Tollamálin og „týndu“ samningarnir

Erna Bjarnadóttir fjallar um landbúnaðarmál í aðsendri grein en hún segir að langtímastefna sem byggir á raunverulegum aðstæðum og endurspeglar aðstöðumun bænda á ólíkum svæðum sé skynsamleg og raunsæ.

Auglýsing

Í des­em­ber sl. kom út skýrsla utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem ber heitið „Áfram gakk“. Lýsir hún all­vel þróun þessa mála­flokks og þeirri stefnu sem núver­andi ráð­herra  hefur fylgt eft­ir. Við lestur hennar og ekki síður við­bragða við henni dúkkar enn einu sinni upp ólík sýn ýmissa hag­að­ila. En í grund­vall­ar­at­riðum birt­ist í skýrsl­unni lýs­ing á þróun mála­flokks­ins og því ber að fagna.  

Það er hins vegar ekki að spyrja að frétt­unum hjá Félagi atvinnu­rek­enda frekar en fyrri dag­inn þegar fram­kvæmda­stjóri þeirra er inntur álits á skýrsl­unni, sjá umfjöllun Kjarn­ans 24. jan­úar sl. Er þar stefna stjórn­valda í tolla­málum kölluð tví­skinn­ungur og að í skýrsl­unni  sé „[…] skautað létt yfir toll­vernd íslensks land­bún­aðar […]“.  

Nú er ég raunar sam­mála því að í skýrsl­unni sé einmitt „skautað létt yfir toll­vernd land­bún­að­ar“ og vil máli mínu til sönn­unar benda á fáeinar stað­reynd­ir. Á bls. 23 í  skýrsl­unni eru taldir upp frí­versl­un­ar­samn­ingar sem Ísland er aðili að. Í töfl­unni er  hins vegar ekki nefndur einn ein­asti frí­versl­un­ar­samn­ingur um land­bún­að­ar­vörur sem Ísland hefur gert sam­hliða þeim frí­versl­un­ar­samn­ingum sem EFTA hefur gert  við ein­stök ríki eða ríkja­hópa.  

Auglýsing

Frí­versl­un­ar­samn­ingar um við­skipti með land­bún­að­ar­vör­ur 

Eftir því sem næst verður kom­ist er hér um að ræða um 20 samn­inga, sá elsti við Tyrk­land frá 1991. Um er að ræða sjálf­stæða samn­inga sem hvert  EFTA-land um sig gerir sjálf­stætt sam­hliða almennum frí­versl­un­ar­samn­ingi. Hvergi í fyrr­nefndri skýrslu, „Áfram gakk“, né á vef­svæði íslenska stjórn­ar­ráðs­ins er að finna yfir­lit um þessa samn­inga og fæstir verið þýddir á íslensku. Því má segja að mönnum sé nokkur vor­kunn að þekkja ekki til þeirra. Tví­mæla­laus laga­skylda hvílir þó á íslenska rík­inu bæði að þýða þessa samn­inga sem og að birta í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda eins og gert hefur verið um suma þeirra, sbr. 4. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað. Til upp­lýs­inga þá taka þessir samn­ingar alls ekki ein­vörð­ungu til vara sem ekki eru fram­leiddar á Íslandi. Þessum toll­fríð­indum eru ekki gerð skil í skýrsl­unni.

Raun­veru­leg toll­vernd gagn­vart ESB 

Rök­ræður um umfang toll­verndar íslensks land­bún­aðar minna einatt helst á för snigils­ins upp sleipa brekku, hann rennur jafn­harðan niður aft­ur. Rétt er það að tollar eru lagðir á flestar búfjár­af­urðir (mjólk og kjöt) sem flokk­ast í tollakafla 02, 04, 1601 og 1602. En þá er þetta líka nán­ast upp talið. Vörur sem t.d. inni­halda allt að 60% kjöt eru margar án tolla. Á dög­unum sett­ist ég niður með íslensku toll­skrána og bók­staf­lega taldi þau toll­skrár­númer sem bera toll ann­ars vegar sam­kvæmt „bestu kjara­reglu“ WTO (Most Favoured Nation, MFN, þ.e. kjör sem öllum aðild­ar­löndum WTO bjóðast) og hins vegar gagn­vart ESB. Þrír samn­ingar liggja til grund­vallar frí­verslun með búvörur milli ESB og Íslands­:  

• Í fyrsta lagi Frí­versl­un­ar­samn­ingur ESB og Íslands frá 1972,  

• í öðru lagi samn­ingur á grund­velli 19. gr. og Bók­unar 3 í EES samn­ingnum frá 1. mars 2007 um land­bún­að­ar­vörur og  

• í þriðja lagi samn­ingur (sem telst raunar upp­færsla á þeim fyrri) um land­bún­að­ar­vörur sem tók gildi 1. maí 2018.  

Á grund­velli þess­ara samn­ingar hefur ESB toll­frjálsan aðgang fyrir 84% af búvörum í köflum sem taka til ætra búvara (85% í köflum 1, 2 og 4-24) meðan almenn kjör (MFN) veita toll­frelsi fyrir um 50%. Þar að auki er búið að festa toll­vernd­ina fyr­ir  stærstan hluta vara í kafla 02, 40% lægri en almenn kjör veita. Rétt hefði verið að gera grein fyrir þessu í svo umfangs­mik­illi skýrslu þegar þar að auki liggur fyrir ákveð­inn „birt­inga­halli“ á samn­ing­un­um. 

Rök­rétt sam­band stefnu og aðgerða 

Að mínu mati felst eng­inn tví­skinn­ungur í stefnu stjórn­valda varð­andi að við­halda toll­vernd á land­bún­aði en sækja fram í sjáv­ar­út­vegi – stefna stjórn­valda tekur mið af aug­ljósri stað­reynd; mis­mun­andi aðstæður sem leiða af land­fræði­legri legu lands­ins. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur nýtur ein­stakrar stöðu sökum ríkra fiski­miða í norð­an­verðu Atl­ants­hafi og nálægðar við fiski­miðin – sú staða er for­dæma­laus sam­an­borið við önnur rík­i. 



Íslenskur land­bún­aður stendur hins vegar frammi fyrir áskor­unum vegna land­fræði­legrar legu. Vet­ur­inn er lengri og sum­arið styttra en á meg­in­landi Evr­ópu og veð­ur­far oft á tíðum óstöðugra. Skil­yrði til búrekstrar eru því að mörgu leyti auð­veld­ari í öðrum ríkj­um  sam­an­borið við Ísland. Lang­tíma­stefna sem byggir á raun­veru­legum aðstæðum og end­ur­speglar aðstöðumun bænda á ólíkum svæðum er skyn­sam­leg og raun­sæ. 

Öllum má því vera ljóst hver stefnan er. En það að sífellt sé látið að því liggja að toll­vernd búvara hér á landi skeri sig úr frá öðrum þjóðum þegar hið sanna er að um mjög fáar vörur er ræða, minnir meira á ein­hvers­konar tví­skinn­ung en lýs­ingu á ein­földum stað­reynd­um.



Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar