Tollamálin og „týndu“ samningarnir

Erna Bjarnadóttir fjallar um landbúnaðarmál í aðsendri grein en hún segir að langtímastefna sem byggir á raunverulegum aðstæðum og endurspeglar aðstöðumun bænda á ólíkum svæðum sé skynsamleg og raunsæ.

Auglýsing

Í des­em­ber sl. kom út skýrsla utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem ber heitið „Áfram gakk“. Lýsir hún all­vel þróun þessa mála­flokks og þeirri stefnu sem núver­andi ráð­herra  hefur fylgt eft­ir. Við lestur hennar og ekki síður við­bragða við henni dúkkar enn einu sinni upp ólík sýn ýmissa hag­að­ila. En í grund­vall­ar­at­riðum birt­ist í skýrsl­unni lýs­ing á þróun mála­flokks­ins og því ber að fagna.  

Það er hins vegar ekki að spyrja að frétt­unum hjá Félagi atvinnu­rek­enda frekar en fyrri dag­inn þegar fram­kvæmda­stjóri þeirra er inntur álits á skýrsl­unni, sjá umfjöllun Kjarn­ans 24. jan­úar sl. Er þar stefna stjórn­valda í tolla­málum kölluð tví­skinn­ungur og að í skýrsl­unni  sé „[…] skautað létt yfir toll­vernd íslensks land­bún­aðar […]“.  

Nú er ég raunar sam­mála því að í skýrsl­unni sé einmitt „skautað létt yfir toll­vernd land­bún­að­ar“ og vil máli mínu til sönn­unar benda á fáeinar stað­reynd­ir. Á bls. 23 í  skýrsl­unni eru taldir upp frí­versl­un­ar­samn­ingar sem Ísland er aðili að. Í töfl­unni er  hins vegar ekki nefndur einn ein­asti frí­versl­un­ar­samn­ingur um land­bún­að­ar­vörur sem Ísland hefur gert sam­hliða þeim frí­versl­un­ar­samn­ingum sem EFTA hefur gert  við ein­stök ríki eða ríkja­hópa.  

Auglýsing

Frí­versl­un­ar­samn­ingar um við­skipti með land­bún­að­ar­vör­ur 

Eftir því sem næst verður kom­ist er hér um að ræða um 20 samn­inga, sá elsti við Tyrk­land frá 1991. Um er að ræða sjálf­stæða samn­inga sem hvert  EFTA-land um sig gerir sjálf­stætt sam­hliða almennum frí­versl­un­ar­samn­ingi. Hvergi í fyrr­nefndri skýrslu, „Áfram gakk“, né á vef­svæði íslenska stjórn­ar­ráðs­ins er að finna yfir­lit um þessa samn­inga og fæstir verið þýddir á íslensku. Því má segja að mönnum sé nokkur vor­kunn að þekkja ekki til þeirra. Tví­mæla­laus laga­skylda hvílir þó á íslenska rík­inu bæði að þýða þessa samn­inga sem og að birta í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda eins og gert hefur verið um suma þeirra, sbr. 4. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað. Til upp­lýs­inga þá taka þessir samn­ingar alls ekki ein­vörð­ungu til vara sem ekki eru fram­leiddar á Íslandi. Þessum toll­fríð­indum eru ekki gerð skil í skýrsl­unni.

Raun­veru­leg toll­vernd gagn­vart ESB 

Rök­ræður um umfang toll­verndar íslensks land­bún­aðar minna einatt helst á för snigils­ins upp sleipa brekku, hann rennur jafn­harðan niður aft­ur. Rétt er það að tollar eru lagðir á flestar búfjár­af­urðir (mjólk og kjöt) sem flokk­ast í tollakafla 02, 04, 1601 og 1602. En þá er þetta líka nán­ast upp talið. Vörur sem t.d. inni­halda allt að 60% kjöt eru margar án tolla. Á dög­unum sett­ist ég niður með íslensku toll­skrána og bók­staf­lega taldi þau toll­skrár­númer sem bera toll ann­ars vegar sam­kvæmt „bestu kjara­reglu“ WTO (Most Favoured Nation, MFN, þ.e. kjör sem öllum aðild­ar­löndum WTO bjóðast) og hins vegar gagn­vart ESB. Þrír samn­ingar liggja til grund­vallar frí­verslun með búvörur milli ESB og Íslands­:  

• Í fyrsta lagi Frí­versl­un­ar­samn­ingur ESB og Íslands frá 1972,  

• í öðru lagi samn­ingur á grund­velli 19. gr. og Bók­unar 3 í EES samn­ingnum frá 1. mars 2007 um land­bún­að­ar­vörur og  

• í þriðja lagi samn­ingur (sem telst raunar upp­færsla á þeim fyrri) um land­bún­að­ar­vörur sem tók gildi 1. maí 2018.  

Á grund­velli þess­ara samn­ingar hefur ESB toll­frjálsan aðgang fyrir 84% af búvörum í köflum sem taka til ætra búvara (85% í köflum 1, 2 og 4-24) meðan almenn kjör (MFN) veita toll­frelsi fyrir um 50%. Þar að auki er búið að festa toll­vernd­ina fyr­ir  stærstan hluta vara í kafla 02, 40% lægri en almenn kjör veita. Rétt hefði verið að gera grein fyrir þessu í svo umfangs­mik­illi skýrslu þegar þar að auki liggur fyrir ákveð­inn „birt­inga­halli“ á samn­ing­un­um. 

Rök­rétt sam­band stefnu og aðgerða 

Að mínu mati felst eng­inn tví­skinn­ungur í stefnu stjórn­valda varð­andi að við­halda toll­vernd á land­bún­aði en sækja fram í sjáv­ar­út­vegi – stefna stjórn­valda tekur mið af aug­ljósri stað­reynd; mis­mun­andi aðstæður sem leiða af land­fræði­legri legu lands­ins. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur nýtur ein­stakrar stöðu sökum ríkra fiski­miða í norð­an­verðu Atl­ants­hafi og nálægðar við fiski­miðin – sú staða er for­dæma­laus sam­an­borið við önnur rík­i. Íslenskur land­bún­aður stendur hins vegar frammi fyrir áskor­unum vegna land­fræði­legrar legu. Vet­ur­inn er lengri og sum­arið styttra en á meg­in­landi Evr­ópu og veð­ur­far oft á tíðum óstöðugra. Skil­yrði til búrekstrar eru því að mörgu leyti auð­veld­ari í öðrum ríkj­um  sam­an­borið við Ísland. Lang­tíma­stefna sem byggir á raun­veru­legum aðstæðum og end­ur­speglar aðstöðumun bænda á ólíkum svæðum er skyn­sam­leg og raun­sæ. 

Öllum má því vera ljóst hver stefnan er. En það að sífellt sé látið að því liggja að toll­vernd búvara hér á landi skeri sig úr frá öðrum þjóðum þegar hið sanna er að um mjög fáar vörur er ræða, minnir meira á ein­hvers­konar tví­skinn­ung en lýs­ingu á ein­földum stað­reynd­um.Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar