Á Sósíalistaflokkurinn erindi á Alþingi?

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar um íslensk stjórnmál.

Auglýsing

Und­an­farið höfum við séð að kosn­inga­vetur er fram und­an. Stjórn­ar­flokk­arnir munu á næst­unni útmála það hve miklu þeir hafa áorkað í breiðu sam­starfi þriggja flokka. Og að sjálf­sögðu munu þeir útdeila ein­hverjum ölm­usum til þeirra fjöl­mörgu lands­manna sem hafa farið hall­oka í COVID-­fár­inu. Aðgerðir stjórn­ar­innar hafa nær ein­göngu snúið að fyr­ir­tækjum og í mörgum til­fellum gjöfum til auð­manna á Íslandi.

Stór hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar mun ein­henda sér í að finna leiðir til að leið­rétta það órétt­læti sem skap­ast hefur gagn­vart alþýðu þessa lands vegna aðgerða stjórn­valda í far­sótt­inni. Lausn­irnar verða vænt­an­lega hækkun atvinnu­leys­is­bóta, lag­fær­ing á kjörum öryrkja og aldr­aðra – eða rétt­ara sagt leið­rétt­ing á kjörum þeirra til sam­ræmis við aðra laun­þega í land­inu. Sam­heiti þess­ara aðgerða gæti verið að útrýma fátækt á Íslandi.

Lopa­peysan sem dag­aði uppi

Skondnar upp­á­komur hafa birst okkur síð­ustu daga. Stein­grímur Sig­fús­son, sem nú er að kveðja vinnu­stað­inn sinn til fjöl­margra ára, sagði um dag­inn eitt­hvað á þá leið að Vinstri grænir væru nú orðnir ábyrgur og stjórn­tækur flokkur og hættir að ganga í lopa­peys­um. Í fram­hald­inu bauð hann Sós­í­alistum að ganga í VG – það yrði vel tekið á móti þeim.

Í til­efni þessa datt mér í hug að segja mætti: Lopa­peysan dag­aði uppi og þegar Stein­grímur lítur til ljóss­ins í bak­sýn­is­spegl­in­um, þá verður hann að stein­trölli í fínu jakka­föt­unum sín­um, með fal­legt bindi, í hvítri skyrtu og á gljápússuðum skóm. Um leið og þetta flaug um hug minn skamm­að­ist ég mín niður í tær – má maður virki­lega hugsa svona – hvað þá setja það á blað? 

Stjórn lit­lausra mála­miðl­ana

Rétt er að líta yfir árangur núver­andi rík­is­stjórnar – skírskotun til hægri og vinstri. Því miður er það nær ófrá­víkj­an­leg regla að við­kom­andi ráð­herra ræður sínum mála­flokki. 

Þannig getur Bjarni Ben geymt gögnin um skattaund­an­skot og pen­inga í skatta­skjólum í harð­læstri skúff­unni í skrif­borð­inu sínu – kannski þarf hann ekki einu sinni að læsa henni. Hann getur einnig dregið það úr hömlu að efla skatt­eft­ir­lit og lækka skatta hjá lág­launa­fólki og milli­tekju­fólki – í stað þess að lækka þá hjá auð­mönn­um. Svo maður tali nú ekki um – hann getur lagst af öllu afli gegn rétt­mætum launa­kröfum kvenna­stétta – en það var nú ein rósin í hnappa­göt ráð­herr­anna í upp­hafi – að vinda ofn af því órétt­læti.

Krist­ján Júl deilir og drottnar yfir sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um. Vinir hans fá að „eiga“ sinn kvóta og borga aðeins skít á priki fyrir afnot af þess­ari auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Og svo er hann góður vinur vina sinna sem eiga um sárt að binda vegna þegar ráð­ist er á þá með „fjöl­miðla­fári“ og „fölskum“ ákær­um.

Stóru málin sem VG vildu koma með inn í stjórn­ar­sam­starfið voru heil­brigð­is­mál og umhverf­is­mál en mest áhersla var samt lögð á að Katrín fengi að vera fund­ar­stjóri stjórn­ar­inn­ar. Ég hef reyndar heyrt því fleygt að hún sé mjög góður sem slík­ur. 

Ýmsar lag­fær­ingar hafa verið útfærðar í heil­brigð­is­málum en mun minna gert en búist var við. Að ein­hverju leyti má kenna COVID um lít­inn árang­ur. 

Fjár­magn til umhverf­is­mála og bar­átt­unnar við lofts­lags­vána – sitt­hvað hefur áunn­ist þar. En þeir tveir þing­menn sem hafa sagt sig úr þing­flokki VG nefndu þetta sem helstu ástæður þess: Of lítið væri gert í lofts­lags­málum og einnig töldu þeir að með­ferð á flótta­börnum væri ómann­úð­leg og ekki sæm­andi íslenskri þjóð.

En hvað með Fram­sókn? Það eru sjálf­sagt fleiri en ég sem velta þeirri spurn­ingu fyrir sér. Kannski er ofur­lítið sann­leiks­korn í ummælum Sig­mundar Dav­íðs um að rík­is­stjórnin hafi verið mynduð utan um stóla. Hann var eðli­lega sár yfir að fá engan en Fram­sókn fékk aftur á móti þrjá þægi­lega stóla. 

Sam­starf ólíkra flokka sem tókst vel

For­vitni­legt er að rifja upp farælt tíma­bil Nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar (1944 – 46). Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Alþýðu­flokkur og Sós­í­alistar mynd­uðu stjórn­ina en mikið var rætt á þessum tímum um nýsköpun atvinnu­veg­anna. 

Stjórnin hafði mik­inn gjald­eyri til fjár­fest­inga, svo­nefndan stríðs­gróða. Hann mynd­að­ist þegar seinni heims­styrj­öld­in ­geis­aði en þá safn­aði íslenska þjóðin umtals­verðum fjár­hæðum í erlendum gjald­eyri, því hátt verð fékkst fyrir fiskaf­urðir auk þess sem veru­legar tekjur feng­ust vegna umsvifa setu­liðs­ins. Á sama tíma var erfitt að flytja inn vörur vegna stríðs­ins og fyrir vikið hlóð­ust gjald­eyr­is­inn­stæður upp í erlendum bönk­um. Þessi fjár­hæð nam 580,6 millj­ónum króna um mitt sumar 1945. Þetta var mikið fé á þeim  tíma og sam­svar­aði næstum öllum tekjum rík­is­sjóðs á árunum 1945 – 47.

Auglýsing
Í svo­kall­aðri nýsköp­un­ar­ræðu, sem Einar Olgeirs­son flutti á Alþingi 11. sept­em­ber 1944, sagði hann m.a.: „Ef við notum þetta fé rétt, getum við með því ger­breytt atvinnu­vegum okkar og lagt öruggan grund­völl að blóm­leg­asta atvinnu­lífi sem hér hefur þekkst. Ef allt þetta fé væri notað á næstu 4-5 árum til þess ein­vörð­ungu að kaupa fyrir það fram­leiðslu­tæki og efni til var­an­legra bygg­inga og mann­virkja, [ … ] þá getum við tryggt hverjum ein­asta Íslend­ing vinnu með tækjum sem hann afkastar marg­falt meira með en nokkru sinni fyrr og getur því um leið tryggt sér miklu betri og örugg­ari lífs­af­komu en áður. Fyrir þessar millj­ónir getum við keypt 20-30 nýja dies­el­tog­ara af bestu gerð, 200-300 nýtísku vél­báta, tvö­faldað fiski­skipa­flota Íslend­inga með nýj­um, glæsi­legum skipa­stól, verð­ugan þeim hraustu sjó­mönnum okkar sem í fimm ár hafa lagt lífið í hættu til þess að afla þess fjár sem nú skapar vel­megun þjóð­ar­inn­ar.”

Á meðan stjórnin lifði ríkti mikið traust milli Ólafs Thors for­sæt­is­ráð­herra og Ein­ars og átti það kannski mestan þátt í að sam­starfið gekk svona vel. Stjórnin sprakk þegar ljóst var að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Alþýðu­flokk­ur­inn og Fram­sókn vildu leyfa Banda­ríkja­mönnum að byggja her­stöð á Mið­nes­heiði. Hófst þá dap­ur­legur tími í sögu þjóð­ar­inn­ar. Reyndar voru auð­menn, sem þessir stjórn­mála­flokkar voru full­trúar fyrir á alþingi, býsna ánægðir – þeir skiptu bróð­ur­lega með sér blóð­pen­ingum þeim sem streymdu inn vegna her­set­unn­ar.

Alls voru keyptir 30 Nýsköp­un­ar­tog­arar og fór stór hluti þeirra til Bæj­ar­út­gerða út um allt land – 5 til Reykja­vík­ur. Bæj­ar­út­gerð­irnar fóru svo á haus­inn ein af annarri á næstu ára­tug­um. Full­trúar auð­valds­ins höfðu „góð­ar“ skýr­ingar á því hvernig fór. Það vant­aði sko hvatann til að standa sig vel – einka­fram­takið var heilla­væn­leg­ast. Þeir horfðu vilj­andi fram hjá því og for­stöðu­menn þess­ara útgerða voru ekki valdir sökum hæfi­leika sinna og dugn­aðar – það réði mestu hvort þeir væru með rétt flokks­skír­teini upp á vas­ann.

Frelsi, jöfn­uð­ur, mann­helgi og sam­kennd

Skoðum nú stefnu Sós­í­alista­flokks Íslands. Mark­mið hans er sam­fé­lag frels­is, jöfn­uð­ar, mann­helgi og sam­kennd­ar. Þessi mark­mið nást ein­göngu með því að færa völdin í hendur fólks­ins í land­inu.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks­ins eru auð­valdið og hand­bendi þess. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks­ins er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræðu.

Látum fram­þróun stýr­ast af hags­munum almenn­ings

Og áfram höldum við: Í starfi sínu leggur Sós­í­alista­flokk­ur­inn áherslu á það sem sam­einar fólkið í land­inu; órétt­lætið sem það ­mætir og vilj­ann til að losna undan því. Öllum lands­mönn­um er vel­komið að ganga til liðs við flokk­inn, óháð kyni, upp­runa, trú eða kyn­hneigð.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill að fram­þróun sam­fé­lags­ins stýr­ist af hags­munum almenn­ings. Þess vegna þarf almenn­ingur að ná völd­um, ekki aðeins yfir opin­berum stofn­unum heldur einnig nærum­hverfi sínu. Vinnu­stað­ur­inn, verka­lýðs­fé­lag­ið, skól­inn, hverf­ið, sveit­ar­fé­lag­ið, þorpið – öll þessi svið eiga að vera undir vald­dreifðri stjórn þar sem hags­munir fólks­ins eru í fyr­ir­rúmi.

Sós­í­alistar eiga erindi á Alþingi

Þegar sumt fólk les stefnu­skrána okkar hugsar það með sér: Þetta er svo glanna­legt orða­lag. Erum við ekki öll á sama báti hvort sem við heitum Bjarni Ben eða eitt­hvað ann­að. Og af hverju þarf stétta­bar­áttu og vinnu­deilur – við verðum jú að finna raun­hæfar lausnir með rólegum og yfir­veg­uðum sam­ræðum – öllu sam­fé­lag­inu til heilla. Völd til almenn­ings? Á nú þvotta­konan að setj­ast í stól for­stjór­ans? Fyrir nú utan það – af hverju þarf að sverta dug­lega, fram­sýna atorku­menn með því að kalla þá auð­menn.

Fyrir þá sem hugsa svona er rétt­ast að kjósa Íhaldið eða Mið­flokk­inn. Þið hin ættuð að kjósa Sós­í­alista. Því með slíka stefnu­skrá í hönd­unum eru fyrstu skrefin stigin og það fer eftir því hve Sós­í­alistar verða öfl­ugir á þingi hvort mark­miðin nást. Látum dap­ur­lega frammi­stöðu núver­andi stjórnar verða okkur víti til varn­að­ar.

Mín drauma­stjórn eftir næstu kosn­ingar sam­anstendur af Sós­í­alist­um, Sam­fylk­ingu og Píröt­um. Að sjálf­sögðu má bæta einum flokki við hvort sem það verður Flokkur fólks­ins, VG eða Fram­sókn – svo fremi að þeir nái manni á þing.

Höf­undur er fram­hald­s­kóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar