Fáum við hagvöxt án ferðaþjónustu?

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka skrifar hugleiðingar um hlutverk ferðaþjónustu í að koma á hagvexti að nýju á Íslandi.

Auglýsing

Kór­ónu­kreppan hefur greitt ferða­þjón­ust­unni þungt högg þetta árið. Greinin var þegar í aðlög­un­ar­ferli eftir fall WOW air snemma árs 2019 og 14% fækkun ferða­manna það ár frá metár­inu 2018. COVID-19 far­ald­ur­inn og sótt­varn­ar­að­gerðir vegna hans hér­lendis sem erlendis umturn­uðu rekstr­ar­grund­velli grein­ar­innar og ljóst er að tekjur hennar verða afar rýrar enn um sinn. Útlit er fyrir að sam­dráttur vergrar lands­fram­leiðslu í ár verði 8,6% í ár sam­kvæmt Þjóð­hags­spá Grein­ingar Íslands­banka frá sept­em­ber sl. og eru 2/3 þess sam­dráttar vegna minni útflutn­ings, sem svo aftur skýrist að stærstum hluta af kröppum sam­drætti í ferða­þjón­ustu.

Opin­berar spár eru meira og minna sam­hljóða um að árið 2021 verði hag­vaxt­arár og vísa þær gjarnan til end­ur­reisnar ferða­þjón­ust­unnar í því sam­bandi. Þar er þó ekki á vísan að róa þótt jákvæðar fréttir af þróun og dreif­ingu bólu­efna und­an­farnar vikur hafi aukið líkur á slökun landamæra­tak­mark­ana og vax­andi ferða­vilja á heims­vísu á kom­andi fjórð­ung­um. Þá hefur einnig verið á það bent að blendin blessun geti verið af því að ferða­þjón­ustan fái sinn fyrri sess sem stærsta útflutn­ings­grein Íslands með u.þ.b. 1/3 heildar útflutn­ings­tekna þjóð­ar­bús­ins árið 2019, svo dæmi sé tek­ið. Rétti­lega er bent á að það auki á hætt­una á sveiflum í hag­kerf­inu að vera með fábrotna sam­setn­ingu útflutn­ings og þarf auð­vitað ekki frek­ari vitn­anna við um þá áhættu eftir þróun þessa árs.

Þurfum við og viljum við?

Þá má velta upp tveimur spurn­ing­um: Hvað ger­ist í hag­kerf­inu íslenska ef ferða­þjón­ustan nær tak­mark­aðri við­spyrnu á kom­andi miss­erum? Og væri ef til vill far­sælla á end­anum að leggja ein­hvers konar stein í götu grein­ar­inn­ar, aftra því að hún nái fyrri umsvifum og beina fjár­munum og mannauði lands­ins ann­að?

Fyrri spurn­ing­unni er til­tölu­lega fljótsvarað að mati und­ir­rit­aðs. Aft­ur­bati hag­kerf­is­ins verður til muna hæg­ari án end­ur­reisnar ferða­þjón­ust­unnar á kom­andi árum. Sú upp­bygg­ing sem átt hefur sér stað í grein­inni er meira og minna öll ennþá til stað­ar. Gildir það jafnt um fast­eign­ir, far­ar­tæki og inn­viði. Jafn­vel enn mik­il­væg­ara er þó að mik­ill mannauður hefur mynd­ast í grein­inni. Sú þekk­ing, reynsla og við­skipta­sam­bönd sem byggt hefur verið upp á liðnum ára­tug er góðu heilli enn til­tækt og ólíkt fasta­fjár­munum er slíkum verð­mætum í raun kastað á glæ að miklu leyti ef greinin nær ekki máli að nýju.

Auglýsing
Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum voru ríf­lega 7.200 manns atvinnu­lausir sem áður höfðu starfað í helstu ferða­þjón­ustu­grein­um, eða sem sam­svarar ríf­lega þriðj­ungi allra atvinnu­lausra í mán­uð­in­um. Eru þá ekki taldir þeir sem áður störf­uðu í öðrum greinum sem þríf­ast að stórum hluta á við­skiptum við ferða­fólk. Sam­kvæmt Hag­stof­unni störf­uðu að jafn­aði u.þ.b. 27 þús­und manns í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu árið 2019. Góðu heilli má segja að stór hluti þess­ara starfa liggi í dvala fremur en að þau hafi horfið end­an­lega, að því gefnu að greinin vakni aftur til lífs­ins á kom­andi ári. Fyrir bróð­ur­part­inn af þessum hóp þarf því von­andi ekki að „skapa störf“ heldur eru góðar líkur á að við­kom­andi hverfi aftur til fyrra starfs eða að aðrir úr hópi atvinnu­lausra komi í þeirra stað. Hjöðnun atvinnu­leysis gæti því orðið tals­vert hröð þegar lengra líður á kom­andi ár að því gefnu að næsta ferða­sumar gæti verið þokka­legt. Hér eru einnig fleiri hliðar á mál­inu en sú sem snýr að tekj­um, því vel þekkt er að lang­vinnt atvinnu­leysi hefur marg­háttuð and­leg og félags­leg vanda­mál í för með sér.

Í sem stystu máli mun það óhjá­kvæmi­lega velta að stórum hluta á því hvernig næsta ferða­mannaár spil­ast hvort bati hag­kerf­is­ins eftir Kór­ónu­krepp­una verður hægur eða hrað­ur. Það hefur svo áhrif á fram­vind­una í kjöl­far­ið. Til að mynda verður rekstur hins opin­bera fljótt þyngri ef vöxtur skatt­tekna lætur á sér standa á sama tíma og kreppu­tengd útgjöld reyn­ast lang­vinn­ari.

Þroskuð útflutn­ings­grein bæt­ist í hóp­inn

Varð­andi seinni spurn­ing­una er svarið öllu flókn­ara. Víst er að stærð ferða­þjón­ust­unnar í íslensku hag­kerfi gerir það útsett fyrir áföllum á borð við það sem við glímum við þessa dag­ana. Þá má leiða að því líkur að ört vax­andi umsvif grein­ar­innar á síð­asta ára­tug hafi í ein­hverjum mæli haldið aftur af nýsköpun og upp­gangi ann­arra útflutn­ings­greina þar sem raun­gengi og raun­vaxta­stig i hag­kerf­inu var hærra fyrir vikið en ella. Allt er þetta þó vatn runnið til sjáv­ar. Far­sælla er lík­lega að horfa til grein­ar­innar með svip­uðum hætti og sjáv­ar­út­vegs þegar mestu áhrif Kór­ónu­krepp­unnar eru um garð geng­in. Með öðrum orðum virð­ist skyn­sam­legt að áherslan verði á hámörkun virð­is­auka á hvern ferða­mann sem hingað kemur fremur en að kepp­ast við að laða sem flesta hingað til lands með lágu verði. Ísland verður seint vel til þess fallið að keppa við lönd Suð­ur­-­Evr­ópu og Suð­aust­ur-Asíu um massa­ferðamennsku. Til þess er launa­kostn­aður hér­lendis ein­fald­lega of hár, sem end­ur­speglar að lífs­kjör hér­lendis eru með besta móti á alþjóða­vís­u.  Ímynd lands­ins sem áfanga­staðar er hins vegar sterk. Ágætar líkur eru á að margir mun enn frekar en áður velja áfanga­staði þar sem rúmt er um hvern og einn og hægt er að njóta nátt­úru og hrein­leika í stað þess að umbera fjöl­menni og ys borg­ar­lífs eða sól­ar­stranda. Vel gæti því farið á því að greinin sækti aftur í sig veðrið að svip­uðum umsvifum og ein­kenndu hana um miðjan síð­asta ára­tug en síðan tæki við hægur vöxtur þroskaðrar útflutn­ings­grein­ar.

Nýsköpun og frek­ari upp­bygg­ing þekk­ing­ar­iðn­aðar og sér­hæfðra þjón­ustu­greina er hins vegar efa lítið leiðin fram á við þegar lengra líð­ur. Von­andi tekur slík starf­semi á end­anum sæti sem fjórða meg­in­stoðin undir útflutn­ings­tekjur þjóð­ar­bús­ins við hlið ferða­þjón­ustu, sjáv­ar­út­vegs og iðn­að­ar­fram­leiðslu. Til skemmra tíma litið liggur hins vegar lang greið­asti veg­ur­inn til fjölg­unar starfa og auk­innar hag­sældar á nýjan leik að mínu mati um lendur ferða­þjón­ust­unn­ar.

Höf­undur er aðal­hag­fræð­ingur Íslands­banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar