Við sigrumst á heimsfaraldri með alþjóðasamstarfi

Stofnfélagi í Viðreisn vill að Ísland taki skrefið og gangi alla leið inn í Evrópusambandið. Það muni tryggja Íslendingum meiri ávinning.

Auglýsing

Þjóð­ir, líkt og ein­stak­ling­ar, verða sterk­ari þegar þær vinna sam­an. Ég held reyndar að flestir geri sér grein fyrir því og á þessum tíma­punkti væri hægt að velta fyrir sér hvort þetta sé grein um almenna skyn­semi. Kannski svona hent­ugur listi með spak­mælum á borð við: „Það er gott að drekka vatn þegar maður er þyrst­ur“ eða „grímur draga úr smit­hætt­u“. Hið síð­ar­nefnda vefst vissu­lega fyrir fáeinum en vert er að minna á mik­il­vægi þess sem hljómar sjálf­sagt þegar heims­far­aldur kann að draga fram ýkt­ari við­brögð á meðal fólks.

 Til marks um hversu skrít­inn þessi tími er hafa yfir­völd svo gott sem lokað landa­mær­unum til þess að við getum lifað eins öruggu og frjálsu lífi og kostur er á. Það er enda skilj­an­legt þegar raun­veru­leg ógn blasir við okkur utan landamæra. En hættan er sú að við lítum á tíma­bundna smit­hættu sem ástæðu til að loka á sam­starf við mik­il­væga banda­menn, í nafni sjálfs­bjarg­ar­við­leitni.

Evr­ópu­sam­bandið tryggir bólu­efni

Síð­ustu mán­uðir hafa verið krafta­verki lík­ast­ir. Fyr­ir­tæki og stofn­anir erlendis hafa búið til bólu­efni gegn COVID-19 á ein­ungis nokkrum mán­uðum og kapp­kosta að fram­leiða nógu mikið af því fyrir allt mann­kynið á eins stuttum tíma og hægt er, svo að kveða megi far­ald­ur­inn nið­ur. Það gerir bólu­efnið að einni eft­ir­sótt­ustu vöru ver­aldar og því ekki sjálf­sagt að örþjóð, eins og Ísland, fái yfir höfuð sinn skammt. Bless­un­ar­lega erum við með annan fót­inn inni í Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska Efna­hags­svæðið (EES). Það hefur gert nágranna­þjóðum okkar kleift að semja um bólu­efna­skammta handa Íslend­ing­um, vel umfram það sem okkur vant­ar.

Ýmsir efa­semd­ar­menn um evr­ópu­sam­starf hafa velt því upp hvort það hafi verið mis­tök að treysta á ESB við gerð þess­ara samn­inga, í ljósi þess að þjóðir á borð við Banda­ríkin og Bret­land hafi tryggt sér stóra skammta strax á meðan hægar gengur í Evr­ópu. Slíkt er skilj­an­legt. Það eru gríð­ar­legir hags­munir í húfi fyrir þjóð­ina að hér verði bólu­sett fljótt og vel og ESB hefði átt að geta samið betur en raun ber vitn­i. 

Auglýsing
Hér þarf þó að meta hvort þeir samn­ingar sem við náðum í gegn, með sam­starfi við aðrar Evr­ópu­þjóðir á grund­velli þess að hlut­falls­lega fengju allar þjóð­irnar jafn­mikið af bólu­efni, séu næg ástæða til að grafa undan gildi alþjóða­sam­skipta og sam­starfs við ESB. Það virð­ist vera mark­mið þeirra sem hæst gagn­rýna samn­ing­inn. Einnig þarf að skoða hvort lík­legt sé að örþjóðin Ísland hefði ein getað náð mun betri samn­ingum og hvað slíkir samn­ingar hefðu kost­að. Líkur eru á að við höfum náð betri árangri, sem hluti af stærri og öfl­ugri heild. 

Göngum alla leið í ESB

Síð­ustu ára­tugi hefur Ísland til­heyrt EES og því hálf­part­inn hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. Margir ótt­uð­ust að með aðild að EES myndu þjóð­ar­ein­kenni Íslands dvína, við þyrftum að greiða dýru verði fyrir aukið við­skipta­frelsi og að í því fælist of mikið valda­fram­sal.  Raunin hefur þó aðeins verið jákvæð. Hag­sæld Íslend­inga hefur auk­ist mikið og staða okkar batnað á alþjóða­vísu. Nú síð­ast hefur þetta banda­lag tryggt okkur nægt magn bólu­efnis gegn hættu­legum heims­far­aldri. Almennt er ávinn­ing­ur­inn af sam­starfi við ESB af hinu góða.

Með EES erum við með annan fót­inn inni í ESB. En með fullri aðild og báða fætur inni myndi staða okkar styrkj­ast enn frekar og tryggja okkur Íslend­ingum meiri ávinn­ing og ákvarð­ana­vald að auki. Sam­starfið við ESB og þau tæki­færi sem það býður upp á eru ekki sjálf­gef­in. Þess vegna megum við ekki leyfa þeim sem kjósa að draga úr sam­starfi við ESB að stýra umræð­unni. Við komumst í gegnum heims­far­ald­ur­inn einmitt með því að starfa með vinum okkar handan sjón­deild­ar­hrings­ins og vera þjóð meðal þjóða.

Höf­undur er stofn­fé­lagi Við­reisn­ar, vara­borg­ar­full­trúi og fyrrv. for­maður Ungra Evr­ópu­sinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar