Leið Eflingar út úr kreppunni

Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu-stéttarfélagi, segir að Ísland glími við þann vanda að alltof stór hluti vinnandi fólks og lífeyrisþega býr við launakjör sem eru undir framfærslukostnaði.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa sent frá sér til­lögur um efna­hags-, skatta- og vinnu­mark­aðs­mál sem við­brögð við krepp­unni, undir heit­inu Höldum áfram. Efl­ing hafnar í meg­in­at­riðum þessum hug­myndum Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og keim­líkum hug­myndum Við­skipta­ráðs, í nýrri skýrslu stétt­ar­fé­lags­ins (Leið Efl­ingar út úr krepp­unni).

Í stað þess að fara löngu úreltar leiðir í anda nýfrjáls­hyggju leggur Efl­ing áherslu á að í við­brögðum við krepp­unni verði byggt á þaul­reyndum úrræðum sem fela í sér launa­drif­inn hag­vöxt ásamt virkum og öfl­ugum örv­un­ar­að­gerðum stjórn­valda. Hags­munir launa­fólks verði leið­ar­ljós­ið.

Með því að við­halda umsömdu launa­stigi og hækk­unum núgild­andi kjara­samn­inga er stuðlað að því að inn­lend eft­ir­spurn verði þrótt­mik­il, sem verndar störf. Öfl­ugar örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda við­halda einnig eft­ir­spurn­ar­stigi og störfum og aftra því að kreppan verði of djúp.

Með slíkum opin­berum aðgerðum munu skuldir rík­is­ins aukast tíma­bund­ið. Það er þó ekki alvar­legt vanda­mál, vegna þess að skulda­staðan fyrir er óvenju lág og verður það raunar einnig eftir að krepp­unni lýk­ur, eins og sjá má á mynd­inni hér að neðan (Heim­ild: IMF, októ­ber 2020).Ríkisskuldir sem hlutfall af VLF. 

Hag­vöxtur upp­sveifl­unnar mun svo í fram­tíð­inni létta byrði þess­ara auknu skulda. Því er engin sér­stök nauð­syn á að skera niður útgjöld hins opin­bera eða hækka skatta á næst­unni. Slíkt myndi raunar dýpka krepp­una á ný eða hægja á upp­sveifl­unn­i. 

Tals­menn hags­muna atvinnu­rek­enda líta hins vegar á krepp­una sem sér­stakt tæki­færi til að ná fram ýmsum gömlum bar­áttu­málum sín­um, úr smiðju nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Rökin eru almennt þau, að vegna vax­andi skulda­stöðu hins opin­bera og auk­ins atvinnu­leysis sé nauð­syn­legt að stokka nú upp opin­bera geirann, með minni umsvifum og einka­væð­ingu grunn­inn­viða sam­fé­lags­ins (orku­fyr­ir­tækja, fast­eigna ríkis og sveit­ar­fé­laga, banka, vega­kerfis o.fl.). 

SA og Við­skipta­ráð líta á þetta sem mikið sókn­ar­færi fyrir einka­rekstur og aukin gróða­færi fyrir spá­kaup­menn, eins og þá sem fengu að leika lausum hala á ára­tugnum fram að hrun­inu 2008 – með vel þekktum afleið­ing­um. 

Einnig vilja þau þrengja að frjálsri æsku og upp­eldi með því að stytta skóla­göngu og flýta því að ungt fólk verði að strit­andi vinnu­afli. Þá eru reif­aðar hefð­bundnar nýfrjáls­hyggju-hug­myndir um afnám eða rýrnun regl­unar og eft­ir­lits á vegum hins opin­bera, til að auka frelsi fyr­ir­tækja­rekst­urs og draga úr hlut­verki hins opin­bera almennt. 

Ofan­greint er oft rök­stutt með tali um að opin­beri geir­inn á Íslandi hafi vaxið of mikið á liðnum ára­tugum og að launa­fólk hafi það of gott, sé of dýrt fyrir atvinnu­lífið (sem þess vegna sé ekki sam­keppn­is­hæft).

Stað­reyndin er hins vegar sú að opin­beri geir­inn hefur ein­ungis vaxið í takti við þjóð­ar­búið í heild frá um 1990. Á kreppu­tímum vex hann aðeins umfram þjóð­ar­bú­ið, vegna tíma­bund­ins sam­dráttar þjóð­ar­fram­leiðslu, og skuldir aukast þá vegna minni tekna, en svo jafn­ast það út aftur á upp­sveifl­unni. Í gögnum Hag­stof­unnar má sjá að tekjur hins opin­bera hafa sveifl­ast í kringum 40% af lands­fram­leiðsl­unni frá 1990 til 2019 – en ekki farið vax­andi eins og SA gefur til kynna. 

Auglýsing
Þá er því haldið fram í skýrslu SA að laun hafi hækkað óeðli­lega mikið á Íslandi í sam­an­burði við grann­rík­in, en horft er fram­hjá því að hér á landi lækk­uðu laun óvenju mikið í kjöl­far hruns­ins og að fram­færslu­kostn­aður á Íslandi er einn sá alhæsti í heim­in­um. 

Í fram­haldi af því eru svo reif­aðar hug­myndir um að koma meiri böndum á gerð kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði, til að rýra vald verka­lýðs­fé­laga og þrengja að kjara­bar­áttu. Í stað­inn vill SA að komi mið­stýrt skömmt­un­ar­vald launa­svig­rúms, sem rýri samn­ings­rétt launa­fólks svo um munar (í stað­inn komi fámennt sér­fræð­inga­veldi í anda SALEK fyr­ir­komu­lags­ins).

Hvað launa­kjör snertir glímir Ísland enn við þann vanda að alltof stór hluti vinn­andi fólks og líf­eyr­is­þega býr við launa­kjör sem eru undir fram­færslu­kostn­aði. Á því verður ekki tekið ef launa­bil verða fryst í núver­andi stöðu með því að afvopna hreyf­ingu launa­fólks og setja kjara­á­kvarð­anir í hendur sér­fræð­inga­ráðs á vegum stjórn­valda – hvaða nafni sem það kann að nefn­ast. 

Efl­ing og hreyf­ing launa­fólks almennt stendur fyrir and­stæða stefnu, sem setur hags­muni almenn­ings í for­gang (sjá einnig stefnu ASÍ í plagg­inu Rétta leiðin). Kjara­samn­ingar eiga í senn að snú­ast um að skipta vexti þjóð­ar­fram­leiðsl­unnar yfir tíma og móta tekju­skipt­ingu og fram­færslu­að­stæður í land­inu, með hag fjöld­ans að leið­ar­ljósi. Opin­bera vel­ferð­ar­kerfið á að vera öfl­ugt og jafna tæki­færi og lífs­skil­yrði milli stétta.

Í skýrslu Efl­ingar eru til­greind helstu stefnu­at­riði Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og við­brögð stétt­ar­fé­lags­ins við ein­stökum þáttum þeirra. Þeir sem vilja gæta hags­muna launa­fólks í gegnum krepp­una ættu að kynna sér skýrslu Efl­ing­ar.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar