Fargjaldatekjur eru ekki þjóðhagslegur ábati

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði, svarar grein Pawel Bartoszek þar sem því var haldið fram að fargjaldatekjur væru sannarlega mælikvarði á hagkvæmni.

Auglýsing

Athygli mín hefur verið vakin á því að Pawel Bar­toszek for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur hafi and­mælt atriði í grein minni í Morg­un­blað­inu um þjóð­hags­lega óhag­kvæmni Borg­ar­línu. Pawel telur að þegar um aukna notkun eða nýja far­þega sé að ræða séu far­gjalda­tekjur mæli­kvarði á hag­kvæmni fram­kvæmdar og eigi því að reikna með í þjóð­hags­lega ábat­anum af fram­kvæmd­inni.

Þetta er hins vegar ekki rétt. Þau far­gjöld sem nýir far­þegar greiða eru að vísu tekjur fyr­ir­ far­miða­sal­ann. Þær eru hins vegar jafn­mikið tap fyrir aðra fram­leið­endur sem hinir nýju far­þeg­ar keyptu áður vörur af. Það er ekki hægt að eyða sömu tekjum tvisvar. Nið­ur­staðan er því eins og ég sagði í grein­inni í Morg­un­blað­inu að far­gjalda­tekj­urnar séu ein­ungis til­færsla.

Nýr við­skipta­maður Borg­ar­línu færir þær frá öðrum fram­leið­endum í hag­kerf­inu yfir í kassa ­Borg­ar­lín­unn­ar. Þjóð­ar­kakan vex ekki við þessa til­færslu. Þess vegna er getur hún ekki talist ­þjóð­hags­legur ábati af Borg­ar­línu.

Auglýsing
Frá þjóð­hags­legu sjón­ar­miði er það hags­bót neyt­enda sem máli skipt­ir. Þessa hags­bót reynir hin ­fé­lags­hag­fræði­lega úttekt á Borg­ar­línu sem Pawel vísar til að mæla með þeim tíma­sparn­aði sem vænt­an­legir Borg­ar­línu­far­þegar njóta.

Jafn­vel það er ofmat þegar um nýja far­þega er að ræða, því þótt þeir hafi af því hags­bót að færa neyslu sína yfir í ferðir með Borg­ar­línu tapa þeir ábat­anum sem þeir höfðu af sínu fyrra neyslu­mynstri. Það er með öðrum orðum ein­ungis við­bót­ará­bat­inn sem þeir hafa af því að færa sig yfir í Borg­ar­línu, en ekki allur tíma­sparn­að­ur­inn, sem getur talist þjóð­hags­legur ábati af þeirri fram­kvæmd.

Höf­undur er prófessor emeritus.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar