Lífskjarasamningurinn og hækkanir bóta

Halldór Gunnarsson í Holti skrifar meðal annars um viðbótarhækkun á atvinnuleysisbótum.

Auglýsing

Í umræðum um atvinnu­leys­is­bætur kom fram að fjár­mála­ráð­herra taldi ekki rétt að hækka þær. Síðan til­kynnti rík­is­stjórnin að áformað væri að hækka þær um 2,5%. Nú síð­ast liggur fyrir ákvörðun í reglu­gerð um  að þær hækki um 3,6% og verði kr. 307. 403.- á mán­uð­i frá 1. jan­úar óskert­ar. Það ber að þakka.

­Sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ingum eiga öll laun að hækka 1. jan­úar 2021 um kr. 15.750.- En hvaða ákvarð­anir liggja fyrir um hækkun bóta til eldri borg­ara og öryrkja á árinu 2021? Sam­kvæmt 69. gr. laga um almanna­trygg­ingar segir þar, að bætur „skuli breyt­ast árlega í sam­ræmi við fjár­lög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launa­þró­un, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verð­lag sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.”

Sam­kvæmt fjár­laga­til­lögum fyrir árið 2021 hækka bætur almanna­trygg­inga ekki sam­kvæmt þess­ari laga­grein og taka ekki mið af lífs­kjara­samn­ingnum um krónu­tölu­hækkun 1. jan­úar 2021.

Kjara­krafa LEB 

Lands­sam­band eldri borg­ara (LEB) aug­lýsti kjara­kröfu sína með eft­ir­far­andi aug­lýs­ingu: „Al­þing­is­menn farið að lög­um! Hækkið elli­líf­eyri um 15.750 kr.” ­Spyrja má: Hvaða lögum og hvers vegna nákvæm­lega þessa hækk­un? Eru það lögin um að elli­líf­eyrir hækki í sam­ræmi við hækkun launa árlega 1. jan­ú­ar? Hvaða ár er þá miðað við? Þar sem launa­vísi­tala eða önnur til­búin vísi­tala fyrir árið 2020 liggur ekki fyrir 1. jan­úar 2021, þá er lík­lega miðað við óskil­greinda vísi­tölu árs­ins 2019, sem hefur verið ákveðin að sé 3,6%, sem hækki þá grunn­bætur elli­líf­eyr­is, sem er kr 256.789.- um kr. 9.244.- á mán­uði. Áður hafð­i ­rík­is­stjórnin til­kynnt að elli­líf­eyrir myndi hækka í sam­ræmi við aðrar hækk­anir til við­bótar um 2.5%, eða sam­tals sömu upp­hæð og LEB bað um í aug­lýs­ingu sinni, að elli­líf­eyr­ir­inn skyldi hækka um 6,1% í kr. 272.539.- án skerð­inga 1. jan­úar 2021!

Auglýsing
Átti ef til vill að skilja aug­lýs­ingu LEB þannig, að beðið væri um þessa sömu hækkun til við­bótar 1. jan­úar 2021, í sam­ræmi við fyr­ir­hug­aða hækkun launa í sam­ræmi við lífs­kjara­samn­ing­inn?

Hefði ekki átta að krefj­ast þess, að elli­líf­eyrir myndi hækka til sam­ræmis við hækkun launa 2019 og 2020, sem er áætlað að hafi verið um 17% eða um kr. 43.654.- á mán­uði óskert, til um 12 þús­und elli­líf­eyr­is­þega og síðan til við­bótar hækk­un ­sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ingn­um.

Hækkun elli­líf­eyris er skert í sam­ræmi við aðrar skerð­ingar umfram kr. 25.000.- á mán­uði á móti greiddum fjár­magnstekj­um, s.s. líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­um, vaxta­tekjum og öðrum fjár­magnstekj­um. Því yrði það lægri fjár­hæð, sem myndi skila sér í vasa hinna 20 þús­und elli­líf­eyr­is­þega sem þiggja þessar skertu greiðslur frá almanna­trygg­ing­um.

Des­em­ber­upp­bótin

Ég hef leyft mér að segja, að eldri borg­arar njóti ekki des­em­ber­upp­bótar í sam­an­burði við aðra sam­fé­lags­hópa. Ráð­herrar til­kynntu að öryrkjar fengju ein­greiðslu til við­bótar við des­em­ber­upp­bót kr. 50.000.- skatt­frjálsa og ótekju­tengda, sem er þakk­ar­vert og hefur verið sam­þykkt á alþingi með öllum greiddum atkvæð­u­m. En hvað um elli­líf­eyr­is­þega sem þiggja sam­svar­andi bætur frá almanna­trygg­ing­um? Engin sam­svar­andi upp­bót til þeirra. 

Hin des­em­ber­upp­bót­in, sem ­samið var um á sínum tíma, að allir laun­þegar og bóta­þegar ættu að fá, er skil­greind til elli­líf­eyr­is­þega kr. 58.097,- á mán­uði. En er hún það? Nei, hún er tekju­tengd til skerð­ingar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna og ann­arra fjár­magnstekna og er því ekki þessi upp­bót nema til fárra. Skyldu samn­ing­arnir á sínum tíma hafa gert ráð fyrir þessum ótrú­legu skerð­ingum á upp­bót­um? Seinni des­em­ber­upp­bót til öryrkja var 30% af greiddri tekju­trygg­ingu á árinu 2020 og 30% af greiddri heim­il­is­upp­bót, en lækk­aði í sam­ræmi við fjölda mán­aða sem við­kom­andi fékk greitt. Des­em­ber­upp­bótin mið­aði við fulla tekju­trygg­ing­u var kr. 46.217.-. en ef við­kom­andi var með heim­il­is­upp­bót bætt­ist við kr. 15.621.- 

Sam­þykkt kjara­bar­átta á lands­fundi LEB 2020

Á lands­fundi Lands­sam­bands eldri borg­ara, 30. júní 2020 var felld til­laga frá kjara­nefnd og stjórn LEB, en sam­þykkt eft­ir­far­andi til­laga með öllum greiddum atkvæð­um, sem maður skyldi ætla að stjórn og kjara­nefnd LEB ætti að vinna að: „Lands­fundur LEB 2020 lýsir yfir miklum von­brigðum með það hversu lítið hefur gengið að leið­rétta launa­kjör eft­ir­launa­fólks, þrátt fyrir hástemmdar yfir­lýs­ingar stjórn­mála­manna fyrir síð­ustu alþing­is­kosn­ing­ar. Líf­eyrir frá almanna­trygg­ingum hefur ekki fylgt launa­þróun síð­ustu ára eins og lög um almanna­trygg­ingar kveða á um. Á tíma­bil­inu 2010-2019 hækk­uðu lág­marks­laun um 92%, en á sama tíma hækk­aði grunn­upp­hæð elli­líf­eyris frá TR ein­ungis um 61,6%. Skerð­ing á líf­eyri frá almanna­trygg­ingum vegna ann­arra tekna er meiri en þekk­ist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. 

Tekjur eft­ir­launa­fólks eru að stærstum hluta frá líf­eyr­is­sjóðum og almanna­trygg­ingum og því skiptir sam­spil þessa tveggja kerfa öllu fyrir kjör þeirra. En hin mikla skerð­ing almanna­trygg­inga, sem byrjar strax og greiðslur frá líf­eyr­is­sjóðnum ná 25 þús. kr. á mán­uði, setur meiri­hluta eft­ir­launa­fólks í þá stöðu að ávext­irnir af ára­tuga líf­eyr­is­sparn­aði hrökkva skammt til fram­færslu. Í ofaná­lag vinnur þetta kerfi mark­visst gegn því að fólkið geti bætt kjör sín af eigin ramm­leik með öflun við­bót­ar­tekna.

Þegar skerð­ing almanna­trygg­inga leggst við tekju­skatt­inn og útsvar­ið, verður nið­ur­staðan grimmir jað­ar­skatt­ar, sem leggj­ast á eft­ir­launa­fólk og öryrkja og valda því að þau öldr­uðu halda í besta falli eftir 27 til 35 krónum af hverjum 100 krónum sem þau hafa í aðrar tekj­ur. Engum öðrum þjóð­fé­lags­hópum er ætlað að búa við slíka skatt­heimtu, enda er hún óboð­leg og óásætt­an­leg.  

Lands­fundur LEB 2020 skorar á stjórn­völd að taka strax afger­andi skref til að leið­rétta kjör eft­ir­launa­fólks. Hækka verður líf­eyri a.m.k. til jafns við lág­marks­laun og líta sér­stak­lega til þess hóps aldr­aðra sem er verst sett­ur. Jafn­framt verður að hækka almenna frí­tekju­markið úr 25 þús­und krónum á mán­uði í 100 þús­und krónur á mán­uði sem fylgi svo vísi­tölu­breyt­ing­um. Launuð vinna eldri borg­ara valdi ekki skerð­ingu greiðslna frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins.

Hafin verði vinna við upp­stokkun á reglu­verki líf­eyr­is­trygg­inga, sem komið er í ógöngur vegna óhóf­legra tekju­teng­inga og hárra jað­ar­skatta.”

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar