Metnaðarfull loftslagsmarkmið eða minnsti samnefnari?

Tinna Hallgrímsdóttir skrifar um uppfærsluna á landsmarkmiði Íslands til Parísarsáttmálans.

Auglýsing

Ísland hefur til­kynnt fyrstu upp­færslu lands­mark­miðs (NDC) til Par­ís­ar­sátt­mál­ans, nú þegar 5 ár eru liðin frá sam­þykkt hans, en lands­mark­mið eiga m.a. að inni­halda tölu­leg mark­mið um sam­drátt í losun sem ríki stefna á að ná, á tíma­bil­inu 2021-2030. Ísland hefur verið hluti af sam­eig­in­legu mark­miði aðild­ar­ríkja ESB og Nor­egs um að ná 40% sam­drætti í losun árið 2030, fyrir svæðið sem heild, m.v. upp­hafs­árið 1990. Sam­kvæmt nýj­ustu til­lögu Leið­toga­ráðs ESB má gera ráð fyrir að mark­miðið muni hækka úr 40% í 55%. Þrátt fyrir að mark­miðið sé sam­eig­in­legt, er hverju ríki úthlutað mis­mun­andi skuld­bind­ingum og fylgir skipt­ingin m.a. þremur und­ir­flokkum mark­miðs­ins (ESR, ETS og LULUCF). Ef gert er ráð fyrir óbreyttri upp­setn­ingu og reikni­reglum mun Íslandi vera úthlutað 40-45% sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands (ESR) frá 2005-2030 (þ.e. losun frá vega­sam­göngum og skip­um, orku­fram­leiðslu, land­bún­aði, úrgangi og F-gös­um). Losun frá iðn­að­ar­ferlum í stór­iðju og flugi innan Evr­ópu fellur undir við­skipta­kerfi ESB um los­un­ar­heim­ildir (ETS) og hefur því ekki sér­mark­mið fyrir hvert ríki. Hvað varðar losun frá land­notkun og skóg­rækt (LULUCF) má Ísland ekki auka nettólosun frá flokknum miðað við ákveðin við­mið­un­ar­tíma­bil.

Ísland hefur til­kynnt í upp­færðu lands­mark­miði að það hyggst taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði ESB og Nor­egs um a.m.k. 55% sam­drátt, og setja eigið mark­mið um að bind­ing og sam­dráttur frá land­notkun og skóg­rækt verði jöfn losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030.

Ein­ungis 18% sam­dráttur í heild­ar­losun Íslands

Til að skoða raun­veru­leg áhrif slíks mark­miðs er nauð­syn­legt að líta á heild­ar­losun Íslands með land­notk­un, þ.e. losun sem myndi flokk­ast sem losun á beinni ábyrgð Íslands, losun frá stór­iðju og losun frá land­notkun og skóg­rækt.

Auglýsing

Sé gert ráð fyrir að:

  1. Losun Íslands vegna stór­iðju hald­ist óbreytt fram að 2030,
  2. Ísland nái úthlut­uðu lands­mark­miði um 45% sam­drátt í losun á beinni ábyrgð Íslands frá 2005-2030 og
  3. Ísland nái eigin lands­mark­miði um að sam­dráttur og bind­ing í land­notkun og skóg­rækt verði jöfn losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030

mun upp­fært lands­mark­mið Íslands ein­ungis orsaka 15% sam­drátt í heild­ar­losun með land­notkun frá 2005-2030. Sé miðað við nýj­ustu los­un­ar­töl­ur, þ.e. upp­hafs­árið 2018, verður sam­an­burð­ur­inn aðeins hag­stæð­ari eða 18% sam­dráttur frá 2018-2030.

Ungt fólk krefst rót­tæk­ari aðgerða

Slíkur sam­dráttur gengur ekki nógu langt, sér í lagi í ljósi yfir­lýs­inga stjórn­valda um kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040. Ekki er enn búið að lög­festa, né skil­greina, hvað felst í mark­miði Íslands um kolefn­is­hlut­leysi, en ljóst er að línu­leg þróun frá 2020 að raun­veru­legu kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 gerir ráð fyrir helm­ings­sam­drætti í heild­ar­losun með land­notkun fyrir 2030. Einnig ber að hafa í huga að ríki heims þurfa í sam­ein­ingu að helm­inga kolefn­islosun fyrir 2030 til að eiga mögu­leika á að stand­ast 1,5 gráðu mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Sá sam­dráttur Íslands sem ekki næst á fyrri hluta tíma­bils­ins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (frá 2030-2040), og rúm­lega það. Mark­mið stjórn­valda sem hljóða uppá lægri sam­drátt en 50% fyrir 2030, varpa því meiri­hluta ábyrgð­ar­innar (og verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga) á kom­andi kyn­slóð­ir.

Þó að Ísland sé form­lega aðili að sam­eig­in­legu mark­miði ESB, Íslands og Nor­egs er ekk­ert sem stendur í vegi fyrir því að Ísland taki fram í sínu lands­mark­miði eigin áform um sam­drátt í los­un. Hér hefði því verið kjörið tæki­færi að senda inn lands­mark­mið sem skuld­byndi Ísland til a.m.k. 47% sam­dráttar í heild­ar­losun með land­notkun árið 2030, m.v. upp­hafs­árið 1990 (jafn­gildir 50% sam­drætti frá 2020-2030). Slíkt mark­mið hefði verið í sam­ræmi við kröfur Ungra umhverf­is­sinna, LÍS, SHÍ, full­trúa ungs fólks í Lofts­lags­ráði og full­trúa Íslands á Lofts­lags­ráð­stefnu ung­menna, Mock COP26. Þó er ekki öll von úti því stjórn­völd hafa enn tæki­færi til að koma raun­veru­lega til móts við kröfur ungs fólks. Lög­festið 50% sam­drátt í heild­ar­losun með land­notkun fyrir 2030 í kom­andi frum­varpi umhverf­is­ráð­herra um kolefn­is­hlut­leysi. Fram­tíð okkar er í ykkar hönd­um!

Höf­undur er vara­for­maður Ungra umhverf­is­sinna og Ung­menna­full­trúi Íslands hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum á sviði sjálf­bærar þró­un­ar.

Heim­ild­ir: 

Evr­ópu­þingið og Ráð Evr­ópu­sam­bands­ins. (2020). European Council, 10-11 Decem­ber 2020. 

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið. (2020). Aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.

Stjórn­ar­ráð Íslands. (2020). Ný metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­málum kynnt

Útreikn­ingar unnir í sam­vinnu við Sig­urð Thor­laci­us, umhverf­is­verk­fræð­ing og full­trúa ungs fólks í Lofts­lags­ráði. Stuðst var við eft­ir­far­andi gögn:

Lofts­lags­ráð. (2020). Kolefn­is­hlut­leysi – Sam­an­tekt frá Lofts­lags­ráði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar