Metnaðarfull loftslagsmarkmið eða minnsti samnefnari?

Tinna Hallgrímsdóttir skrifar um uppfærsluna á landsmarkmiði Íslands til Parísarsáttmálans.

Auglýsing

Ísland hefur til­kynnt fyrstu upp­færslu lands­mark­miðs (NDC) til Par­ís­ar­sátt­mál­ans, nú þegar 5 ár eru liðin frá sam­þykkt hans, en lands­mark­mið eiga m.a. að inni­halda tölu­leg mark­mið um sam­drátt í losun sem ríki stefna á að ná, á tíma­bil­inu 2021-2030. Ísland hefur verið hluti af sam­eig­in­legu mark­miði aðild­ar­ríkja ESB og Nor­egs um að ná 40% sam­drætti í losun árið 2030, fyrir svæðið sem heild, m.v. upp­hafs­árið 1990. Sam­kvæmt nýj­ustu til­lögu Leið­toga­ráðs ESB má gera ráð fyrir að mark­miðið muni hækka úr 40% í 55%. Þrátt fyrir að mark­miðið sé sam­eig­in­legt, er hverju ríki úthlutað mis­mun­andi skuld­bind­ingum og fylgir skipt­ingin m.a. þremur und­ir­flokkum mark­miðs­ins (ESR, ETS og LULUCF). Ef gert er ráð fyrir óbreyttri upp­setn­ingu og reikni­reglum mun Íslandi vera úthlutað 40-45% sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands (ESR) frá 2005-2030 (þ.e. losun frá vega­sam­göngum og skip­um, orku­fram­leiðslu, land­bún­aði, úrgangi og F-gös­um). Losun frá iðn­að­ar­ferlum í stór­iðju og flugi innan Evr­ópu fellur undir við­skipta­kerfi ESB um los­un­ar­heim­ildir (ETS) og hefur því ekki sér­mark­mið fyrir hvert ríki. Hvað varðar losun frá land­notkun og skóg­rækt (LULUCF) má Ísland ekki auka nettólosun frá flokknum miðað við ákveðin við­mið­un­ar­tíma­bil.

Ísland hefur til­kynnt í upp­færðu lands­mark­miði að það hyggst taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði ESB og Nor­egs um a.m.k. 55% sam­drátt, og setja eigið mark­mið um að bind­ing og sam­dráttur frá land­notkun og skóg­rækt verði jöfn losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030.

Ein­ungis 18% sam­dráttur í heild­ar­losun Íslands

Til að skoða raun­veru­leg áhrif slíks mark­miðs er nauð­syn­legt að líta á heild­ar­losun Íslands með land­notk­un, þ.e. losun sem myndi flokk­ast sem losun á beinni ábyrgð Íslands, losun frá stór­iðju og losun frá land­notkun og skóg­rækt.

Auglýsing

Sé gert ráð fyrir að:

  1. Losun Íslands vegna stór­iðju hald­ist óbreytt fram að 2030,
  2. Ísland nái úthlut­uðu lands­mark­miði um 45% sam­drátt í losun á beinni ábyrgð Íslands frá 2005-2030 og
  3. Ísland nái eigin lands­mark­miði um að sam­dráttur og bind­ing í land­notkun og skóg­rækt verði jöfn losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030

mun upp­fært lands­mark­mið Íslands ein­ungis orsaka 15% sam­drátt í heild­ar­losun með land­notkun frá 2005-2030. Sé miðað við nýj­ustu los­un­ar­töl­ur, þ.e. upp­hafs­árið 2018, verður sam­an­burð­ur­inn aðeins hag­stæð­ari eða 18% sam­dráttur frá 2018-2030.

Ungt fólk krefst rót­tæk­ari aðgerða

Slíkur sam­dráttur gengur ekki nógu langt, sér í lagi í ljósi yfir­lýs­inga stjórn­valda um kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040. Ekki er enn búið að lög­festa, né skil­greina, hvað felst í mark­miði Íslands um kolefn­is­hlut­leysi, en ljóst er að línu­leg þróun frá 2020 að raun­veru­legu kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 gerir ráð fyrir helm­ings­sam­drætti í heild­ar­losun með land­notkun fyrir 2030. Einnig ber að hafa í huga að ríki heims þurfa í sam­ein­ingu að helm­inga kolefn­islosun fyrir 2030 til að eiga mögu­leika á að stand­ast 1,5 gráðu mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Sá sam­dráttur Íslands sem ekki næst á fyrri hluta tíma­bils­ins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (frá 2030-2040), og rúm­lega það. Mark­mið stjórn­valda sem hljóða uppá lægri sam­drátt en 50% fyrir 2030, varpa því meiri­hluta ábyrgð­ar­innar (og verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga) á kom­andi kyn­slóð­ir.

Þó að Ísland sé form­lega aðili að sam­eig­in­legu mark­miði ESB, Íslands og Nor­egs er ekk­ert sem stendur í vegi fyrir því að Ísland taki fram í sínu lands­mark­miði eigin áform um sam­drátt í los­un. Hér hefði því verið kjörið tæki­færi að senda inn lands­mark­mið sem skuld­byndi Ísland til a.m.k. 47% sam­dráttar í heild­ar­losun með land­notkun árið 2030, m.v. upp­hafs­árið 1990 (jafn­gildir 50% sam­drætti frá 2020-2030). Slíkt mark­mið hefði verið í sam­ræmi við kröfur Ungra umhverf­is­sinna, LÍS, SHÍ, full­trúa ungs fólks í Lofts­lags­ráði og full­trúa Íslands á Lofts­lags­ráð­stefnu ung­menna, Mock COP26. Þó er ekki öll von úti því stjórn­völd hafa enn tæki­færi til að koma raun­veru­lega til móts við kröfur ungs fólks. Lög­festið 50% sam­drátt í heild­ar­losun með land­notkun fyrir 2030 í kom­andi frum­varpi umhverf­is­ráð­herra um kolefn­is­hlut­leysi. Fram­tíð okkar er í ykkar hönd­um!

Höf­undur er vara­for­maður Ungra umhverf­is­sinna og Ung­menna­full­trúi Íslands hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum á sviði sjálf­bærar þró­un­ar.

Heim­ild­ir: 

Evr­ópu­þingið og Ráð Evr­ópu­sam­bands­ins. (2020). European Council, 10-11 Decem­ber 2020. 

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið. (2020). Aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.

Stjórn­ar­ráð Íslands. (2020). Ný metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­málum kynnt

Útreikn­ingar unnir í sam­vinnu við Sig­urð Thor­laci­us, umhverf­is­verk­fræð­ing og full­trúa ungs fólks í Lofts­lags­ráði. Stuðst var við eft­ir­far­andi gögn:

Lofts­lags­ráð. (2020). Kolefn­is­hlut­leysi – Sam­an­tekt frá Lofts­lags­ráði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar