Man selt og mani skilað

Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir fjallar um mansal í aðsendri grein.

Auglýsing

Við höldum oft – göngum jafn­vel út frá því – að á Íslandi njóti mann­rétt­indi fólks rík­ari vernd­ar  en ann­ars stað­ar. Fjöl­miðlar kepp­ast um að færa okkur þær fréttir að við séum best í heimi – að minnsta kosti miðað við höfða­tölu. Árið 2020 var Ísland metið frið­sælasta ríki heims, og rétt­indi barna voru álitin best tryggð á Íslandi. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum birt­ist frétt um að á Íslandi væru fæst Covid-19 smit í Evr­ópu – miðað við höfða­tölu – og þó það met hafi fallið fljótt, stærðum við okkur af því strax í upp­hafi nýs árs að vera á meðal þeirra þjóða sem þegar væru búnar að bólu­setja flesta. Ísland, best í heimi

Sam­kvæmt úttekt Eystra­salts­ráðs­ins frá árinu 2020 er Ísland bæði áfanga­land og milli­lend­ing­ar­staður fórn­ar­lamba mansals; fyrst og fremst kyn­lífsm­ansals og vinnumansals. Í skýrsl­unni kemur fram að kven­kyns fórn­ar­lömb mansals komi einkum frá ríkjum Afr­íku og Aust­ur-­Evr­ópu; þær séu mis­not­aðar í vændi sem eigi sér stað á klúbbum og börum og séu stundum sendar hingað til lands til stuttrar dvalar áður en þær halda áfram til ann­ars lands. Sam­tals 56 mansals­mál voru tekin til rann­sóknar hér á landi á árunum 2016-2018. Aðgerða­pakk­inn mikli gegn mansali 

Árið 2002 varð vit­und­ar­vakn­ing um vændi á Íslandi í kjöl­far máls fjög­urra stúlkna sem grunur lék á að hefðu verið fluttar til lands­ins til þess að stunda vændi. Þó umræðan hafi ekki bein­línis snú­ist um man­sal heldur fremur um vændi, leiddi hún til þess að í hegn­ing­ar­lög var inn­leitt sér­stakt ákvæði um að man­sal skyldi refsi­vert. Með inn­leið­ing­unni voru upp­fylltar skyldur okkar sam­kvæmt alþjóða­samn­ing­um, en ráða­menn virt­ust ekki telja vanda­málið umfangs­mikið hér á landi enn sem komið var. 

Auglýsing


Mansal­steymi sett á lagg­irnar

Árið 2009 voru útlend­inga­lögin svo end­ur­skoðuð og nýrri teg­und dval­ar­leyfa fyrir hugs­an­leg fórn­ar­lömb mansals bætt í lög­in, auk þess sem sett var á fót svo­kallað mansal­steymi. Hlut­verk mansal­steym­is­ins var meðal ann­ars að fylgja eftir vís­bend­ingum um mansal, bera kennsl á mögu­leg fórn­ar­lömb, tryggja þeim vernd og aðstoð, halda til haga upp­lýs­ingum og sinna fræðslu um mansals­mál. Þá átti teymið að vera stjórn­völdum til ráð­gjafar í mála­flokknum og hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd aðgerða­á­ætl­un­ar. Kaldur raun­veru­leik­inn 

Þegar fyrsta mansals­fórn­ar­lambið leit­aði til mín árið 2009 bretti ég bjart­sýn upp ermarn­ar, enda hafði ég heyrt af þess­ari her­ferð, þess­ari umbylt­ingu og því átaki sem gert hafði verið til þess að bregð­ast við stöð­unni í mansals­málum á Íslandi. Ég skyldi aldeilis tryggja það að við­kom­andi kæm­ist bein­ustu leið inn í þetta frá­bæra kerfi sem sett hefði verið á fót: Mansalið skyldi afhjúpað, glæpa­menn­irnir góm­aðir og þol­and­inn gæti lifað öruggu, ofbeld­is­lausu lífi hér eftir í mann­rétt­indaparadís­inni á Ísland­i. Það kom mér því væg­ast sagt á óvart þegar ég fór að grennsl­ast fyrir og komst að því að hið svo­kall­aða mansal­steymi vissi ekki sjálft hvað það ætti að vera að aðhafast, engir verk­ferlar voru til stað­ar, engin skipu­lögð mót­taka eða með­ferð stæði fórn­ar­lömbum mansals til boða, og til þess að bíta höf­uðið af skömminni reynd­ist hið sér­staka dval­ar­leyfi fyrir fórn­ar­lömb mansals, sem stillt hafði verið upp í útlend­inga­lögin með pompi og prakt, full­kom­lega gagns­laust. Mennskur smygl­varn­ingur

Í öllum þeim málum sem nefnd eru í skýrslu Eystra­salts­ráðs­ins, að ótöldum þeim málum sem aldrei kom­ast upp, ganga ofbeld­is­menn­irnir enn laus­ir. Af 74 málum sem lög­regla fékk inn á sitt borð árið 2015 fór aðeins eitt í ákæru­með­ferð. Ákæran var felld nið­ur.Eini dóm­ur­inn þar sem sak­fellt hefur verið fyrir man­sal hér á landi féll árið 2010. Þá voru fimm karl­menn sak­felldir fyrir man­sal á 19 ára stúlku sem hafði verið beitt ólög­mætri nauð­ung, frels­is­svipt­ingu og ofbeldi af hálfu manna sem höfðu tekið við henni, flutt hana og hýst í því skyni að not­færa sér hana kyn­ferð­is­lega. Allar fréttir sem þú hefur les­ið, allir und­ir­skrifta­list­arnir sem þú hefur skrifað und­ir, allar sög­urnar sem þú hefur heyrt: Þær hafa all­ar, nema þessi ein­asta eina, endað þannig að ofbeld­is­menn­irnir svör­uðu ekki til saka.Man selt …

En það er auð­vitað ekki ger­and­inn og hans örlög sem mestu máli skipta. Í gegnum allt þetta átak hefur fórn­ar­lambið setið eft­ir, rétt­inda­laust og smáð. Óháð því hvort ákæra er gefin út eða ekki stendur eftir mann­eskja sem brotið hefur verið á, hún frels­is­svipt, bar­in, nauðgað og mis­not­uð. Hvaða vernd stendur þessum ein­stak­lingi til boða? Reynsla mín er sú að hún sé tak­mörk­uð, ef nokk­ur. Í við­tali árið 2017 lýsti yfir­maður mansal­steymis lög­regl­unnar því yfir að skýrsla banda­rískra stjórn­valda, sem dró fram skort á aðgerðum gegn man­sali á Íslandi, væri ekki áfell­is­dómur yfir lög­regl­unni. Benti hann á það að gallar væru á úrræðum fyrir mansals­fórn­ar­lömb, sem oft fari úr landi áður en rann­sókn á málum þeirra lýk­ur. Hvernig má það vera? Var ekki búið að kveða á um dval­ar­leyfi fyrir fórn­ar­lömb mansals í lögum um útlend­inga? … og mani skil­að 

Vand­inn hér er sá að dval­ar­leyfi fyrir hugs­an­legt fórn­ar­lamb mansals hefur í raun ekk­ert með fórn­ar­lambið að gera. Leyfið er ekki hugsað fyrir þol­and­ann, til hjálpar eða verndar mann­eskj­unni sem gengið hefur í gegnum hel­vítið sem verið er að reyna að fletta ofan af. Nei, dval­ar­leyfi fyrir hugs­an­legt fórn­ar­lamb mansals er fyrir lög­regl­una, til þess að aðal­sönn­un­ar­gagnið í mál­inu, lyk­il­vitnið sjálft, renni ekki úr greipum hennar áður en rann­sókn máls­ins er lok­ið, að minnsta kosti byrj­un­ar­stigum henn­ar. Dval­ar­leyfi fyrir hugs­an­legt fórn­ar­lamb mansals gildir að hámarki til níu mán­aða. Það skapar ekki grund­völl fyrir ótíma­bundið dval­ar­leyfi og það er ekki hægt að end­ur­nýja. Það þýð­ir, á manna­máli: Þegar rann­sókn máls­ins er lokið – engin ákæra gefin út og málið fellt nið­ur, eins og farið hefur með öll mansals­mál nema eitt í allri sögu lýð­veld­is­ins – er fórn­ar­lamb­inu vísað á dyr og það sent „heim til sín“. Fyrr­ver­andi fórn­ar­lamb mansals 

Sam­kvæmt lög­um, bæði alþjóð­legum og íslenskum, telst fyrr­ver­andi fórn­ar­lamb mansals til sér­staks þjóð­fé­lags­hóps sem getur átt rétt á vernd sem flótta­mað­ur. Það er því freist­andi að ætla að í mann­rétt­indaparadís­inni Íslandi gæti ein­stak­lingur sem hrak­inn hefur verið á milli landa í ánauð ann­ars fólks, þolað ofbeldi og mis­notkun svo árum skipt­ir, og rambar loks hingað til lands mögu­lega fengið hér vernd. Eins og fjöl­miðlar hafa gert ítar­leg skil und­an­farið er það hins vegar ekki svo. Jafn­vel þegar mál varða ein­stak­linga frá ríkjum þar sem opin­ber gögn stað­festa að man­sal sé við­var­andi vanda­mál og aðstoð ýmist af skornum skammti eða ekki fyrir hendi, og þrátt fyrir að heim­ildir bendi til þess að yfir­gnæf­andi líkur séu á að fyrr­ver­andi fórn­ar­lamb mansals lendi aftur í man­sali við end­ur­send­ingu til heima­rík­is, er svarið nei. Sam­kvæmt áður­nefndri skýrslu banda­rískra stjórn­valda var Íslend­ingum talið til tekna að hafa opnað mið­stöð­ina Bjark­ar­hlíð í Reykja­vík, þar sem þolendur ofbeld­is, þar á meðal mansals, geta fengið ráð­gjöf og stuðn­ing. „Þegar búið er að bera kennsl á mann­eskju sem þol­anda mansals er Bjark­ar­hlíð staður þar sem er hægt að vinna úr þeim afleið­ingum sem fylgja því að hafa sætt mansali,“ sagði verk­efna­stjóri Bjark­ar­hlíðar í við­tali.  Þegar stórt er spurt: Ætli Bjark­ar­hlíð bjóði upp á með­ferð í gegnum Zoom? Höf­undur er lög­man og fram­bjóð­andi í próf­kjöri Pírata í Reykja­vík fyrir Alþing­is­kosn­ingar 2021.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar