Þingframbjóðanda vantar þína skoðun

Hlynur Már Vilhjálmsson spyr fyrir hvaða útborguðu tekjum fyrir öryrkja, eldri borgara og verkafólk sé eðlilegt að berjast.

Auglýsing

Mál­efni öryrkja og eldri borg­ara og ann­arra fátækra lands­manna eru á meðal minna helstu bar­áttu­mála. Sjálfur var ég á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri í 2 ár nýlega vegna end­ur­bygg­ingar á sjálfum mér eftir mann­skemm­andi reynslu af barna­vernd­ar­kerf­inu frá því að ég var barn. Ég þekki því bæði líf á líf­eyr­is­greiðslum og einnig þekki ég almenna fátækt af eigin reynslu, mán­að­ar­tekjur mínar í dag eru um 180 þús­und í 50% starfi, ég er auk þess í fjar­námi og í leit að meiri vinnu. Ég þekki í raun ekk­ert annað en fátækt í mínu lífi. Ég hef í mörg ár beitt mér fyrir því að standa fyrir rétt­læti hvar sem er. Öryrkjar og eldri borg­arar lands­ins þekkja vel órétt­læti hvað varðar fjár­hags­stöðu þeirra. Sú fátækt­ar­staða er á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ég tók eftir því í lok árs 2019 að þrír flokkar stóðu fyrir breyt­inga­til­lögu á frum­varpi til fjár­laga á Alþingi. Breyt­inga­til­lagan sner­ist um að færa öryrkjum og eldri borg­urum lands­ins tugi millj­arða í heild í auknar tekj­ur. Þessir flokkar voru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Flokkur fólks­ins. Með mína reynslu af fátækt fannst mér ekki ásætt­an­legt að aðrir flokkar sögðu annað hvort nei við öryrkja og eldri borg­ara eða sátu hjá í þess­ari mik­il­vægu atkvæða­greiðslu.

Ég tók því nýlega þá ákvörðun að bjóða mig fram til næstu þing­kosn­inga fyrir einn af þessum 3 flokkum sem stóðu sig þarna og leist mér best á Sam­fylk­ing­una. Flokks­menn Sam­fylk­ing­ar­innar tóku svo þá ákvörðun að ég mun skipa 11. sæti flokks­ins í Reykja­vík í næstu kosn­ing­um. Ég er því form­legur fram­bjóð­andi á vegum flokks­ins. Ég mun beita mér fyrir því að tala máli fátæks fólks á Íslandi eins og ég hef alltaf gert.

Auglýsing

Það sem ég vill leggja til við ykkur er að við tókum þátt í eða styðjum einn þess­ara 3ja flokka í næstu kosn­ingum til að launa þeim þeirra vinnu fyrir öryrkja og eldri borg­ara lands­ins með því fram­taki þeirra að leggja til að hækka tekjur öryrkja og eldri borg­ara um tugi millj­arða í heild­ina. Hefði það feng­ist sam­þykkt af öðrum flokkum á þingi þá hefði staða fátæks fólks á Íslandi batnað gíf­ur­lega, það er ekki hægt að segja ann­að. Ég hef auk þess trú á að sós­í­alistar munu bæt­ast við þennan hóp flokka sem tala máli fátæks fólks.

Við ykkur sem eruð ákveðin í að kjósa eitt­hvað annað vill ég hvetja ykkur til að tala fyrir því að ykkar flokkar standi sig þegar kemur að því að bæta stöðu öryrkja og eldri borg­ara á Íslandi. Það er ekki ásætt­an­legt fyrir okkur hér að stjórn­mála­menn sitji hjá eða segi nei við fram­tökum sem hjálpa fátæku fólki. Fátækt­ar­stefna bitnar á börnum öryrkja og ungum ætt­mennum eldri borg­ara og fleira fólki.

Það er alvitað meðal sér­fræð­inga í þessum efnum að 300 þús­und krónur útborg­aðar duga ekki til fram­færslu á Íslandi. Upp­hæðin sem við þurfum að tala um fyrir öryrkja, eldri borg­ara og verka­fólk þarf því að vera hærri en 300 þús­und krónur á mán­uði útborg­að­ar. Fjöldi fátæks fólks sem ég hef talað við hefur sagt mér að í raun dugi ekki minna en 400 þús­und til að líf þeirra geti talist almenni­legt. Allar tölur á milli 300-400 þús­und krónur útborg­aðar eru því eðli­legar til að berj­ast fyrir og ég hvet ykkur til að hafa sam­band við stjórn­mála­fólk sem þið treystið og segið því hvaða tekjum það á að berj­ast fyr­ir, fyrir ykk­ur.

Hvaða útborg­uðu tekjum er eðli­legt að berj­ast fyr­ir, fyrir öryrkja, eldri borg­ara og verka­fólk? Hvað segið þið?

Höf­undur er í 11. sæti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar