Að vernda póstinn eða Póstinn

Hanna Katrín Friðriksson fjallar um Póstinn og segir að heilbrigð samkeppni sé barin niður og og tapið sótt í vasa skattgreiðenda.

Auglýsing

Er það merki um frjálsa og heil­brigða sam­keppni þegar fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins nýtir yfir­burð­ar­stöðu sína til und­ir­verð­lagn­ing­ar? Að sjálf­sögðu ekki. Sér í lagi þegar staðan er komin til vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­innar um að veita umræddu fyr­ir­tæki stuðn­ing upp á hund­ruð millj­óna króna.

Einka­réttur Pósts­ins á til­tek­inni póst­þjón­ustu féll úr gildi um síð­ustu ára­mót. Sam­tímis tók fyr­ir­tækið tíma­bund­ið, til eins árs, við hlut­verki svo­nefnds alþjón­ustu­veit­anda á grunni samn­ings við rík­ið, sem kaus að fara þá leið í stað þess að bjóða þjón­ust­una út. Nú hefur samn­ing­ur­inn verið fram­lengdur til næsta ára­tug­ar. Á þeim tíma­punkti er rétt að skoða hvernig hafi tek­ist til síð­ast­liðið ár. Hver voru áhrifin á hag neyt­enda? Hvernig er farið er með skattfé lands­manna og kannski ekki síst, hvernig tókst stjórn­völdum til við að losa tök­in?

Þegar lögin voru afgreidd vorið 2019 var ætl­unin að láta gjald fyrir bréf undir 50 gr að þyngd vera hið sama fyrir allt land­ið. Það var sú þjón­usta sem engin sam­keppni hafði verið um, enda hafði Póst­ur­inn notið einka­réttar á dreif­ing­unni. Í með­förum meiri­hluta þings­ins bætt­ist hins vegar við sú illa ígrund­aða setn­ing að hið sama skyldi ná yfir pakka­send­ingar allt að 10 kg. Sama verð fyrir allt land. Þar kaus meiri­hlut­inn að líta fram hjá því að heil­brigð sam­keppni hafði ríkt á þessum mark­aði, sér­stak­lega á lands­byggð­inni, þar sem fjöldi smærri vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækja hefur sinnt þjón­ustu við til­tekin svæði með sóma síð­ustu ár og ára­tugi. Til að flækja málin svo enn frekar var líka bundið í þessi sömu lög að gjaldið skyldi taka mið af raun­kostn­aði við að veita þjón­ust­una að við­bættum hæfi­legum hagn­aði.

Auglýsing

Til að und­ir­búa sig undir nýtt starfs­um­hverfi breytti Póst­ur­inn gjald­skrá sinni í upp­hafi þessa árs. Fór hann eftir til­mælum um sama gjald á pakka­send­ingum um land allt, en huns­aði með öllu til­mæli um að gjaldið tæki mið af raun­kostn­aði. Gjaldið varð hið sama á öllum fjórum skil­greindum mark­aðs­svæðum Pósts­ins og tók mið af því lægsta, höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í stað þess að taka til dæmis mið af með­al­tals­gjaldi fyrir allt landið hækk­aði Póst­ur­inn gjaldið örlítið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en lækk­aði um tugi pró­senta fyrir önnur svæði lands­ins. Vissu­lega hefði með­al­tals­gjaldið lík­lega leitt til þess að Póst­ur­inn hefði orðið undir í sam­keppn­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem margir aðrir eru um hit­una. En sam­keppnin úti á landi hefði lifað áfram góðu líf­i. 

Heil­brigð sam­keppni barin niður …

Ég er sann­færð um að þing­menn sem stóðu að þessum breyt­ingum sáu ekki fyrir þá atburða­rás sem fór af stað í kjöl­far­ið. Breyt­ing­arnar voru senni­lega gerðar af góðum hug, í nafni þjón­ustu við lands­byggð­ina. Annað hefur þó komið á dag­inn. Nið­ur­greiðslan sem Póst­ur­inn stundar er ein­fald­lega aðför að starf­semi þeirra fyr­ir­tækja á lands­byggð­inni sem hafa boðið upp á sam­bæri­lega þjón­ustu árum sam­an­.  

Vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækið Auð­bert og Vig­fús í Vík í Mýr­dal er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem hefur orðið illa fyrir barð­inu á rík­is­styrktri sam­keppni Pósts­ins. Vig­fús Páll Auð­berts­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, var ómyrkur í máli þegar hann lýsti því í sam­tali við mig hvernig fyr­ir­tækið sem hefur séð um dreif­ingu á pökkum til Víkur og síðan inn­an­sveitar í fjölda­mörg ár á nú veru­lega undir högg að sækja vegna und­ir­verð­lagn­ingar Pósts­ins.

Þessi staða er enn grát­legri í ljósi þess að vax­andi verslun lands­manna á net­inu ætti, undir eðli­legum kring­um­stæð­um, að leiða til þess að þessi litlu vöru­flutn­inga­fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni blómstr­uðu. Hjá fyr­ir­tæki Vig­fúsar Páls í Vík í Mýr­dal starfa 8 manns, vöru­móttakan í bænum er opin hjá þeim kl. 8-15 virka daga vik­unnar og fyr­ir­tækið dreifir dag­lega vöru í sveit­irn­ar. 

Svona fyr­ir­tæki eru víð­ar, á Hvols­velli, Grund­ar­firði og Stykk­is­hólmi, svo dæmi séu tek­in. Þessi fyr­ir­tæki heyja nú öll harða bar­áttu fyrir til­veru sinni í ósann­gjarnri sam­keppni við rík­is­fyr­ir­tæki sem nýtir yfir­burða­stöðu sína í skjóli óljósrar og óvand­aðrar laga­setn­ing­ar.

Stjórn­völd eru nú að festa þetta kerfi í sessi til næstu 10 ára. Af hverju er þessi þjón­usta ekki boðin út? Það er nóg af gam­al­grónum smærri vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækjum um allt land sem geta, vilja og hafa sinnt pakka­send­ingum til þessa. Ef svarið er að stjórn­völd ótt­ist að út af standi ein­hver svæði sem ekki yrði sinnt, þá er hægt að bregð­ast við því á sann­gjarn­ari og ódýr­ari hátt en nú er gert, til dæmis með því að dreifa alþjón­ustu­stuðn­ingi á fleiri hend­ur. Við afgreiðslu nýju póst­lag­anna, vorið 2019, lagði ég fram breyt­ing­ar­til­lögu þess efnis að ráð­herra gæti boðið út þjón­ust­una til eins fyr­ir­tækis eða fleiri og að útboðið mætti afmarka við til­tekna lands­hluta, póst­númer og/eða til­tekna þætti póst­þjón­ustu. Með mér á breyt­ing­ar­til­lög­unni voru full­trúar Sam­fylk­ingar og Pírata í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins. Þessi hug­mynd var felld af varð­mönnum kerf­is­ins í Sjálf­stæð­is­flokki, VG, Fram­sókn og Mið­flokki. Það er orðið aug­ljóst að sú varð­staða hefur reynst bæði dýr­keypt og skað­leg.

… og tapið sótt í vasa skatt­greið­enda

Und­ir­verð­lagn­ingin hefur núna bæði skaðað smærri þjón­ustu­veit­endur á lands­byggð­inni og leitt til veru­legs rekstr­ar­taps hjá Póst­in­um. Það var fyr­ir­sjá­an­legt um leið og gjald­skrá Pósts­ins leit dags­ins ljós, enda fékk hann þá fljót­lega 250 millj­ónir kr. sem inn­borgun upp í alþjón­ustu­byrði árs­ins 2020. Hvort sá fjórð­ungur úr millj­arði, beint úr vasa skatt­greið­enda, dugði til að létta byrð­ina nægi­lega eða hvort sækja þarf frekar í fé almenn­ings kemur vænt­an­lega í ljós á allra næstu dög­um.

Þessi staða er óboð­leg fyrir þá sem hafa lifi­brauð sitt af því að bjóða þjón­ustu og skapa atvinnu um allt land og búa nú við nið­ur­greidda rík­is­sam­keppni. Hún er ekki síður óboð­leg fyrir skatt­greið­endur sem á end­anum borga fyrir tap­rekst­ur­inn af þess­ari nið­ur­greiddu rík­is­sam­keppn­i. 

Það er tíma­bært að stjórn­völd taki á þessum málum af fullri alvöru. Það er eðli­legt að Sam­keppn­is­yf­ir­völd skoði stöð­una. Jafn­framt þarf að skerpa á lög­unum þannig að stjórn­völd séu ekki að bjóða upp á mark­aðs­mis­notkun í skjóli óskýrrar og lítt ígrund­aðrar laga­setn­ing­ar. Hvorki póst­ur­inn né Póst­ur­inn eiga skilið að búa við svona mein­gallað kerfi. Eitt er alla vega víst, það tapa allir á þess­ari stöð­u. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisnar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar