Vísindalegt traust og vantraust

Magnús Jónsson veðurfræðingur skrifar um veiru- og fiskiráðgjöf.

Auglýsing

Páll heit­inn Skúla­son heim­spek­ingur og rektor Háskóla Íslands sagði eitt sinn: „Ef menn eru ekki sífellt að gagn­rýna kenn­ing­ar, aðferðir og vinnu­brögð í vís­indum munu vís­indin staðna og smám saman verða úr sög­unni. Fram­farir eru undir því komnar að menn efist um gildi ríkj­andi kenn­inga, ­reyni að finna á þeim veika bletti. Þetta virð­ist raunar vera eitt helsta skil­yrðið fyrir fram­förum á hvaða sviði sem vera skal.“ 

Algert traust

Á síð­asta ári varð þjóðin í ríkum mæli vitni af vinnu­brögðum vís­inda­manna í þessum anda í tengslum við þann heims­far­aldur sem hefur geisað mestan hluta árs­ins. Svo­kallað þrí­eyki og ýmsir í lækna­stétt o.fl. hafa aflað sér meira trausts meðal þjóð­ar­innar en flestir vís­inda­menn hafa áður náð að ger­a. 

­Með efa­semd­um, við­ur­kenn­ingu á óvissu og eigin mis­tök­um, auð­skildum upp­lýs­ingum og útskýr­ingum um hvað sé vitað og hvað ekki á hverjum tíma og sífelldri end­ur­skoðun á þeim ákvörð­unum sem hafa verið tekn­ar, hefur þessi sam­henti hópur sett ný við­mið þegar um vinnu­brögð og miðlun vís­inda­legrar þekk­ingar er að ræða. Í lok októ­ber kom fram að um 95% lands­manna bæru fullt traust til þrí­eyk­is­ins og ann­arra sótt­varn­ar­yf­ir­valda, þrátt fyrir að hér hafi verið um að ræða for­dæma­laus og afar íþyngj­andi áhrif til­lagna þess­ara vís­inda­manna á dag­legt líf þorra fólks. Man ég ekki eftir öðru sam­bæri­legu trausti í sam­fé­lagi okk­ar.

Útbreitt van­traust

En þetta er því miður ekki alls staðar svona þegar um vís­indi er að ræða. Síð­ustu átta sumur hef ég stundað hand­færa­veiðar N-lands. Á þessum tíma hef ég kynnst fjölda smá­báta­eig­anda og fleiri sjó­mönn­um, m.a. tog­ara­skip­stjór­um. Þessi hópur manna á það sam­eig­in­legt að bera almennt lítið traust til einnar stofn­unar hér á landi. Skiptir þá litlu máli hvort um er að ræða margs­konar mæli­að­ferðir henn­ar, útreikn­inga, upp­lýs­inga­miðlun eða ráð­gjöf. Hér er um að ræða Haf­rann­sókna­stofn­un. 

Auglýsing
Að áliti fyrr­nefndra sjó­mann­anna skortir mikið á þekk­ingu vís­inda­manna á hegð­an, sam­spili og eðli margra fiski­stofna auk þess sem þau reikni­líkön sem notuð eru virð­ast óná­kvæm eða byggja á meira en 50 ára gömlum til­gátu­for­send­um. Má í því sam­bandi nefna tengsl stærðar hrygn­ing­ar­stofna og nýlið­unar sem og sam­spil stofn­stærð­ar, veiða, fæðu­fram­boðs og nátt­úru­legrar dán­ar­tölu. Þá heyrir það til und­an­tekn­inga ef vís­inda­menn Hafró koma fram með útskýr­ingar á því sem þeir bera á borð, hvort sem það eru þekk­ing­ar­legar for­send­ur, upp­bygg­ing og gerð reikni­lík­ana, efa­semd­ir, óvissu í mæl­ing­um, skekkju­mörk eða leið­rétt­ing­ar. Mætti því oft halda að hér sé allt full­sönnuð vís­indi eða end­an­leg­ur, óskeik­ull sann­leik­ur.

Álit vís­inda­manna sjálfra

Þegar kemur að því að skoða ein­staka stofna er efst á blaði hjá smá­báta­körlunum rann­sóknir og ráð­gjöf varð­andi veiðar á grá­sleppu en þar ríkir svo algert van­traust meðal sjó­manna að ég hef ekki hitt einn ein­asta grá­sleppu­sjó­mann sem telur yfir­höfuð neitt á þeirri ráð­gjöf sem Hafró veitir byggj­andi. Þegar þekk­ing­ar­grunnur grá­sleppu­ráð­gjaf­ar­innar er skoð­aður kemur m.a. eft­ir­far­andi í ljós og er þá vísað til því sem vís­inda­menn­irnir segja sjálfir, sjá Fiski­fréttir 2. mars 2019:

  1. Við vitum að hrogn­kelsið er á haf­svæð­inu allt frá Græn­landi yfir til Íslands og þar fyrir norðan og síðan yfir Nor­egs­haf til Barents­hafs. En við vitum ekk­ert hvaða fiskar hrygna við Ísland og hverjir fara til Nor­egs.
  2. Við höldum að fisk­ur­inn við Græn­land komi til Íslands því lík­lega hrygna hrogn­kelsin ekki við aust­an­vert Græn­land, en það vitum við samt ekki fyrir víst. 
  3. Við vitum ekki heldur hve gam­alt hrogn­kelsið verður eða hve lengi það dvelur í djúp­sjó. Þá vitum vil ekki heldur hve hratt það vex.
  4. Við vitum líka mjög lítið um hæng­inn, rauð­mag­ann.
  5. Við erum búin að kom­ast að því núna (2019) að grá­sleppan hrygnir allt frá mars fram í ágúst og mun hún lík­lega hafa sama hrygn­ing­ar­mynstur næsta ár. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á stofn­inn, vegna þess að veið­arnar eru mest stund­aðar í apríl og mars, þannig að fisk­ur­inn sem hrygnir í ágúst á miklu betri mögu­leika á því að ná hrygn­ingu. Ekki er heldur vitað af hverju hrogn­kelsið hrygnir yfir svona langt tíma­bil.

En þetta er ekki allt. T.d. er ekki vitað hversu oft grá­sleppan hrygnir um ævina ef hún þá á annað borð hrygnir ekki bara einu sinni eins og loðn­an. Þá fara stofn­stærð­ar­mæl­ingar á þessum fiski ein­göngu fram með svoköll­uðu tog­ar­aralli á vor­in, þrátt fyrir að lengstan hluta ævinnar sé grá­sleppan upp­sjáv­ar­fiskur og komi aðeins niður að botni á grunn­sævi til hrygn­ing­ar. Á þessum grá­sleppu­tog­veiðum veið­ast að jafn­aði færri en 1000 grá­sleppur alls á ári allt í kringum landið og er þetta magn látið skapa grunn að ákvörðun heild­ar­stofn­stærðar þessa stofns. Loks má svo benda á að litlar sem engar rann­sóknir hafa farið fram á áhrifum flottrollsveiða á grá­sleppu­stofn­inn en vitað er að oft kemur gríð­ar­legt magn grá­sleppu­seiða í flottroll sem m.a. er notað við veiðar á loðnu.

Heild­ar­kvóti út í loftið

Þrátt fyrir þennan mjög svo tak­mark­aða þekk­ing­ar­grunn var tekin ákvörðun um það árið 2013 að veita ráð­gjöf um heild­ar­afla­mark á grá­sleppu­veið­arnar (enn tak­mark­aðri þekk­ing þá en nú). Fram að þeim tíma hafði verið látið nægja að stýra grá­sleppu­veiðum með því að tak­marka lengd ver­tíð­ar, fjölda neta og fjölda veiði­leyfa. Í um hálfa öld fyrir 2013 hafði grá­sleppu­afli hér við land sveifl­ast frá um 3.000 tonnum og upp tæp 12.000 tonn á ver­tíð. Að áliti flestra grá­sleppu­veiði­manna sem ég hef heyrt í hefur ráð­lagður heilda­kvóti á grá­sleppu frá 2013 verið bein­línis út í loft­ið. Því hefði allt eins mátt nota veð­ur­at­hug­anir sem for­sendur við þá aðgerð, svo notuð séu orð sjó­manns með 40 ára reynslu af grá­sleppu­veið­um.

Loka­orð

Síð­asta grá­sleppu­ver­tíð opin­ber­aði ræki­lega hversu fátæk­leg þekk­ing var lögð til grund­vallar fyr­ir­fram ákveðnu heild­ar­afla­marki þess árs, þ.e. um 5.200 tonn. Sjaldan eða aldrei hafa grá­sleppukarlar fyrir Norð­ur- og Aust­ur­landi kynnst öðrum eins mokafla­brögðum og sl. vor og sjaldan hefur grá­sleppan veiðst jafn­mikið í þorska­net við Suð­ur­land sem með­afli. Þar sem grá­sleppan byrjar að veið­ast við Aust­ur­landið snemma árs færir hún sig vestar eftir því sem lengra líður á vor­ið. Allt þetta varð til þess að útgef­inn heild­ar­kvóti var að mestu upp veiddur áður en veiðar gátu haf­ist fyrir alvöru á Vest­fjörðum og við Vest­ur­land. Þegar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra stöðv­aði fyr­ir­vara­laust veið­arnar 2. maí sl. var enn mokveiði við Norð­ur­land en Vest­lend­ingar og fleiri sátu upp með grá­sleppu­lausa ver­tíð og til­heyr­andi stór­tjón. Og nú liggur fyrir að sami ráð­herra vill lög­binda kvóta­setn­ingu á hvern bát fyrir þennan stofn. Á grund­velli hvaða þekk­ingar og ráð­gjafar verður það byggt?

Höf­undur er veð­ur­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar