Stytting vinnuvikunnar er framfaraskref

Framkvæmdastjóri Sameykis segir að árangurinn af styttingu vinnuvikunnar velti á því að allir leggist saman á árarnar.

Auglýsing

1. maí var val­inn alþjóð­legur bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins vegna atvika sem áttu sér stað í byrjun maí­mán­aðar 1886. Þá söfn­uð­ust verka­menn saman á Hay­mar­ket torgi í Chicago í Banda­ríkj­unum til að fylgja eftir kröfu sinni um stytt­ingu vinnu­dags­ins. Boðað hafði verið til sam­stöðu­fundar með verka­mönnum sem kröfð­ust mann­eskju­legra vinnu­um­hverfis og 8 klukku­stunda vinnu­dags. Fund­ur­inn end­aði því miður með ósköpum þar sem sprengju var kastað inn í mann­fjöld­ann með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Það er langur vegur frá þessum sögu­lega atburði til kjara­samn­inga á opin­berum vinnu­mark­aði á Íslandi sem sam­þykktir voru vorið 2020. Ein­stök stétt­ar­fé­lög innan BSRB og banda­lagið sjálft höfðu um langt ára­bil haldið því mjög á lofti að tíma­bært væri að end­ur­skoða vinnu­tíma opin­berra starfs­manna. Fram­farir og tækni hefðu fyrir löngu fært okkur tæki­færi til að end­ur­skipu­leggja vinnu­lag, verk­efni og vinnu­tíma. Á þingi BSRB 2015 var ísinn brot­inn og til­rauna­verk­efni um 36 stunda vinnu­viku gang­sett í sam­starfi við atvinnu­rek­endur og skil­uðu verk­efnin góðum árangri. Við und­ir­ritun kjara­samn­ing­ana 2020 var stytt­ing vinnu­vik­unnar í 36 stundir stað­fest og opin­berar stofn­anir hafa síðan haft tíma til að und­ir­búa breyt­ing­arn­ar. 

Auglýsing
Í stytt­ingu vinnu­vik­unnar er unnið eftir tveimur megin rásum; stytt­ingu hjá dag­vinnu­fólki ann­ars vegar og stytt­ing í vakta­vinnu hins veg­ar. Í báðum til­fellum er um tölu­verða áskorun að ræða. Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki var tíma­sett þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn og útfærsla breyt­ing­anna er unnin í sam­vinnu stjórn­anda og starfs­manna á hverri stofn­un. Þannig verður hver vinnu­staður að hanna sína útfærslu eftir þeim for­sendum sem kjara­samn­ingar gefa. Í þeirri fram­kvæmd eru nokkur leið­ar­ljós; mark­visst umbóta­starf í öllum verk­þátt­um, sömu eða meiri gæði þjón­ustu, sami launa­kostn­aður atvinnu­rek­enda og óskert laun starfs­manna. Hér skiptir end­ur­skipu­lagn­ing verk­efna og umbóta­starf miklu máli. Breyt­ingar á vinnu­lagi og umbætur í dag­legu starfi eiga að skila árang­urs­rík­ari heild­ar­virkni á vinnu­stað og starfs­menn eiga að kom­ast fyrr heim úr vinnu. Þær stofn­anir sem ekki náðu að inn­leiða breyt­ingar þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn, eiga núna að vinna að því að ljúka inn­leið­ingu eins fljótt og verða má. 

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki á að taka gildi 1. maí næst­kom­andi og er það mikil áskor­un. Það hefur lengi verið vitað að vakta­vinna dregur úr lífs­gæðum þeirra sem vinna í því fyr­ir­komu­lagi. Vakta­vinna dregur úr lífs­gæð­um, hefur áhrif á heilsu­far og félags­lega þætti, svo sem að taka þátt í tóm­stundum og félags­lífi með fjöl­skyldu og vin­um. Það er einnig þekkt að skipu­lag vakta hefur mjög mikil áhrif. Í kjara­samn­ingum Sam­eykis og ann­arra stétt­ar­fé­laga innan BSRB vorið 2020 varð því sam­komu­lag um að samn­ings­að­ilar myndu hanna og stýra inn­leið­ingu á nýrri upp­bygg­ingu vakta­kerf­is, sem væri sam­hæft og tæki gildi 1. maí næst­kom­andi. Það er því sama grunn­kerfið sem verður inn­leitt á allar vakta­vinnu­stofn­anir þó útfærslan verði aðlöguð að þjón­ustu og verk­efnum hvers vinnu­stað­ar. Leið­ar­ljósin í inn­leið­ingu nýja kerf­is­ins eru heilsa, öryggi og jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Mark­miðið er vernda heilsu starfs­manna, vinna að öryggi þjón­ustu­þega og starfs­manna, og auð­velda starfs­mönnum virka þátt­töku í sam­fé­lag­inu og í lífi fjöl­skyld­unn­ar. 

Í stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki og vakta­vinnu­fólki eru ákveðnir grunn­þættir sem við öll sem störfum á opin­berum vinnu­mark­aði verðum að hafa í huga. Stytt­ing vinnu­vik­unnar er gríð­ar­legt fram­fara­spor og árang­ur­inn veltur á að við leggj­umst öll saman á árarnar og stefnum saman í eina átt. Að því mark­miði að bæta vinnu­um­hverfi okk­ar, tryggja góða þjón­ustu og bæta lífs­gæði. Til að kom­ast þá leið þarf virka þátt­töku okkar allra í umbóta­verk­efnum á vinnu­staðn­um, traust milli starfs­manna og stjórn­enda, og sívirkt mat okkar á því hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Tökum höndum saman og sýnum þann 1. maí næst­kom­andi að bar­áttan skilar árangri. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­eyk­is, stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ust­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar