Fargjaldatekjur eru ekki þjóðhagslegur ábati

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði, svarar grein Pawel Bartoszek þar sem því var haldið fram að fargjaldatekjur væru sannarlega mælikvarði á hagkvæmni.

Auglýsing

Athygli mín hefur verið vakin á því að Pawel Bar­toszek for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur hafi and­mælt atriði í grein minni í Morg­un­blað­inu um þjóð­hags­lega óhag­kvæmni Borg­ar­línu. Pawel telur að þegar um aukna notkun eða nýja far­þega sé að ræða séu far­gjalda­tekjur mæli­kvarði á hag­kvæmni fram­kvæmdar og eigi því að reikna með í þjóð­hags­lega ábat­anum af fram­kvæmd­inni.

Þetta er hins vegar ekki rétt. Þau far­gjöld sem nýir far­þegar greiða eru að vísu tekjur fyr­ir­ far­miða­sal­ann. Þær eru hins vegar jafn­mikið tap fyrir aðra fram­leið­endur sem hinir nýju far­þeg­ar keyptu áður vörur af. Það er ekki hægt að eyða sömu tekjum tvisvar. Nið­ur­staðan er því eins og ég sagði í grein­inni í Morg­un­blað­inu að far­gjalda­tekj­urnar séu ein­ungis til­færsla.

Nýr við­skipta­maður Borg­ar­línu færir þær frá öðrum fram­leið­endum í hag­kerf­inu yfir í kassa ­Borg­ar­lín­unn­ar. Þjóð­ar­kakan vex ekki við þessa til­færslu. Þess vegna er getur hún ekki talist ­þjóð­hags­legur ábati af Borg­ar­línu.

Auglýsing
Frá þjóð­hags­legu sjón­ar­miði er það hags­bót neyt­enda sem máli skipt­ir. Þessa hags­bót reynir hin ­fé­lags­hag­fræði­lega úttekt á Borg­ar­línu sem Pawel vísar til að mæla með þeim tíma­sparn­aði sem vænt­an­legir Borg­ar­línu­far­þegar njóta.

Jafn­vel það er ofmat þegar um nýja far­þega er að ræða, því þótt þeir hafi af því hags­bót að færa neyslu sína yfir í ferðir með Borg­ar­línu tapa þeir ábat­anum sem þeir höfðu af sínu fyrra neyslu­mynstri. Það er með öðrum orðum ein­ungis við­bót­ará­bat­inn sem þeir hafa af því að færa sig yfir í Borg­ar­línu, en ekki allur tíma­sparn­að­ur­inn, sem getur talist þjóð­hags­legur ábati af þeirri fram­kvæmd.

Höf­undur er prófessor emeritus.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar