Vatnajökulsþjóðgarður og hálendið

Auður H. Ingólfsdóttir segir að það sé fullkomlega eðlilegt að Íslendingar takist á um hvernig best sé að haga verndun og nýtingu hálendisins.

Auglýsing

Þjóð­garðar og hálendið hafa verið í brennid­epli í vetur í ljósi stjórn­ar­frum­varps um Hálend­is­þjóð­garð sem nú er til umfjöll­unar á Alþingi. Umræðan hefur verið líf­leg og oft á tíðum hörð, sem sýnir hversu mikið er í húfi. Sem for­maður stjórnar Vatna­jök­uls­þjóð­garðs þykir mér skipta máli að sú umræða yfir­fær­ist ekki með vill­andi hætti yfir á þann þjóð­garð sem hefur verið til staðar í meira en ára­tug.

Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því ég tók að mér það hlut­verk að leiða stjórn þjóð­garðs­ins. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því verk­efni enda um ein­stakan þjóð­garð að ræða sem hefur m.a. verið sam­þykktur á heimsminja­skrá UNESCO á grund­velli stór­brot­innar nátt­úru. Lær­dóm­skúrfan hefur verið brött. Verk­efnin eru fjöl­mörg og ýmis snúin álita­efni sem þarf að taka afstöðu til. 

Tvennt er mér efst í huga eftir að hafa kynnst starfi Vatna­jök­uls­þjóð­garðs: Fag­legt starf þeirra mörgu sem starfa í þjóð­garð­inum og síðan stjórn­kerfi þjóð­garðs­ins, sem er að mörgu leyti óvenju­legt, tals­vert flókið en jafn­framt fram­sæk­ið.  

Auglýsing

Fag­mennska í fyr­ir­rúmi

Það fer fram ein­stakt fag­legt starf hjá Vatna­jök­uls­þjóð­garði. Á opin­berum vett­vangi og í ýmsum hópum á sam­fé­lags­miðlum hefur verið vísað til land­varða og þjóð­garðsvarða sem ein­stak­linga í „löggu­leik“ sem allt vilji banna. Raun­veru­leik­inn gæti ekki verið fjær þeirri mynd. 

Hjá þjóð­garð­inum hef ég kynnst öfl­ugu starfs­fólki, vel mennt­uðu og víð­sýnu, með ástríðu fyrir starf­inu sínu. Vissu­lega er eft­ir­lit einn hluti af starfs­sviði land­varða en gesta­gjafa- og fræðslu­hlut­verkið er mun stærri þáttur í starf­inu. Vilj­inn til að fræða og skapa and­rúms­loft þar sem gestir upp­lifa að þeir séu vel­komnir er leið­ar­ljós í starf­sem­inn­i. 

Sam­starf og sam­ráð er alltaf það sem stefnt er að. Þannig hefur starfs­fólk t.d. lagt mikla áherslu á sam­ráð við hag­að­ila í ferða­þjón­ustu við fyrstu skrefin í inn­leið­ingu atvinnu­stefnu og hefur nálg­ast það krefj­andi og flókna verk­efni af mik­illi auð­mýkt og vilja til að læra af reynsl­unni.

Falljökull Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Vald­dreif­ing með skýrum leik­reglum

Á meðan starfs­fólk þjóð­garðs­ins sinnir dag­legum verkum þá er það stjórn þjóð­garð­ins, í sam­vinnu við alls fjögur svæð­is­ráð, sem leggur stóru lín­urn­ar.  Á okkar borði er m.a. stjórn­ar- og vernd­ar­á­ætlun og inn­leið­ing atvinnu­stefnu í sam­ræmi við þau mark­mið sem sett eru í lögum og reglu­gerð um þjóð­garð­inn. Þetta tveggja laga stjórn­kerfi er eitt af því sem gerir Vatna­jök­uls­þjóð­garð sér­stakan sem rík­is­stofn­un. Fyr­ir­komu­lagið er í takti við alþjóð­lega þró­un, þar sem sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á vald­dreif­ingu og þátt­töku hag­að­ila við stjórnun vernd­aðra svæða.

Í ljósi þess að um nýj­ung er að ræða í íslenskri stjórn­sýslu hefur tekið tíma að stilla saman strengi. Fyr­ir­komu­lagið þýðir að tals­verðan tíma getur tekið að afgreiða mál. Það þarf þó ekki endi­lega að vera slæmt því sam­talið er mik­il­vægt. Og í lang­flestum til­vikum næst á end­anum nið­ur­staða í góðri sam­vinnu starfs­manna, svæð­is­ráða og stjórn­ar. Í þeim álita­málum sem djúp­stæð­ari ágrein­ingur hefur gert vart við sig hefur þó afhjúp­ast ákveðin óvissa um hvaða reglum ber að fylgja og hvernig best sé að haga flæði upp­lýs­inga milli svæð­is­ráða og stjórnar þjóð­garðs­ins. Þar sem fyr­ir­myndir skortir er ekki alltaf aug­ljóst hverjar leik­regl­urnar eru og þetta hefur valdið vand­ræð­u­m. 

Aug­ljós­asta dæmið er deilan um Von­ar­skarð, sem tal­vert hefur verið vitnað til í umræðum um frum­varp um Hálend­is­þjóð­garð. Hér er mik­il­vægt að draga lær­dóm af ferl­inu, bæði fyrir stjórn­völd og fyrir núver­andi stjórn og svæð­is­ráð Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, til að forð­ast að fleiri mál lendi í sams­konar skot­gröfum og hefur því miður verið raunin í þessu til­tekna máli. Von­ar­skarðs­málið þýðir þó ekki að þessi teg­und dreifðs stjórn­kerfis geti ekki virk­að. Fyrir okkur er það ein­fald­lega brýn­ing um mik­il­vægi þess að skerpa á verk­lagi og gera leik­reglur skýr­ari, skil­virk­ari og gegn­særri. 

Harm­leikur almenn­inga

En hvers vegna þurfum við yfir höfuð þjóð­garða? Af hverju var Vatna­jök­uls­þjóð­garður stofn­að­ur? Af hverju er þörf á að huga að fram­tíð hálend­is­ins til lengri tíma?  

Þeir sem hafa lesið sér til um stjórnun nátt­úru­auð­linda og umgengni mann­kyns við nátt­úr­una þekkja margir hug­takið „Harm­leikur almenn­inga“ sem er eignað vist­fræð­ingnum Garrett Hardin en hann birti grein undir þessu nafni í tíma­rit­inu Sci­ence árið 1968. Hug­takið nær utan um þann vanda sem við lendum oft í þegar aðgengi að sam­eig­in­legum nátt­úru­auð­lindum lýtur engri stjórn og er opið öll­um. Á meðan fólkið er fátt miðað við þær auð­lindir sem eru til­tækar þá eru engin vanda­mál. Þegar fólk­inu fjölgar og ásóknin eykst breyt­ist stað­an. Ef engar reglur gilda um umgengni við auð­lind­ina skap­ast hætta á ofnýt­ingu og á end­anum tapa all­ir.

Þessi vandi er grunn­ur­inn að því að nauð­syn­legt getur verið að hafa sam­ræmda stjórnun og stýr­ingu á svæðum eins og hálendi Íslands. Það er ein­fald­lega sam­fé­lags­lega mik­il­vægt verk­efni að finna leiðir til að tryggja að úti­vist, ferða­mennska og önnur umsvif innan þjóð­garðs­ins séu í sem mestum sam­hljómi við nátt­úr­una. Stefnan er að hámarka jákvæða upp­lifun gesta og efna­hags­legan ábata í grann­byggðum en lág­marka nei­kvæð áhrif á nátt­úru, víð­erni og við­kvæm vist­kerfi. Þessi jafn­væg­is­dans er kjarn­inn í sjálf­bærri þró­un.

Herðubreiðarlindir Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Hvað erum við sam­mála um?

Ég held að allir Íslend­ingar eigi það sam­eig­in­legt að okkur þykir vænt um hálendið okk­ar. Íslensk nátt­úra stendur hjarta okkur nærri og frelsið til að upp­lifa og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða er okkur dýr­mætt. Það er því full­kom­lega eðli­legt að við tök­umst á um hvernig best sé að haga verndun og nýt­ingu hálend­is­ins. Þar skiptir máli að raddir sem flestra hópa fái að hljóma og að við tökum okkur tíma til að hlusta á ólík sjón­ar­mið með opinn huga, skilja þau og finna leið til að beina sjónum að þeim þáttum sem við getum sam­ein­ast um. 

Reynslan af Vatna­jök­uls­þjóð­garði getur veitt dýr­mæta leið­sögn.

Höf­undur er for­maður stjórnar Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar