Níræða Ríkisútvarpið

Fyrrverandi fréttastjóri RÚV skrifar grein í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins.

Auglýsing

Því verður ekki neitað að Rík­is­út­varpið fædd­ist gam­alt og var býsna gam­al­dags og stirð­busa­legt í hugsun og fram­göngu lengi framan af. Útvarpið mætti til leiks fyrir 90 árum með stýfðan flibba og horn­spang­ar­gler­augu, vissu­lega upp­lits­djarft og bjart­sýnt í anda ung­menna­fé­lag­anna, með ein­beittan svip dálítið strangs en metn­að­ar­fulls kenn­ara af gamla þjóð­lega skól­an­um. Allt var með hátíð­legum brag. Þul­ur­inn flutti mál sitt eins og hann væri á úti­fundi eða í predik­un­ar­stól. „Menn með göll­uðu eða leið­in­legu mál­færi eiga alls ekki að fá að tala í útvarp,“ segir hrein­lega í dag­blað­inu Vísi 1. maí 1936. 

Skortur á létt­leika og smart­ness

Auð­vitað tók það sinn tíma fyrir íslenska Rík­is­út­varpið að skapa sinn stíl í þessu fámenna og  ein­angr­aða sam­fé­lagi milli­stríðs­ár­anna. En svo þegar þetta gamla barn var u.þ.b. að kom­ast á legg var landið hernumið. Nútím­inn var mætt­ur. Her­námsliðið sendi sjálft út á ljós­vak­ann og þar heyrð­ist annar tónn en fólk hér hafði van­ist. Fyrstu nútíma­legu, íslensku útvarps­menn­irn­ir, mættu til leiks um það leyti og litu á útvarp sem sjálf­stæðan frá­sagn­ar­mið­il, ekki síst Pétur Pét­urs­son, þul­ur, sem mörgum okkar þótti síðar hold­gerv­ingur alls þess gamla, íhalds­sama og þver­móðsku­fulla sem tíma­bært væri að breyta. 

En á stríðs­ár­unum var Pétur þulur ungur maður í góðum tengslum við hrær­ingar dags­ins og vissi að Útvarpið þyrfti að vera liprara, alþýð­legra og áheyri­legra. Um íslenskt útvarp og breskt setu­liðsút­varp segir í Alþýðu­blað­inu 5. ágúst 1941: „Það hefir ekki farið fram hjá fólki, að meiri hraði er yfir öllu útvarpi Bret­anna hér en okkar eigin útvarpi. Útvarp þeirra þagnar svo að segja aldrei. Þeir til dæmis leika lag, þar til næsta atriði byrjar og hafa skemmti­legan blæ yfir öllu útvarpi sínu. Ég hefi líka tekið eftir því að nýju þul­irn­ir, Pét­ur, sem alltaf er að verða æ vin­sælli, og Broddi [Jó­hann­es­son], hafa tekið upp á því að segja til dæm­is: „Hér kemur síð­asta lag fyrir frétt­ir.“ Þetta er ágætt. Þetta þarf aðeins að fær­ast yfir á fleiri svið. Yfir­leitt skortir útvarpið létt­leika og „smart­ness,“ sem það getur hæg­lega til­einkað sér án nokk­urrar fyr­ir­hafn­ar.“ Þulir að störfum.

Svo kom Jón Múli Árna­son með sinn slaka og aðlað­andi stíl og tengdi mann­skap­inn betur við sam­tím­ann með því sem best túlk­aði hann - djass­in­um.  

Tal­sam­band við þjóð­ina

Þetta var auð­vitað ekk­ert grín – að ná tal­sam­bandi við þjóð­ina í gegnum við­tæk­in, um ein­hvern ljós­vaka, sem varla nokkur maður skyldi. Bylgjur í loft­inu! Það höfðu ekki allir aðgang að útvarps­tæki í byrjun og send­ingar heyrð­ust mis­vel. Bif­reiða­stöð Reykja­víkur aug­lýsti raunar í Vísi tæpum þremur vikum fyrir fyrstu útsend­ingu Rík­is­út­varps­ins 20. des­em­ber 1930 að teknar hefðu verið í notkun nokkrar nýjar bif­reiðar af Stu­debaker-­gerð með við­tækj­um. Far­þegar gætu þá hlustað á útvarps­fréttir hvert sem þeir færu.

Hægt og bít­andi festi Útvarpið sig í sessi og meðal þess vin­sælasta voru frétt­irn­ar. Til merkis um það var fram­tak stjórn­enda Nýja Bíós á Siglu­firði 1936. Í nóv­em­ber það ár var varpað á tjaldið þarna í síld­ar­bænum mynd­inni „Vor í Par­ís“ en þess er getið í blaða­aug­lýs­ingu að til að bíó­gestir geti hlustað á útvarps­fréttir áður en þeir fari að heiman verði sýn­ingum frestað um sinn um 10 mín­út­ur, til 8.40. 

Auglýsing
Dagskráin var stutt fyrstu árin. Breyt­ingar alltof hæg­ar. Fólk vildi lengri dag­skrá, meira fjör, fleiri frétt­ir. Meðal þeirra sem biðu lengi eftir breyt­ingum á Útvarp­inu voru eft­ir­stríðs­ára-kyn­slóð­irn­ar. Útvarpið hafði staðnað í vissu um að hafa þyrfti vit fyrir unga fólk­inu, beina því á réttar brautir – í burtu frá gargi og gít­ar­væli, amer­ískum og enskum áhrif­um, almennri hnignun manns­and­ans. Auð­vitað gekk það ekki alveg upp og mark­aðir voru þröngir básar í dag­skránni fyrir unga fólk­ið. Ein­staka plötur sem ekki þóttu við hæfi voru eyði­lagðar og meintir ófrið­ar­menn í borg­ara­legu sam­fé­lagi jafn­vel bann­að­ir. Þarna varð rof og unga fólkið stillti á kana­út­varpið og Radio Lúx­em­borg. 

Grósku­tíma svörtu soul-tón­list­ar­innar var lok­ið, Bítl­arnir löngu hætt­ir, Sto­nes komnir af léttasta skeiði, blóma­skeið hipp­anna lið­ið, sýru­rokkið gufað upp - sjálfur Elvis dauður - þegar loks varð til Rás 2. 

Vand­læt­ing­ar­semi um hlut­leysi

Rík­is­út­varpið er fætt á tímum þreng­inga og þjóð­fé­lags­átaka, vax­andi rík­is­af­skipta og mið­stýr­ing­ar, og það var ævin­lega partur af því sem þurfti að hafa góða stjórn á. Mikil tök stjórn­mál­anna á Útvarp­inu mörk­uðu veg­ferð þess frá upp­hafi. Útvarps­ráð var skipað varð­hundum flokk­anna og hafði það lengst af vald á því hverjir ráðnir væru til starfa og hvað flutt í Útvarp­ið. Póli­tísk tök á Útvarp­inu áttu vafa­laust að tryggja jafn­vægi í dag­skránni og sæmi­lega sátt ólíkra afla en afskiptin drógu úr sköp­un­ar­krafti og fag­mennsku. 

Frá fyrstu tíð hefur ýmsum þótt ómögu­legt að trúa því að á Útvarp­inu starfi fag­fólk af heil­ind­um. Útvarpið hefur ævin­lega setið undir ásök­unum um mis­beit­ingu. Í nóv­em­ber 1936 svarar fyrsti útvarps­stjór­inn, Jónas Þor­bergs­son, gagn­rýni Alþýðu­blaðs­ins á útvarps­frétt­irnar og vitnar í Nýja Dag­blað­inu til orða fram­fara­manns­ins þing­eyska Bene­dikts Jóns­sonar á Auðn­um: „Þeir ger­ast vand­læt­inga­sam­astir um hlut­leysi útvarps­ins, sem sjálfir þola ekki hlut­leysi.“ Frétt úr DV árið 1986.

Lengi sætti Frétta­stofan miklum afskiptum af hálfu stjórn­mála­manna. Frétta­stjórar þurftu að sigla milli skers og báru, verja sitt fólk árás­um. En fag­mennska fór vax­andi með árun­um. Nýjar kyn­slóðir vel mennt­aðra frétta­manna komu til starfa og mót­uðu ný vinnu­brögð og höfðu sjálf­stæð­ari afstöðu til valds­ins. Lengi þurftu umsækj­endur um frétta­manns­starf að sæta rýni útvarps­ráðsliða flokk­anna og vonir um starf ultu á atkvæðum þeirra. Það kost­aði átök við póli­tíska valdið að breyta þessu.

Til­vistar­um­ræðan enda­lausa

Þegar ræða á til­vist og fram­tíð Rík­is­út­varps­ins and­varpa lík­lega margir af tómum leið­indum enda hefur þessi umræða staðið sleitu­lítið í ára­tugi. Það væri nú ágæt afmæl­is­gjöf til þjóð­ar­út­varps­ins að skapa sæmi­lega sátt um umfang og hlut­verk þess. Um leið þarf að tryggja einka­reknum fjöl­miðlum líf­væn­legri aðstæður til að þríf­ast. Þetta er liður í því að við­halda og efla tungu og menn­ingu og hluti bar­átt­unnar fyrir upp­lýst­ara og rétt­lát­ara sam­fé­lag­i. 

Fjöl­miðlaum­hverfið hefur eins og flest annað auð­vitað umturn­ast frá upp­hafs­dögum Rík­is­út­varps­ins. Ný tækni hefur gjör­breytt mögu­leikum fólks til að nálg­ast fjöl­miðla­efni. Um leið eiga íslenskir fjöl­miðlar erf­ið­ara með að fjár­magna sig með áskrift­ar- og aug­lýs­inga­tekj­um. Alþjóð­legir sam­fé­lags­miðlar og frétta­veitur gegna sífellt stærra hlut­verki í lífi not­anda en soga burt aug­lýs­inga­tekjur án þess að renna á móti stoðum undir íslenska blaða­mennsku og skap­andi fjöl­miðla­starf í land­in­u. 

Það er Rík­is­út­varp­ið-hljóð­varp sem verður nírætt nú í des­em­ber. Hljóð­varpið hefur ekki lengur sömu tök í þjóð­líf­inu og áður og gegnir ekki sama brýna hlut­verk­inu og fyrir daga nets­ins. Enn er hljóð­varpið þó mik­il­vægur fjöl­mið­ill og áfram opn­ast nýjar leið­ir, eins og með hlað­varp­inu, skil­getnu afkvæmi hljóð­varps og nets. 

Kannski mætti vera meira af „létt­leika og smart­ness“ í Rík­is­út­varp­inu, svo vitnað sé í löngu horfið Alþýðu­blað­ið, frum­flytja mætti meira en end­ur­taka minna, tengja það betur við upp­vax­andi kyn­slóðir og fólkið í land­inu, ekki síst við nýju Íslend­ing­ana sem kunna engin skil á Pétri þul eða Jóni Múla. Við fögnum því sem vel er gert og biðjum um meira. Til ham­ingju með afmæl­ið!

Höf­undur er fyrr­ver­andi frétta­stjóri RÚV, frétta­maður og dag­skrár­gerð­ar­mað­ur, en starfar nú sem ráð­gjafi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar