Þingframbjóðanda vantar þína skoðun

Hlynur Már Vilhjálmsson spyr fyrir hvaða útborguðu tekjum fyrir öryrkja, eldri borgara og verkafólk sé eðlilegt að berjast.

Auglýsing

Málefni öryrkja og eldri borgara og annarra fátækra landsmanna eru á meðal minna helstu baráttumála. Sjálfur var ég á endurhæfingarlífeyri í 2 ár nýlega vegna endurbyggingar á sjálfum mér eftir mannskemmandi reynslu af barnaverndarkerfinu frá því að ég var barn. Ég þekki því bæði líf á lífeyrisgreiðslum og einnig þekki ég almenna fátækt af eigin reynslu, mánaðartekjur mínar í dag eru um 180 þúsund í 50% starfi, ég er auk þess í fjarnámi og í leit að meiri vinnu. Ég þekki í raun ekkert annað en fátækt í mínu lífi. Ég hef í mörg ár beitt mér fyrir því að standa fyrir réttlæti hvar sem er. Öryrkjar og eldri borgarar landsins þekkja vel óréttlæti hvað varðar fjárhagsstöðu þeirra. Sú fátæktarstaða er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ég tók eftir því í lok árs 2019 að þrír flokkar stóðu fyrir breytingatillögu á frumvarpi til fjárlaga á Alþingi. Breytingatillagan snerist um að færa öryrkjum og eldri borgurum landsins tugi milljarða í heild í auknar tekjur. Þessir flokkar voru Samfylkingin, Píratar og Flokkur fólksins. Með mína reynslu af fátækt fannst mér ekki ásættanlegt að aðrir flokkar sögðu annað hvort nei við öryrkja og eldri borgara eða sátu hjá í þessari mikilvægu atkvæðagreiðslu.

Ég tók því nýlega þá ákvörðun að bjóða mig fram til næstu þingkosninga fyrir einn af þessum 3 flokkum sem stóðu sig þarna og leist mér best á Samfylkinguna. Flokksmenn Samfylkingarinnar tóku svo þá ákvörðun að ég mun skipa 11. sæti flokksins í Reykjavík í næstu kosningum. Ég er því formlegur frambjóðandi á vegum flokksins. Ég mun beita mér fyrir því að tala máli fátæks fólks á Íslandi eins og ég hef alltaf gert.

Auglýsing

Það sem ég vill leggja til við ykkur er að við tókum þátt í eða styðjum einn þessara 3ja flokka í næstu kosningum til að launa þeim þeirra vinnu fyrir öryrkja og eldri borgara landsins með því framtaki þeirra að leggja til að hækka tekjur öryrkja og eldri borgara um tugi milljarða í heildina. Hefði það fengist samþykkt af öðrum flokkum á þingi þá hefði staða fátæks fólks á Íslandi batnað gífurlega, það er ekki hægt að segja annað. Ég hef auk þess trú á að sósíalistar munu bætast við þennan hóp flokka sem tala máli fátæks fólks.

Við ykkur sem eruð ákveðin í að kjósa eitthvað annað vill ég hvetja ykkur til að tala fyrir því að ykkar flokkar standi sig þegar kemur að því að bæta stöðu öryrkja og eldri borgara á Íslandi. Það er ekki ásættanlegt fyrir okkur hér að stjórnmálamenn sitji hjá eða segi nei við framtökum sem hjálpa fátæku fólki. Fátæktarstefna bitnar á börnum öryrkja og ungum ættmennum eldri borgara og fleira fólki.

Það er alvitað meðal sérfræðinga í þessum efnum að 300 þúsund krónur útborgaðar duga ekki til framfærslu á Íslandi. Upphæðin sem við þurfum að tala um fyrir öryrkja, eldri borgara og verkafólk þarf því að vera hærri en 300 þúsund krónur á mánuði útborgaðar. Fjöldi fátæks fólks sem ég hef talað við hefur sagt mér að í raun dugi ekki minna en 400 þúsund til að líf þeirra geti talist almennilegt. Allar tölur á milli 300-400 þúsund krónur útborgaðar eru því eðlilegar til að berjast fyrir og ég hvet ykkur til að hafa samband við stjórnmálafólk sem þið treystið og segið því hvaða tekjum það á að berjast fyrir, fyrir ykkur.

Hvaða útborguðu tekjum er eðlilegt að berjast fyrir, fyrir öryrkja, eldri borgara og verkafólk? Hvað segið þið?

Höfundur er í 11. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar