Fáum við hagvöxt án ferðaþjónustu?

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka skrifar hugleiðingar um hlutverk ferðaþjónustu í að koma á hagvexti að nýju á Íslandi.

Auglýsing

Kór­ónu­kreppan hefur greitt ferða­þjón­ust­unni þungt högg þetta árið. Greinin var þegar í aðlög­un­ar­ferli eftir fall WOW air snemma árs 2019 og 14% fækkun ferða­manna það ár frá metár­inu 2018. COVID-19 far­ald­ur­inn og sótt­varn­ar­að­gerðir vegna hans hér­lendis sem erlendis umturn­uðu rekstr­ar­grund­velli grein­ar­innar og ljóst er að tekjur hennar verða afar rýrar enn um sinn. Útlit er fyrir að sam­dráttur vergrar lands­fram­leiðslu í ár verði 8,6% í ár sam­kvæmt Þjóð­hags­spá Grein­ingar Íslands­banka frá sept­em­ber sl. og eru 2/3 þess sam­dráttar vegna minni útflutn­ings, sem svo aftur skýrist að stærstum hluta af kröppum sam­drætti í ferða­þjón­ustu.

Opin­berar spár eru meira og minna sam­hljóða um að árið 2021 verði hag­vaxt­arár og vísa þær gjarnan til end­ur­reisnar ferða­þjón­ust­unnar í því sam­bandi. Þar er þó ekki á vísan að róa þótt jákvæðar fréttir af þróun og dreif­ingu bólu­efna und­an­farnar vikur hafi aukið líkur á slökun landamæra­tak­mark­ana og vax­andi ferða­vilja á heims­vísu á kom­andi fjórð­ung­um. Þá hefur einnig verið á það bent að blendin blessun geti verið af því að ferða­þjón­ustan fái sinn fyrri sess sem stærsta útflutn­ings­grein Íslands með u.þ.b. 1/3 heildar útflutn­ings­tekna þjóð­ar­bús­ins árið 2019, svo dæmi sé tek­ið. Rétti­lega er bent á að það auki á hætt­una á sveiflum í hag­kerf­inu að vera með fábrotna sam­setn­ingu útflutn­ings og þarf auð­vitað ekki frek­ari vitn­anna við um þá áhættu eftir þróun þessa árs.

Þurfum við og viljum við?

Þá má velta upp tveimur spurn­ing­um: Hvað ger­ist í hag­kerf­inu íslenska ef ferða­þjón­ustan nær tak­mark­aðri við­spyrnu á kom­andi miss­erum? Og væri ef til vill far­sælla á end­anum að leggja ein­hvers konar stein í götu grein­ar­inn­ar, aftra því að hún nái fyrri umsvifum og beina fjár­munum og mannauði lands­ins ann­að?

Fyrri spurn­ing­unni er til­tölu­lega fljótsvarað að mati und­ir­rit­aðs. Aft­ur­bati hag­kerf­is­ins verður til muna hæg­ari án end­ur­reisnar ferða­þjón­ust­unnar á kom­andi árum. Sú upp­bygg­ing sem átt hefur sér stað í grein­inni er meira og minna öll ennþá til stað­ar. Gildir það jafnt um fast­eign­ir, far­ar­tæki og inn­viði. Jafn­vel enn mik­il­væg­ara er þó að mik­ill mannauður hefur mynd­ast í grein­inni. Sú þekk­ing, reynsla og við­skipta­sam­bönd sem byggt hefur verið upp á liðnum ára­tug er góðu heilli enn til­tækt og ólíkt fasta­fjár­munum er slíkum verð­mætum í raun kastað á glæ að miklu leyti ef greinin nær ekki máli að nýju.

Auglýsing
Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum voru ríf­lega 7.200 manns atvinnu­lausir sem áður höfðu starfað í helstu ferða­þjón­ustu­grein­um, eða sem sam­svarar ríf­lega þriðj­ungi allra atvinnu­lausra í mán­uð­in­um. Eru þá ekki taldir þeir sem áður störf­uðu í öðrum greinum sem þríf­ast að stórum hluta á við­skiptum við ferða­fólk. Sam­kvæmt Hag­stof­unni störf­uðu að jafn­aði u.þ.b. 27 þús­und manns í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu árið 2019. Góðu heilli má segja að stór hluti þess­ara starfa liggi í dvala fremur en að þau hafi horfið end­an­lega, að því gefnu að greinin vakni aftur til lífs­ins á kom­andi ári. Fyrir bróð­ur­part­inn af þessum hóp þarf því von­andi ekki að „skapa störf“ heldur eru góðar líkur á að við­kom­andi hverfi aftur til fyrra starfs eða að aðrir úr hópi atvinnu­lausra komi í þeirra stað. Hjöðnun atvinnu­leysis gæti því orðið tals­vert hröð þegar lengra líður á kom­andi ár að því gefnu að næsta ferða­sumar gæti verið þokka­legt. Hér eru einnig fleiri hliðar á mál­inu en sú sem snýr að tekj­um, því vel þekkt er að lang­vinnt atvinnu­leysi hefur marg­háttuð and­leg og félags­leg vanda­mál í för með sér.

Í sem stystu máli mun það óhjá­kvæmi­lega velta að stórum hluta á því hvernig næsta ferða­mannaár spil­ast hvort bati hag­kerf­is­ins eftir Kór­ónu­krepp­una verður hægur eða hrað­ur. Það hefur svo áhrif á fram­vind­una í kjöl­far­ið. Til að mynda verður rekstur hins opin­bera fljótt þyngri ef vöxtur skatt­tekna lætur á sér standa á sama tíma og kreppu­tengd útgjöld reyn­ast lang­vinn­ari.

Þroskuð útflutn­ings­grein bæt­ist í hóp­inn

Varð­andi seinni spurn­ing­una er svarið öllu flókn­ara. Víst er að stærð ferða­þjón­ust­unnar í íslensku hag­kerfi gerir það útsett fyrir áföllum á borð við það sem við glímum við þessa dag­ana. Þá má leiða að því líkur að ört vax­andi umsvif grein­ar­innar á síð­asta ára­tug hafi í ein­hverjum mæli haldið aftur af nýsköpun og upp­gangi ann­arra útflutn­ings­greina þar sem raun­gengi og raun­vaxta­stig i hag­kerf­inu var hærra fyrir vikið en ella. Allt er þetta þó vatn runnið til sjáv­ar. Far­sælla er lík­lega að horfa til grein­ar­innar með svip­uðum hætti og sjáv­ar­út­vegs þegar mestu áhrif Kór­ónu­krepp­unnar eru um garð geng­in. Með öðrum orðum virð­ist skyn­sam­legt að áherslan verði á hámörkun virð­is­auka á hvern ferða­mann sem hingað kemur fremur en að kepp­ast við að laða sem flesta hingað til lands með lágu verði. Ísland verður seint vel til þess fallið að keppa við lönd Suð­ur­-­Evr­ópu og Suð­aust­ur-Asíu um massa­ferðamennsku. Til þess er launa­kostn­aður hér­lendis ein­fald­lega of hár, sem end­ur­speglar að lífs­kjör hér­lendis eru með besta móti á alþjóða­vís­u.  Ímynd lands­ins sem áfanga­staðar er hins vegar sterk. Ágætar líkur eru á að margir mun enn frekar en áður velja áfanga­staði þar sem rúmt er um hvern og einn og hægt er að njóta nátt­úru og hrein­leika í stað þess að umbera fjöl­menni og ys borg­ar­lífs eða sól­ar­stranda. Vel gæti því farið á því að greinin sækti aftur í sig veðrið að svip­uðum umsvifum og ein­kenndu hana um miðjan síð­asta ára­tug en síðan tæki við hægur vöxtur þroskaðrar útflutn­ings­grein­ar.

Nýsköpun og frek­ari upp­bygg­ing þekk­ing­ar­iðn­aðar og sér­hæfðra þjón­ustu­greina er hins vegar efa lítið leiðin fram á við þegar lengra líð­ur. Von­andi tekur slík starf­semi á end­anum sæti sem fjórða meg­in­stoðin undir útflutn­ings­tekjur þjóð­ar­bús­ins við hlið ferða­þjón­ustu, sjáv­ar­út­vegs og iðn­að­ar­fram­leiðslu. Til skemmra tíma litið liggur hins vegar lang greið­asti veg­ur­inn til fjölg­unar starfa og auk­innar hag­sældar á nýjan leik að mínu mati um lendur ferða­þjón­ust­unn­ar.

Höf­undur er aðal­hag­fræð­ingur Íslands­banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar