Viðreisn og stjórnarskráin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill að stjórnarskrá sé einföld og skýr. Mikilvægast sé að ná efnislegum árangri í samræmi við kröfur nýrra tíma.

Auglýsing
Umræð­urnar um stjórn­ar­skrár­málið snú­ast bæði um form og efni. Vissu­lega skiptir aðferða­fræðin máli. En sjálf hef ég alltaf litið svo á að mik­il­væg­ast væri að ná efn­is­legum árangri í sam­ræmi við kröfur nýrra tíma. Við getum síðan haft skiptar skoð­anir á aðferð­ar­fræð­inni en að mínu mati er skyn­samt að stjórn­ar­skrá sé ein­föld og skýr og eyði frekar réttaró­vissu en auki.

Í mál­efna­sam­þykktum Við­reisnar segir um þetta: „Ná þarf sam­komu­lagi um skýrt tíma­sett ferli varð­andi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar verði tekið mið af til­lögum stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“

End­ur­bætur eða nýbygg­ing?

Stundum finnst mér að líkja megi við­fangs­efn­inu við gam­alt timb­ur­hús, sem þarfn­ast gagn­gerðra end­ur­bóta, en það er fjarri því að vera ónýtt. Heild­ar­end­ur­bætur eru því betri en nýbygg­ing. Og sum her­bergi eru verr farin en önnur og því ráð að skella sér í að laga þau fyrst. En það þarf hvorki að rífa húsið né byggja nýtt. Húsið er gott á sínum grunni en þarfn­ast vissu­lega aðhlynn­ing­ar. Með öðrum orðum þá erum við hlynnt því að upp­færa stjórn­ar­skrána á grunni þeirrar sem fyrir er en hvorki koll­varpa þessum grund­vall­ar­lögum okkar né ríg­halda í kyrr­stöð­una.

Auglýsing
Í þessu ljósi gátum við í þing­flokki Við­reisnar mjög vel fall­ist á þá til­lögu Katrínar Jak­obs­dóttur í upp­hafi kjör­tíma­bils að skipta heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrá á tvö kjör­tíma­bil.

Við lögðum ekki síður mikið traust á það lof­orð, sem reyndar var líka skrifað inn í stjórn­ar­sátt­mál­ann, að þjóðin fengi aðkomu að verk­inu. Að áfram yrði reynt að draga fram þjóð­ar­vilj­ann í tengslum við til­tekin atriði. Það var ein­læg von okkar að það væri ekki bara upp á punt.

Sam­staða um nokkra efn­is­flokka

Um suma þá efn­is­flokka, sem verið hafa til umfjöll­unar í þessum fyrri áfanga, virð­ist vera ágæt sam­staða.

Þar má nefna ákvæði um nátt­úru­vernd og íslenska tungu. Viða­mestur er þó kafl­inn um for­seta og fram­kvæmda­vald. Þó að enn megi finna álita­mál um orða­lag tel ég að við í Við­reisn getum stutt þessar til­lög­ur.

Ástæða er til að nefna að í breyt­inga­til­lögum um for­seta og fram­kvæmda­vald er í ýmsum atriðum tekið til­lit til við­horfa, sem fram komu í rök­ræðukönn­un­inni, en það er almenn­ings­sam­ráð sem efnt var til árið 2019 vegna þess­arar end­ur­skoð­un­ar­vinnu á stjórn­ar­skrá. Þar er því fyr­ir­heitið um aðkomu þjóð­ar­innar ekki bara orðin tóm.

Tvö mik­il­væg­ustu málin í upp­námi

Vand­inn sem uppi er snýr aftur á móti að tveimur mik­il­væg­ustu efn­is­flokk­unum í þessum áfanga verks­ins. Ann­ars vegar er það auð­linda­á­kvæðið og hins vegar ákvæði um fjöl­þjóða­sam­vinnu.

Á þessum tveimur sviðum hafnar rík­is­stjórnin að taka nokk­urt til­lit til þess sem hún sjálf í stjórn­ar­sátt­mál­anum kallar aðkomu þjóð­ar­inn­ar. Á þjóð­ar­vilja er ekki snert. Þessir áfangar eru því í upp­námi af þeim sök­um.

Bæði þessi mál eru ákall nýrra tíma.

Ríkir almanna­hags­munir

Hug­myndin að stjórn­ar­skrár­á­kvæði um þjóð­ar­eign auð­linda með gjald­töku fyrir nýt­ing­ar­rétt í til­tek­inn tíma kom fyrst fram í áliti auð­linda­nefndar árið 2000. Sú nefnd var skipuð full­trúum þvert á flokka og með helstu hags­muna­að­il­um, en Jóhann­es Nor­dal var for­maður nefnd­ar­inn­ar. Þetta prinsipp um tíma­bind­ingu nýt­ingar á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar end­ur­spegl­ast svo í til­lögum stjórn­laga­ráðs, sem tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar vildu leggja til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá.

Þegar unnið var að end­ur­skoðun á gjald­töku fyrir afla­hlut­deild á minni vakt í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árið 2017 voru allir flokkar fylgj­andi tíma­bundnum heim­ildum nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Trúi ég því ekki að óreyndu að bæði Fram­sókn og Vinstri græn ætli að hlaupa frá þess­ari afstöðu sinni í stað þess að vera í for­ystu þeirra flokka sem vilja tryggja löngu tíma­bæra tíma­bind­ingu í stjórn­ar­skrá.

Ég lít á skýra kröfu um tíma­bind­ingu afnota­réttar á auð­lindum sem varð­stöðu um almanna­hags­mun­i.  Hún er mik­il­væg­ari nú en áður því stjórn­ar­flokk­arnir hafa tví­vegis á þessu kjör­tíma­bili fellt til­lögur okkar á þingi um að setja þessa grund­vall­ar­hug­mynd inn í almenn lög.

Lýð­ræðisprinsipp á 21.öld

Eins er með ákvæðin um fjöl­þjóða­sam­vinnu og alþjóða­sam­starf.

Það er eins og að synda gegn þyngsta straumi lýð­ræð­is­hug­mynda 21. aldar að hafna því að sett verði ákvæði í stjórn­ar­skrá sem fái þjóð­inni sjálfri úrslita­vald um það hvort fall­ist verður á fjöl­þjóða­sam­vinnu, sem kallar á frekara vald­fram­sal. Hér þarf réttur þjóðar að vera skýr til að ráða stöðu Íslands í alþjóða­sam­fé­lagi.

Þótt hvert það skref sem við höfum tekið í alþjóða­starfi, eins og aðild að NATÓ, EFTA og EES samn­ingn­um, hafi styrkt full­veldi lands­ins hafa verið um það skiptar skoð­an­ir. Það er ekki óeðli­leg­t.  Það gildir um aðild að ESB líka. Það er hins vegar bæði óskilj­an­legt og ólíð­andi að þjóðin hafi ekki heim­ildir í stjórn­ar­skrá til að taka þau skref sem hún sjálf metur far­sæl fyrir fram­tíð lands­ins. Það er eðli­legt að við Íslend­ing­ar, líkt og vinir okkar á Norð­ur­lönd­um, höfum slíka heim­ild í stjórn­ar­skrá. Við það á eng­inn að vera hrædd­ur.

Þetta er því ekki deila um það hvort stíga eigi slíkt skref í fjöl­þjóða­sam­vinnu heldur hvort þjóðin sjálf eigi að hafa þetta val og þetta vald sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Nú vilja menn girða fyrir það um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Við það getur Við­reisn ekki unað.

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar