Þingframbjóðanda vantar þína skoðun

Hlynur Már Vilhjálmsson spyr fyrir hvaða útborguðu tekjum fyrir öryrkja, eldri borgara og verkafólk sé eðlilegt að berjast.

Auglýsing

Mál­efni öryrkja og eldri borg­ara og ann­arra fátækra lands­manna eru á meðal minna helstu bar­áttu­mála. Sjálfur var ég á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri í 2 ár nýlega vegna end­ur­bygg­ingar á sjálfum mér eftir mann­skemm­andi reynslu af barna­vernd­ar­kerf­inu frá því að ég var barn. Ég þekki því bæði líf á líf­eyr­is­greiðslum og einnig þekki ég almenna fátækt af eigin reynslu, mán­að­ar­tekjur mínar í dag eru um 180 þús­und í 50% starfi, ég er auk þess í fjar­námi og í leit að meiri vinnu. Ég þekki í raun ekk­ert annað en fátækt í mínu lífi. Ég hef í mörg ár beitt mér fyrir því að standa fyrir rétt­læti hvar sem er. Öryrkjar og eldri borg­arar lands­ins þekkja vel órétt­læti hvað varðar fjár­hags­stöðu þeirra. Sú fátækt­ar­staða er á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ég tók eftir því í lok árs 2019 að þrír flokkar stóðu fyrir breyt­inga­til­lögu á frum­varpi til fjár­laga á Alþingi. Breyt­inga­til­lagan sner­ist um að færa öryrkjum og eldri borg­urum lands­ins tugi millj­arða í heild í auknar tekj­ur. Þessir flokkar voru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Flokkur fólks­ins. Með mína reynslu af fátækt fannst mér ekki ásætt­an­legt að aðrir flokkar sögðu annað hvort nei við öryrkja og eldri borg­ara eða sátu hjá í þess­ari mik­il­vægu atkvæða­greiðslu.

Ég tók því nýlega þá ákvörðun að bjóða mig fram til næstu þing­kosn­inga fyrir einn af þessum 3 flokkum sem stóðu sig þarna og leist mér best á Sam­fylk­ing­una. Flokks­menn Sam­fylk­ing­ar­innar tóku svo þá ákvörðun að ég mun skipa 11. sæti flokks­ins í Reykja­vík í næstu kosn­ing­um. Ég er því form­legur fram­bjóð­andi á vegum flokks­ins. Ég mun beita mér fyrir því að tala máli fátæks fólks á Íslandi eins og ég hef alltaf gert.

Auglýsing

Það sem ég vill leggja til við ykkur er að við tókum þátt í eða styðjum einn þess­ara 3ja flokka í næstu kosn­ingum til að launa þeim þeirra vinnu fyrir öryrkja og eldri borg­ara lands­ins með því fram­taki þeirra að leggja til að hækka tekjur öryrkja og eldri borg­ara um tugi millj­arða í heild­ina. Hefði það feng­ist sam­þykkt af öðrum flokkum á þingi þá hefði staða fátæks fólks á Íslandi batnað gíf­ur­lega, það er ekki hægt að segja ann­að. Ég hef auk þess trú á að sós­í­alistar munu bæt­ast við þennan hóp flokka sem tala máli fátæks fólks.

Við ykkur sem eruð ákveðin í að kjósa eitt­hvað annað vill ég hvetja ykkur til að tala fyrir því að ykkar flokkar standi sig þegar kemur að því að bæta stöðu öryrkja og eldri borg­ara á Íslandi. Það er ekki ásætt­an­legt fyrir okkur hér að stjórn­mála­menn sitji hjá eða segi nei við fram­tökum sem hjálpa fátæku fólki. Fátækt­ar­stefna bitnar á börnum öryrkja og ungum ætt­mennum eldri borg­ara og fleira fólki.

Það er alvitað meðal sér­fræð­inga í þessum efnum að 300 þús­und krónur útborg­aðar duga ekki til fram­færslu á Íslandi. Upp­hæðin sem við þurfum að tala um fyrir öryrkja, eldri borg­ara og verka­fólk þarf því að vera hærri en 300 þús­und krónur á mán­uði útborg­að­ar. Fjöldi fátæks fólks sem ég hef talað við hefur sagt mér að í raun dugi ekki minna en 400 þús­und til að líf þeirra geti talist almenni­legt. Allar tölur á milli 300-400 þús­und krónur útborg­aðar eru því eðli­legar til að berj­ast fyrir og ég hvet ykkur til að hafa sam­band við stjórn­mála­fólk sem þið treystið og segið því hvaða tekjum það á að berj­ast fyr­ir, fyrir ykk­ur.

Hvaða útborg­uðu tekjum er eðli­legt að berj­ast fyr­ir, fyrir öryrkja, eldri borg­ara og verka­fólk? Hvað segið þið?

Höf­undur er í 11. sæti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar