Tollamálin og „týndu“ samningarnir

Erna Bjarnadóttir fjallar um landbúnaðarmál í aðsendri grein en hún segir að langtímastefna sem byggir á raunverulegum aðstæðum og endurspeglar aðstöðumun bænda á ólíkum svæðum sé skynsamleg og raunsæ.

Auglýsing

Í des­em­ber sl. kom út skýrsla utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem ber heitið „Áfram gakk“. Lýsir hún all­vel þróun þessa mála­flokks og þeirri stefnu sem núver­andi ráð­herra  hefur fylgt eft­ir. Við lestur hennar og ekki síður við­bragða við henni dúkkar enn einu sinni upp ólík sýn ýmissa hag­að­ila. En í grund­vall­ar­at­riðum birt­ist í skýrsl­unni lýs­ing á þróun mála­flokks­ins og því ber að fagna.  

Það er hins vegar ekki að spyrja að frétt­unum hjá Félagi atvinnu­rek­enda frekar en fyrri dag­inn þegar fram­kvæmda­stjóri þeirra er inntur álits á skýrsl­unni, sjá umfjöllun Kjarn­ans 24. jan­úar sl. Er þar stefna stjórn­valda í tolla­málum kölluð tví­skinn­ungur og að í skýrsl­unni  sé „[…] skautað létt yfir toll­vernd íslensks land­bún­aðar […]“.  

Nú er ég raunar sam­mála því að í skýrsl­unni sé einmitt „skautað létt yfir toll­vernd land­bún­að­ar“ og vil máli mínu til sönn­unar benda á fáeinar stað­reynd­ir. Á bls. 23 í  skýrsl­unni eru taldir upp frí­versl­un­ar­samn­ingar sem Ísland er aðili að. Í töfl­unni er  hins vegar ekki nefndur einn ein­asti frí­versl­un­ar­samn­ingur um land­bún­að­ar­vörur sem Ísland hefur gert sam­hliða þeim frí­versl­un­ar­samn­ingum sem EFTA hefur gert  við ein­stök ríki eða ríkja­hópa.  

Auglýsing

Frí­versl­un­ar­samn­ingar um við­skipti með land­bún­að­ar­vör­ur 

Eftir því sem næst verður kom­ist er hér um að ræða um 20 samn­inga, sá elsti við Tyrk­land frá 1991. Um er að ræða sjálf­stæða samn­inga sem hvert  EFTA-land um sig gerir sjálf­stætt sam­hliða almennum frí­versl­un­ar­samn­ingi. Hvergi í fyrr­nefndri skýrslu, „Áfram gakk“, né á vef­svæði íslenska stjórn­ar­ráðs­ins er að finna yfir­lit um þessa samn­inga og fæstir verið þýddir á íslensku. Því má segja að mönnum sé nokkur vor­kunn að þekkja ekki til þeirra. Tví­mæla­laus laga­skylda hvílir þó á íslenska rík­inu bæði að þýða þessa samn­inga sem og að birta í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda eins og gert hefur verið um suma þeirra, sbr. 4. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blað. Til upp­lýs­inga þá taka þessir samn­ingar alls ekki ein­vörð­ungu til vara sem ekki eru fram­leiddar á Íslandi. Þessum toll­fríð­indum eru ekki gerð skil í skýrsl­unni.

Raun­veru­leg toll­vernd gagn­vart ESB 

Rök­ræður um umfang toll­verndar íslensks land­bún­aðar minna einatt helst á för snigils­ins upp sleipa brekku, hann rennur jafn­harðan niður aft­ur. Rétt er það að tollar eru lagðir á flestar búfjár­af­urðir (mjólk og kjöt) sem flokk­ast í tollakafla 02, 04, 1601 og 1602. En þá er þetta líka nán­ast upp talið. Vörur sem t.d. inni­halda allt að 60% kjöt eru margar án tolla. Á dög­unum sett­ist ég niður með íslensku toll­skrána og bók­staf­lega taldi þau toll­skrár­númer sem bera toll ann­ars vegar sam­kvæmt „bestu kjara­reglu“ WTO (Most Favoured Nation, MFN, þ.e. kjör sem öllum aðild­ar­löndum WTO bjóðast) og hins vegar gagn­vart ESB. Þrír samn­ingar liggja til grund­vallar frí­verslun með búvörur milli ESB og Íslands­:  

• Í fyrsta lagi Frí­versl­un­ar­samn­ingur ESB og Íslands frá 1972,  

• í öðru lagi samn­ingur á grund­velli 19. gr. og Bók­unar 3 í EES samn­ingnum frá 1. mars 2007 um land­bún­að­ar­vörur og  

• í þriðja lagi samn­ingur (sem telst raunar upp­færsla á þeim fyrri) um land­bún­að­ar­vörur sem tók gildi 1. maí 2018.  

Á grund­velli þess­ara samn­ingar hefur ESB toll­frjálsan aðgang fyrir 84% af búvörum í köflum sem taka til ætra búvara (85% í köflum 1, 2 og 4-24) meðan almenn kjör (MFN) veita toll­frelsi fyrir um 50%. Þar að auki er búið að festa toll­vernd­ina fyr­ir  stærstan hluta vara í kafla 02, 40% lægri en almenn kjör veita. Rétt hefði verið að gera grein fyrir þessu í svo umfangs­mik­illi skýrslu þegar þar að auki liggur fyrir ákveð­inn „birt­inga­halli“ á samn­ing­un­um. 

Rök­rétt sam­band stefnu og aðgerða 

Að mínu mati felst eng­inn tví­skinn­ungur í stefnu stjórn­valda varð­andi að við­halda toll­vernd á land­bún­aði en sækja fram í sjáv­ar­út­vegi – stefna stjórn­valda tekur mið af aug­ljósri stað­reynd; mis­mun­andi aðstæður sem leiða af land­fræði­legri legu lands­ins. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur nýtur ein­stakrar stöðu sökum ríkra fiski­miða í norð­an­verðu Atl­ants­hafi og nálægðar við fiski­miðin – sú staða er for­dæma­laus sam­an­borið við önnur rík­i. Íslenskur land­bún­aður stendur hins vegar frammi fyrir áskor­unum vegna land­fræði­legrar legu. Vet­ur­inn er lengri og sum­arið styttra en á meg­in­landi Evr­ópu og veð­ur­far oft á tíðum óstöðugra. Skil­yrði til búrekstrar eru því að mörgu leyti auð­veld­ari í öðrum ríkj­um  sam­an­borið við Ísland. Lang­tíma­stefna sem byggir á raun­veru­legum aðstæðum og end­ur­speglar aðstöðumun bænda á ólíkum svæðum er skyn­sam­leg og raun­sæ. 

Öllum má því vera ljóst hver stefnan er. En það að sífellt sé látið að því liggja að toll­vernd búvara hér á landi skeri sig úr frá öðrum þjóðum þegar hið sanna er að um mjög fáar vörur er ræða, minnir meira á ein­hvers­konar tví­skinn­ung en lýs­ingu á ein­földum stað­reynd­um.Höf­undur er hag­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar