Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?

Hallgrímur Hróðmarsson framhaldsskólakennari kallar eftir samfélagi sem byggir á mannúð og samkennd.

Auglýsing

Hvað er að frétta? Við þekkjum öll þessa kveðj­ur. Sá sem spyr á oft­ast von á að svarið verði jákvætt: „Engar fréttir góðar frétt­ir“ eða „Mér líður bara vel“. Í dag á tímum far­ald­urs­ins er mjög mik­il­vægt að ganga lengra og inna eftir því hvaða áhrif ástandið hefur á fólk. Lítum í kringum okkur – hvernig er and­leg líðan fólks sem við þekkjum og sem okkur þykir vænt um? Hvernig líður unga fólk­inu okk­ar?

Ég er geð­veikur

Ég er með sjúk­dóm sem kall­ast því fal­lega nafni – geð­hvörf. Það var mikil gæfa að sjúk­dóm­ur­inn kom ekki fram fyrr en ég var rúm­lega fer­tug­ur. Næstu árin varð mér ljóst að ég eign­að­ist fáa vini og gömlu vin­irnir helt­ust margir úr lest­inni – eins og geng­ur. En ég var með harðan skráp og fann hald­góðar skýr­ingar á þessu. Sko, maður eign­ast jú færri og færri vini eftir því sem maður eld­ist. Og sko gamlir vinir – jú við þroskumst frá hvert öðru. Hann Jón er orðin lög­fræð­ingur sem hrellir fátækar ekkjur og gam­al­menni. Stína er kál­haus vegna dóp­neyslu. En hvað varð um Sigga og Önnu? Í dag á ég fáa – en mjög góða vini.

Auglýsing
Mér finnst mjög ólík­legt að ég hefði tæklað þetta ástand, ef veik­indin hefðu látið á sér kræla þegar ég var 15 ára ung­lingur eða tví­tugur ungur mað­ur. Þá hefði ég sjálf­sagt setið uppi vina­laus. Ein­hverjir með­ferð­ar­full­trúar hefðu reynt að hjálpa mér. Og fjöl­skyldan – var hún kannski bara þarna af illri nauð­syn? 

Íþrótt­ir, stað­bundin kennsla og sam­vera

Íþróttir skapa góðan grund­völl að sam­veru og ræktun félags­anda. Sem betur fer hefur iðkun þeirra verið leyfð innan skyn­sam­legra marka, en athuga þarf hvort gera þurfi bet­ur. Stað­bundin kennsla í fram­halds­skólum hefur verið í skötu­líki og kennslan færst yfir í fjar­nám. Því miður ræður stór hluti unga fólks­ins ekki við þá breyt­ingu. Stjórn­völd, íþrótta­fröm­uðir og kennslu­yf­ir­völd verða að finna fjöl­breytt­ari lausnir til að bregð­ast við slæmu ástandi.

Fátækt og skerð­ingar

Stjórn­völd hafa lagt ríka áherslu á að koma fyr­ir­tækjum í gegnum það slæma ástand sem fylgir far­aldr­in­um. Mikil mis­tök komu í ljós þegar fyrstu aðgerð­irnar voru kynnt­ar. Lítið eft­ir­lit var með því hvort fyr­ir­tækin þyrftu á hjálp­inni að halda og því miður hefur lítið verið bætt úr þessum ágöllum síð­ar. Stjórn­endur vel stæðra fyr­ir­tækja hafa sýnt alvar­legan skort á sam­fé­lags­legu sið­gæði – enda munu þeir margir hafa hugs­að: Hver slær hend­inni á móti auð­fengnum pen­ing­um?  

Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa í sam­fé­lag­inu hafa litla hjálp fengið utan þeirrar smátuggu sem að þeim var rétt núna á dög­un­um. Allir sem vit hafa á segja að þetta sé ein­ungis brot af því sem stjórn­völd hefðu þurft að gera, og allt of seint. Aðstoð við þá sem lægst hafa launin skila sér að stórum hluta út í sam­fé­lag­ið. Sú stað­reynd er hverjum heil­vita manni auðsæ – og ættu þeir sem um aðstoð­ina díla í far­aldr­inum að taka lepp­inn af vinstra aug­anu – og bæta úr sem fyrst.

Sköpum rétt­lát­ara sam­fé­lag

Að far­aldr­inum loknum þurfum við að læra af reynsl­unni. Því miður gerðum við það ekki eftir hrunið – allt er komið í sama far­veg. Eig­endur fjár­magns skara eld að sinni köku eins og fyrr – sama spill­ing ræður ríkjum í bönkum og öðrum þjón­ustu­stofn­unum almenn­ings.

Stjórn­mála­öflin þurfa að standa við lof­orð sín um að leið­rétta kjör þeirra sem lægst hafa laun­in. Mikið er búið að velta Bjarna Bene­dikts­syni upp úr bréfi sem hann sendi öldruðum og öryrkjum fyrir ein­hverjar kosn­ing­arnar um bætur á kjörum þeirra og leið­rétt­ingu. En hann er ekki eini svarti sauð­ur­inn í svað­inu – allir stjórn­mála­flokkar sem hafa setið við stjórn­völ­inn um langan tíma eru í drull­unni með honum – þeir gáfu kjós­endum svipuð lof­orð og Bjarni – þeir sviku þau eins og Bjarni.

Áskorun til ungs fólks

Loks vil ég taka fyrir bætt sam­fé­lag fyrir unga fólkið okk­ar. Það þarf sál­fræð­inga til hjálpar inn í skól­ana. Náms­ráð­gjafar þurfa til við­bótar við sitt góða starf að fræða nem­endur um atvinnu­horfur ef fólk stefnir á ákveðið starf og hvaða und­ir­bún­ingur er skyn­sam­ur. Svo þarf að verða gagn­ger breyt­ing á and­rúms­loft­inu í skólum lands­ins og á öðrum vinnu­stöð­um. Ég við vitna í ljóðið Vetr­ar­sól eftir Ólaf Hauk Sím­on­ar­son en þar seg­ir:

Hvers virði er allt heims­ins prjál 

ef það er eng­inn hér

sem stendur kyrr

er aðrir hverfa á braut.

Sem vill þér jafnan vel

og deilir með þér gleði og sorg

þá áttu minna en ekki neitt

ef þú átt engan vin.

Unga fólk í skólum lands­ins og á öðrum stöðum úti í sam­fé­lag­inu: Lítið í kring um ykkur – hver er hann þessi strákur eða stelpa sem gengur alltaf með veggjum – sem eng­inn talar við. Þau virð­ast ekki eiga neina vini utan við sím­ann sinn – þar sem þau skoða hvað er að ­ger­ast í umhverf­inu – umhverf­inu sem þau eru ekki þátt­tak­endur í. Eruð þið til í að stiga fyrsta skrefið og kynn­ast þess­ari mann­eskju? Eruð þið til í að bjóða henni í vina­hóp­inn?

Unga fólk standið ykkur betur en við sem eldri erum höfum gert – skapið sam­fé­lag þar sem mannúð og sam­kennd ræður ríkj­um. Lærið af því sem okkur sem eldri erum hefur mis­tek­ist.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar