Lítil athugasemd vegna skrifa um bókina „Málsvörn“

Einar Kárason rithöfundur gerir athugasemd við umfjöllun ritstjóra Kjarnans um nýja bók um Jón Ásgeir Jóhannesson.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son gerði mér þann heiður að skrifa langa grein um nýút­komna bók mína „Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar“ síð­ast­lið­inn föstu­dag, degi efir útkomu henn­ar. Að ein­hverju leyti fannst mér grein Þórðar bera þess merki að vera skrifuð í nokkru hasti, svo að ýmis­legt hafði þar skol­ast til sem mætti leið­rétta, en ég ætla samt að hlífa les­endum við sparða­tín­ingi. Aðeins óþægi­legt þótti mér hve tónn hennar var yfir­læt­is­leg­ur; þeir sem ekki hafa lesið bók­ina gætu fengið það á til­finn­ing­una að ég sjálfur vissi nær ekk­ert um við­fangs­efni hennar en rit­stjór­inn hins­vegar allt; „Vi Alene Vide“ sögðu danskir kon­ungar forðum í sinni rojal fleir­tölu ef aðrir menn töldu sig hafa á rétt­ara að standa um eitt­hvað mál­efni en þeir, og hefði það kannski verið passandi fyr­ir­sögn á skrifi rit­stjór­ans. 

Eina athuga­semd vildi ég samt fá að bera fram, en í grein Þórðar er klapp­aður sá steinn að skuldir Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar við hrun hafi verið um eða yfir þús­und millj­arðar íslenskra króna, en svipuð stað­hæf­ing hefur oft verið borin fram í Morg­un­blað­inu, og sögð fengin úr Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. Þórður Snær segir reyndar að JÁJ hafi oft gert athuga­semd við þann útreikn­ing, sem er kannski ekki skrýtið því að þessi upp­hæð virð­ist alröng. Ástæða þessa mis­skiln­ings liggur í nokkrum atrið­um; þannig hefur verið bent á að ýmsar skuldir og ábyrgðir hafa í þeim reikn­ingi verið tví eða fjór­tald­ar; skuld eins fyr­ir­tækis er með ábyrgð í eignum ann­ars í eigu sömu aðila; dótt­ur­fyr­ir­tæki leggur fram veð í móð­ur­fyr­ir­tæki eða öfugt, og er þá sama lánið eða ábyrgðin tínd til á báðum stöðum og hækkar því í sam­lagn­ingu sem því nem­ur. Einnig hefur verið bent á að að sum­part er verið að telja til skulda Jóns Ásgeirs lán fyr­ir­tækja sem hann átti aðeins lít­inn hlut í, kannski í kringum tíu pró­sent – varla væri sann­gjarnt að telja allar skuldir Icelandair á ábyrgð ein­stakra hlut­hafa þess ágæta fyr­ir­tæk­is? Ég ætla ekki að fara að jag­ast um svona reikn­ings­dæmi, enda snýst þetta ekki um aðal­at­riði eða erindi minna bók­ars­skrifa, en vilji nú rit­stjóri Kjarn­ans heldur hafa það sem sann­ara reyn­ist vísa ég hér til þess­arar úttektar Við­skipta­blaðs­ins.

Auglýsing
En eins og lesa má kemur þar fram að sam­þykktar kröfur í þrotabú Baugs hafi numið 240 millj­örð­um, og hafa þeir útreikn­ingar enn ekki verið rengd­ir. Auð­vitað eru það fárán­lega miklir pen­ingar í augum okkar venju­legs alþýðu­fólks, en til að gæta sann­girni þá verða skuldir jafnan að skoð­ast í sam­hengi við eigna­stöðu. Við gætum tekið ein­falt dæmi af manni sem væri álit­inn eiga eina íbúð upp á 60 millj­ónir í 26 íbúða blokk, en skuld­aði á sama tíma 100 millj­ón­ir; sá maður væri aug­ljós­lega í vondum mál­um. En svo kæmi í ljós við nán­ari athugun að hann ætti ekki bara þessa einu íbúð heldur alla blokk­ina, þá breytt­ist dæm­ið; hann skuld­aði eftir sem áður jafn mikið en væri þrátt fyrir það ekki yfir­skuld­settur eða jafn­vel tækni­lega gjald­þrota, heldur þvert á móti sterk­efn­að­ur.  Því nefni ég þetta dæmi að í eigna­safni Baugs voru 84 fyr­ir­tæki heima og erlend­is, og eins og rétti­lega er sagt frá í bók­inni stóðu verð­mæti þeirra sum­ra, ein og sér, undir umræddri skuld­ar­upp­hæð, eins og sést á því verði sem þau voru keypt á skömmu eftir hrunið og krepp­una.

Ég veit að það er hálf hall­æris­legt að við, venju­legir launa­basl­arar eins og ég Þórður Snær, séum að ríf­ast um, eins og það skipti máli, hvort ein­hver maður hafi skuldað tvö­hund­ruð og fjör­tíu millj­arða, eða þús­und millj­arða. En þar sem ýmsir menn í net­spjalli og víðar um áður­nefnda Kjarna­grein, og það líka mér og bók­inni hlið­holl­ir, höfðu á orði að aug­ljóst væri að Þórður Snær væri mér greini­lega mun fremri sem við­skipta­blaða­maður (og við slíkar stað­hæf­ingar geri ég enga athuga­semd) þá vildi ég koma þess­ari leið­rétt­ingu á fram­færi. Ef minn góði kenn­ari Pálmi Pét­urs­son í tólf ára bekk Æfinga­skól­ans á lið­inni öld hefði lagt fyrir mig reikn­ings­dæmi þar sem rétt útkoma var 240 en ég hefði skrifað 1000, þá hefði hann gefið mér ein­kunn­ina núll. Og sama ein­kunna­gjöf finnst mér vera passandi hér.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar