Fargjaldatekjur eru ekki þjóðhagslegur ábati

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði, svarar grein Pawel Bartoszek þar sem því var haldið fram að fargjaldatekjur væru sannarlega mælikvarði á hagkvæmni.

Auglýsing

Athygli mín hefur verið vakin á því að Pawel Bar­toszek for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur hafi and­mælt atriði í grein minni í Morg­un­blað­inu um þjóð­hags­lega óhag­kvæmni Borg­ar­línu. Pawel telur að þegar um aukna notkun eða nýja far­þega sé að ræða séu far­gjalda­tekjur mæli­kvarði á hag­kvæmni fram­kvæmdar og eigi því að reikna með í þjóð­hags­lega ábat­anum af fram­kvæmd­inni.

Þetta er hins vegar ekki rétt. Þau far­gjöld sem nýir far­þegar greiða eru að vísu tekjur fyr­ir­ far­miða­sal­ann. Þær eru hins vegar jafn­mikið tap fyrir aðra fram­leið­endur sem hinir nýju far­þeg­ar keyptu áður vörur af. Það er ekki hægt að eyða sömu tekjum tvisvar. Nið­ur­staðan er því eins og ég sagði í grein­inni í Morg­un­blað­inu að far­gjalda­tekj­urnar séu ein­ungis til­færsla.

Nýr við­skipta­maður Borg­ar­línu færir þær frá öðrum fram­leið­endum í hag­kerf­inu yfir í kassa ­Borg­ar­lín­unn­ar. Þjóð­ar­kakan vex ekki við þessa til­færslu. Þess vegna er getur hún ekki talist ­þjóð­hags­legur ábati af Borg­ar­línu.

Auglýsing
Frá þjóð­hags­legu sjón­ar­miði er það hags­bót neyt­enda sem máli skipt­ir. Þessa hags­bót reynir hin ­fé­lags­hag­fræði­lega úttekt á Borg­ar­línu sem Pawel vísar til að mæla með þeim tíma­sparn­aði sem vænt­an­legir Borg­ar­línu­far­þegar njóta.

Jafn­vel það er ofmat þegar um nýja far­þega er að ræða, því þótt þeir hafi af því hags­bót að færa neyslu sína yfir í ferðir með Borg­ar­línu tapa þeir ábat­anum sem þeir höfðu af sínu fyrra neyslu­mynstri. Það er með öðrum orðum ein­ungis við­bót­ará­bat­inn sem þeir hafa af því að færa sig yfir í Borg­ar­línu, en ekki allur tíma­sparn­að­ur­inn, sem getur talist þjóð­hags­legur ábati af þeirri fram­kvæmd.

Höf­undur er prófessor emeritus.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar