Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum

Auglýsing

Í nýrri bók – The Riches of this Land – fjallar Jim Tankers­ley, blaða­maður á New York Times, um minnk­andi kaup­mátt banda­rísku milli­stétt­ar­inn­ar. Höf­und­ur­inn leitar skýr­inga og skoðar hvernig störf milli­stétt­ar­fólks hafa breyst á síð­ustu ára­tug­um, meðal ann­ars vegna tækni­fram­fara. Nið­ur­staðan er afdrátt­ar­laus; land­svæðin sem glatað hafa flestum störfum eiga það sam­eig­in­legt að hafa ekki fjár­fest nægj­an­lega í nýsköpun og mennt­un. Þau hafa skilið fólkið sitt eftir og van­rækt sínar sam­fé­lags­legu skyld­ur.

Menntun er eitt öfl­ug­asta hreyfi­afl sam­fé­laga og þeim ein­stak­lingum vegnar almennt betur sem öðl­ast og við­halda nauð­syn­legri hæfni og færni. Þetta á alls staðar við og í því felst skýr hvatn­ing til íslenskra stjórn­valda um að efla umgjörð mennt­unar og hæfni­þró­unar í land­inu. Nýsam­þykkt vís­inda- og tækni­stefna er liður í því verk­efni, enda leggur fjöl­breytt vís­inda­starf grunn­inn að marg­vís­legri þekk­ing­u.  

Auglýsing
Sýn Vís­inda- og tækni­ráðs til árs­ins 2030 er sú að á Íslandi sé lögð áhersla á gæði mennt­un­ar, jafnan aðgang allra að menntun og að mennta­kerfið þró­ist sífellt í takti við sam­fé­lagið og fram­tíð­ina. Að rann­sókn­ir, hug­vit, sköpun og frum­kvæði sem leiðir til auk­innar verð­mæta­sköp­unar og öfl­ugs athafna- og menn­ing­ar­lífs sé leið­ar­ljósið inn í fram­tíð­ina. Tíu aðgerðir styðja við vís­inda- og tækni­stefn­una og margar eru að öllu eða ein­hverju leyti á ábyrgð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is. 

Sterk­ari sam­keppn­is­sjóð­ir 

Inn­lendir sam­keppn­is­sjóðir hafa verið stór­efldir á kjör­tíma­bil­inu, en þeir eru for­senda þess að íslenskir vís­inda­menn, frum­kvöðlar og fyr­ir­tæki geti sótt í alþjóð­lega sjóði. Aðferða­fræðin hefur skilað miklum árangri og íslenskum aðilum hefur gengið mjög vel í nor­rænu og evr­ópsku vís­inda­sam­starfi. Styrk­veit­ingar til íslenskra verk­efna úr alþjóð­legum sjóðum hafa vakið eft­ir­tekt, þar sem gamla, góða höfða­tölu­mæl­ingin sýnir magn­aðan árang­ur. Hann verður ekki til af sjálfu sér.Framlög til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum.

Auka gæði í háskóla­starfi og efla fjár­mögnun háskóla

Stjórn­völd hafa ein­sett sér að fjár­veit­ingar til háskóla­stigs­ins verði sam­bæri­legar þeim á Norð­ur­lönd­unum árið 2025. Í sögu­legu sam­hengi hafa Íslend­ingar varið minna fé til mála­flokks­ins en á kjör­tíma­bil­inu hefur vel gengið að brúa bil­ið. Eitt meg­in­mark­miða stjórn­valda er að styðja við þekk­ing­ar­drifið efna­hags­líf, þar sem sam­spil rann­sak­enda á háskóla­stigi og atvinnu­lífs er lyk­il­at­riði. Nú þegar er unnið að því að styrkja umgjörð fjár­veit­inga til háskól­anna og þróa mæli­kvarða á gæði og skil­virkni háskóla­starfs. Fram­gang­ur­inn hefur verið góður og mun leggja grunn­inn að enn sterk­ari háskólum á Íslandi.Framlög til háskóla og rannsóknarstarfsemi.

Aukin færni á vinnu­mark­aði

Á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra tækni­breyt­inga þarf Ísland að búa sig undir breyttan heim. Ein­stak­lingar þurfa að laga sig að breyttri færni­þörf í atvinnu­líf­inu og fyr­ir­tæki að þró­ast hratt til að tryggja sam­keppn­is­stöðu sína. Fram­boð á námi og símenntun skal taka mið af þeirri lyk­il­hæfni sem atvinnu­líf og sam­fé­lag kalla eft­ir, enda þarf hæft starfs­fólk til að efla fram­leiðni og skapa ný verð­mæti. Það skal líka áréttað að form­leg menntun segir ekki lengur alla sög­una heldur líta  vinnu­veit­endur í auknum mæli til reynslu og færni við ráðn­ing­ar. 

Opinn aðgangur að gögnum og bætt miðlun vís­inda

Aðgengi að opin­berum gögnum háskóla, rann­sókna­stofn­ana og gögnum sem verða til með styrkjum úr opin­berum rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóðum á að vera opið, svo sam­fé­lags­legur ábati af slíkum fjár­fest­ingum sé hámark­að­ur. Þannig á vís­inda­starf að nýt­ast í auknu mæli í stefnu­mótun og við lýð­ræð­is­lega ákvarð­ana­töku. Með auknu aðgengi sköpum við umgjörð sem tryggir sýni­leika vís­inda, stuðlar að auk­inni þekk­ingu á vís­inda­legum aðferðum og eykur skiln­ing, traust og virð­ingu fyrir vís­inda­legum nið­ur­stöð­um. Hugað verður sér­stak­lega að því að skapa tæki­færi fyrir kenn­ara og aðra fag­að­ila til að nýta aðferða­fræði vís­inda til að efla þekk­ingu barna- og ung­linga á gildi þeirra.

Þau ríki sem fjár­festa í nýsköpun og mannauði eru lík­leg­ust til að skapa ný störf. Ísland hefur alla burði til þess að láta til sín taka á því sviði og öflug alþjóð­leg fyr­ir­tæki á sviði erfða­rann­sókna, lyfja­fram­leiðslu, svefn­rann­sókna, stoð­tækja o.s.frv. hafa vaxið og dafnað á und­an­förnum árum. Stjórn­völd hafa ákveðið að styðja enn betur við vaxta­tæki­færi fram­tíð­ar­inn­ar, mótað stefnu og veitt ríku­legum fjár­munum til þess. Fjár­veit­ingar til vís­inda- og sam­keppn­is­sjóða í rann­sóknum verða um 10 millj­arðar kr. á næsta ári og hækka því um 67% milli ára. Það er svo sann­ar­lega vel, því við trúum því að Ísland geti orðið land tæki­færa fyrir vís­indi, rann­sókn­ir, menntun og nýsköpun fyrir alla.

Höf­undur er mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar