Hver getur best gert upp við kommúnismann?

Jón Ólafsson skrifar um bók Kjartans Ólafssonar um íslenska kommúnista og sósíalista, og gagnrýni háskólaprófessors á verkið sem hann segir litað af geðvonsku, smásmygli og öfund.

Auglýsing

Bók Kjart­ans Ólafs­son um íslenska komm­ún­ista og sós­í­alista hefur vakið mikla athygli í haust og hlaut verð­skuld­aða til­nefn­ingu til íslensku bók­mennta­verð­laun­anna í byrjun þessa mán­að­ar. Margir hafa fjallað um vinstrirót­tækni fyrri ára­tuga hér á landi, en eng­inn af sama inn­sæi, skiln­ingi og þekk­ingu á vinstri­hreyf­ing­unni og Kjartan (það er rétt að taka það fram strax að þar sem ég hef unnið með Kjart­ani að nokkrum þáttum í bak­grunni verks­ins á und­an­förnum árum þekki ég það vel).

Það er því óneit­an­lega skondið – jafn­vel grát­bros­legt – að lesa geð­vonsku­legan rit­dóm Hann­esar H. Giss­ur­ar­sonar í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku, fullan af smá­smygli og dylgjum sem kannski er nær­tæk­ast að skýra sem öfund. En rit­dóm­ur­inn kall­aði líka fram gamlar minn­ing­ar. Þegar ég var í Mennta­skól­anum í Hamra­hlíð var Hannes þegar orð­inn þekktur vís­dóms­mað­ur, sem víl­aði ekki fyrir sér að boða fagn­að­ar­er­indi frjáls­hyggj­unnar á ólík­leg­ustu stöðum – þar á meðal norð­ur­kjall­ara MH sem á þessum árum – fyrri hluta níunda ára­tug­ar­ins – var iðu­lega vett­vangur póli­tískra mál­funda.

Á slíkum fundum krydd­aði Hannes ræður sínar með til­vitn­unum í kenni­setn­ingar marx­ism­ans og hafði ævin­lega blað­síðu­töl á reiðum hönd­um. Hins vegar vildi svo ein­kenni­lega til að þegar sam­visku­samir mennta­skóla­nemar fóru að leita uppi til­vitn­an­irnar þá reynd­ist erfitt að finna þær. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ein­hver benti mér á að hversu snjallt þetta mælsku­bragð væri – að nefna blað­síðu­töl út í loftið – því þannig fengju áheyr­endur á til­finn­ing­una að ræðu­mað­ur­inn gjör­þekkti text­ana sem hann vitn­aði í eftir minni. Og þótt ein­hver færi að grufla í bók­unum á eft­ir, þá breyt­ast fyrstu hug­hrif ekki svo auð­veld­lega.

Auglýsing
Á rit­dómnum um bók Kjart­ans er sams­konar bragði beitt til að gera lítið úr verk­inu sem verið er að fjalla um og það er jafn ein­falt og blað­síðu­tals­bragð­ið. Leiðin er sú að finna fáeinar minni­háttar villur – svo sem ranga til­vísun eða tit­il, ártal eða jafn­vel rit­villu, (kannski tvær eða þrjár) og segja svo mæðu­lega að margar sam­bæri­legar villur sé að finna í bók­inni. Með því tekst rit­dóm­ar­anum að skapa þá til­finn­ingu les­and­ans að hann gjör­þekki efnið og hafi lús­lesið bók­ina, en nákvæmni höf­und­ar­ins sé hins vegar mjög ábóta­vant. Ein­falt bragð – en það þarf vissu­lega sér­kenni­lega inn­rétt­aðan karakter til að beita því.

Árið 1992 gerði ég sjón­varps­þætti og fréttainnslög um sov­ét­t­engsl íslenskra komm­ún­ista og sós­í­alista eftir að hafa, eins og fleiri vest­rænir fjöl­miðla­menn á þeim tíma, kom­ist í heim­ildir um þetta sem höfðu verið leyni­legar í marga ára­tugi. Fréttir og dag­skrár­gerð urðu að áhuga­máli og seinna skrif­aði ég bók um sama efni sem fékk tit­il­inn Kæru félagar. Hún kom út 1999. Þá voru fleiri farnir að nýta sér sömu hluti (Árni Snæv­arr, Þor­leifur Frið­riks­son og Arnór Hanni­bals­son höfðu allir kynnt sér heim­ild­irnar að ein­hverju leyti og fjallað um þær), en Kæru félagar var fyrsta verkið þar sem þetta efni var sett í heild­ar­sam­hengi og tengslin rakin yfir nokkra ára­tugi. Kæru félagar stendur að flestu leyti fyrir sínu enn­þá, þótt á þeim tutt­ugu árum sem liðin eru hafi margt fleira komið fram og margt hefði á sínum tíma mátt vinna og kanna bet­ur.

En það sem ein­kenndi and­rúms­loftið og sam­ræður sem ég átti við fjölda fólks sem hafði lifað þá tíma þegar Sov­ét­ríkin voru raun­veru­legt afl í heim­inum var að fólk skipt­ist algjör­lega í and­stæðar fylk­ing­ar. Lang­flestir gamlir vinstri­menn voru fullir tor­tryggni gagn­vart því sem ég var að gera. Sumir vildu eiga við mig rit­deilur eða stimpla mig sem málsvara heim­skap­ít­al­ism­ans. Hægri­menn voru hins vegar mjög áfjáð­ir, margir hverj­ir, í að benda mér á hvernig þeir hefðu alla tíð vitað um und­ir­ferli og svik „kommanna“ og gert sér grein fyrir því að þeir hefðu verið á mála hjá mið­stjórn Komm­ún­ista­flokks­ins í Moskvu. Þetta ætti ég nú að sanna með skjöl­um. Vin­skap­ur­inn súrn­aði hins vegar hratt þegar ég var ekki nógu leiði­tam­ur, þó að vinstri­menn­irnir fengju nú ekki mikið traust á mér heldur fyrir bragðið – enda voru þeir auð­vitað hlut­drægir líka þótt með öðrum hætti væri.

Einn maður skar sig þó úr, alveg frá upp­hafi. Það var Kjartan Ólafs­son. Hann þekkti ég bara sem gamlan Þjóð­vilja­rit­stjóra og þing­mann í stuttan tíma. Kjartan var þá og alla tíð síðan áhuga­samur um það eitt að finna út hvað væri rétt um sov­ét­t­engsl­in. Ef það reynd­ist rétt að Þjóð­vilj­inn hefði fengið fjár­stuðn­ing frá Sov­ét­ríkj­unum vildi hann vita það. Og ef stað­reyndin væri sú að sjálfur hefði hann lifað í blekk­ingu um áhrif sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins á starf sós­í­alista vildi hann vita það líka. Hann gerði sér grein fyrir því – og stundum fannst mér reyndar að hann væri eini mað­ur­inn sem skildi það – að kalda stríð­inu og öllu sem því fylgdi var lok­ið.

Þess vegna er bók hans Draumar og veru­leiki – að öðrum verkum ólöst­uðum – langá­huga­verð­asta og mik­il­væg­asta verkið sem komið hefur út um vinstri­hreyf­ing­una hér á landi. Hún er skrifuð af manni sem er svo nátengdur þess­ari hreyf­ingu að það mætti nán­ast líta á bók­ina sem sjálfsævi­sögu henn­ar. Hún bein­ist auð­vitað að þáttum sem varða ævi og störf höf­und­ar­ins og er að því leyti ekki rann­sókna­rit, þótt unnið sé með heim­ildir sem í mörgum til­fellum eru að koma fram í fyrsta skipti. Bókin er ekki til­raun til að segja sögu hreyf­ing­ar­innar eða flokk­anna í heild sinni, heldur mót­ast hún af reynslu höf­und­ar­ins af vett­vangi þeirra og áhuga hans á að gera upp for­tíð­ina. Við­leitni Kjart­ans til að kom­ast að hinu sanna skín í gegn frá upp­hafi til enda. Það þýðir að skrif hans eru á köflum óvægin og hann dregur oft upp nýjar og óvæntar myndir af þekktum per­són­um.

Þetta verk á því betra skilið en geð­vonsku og smá­smygli – þótt öfundin sé vissu­lega skilj­an­leg. Það varpar engu ljósi á verkið að telja upp staf­setn­ing­ar­villur eða dylgja um full­yrð­ingar og nið­ur­stöður í bók­inni sem í flestum til­fellum eru byggðar á traust­ari heim­ildum en höf­undar fyrri verka um svipuð efni – þar á meðal Hannes sjálfur – hafa haft aðgang að.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar