru þró­uð­ustu flug­vél­arnar og veð­ur­herm­arn­ir. Þró­uð­ustu flug­vél­arn­ar, af Boeing og Air­bus teg­und­um, er ævin­týri lík­ast að nota, svo nákvæmar eru þær hinum raun­veru­legu loft­för­um. Þá er hægt að fá fjöldan allan af minni flug­vélum með ljóm­andi kerf­is­dýpt og góða flug­eig­in­leika.

Jafn­framt eru elstu gerðir af flug­vélum fáan­legar og margar teg­undir þar á milli allt til nýj­ustu flug­véla. Þró­uð­ustu flug­vél­arnar í dag eru flestar Boeing far­þega og vöru­flutn­inga­þot­urnar og Air­bus A319-320-321. Allir geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Þá má nefna mjög full­komnar eft­ir­lík­ingar af DC 3, DC 6 og Boeing 727 og Fokker F 27 og F 50, flug­vélar sem þjón­uðu Íslend­ingum í ára­tugi, svo eitt­hvað sé nefnt úr þeirri átt, jafn­vel í litum íslensku flug­fé­lag­anna. Úrvalið af eins hreyf­ils vélum er næstum jafn mikið og fram­leitt hefur verið í raun­veru­leik­an­um. Svandís í brottflugi frá Reykjavík, Álftanes, Hafnarfjörður, Vatnsleysuströnd og Reykjanesskagi í bakgrunni.

Þá eru veð­ur­herm­arnir ómissandi hluti við­bót­anna en þeir herma af mjög mik­illi nákvæmni eftir stað­ar­veðri (met­ar) frá upp­lýs­ingum veð­ur­eft­ir­lits­stöðva alls heims­ins. Fyrir þá allra áhuga­söm­ustu er síðan hægt að nota þjón­ustu flug­um­ferð­ar­stjóra, ­sem virkar nákvæm­lega eins og í raun­veru­leik­an­um. Dæmi um það er í tengli á mynd­band hér fyrir neð­an­. Þú hefur tal­stöðv­ar­sam­skipti við áhuga­menn um flug­um­ferð­ar­stjórn í gegnum hug­búnað sem er sam­hæfður flug­hermun­um. Flug­um­ferð­ar­stjór­arnir er yfir­leitt mjög flinkir og not­ast er við sömu flug­reglur og í raun­veru­leik­an­um. Öll þeirra þjón­usta fer fram í gegnum rat­stjár­hermi og notuð eru sömu flug­kort og í raun­veru­leik­anum en í raf­rænu formi. Upp­runi þeirra er hjá Jeppesen með sér­stöku leyfi og eru þau sett a markað gegn áskrift í gegnum þriðja aðila, Navigrap­h. 

En þjón­usta flug­um­ferð­ar­stjóra er ekki eina þjón­ustan fyrir flug­menn. Allt svo­kallað ground service er til fyrir margar gerðir vin­sælla far­þega­þota. Þ.m.t. það mik­il­vægasta, push back, áfyll­ing elds­neytis o.m.fl. Að­stoð­ar­flug­mað­ur­inn er líka fáan­legur og munn­leg sam­skipti mögu­leg með aðstoð gervi­greind­ar. Í mjög ein­faldri fram­setn­ingu þá svarar hann þér, fram­kvæmir skip­anir þínar og þú svarar hon­um. Hann les yfir gát­lista o.fl. o.fl.

Svo mik­illa vin­sælda hefur þetta áhuga­mál notið s.l. ár að meðal launa­manni er nú gert kleift að kaupa nákvæma eft­ir­lík­ingu af full­virkum lok­uðum stjórn­klefum algengra far­þega­þota frá Boeing og Air­bus. Einn slíkur Air­bus A320 herm­ir, sem mun fá EASA vott­un, er nú á loka­metr­unum í upp­setn­ingu á Íslandi. Þá eru margir mjög flinkir við að smíða svona hermi annað hvort frá grunni eða að hluta. Tengsla­net félaga við fær­ustu sér­fræð­inga á þessu sviði er svo öfl­ugt að við rek­umst orðið sjaldan á hindr­an­ir. Félagar búa t.d. yfir þekk­ingu til að breyta raun­veru­legum stjórn­klefa yfir í flug­hermi. Þá eru slíkir stjórn­klefar venju­lega fengnir úr flug­vél­um, sem lagt hefur verið til nið­ur­rifs. Margir slíkir klefar eru t.d. í notkun í Þýska­landi allt upp í Boeing 747, enda fram­boðið nægt á svoköll­uðum flug­véla­kirkju­görð­um. Fram­boð sumra flug­véla er meira en eft­ir­spurn skv. mínum upp­lýs­ing­um. ­Fé­lagið hefur mik­inn áhuga á að hrynda slíku verk­efni af stað, að varð­veita afskráð íslensk loft­för, sem markað hafa spor sín í flug­sögu lands­ins. End­ur­nýja líf­daga þeirra, sem herma af virð­ingu og alúð og gera þá ódauð­lega.

Tveir slíkir óvirkir stjórn­klefar munu vera í eigu Flug­minja­safns­ins á Akur­eyri.

Að lokum er vert að geta þess sem blasir við flug­herma­flug­mönnum þegar þeir horfa út um glugg­ana í stjórn­klef­an­um. Við blasir nákvæm og und­ur­fögur eft­ir­lík­ing af öllu lands­lagi og skýja­mynd­unum af nákvæm­ustu gerð og miklu meiri full­komnun heldur en í flug­hermum flug­fé­laga, sem nota herma til reglu­bund­innar þjálf­unar flug­manna sinna.

Líkt er eftir vindi, úrkomu og fleiru þannig að t.d. ef mjög slæmt eða gott veður er á okkar stærsta flug­velli, í Kefla­vík þá líkir hermir­inn nákvæm­lega eftir því ef menn kjósa svo. Það sama á við um alla flug­velli heims. Blind­flugs­að­stæður við erf­ið­ust skil­yrði er sem­sagt hægt að æfa eða njóta útsýn­is­flugs í sjón­flugi t.d. í Ölp­un­um, vin­sælu sjón­flugs­svæði. Þró­un, útsýn­is­flugs í sjón­flugi er lík­lega lengst komin í nýjasta herm­in­um, þó höf­undur hafi þar tak­mark­aða reynslu.

Hægt væri, að skrifa um þetta mjög svo spenn­andi og fjöl­breyti­lega áhuga­mál í löngu og ítar­legu máli en hér verður látið staðar numið. Áhuga­samir er hvattir til að kynna sér Flug­herma­fé­lag Íslands t.d. á face­book síðu þess Flug­herma­fé­lag Íslands / The Icelandic flight sim comm­unity og síðar vef­síðu félags­ins sem er í smíðum og verður aug­lýst síð­ar. Á face­book síð­unni er flestum spurn­ingum svarað á skömmum tíma af vel upp­lýstum með­lim­um, flestir með ára­langa reynslu og sér­hæf­ingu á hinum ýmsu sviðum flug­herma­flugs. Grunn­kostn­aður við að koma sér upp tölvu og lág­marks­hug­bún­aði er, ­laus­lega giskað, kringum krónur 200-400 þús. þ.m.t. tölva og hug­bún­að­ur. Sem skjá má nota sjón­varp eða tölvu­skjá.

Að lokum eru hér svo smá upp­lýs­ingar fyrir áhuga­sama.

Svan­dís flýgur fram­hjá Reykja­vík í næt­ur­flug­i: 

Svandísi lent í Reykja­vík. Lands­lag, bygg­ingar og völlur hannað af Jóni Ket­ils­syni:

Í næsta mynd­bandi getið þið kynnst tvennu, sam­skipti flug­um­ferð­ar­stjóra við flug­vélar og í mynd­band­inu kemur Eiríkur Walt­er­son fyrir á mín. 4: Áhuga­verðir tengl­ar:Flug­herma­fé­lag Íslands á face­book

Jón Ket­ils­son hönn­uðurMynd­band frá þýsku fyr­ir­tæki sem kemur að fyrsta lok­aða flug­hermis­stjórn­klef­anum á Ísland­i: 

Breskt fyr­ir­tæki sem kemur að fyrsta lok­aða flug­hermis­stjórn­klef­anum á Ísland­i:


Heima­síður helstu flug­her­manna:

Prepar 3D

X plane

Microsoft flightsimulator 2020 Heima­síða vin­sælasta lands­lags­hönn­uð­ar­ins, ORBX.

Og að lokum heima­síður þró­uð­ustu fram­leið­enda Boeing, Air­bus og McDonn­ell Dou­glas þot­anna.

Njótið og góða skemmt­un.

Höf­undur útskrif­að­ist 1982 með rétt­indi frá Flug­mála­stjórn Íslands, sem atvinnu­flug­maður og flug­kenn­ari og hefur lagt stund á flug­herma­flug í tölvum frá upp­hafi slíkra herma, lík­lega fyrir um þremur ára­tug­um. Hann er félags­maður í Flug­herma­fé­lagi Íslands. Allar ljós­myndir eru skjá­skot eftir grein­ar­höf­und. Þrjár ljós­myndir eftir Jón Ket­ils­son eru birtar með leyfi hans.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar