Laumu-landverndari sem vill okra á stóriðju?

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um umræður sem áttu sér stað á Alþingi á fimmtudag.

Auglýsing

Í umræðu um stór­iðju á Alþingi á fimmtu­dag (28. jan­ú­ar) sagði máls­hefj­and­inn, Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins:

„Ég hef verið þeirrar skoð­unar að okkar mesta fram­lag til lofts­lags­mála á heims­vísu hafi verið fram­leiðsla á umhverf­is­væn­asta áli í heimi. Ég full­yrði að ekki er til grænna ál í heim­inum en það sem er fram­leitt hér á landi með end­ur­nýj­an­legri orku.“

Raunar gæti þessi full­yrð­ing alveg eins átt við Nor­eg, en það er önnur saga.

Auglýsing

Þegar við berum niður aðeins síðar í ræðu Berg­þórs, þá segir hann: „Ekki ætla ég að standa hér og halda því fram að raf­orka skuli afhent fyr­ir­tækj­unum á útsölu­prís,“ en segir sig skilja stra­tegísk samn­inga­út­spil beggja aðila og dregur þá ályktun „að með heldur ákveðnum hætti sé gengið fram hvað það varðar að ná fram verð­hækk­unum í raf­orku­sölu­samn­ingum eða við­halda ósjálf­bæru verð­i“.

Hér er þungt reitt til höggs og spyrja verður hverjir þessu óprút­tnu aðilar eru sem vilja okra á helstu bjarg­vættum gegn ham­fara­hlýnun hér á landi, stór­iðju­hring­un­um.  Berg­þór er ekki í vafa og seg­ir: „Hópar sem margir hverjir hafa lít­inn skiln­ing á verð­mæta­sköpun hafa gengið fram með þeim hætti að aug­ljóst er að þeir vilja fyr­ir­tæk­in, hið minnsta sum þeirra, í burt.“ 

Senni­lega á Berg­þór ekki við Rótarý í Stykk­is­hólmi heldur nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin vondu fyrir sunn­an. Hann bætir við og seg­ir:

„Auð­vitað er hinum ýmsu félaga­sam­tökum og ein­stak­lingum frjálst að hafa allt á hornum sér gagn­vart þessum mik­il­væg­ustu orku­kaup­endum lands­ins. En þegar skila­boð stjórn­valda virð­ast á löngum köflum vera þau að stuðn­ingur við slíka starf­semi sé horf­inn, þá versnar í því.“

Með öðrum orð­um: Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök sem skortir skiln­ing á verð­mæta­sköpun mega hafa mál­frelsi en það má ekki leiða til að stuðn­ingur rík­is­sjóðs við orku­kaup­endur minnki.

Kenn­ingin er þessi: Hand­hafi hluta­bréfs rík­is­ins í Lands­virkj­un, sjálfur fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, er orð­inn laumu-land­vernd­ari og hann hefur falið Herði Arn­ars­syni að fylgja slíkri stefnu, enda sé hann nú alræmdur fyrir óhóf­legar arð­sem­is­kröfur með þeim afleið­ing­um, að „mestar fréttir [hafi] borist af því að fyr­ir­tækin kveinki sér undan upp­færðum raf­orku­sölu­samn­ing­um.

Þessi stefna sé óhæfa, enda séu álverin hér á landi „með hvað lægsta kolefn­is­fót­spor álfyr­ir­tækja í heim­in­um“.

Stað­reyndin er sú að öll álver alls staðar í heim­inum verða að hætta allri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta skilja eig­endur Fjarða­áls og Ísals í Straums­vík, Alcoa og Rio Tinto. Þeir hafa nú ásamt Apple og stjórn­völdum í Kanada hafið bygg­ingu álvers í Montréal sem ekki brennir kol­araf­skautum til að bræða ál. Mark­miðið er að nýta þessa nýju tækni til að byggja ný álver en ekki síður til að end­ur­nýja þá tækni sem hefur verið nýtt í áliðn­aði frá árinu 1886. Fram­tíðin er kolefn­is­hlut­leysi og til þess þurfum við kolefn­is­frí álver, líkt og Líneik Anna Sæv­ars­dóttir benti á í gær. Ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. 

Ekki skal van­met­inn áhugi Mið­flokks­manna á lofts­lags­málum en það er því miður mis­skiln­ingur hjá Berg­þóri að minna kolefn­is­spor álvera á Íslandi sam­an­borið við álver í Kína geti talist við­un­andi eða „um­hverf­is­vænt“. Svo er ekki.

Í sept­em­ber sl. lýsti for­seti Kína, Xi Jin­p­ing, því yfir að Kína stefndi á kolefn­is­hlut­leysi árið 2060. Þetta er fyrsta lang­tíma­á­ætlun Kína í lofts­lags­mál­um, og þýðir að árið 2060 mun losun koltví­sýr­ings í Kína verða núll eða – sem er lík­legra – drag­ast veru­lega sam­an, og að magn þess kolefnis sem er umfram núll-losun verði fjar­lægt úr and­rúms­loft­inu með ein­hverjum hætti. Gefur auga leið að ný tækni til að bræða ál á eftir að kosta minna en að fjar­lægja allt það kolefni sem núver­andi tækni veld­ur.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar