Hring eftir hring

Freyr Eyjólfsson skrifar um matvælaframleiðslu í hringrásarhagkerfi.

Auglýsing

Hvernig geta íbúar í sömu götu, ásamt gróð­ur­húsi, brugg­húsi og skrif­stofu í hverf­inu unnið saman í hringrás­ar­hag­kerf­inu? Mat­ar­leifar frá íbú­un­um, og malt, humlar frá brugg­hús­inu eru úrvals­efni í moltu sem hægt er að nota í gróð­ur­húsi sem fram­leiðir mat fyrir skrif­stofu­fólk­ið. Gróð­ur­húsið getur þess vegna verið í skrif­stofu­hús­inu sjálfu. Hringrás­ar­hag­kerfið snýst um sam­vinnu, sjá tæki­færin í kringum sig, hag­ræða rekstri, nýta hrá­efnin betur og leng­ur, minnka akstur og fækka kolefn­is­spor­um. Hringrás­ar­hugsun í mat­væla­fram­leiðslu gæti skipti sköpum í bar­átt­unni við hlýnun jarð­ar. 

Út um allan heim er fólk og fyr­ir­tæki að til­einka sér þessa hugsun og nýta betur það sem finnst í nágrenn­inu, finna hrá­efni og úrgang sem hægt er að nýta í jarð­gerð, orku­fram­leiðslu, mat­væla­fram­leiðslu og fleira. Slík sam­vinna skilar sér marg­falt; minni sóun, minni mengun betri rekstur og betri nýtni.

Okkar fjölgar hratt á sama tíma og loft­lags­vand­inn eykst. Það eru fleiri munnar að metta á meðan gerð er sú krafa að mat­væla­fram­leið­endur dragi úr loft­lags­á­hrifum sín­um. Eitt mik­il­væg­asta skrefið í þessa átt er að búa til sam­vinnu­fé­lög í mat­væla­fram­leiðslu sem geta nýtt hrá­efni og úrgang sem fellur til. Á Íslandi geta bænd­ur, fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, mat­væla- og drykkja­fram­leið­end­ur, sprota­fyr­ir­tæki og fleiri unnið saman til þess að nýta betur allan líf­rænan úrgang í mat­væla­fram­leiðslu, dýra­fóð­ur, jarð­gerð, metangas, líf­dísil og til áburð­ar. Mögu­leik­arnir eru óþrjót­and­i. 

Auglýsing
Víða erlendis eru slík sam­vinnu­fé­lög rekin með góðum árangri. Brugg­hús, sund­laug, smíða­verk­stæði, kaffi­versl­un, þör­unga­rækt­un, súkkulaði­fram­leið­andi, gróð­ur­hús, sem öll eru í nágrenni við hvert ann­að, samnýta líf­rænan úrgang sem hrá­efni til að hámarka verð­mætin og draga úr umhverf­is­á­hrif­um. 

Kaffi­korgur úr eld­hús­inu, og soðið bygg og malt úr brugg­hús­inu í bland við trjá­flísar er fyr­ir­taks hrá­efni í jarð­gerð. Heitt vatn frá sund­laug­inni hitar upp molt­una eða þör­unga­rækt­ina. Moltan er notuð sem jarð­vegs­bætir í gróð­ur­hús­inu þar sem rækt­aðar eru ýmsar mat­jurtir. Koldí­oxíð sem mynd­ast í jarð­gerð­inni er notað í þör­unga­rækt. Hér er lítill matjurtagarður í skrifstofuhúsnæði. Lífrænn úrgangur frá ísframleiðanda í næsta húsi er nýttur sem jarðvegsbætir. Fallegt, hagkvæmt og umhverfisvænt.

Jarð­gerð er mik­il­vægt loft­lags­mál

Það er mjög mik­il­vægt loft­lags­mál að nýta líf­rænan úrgang í stað þess að urða hann. Með því að urða líf­rænan úrgang verða umbreyt­ingar í honum sem leiða til meng­unar vegna sig­vatns, hauggass og hita­mynd­un­ar; sig­vatn getur lekið út í umhverfið og mengað grunn- og yfir­borðs­vatn. Við urðun á líf­rænum úrgangi mynd­ast met­an  sem getur leitt til eld- og sprengi­hættu, gróð­ur­skemmda, lykt­ar- og loft­meng­un­ar. Metan er 20 sinnum virk­ari gróð­ur­húsa­loft­teg­und en koldí­oxíð, er sem sagt hættu­leg gróð­ur­húsa­loft­teg­und en með jarð­gerð í stað urð­unar komum við í veg fyrir þessa meng­un. Það spar­ast um eitt  tonn af koldí­oxíðí­gildum fyrir hvert tonn sem fer í jarð­gerð frekar en urð­un. Þessi kolefn­is­jöfnun eykst enn frekar þegar tekst að nýta molt­una í mat­væla­fram­leiðslu og land­græðslu, en þannig tökum við koltví­oxíð og bindum það við lífmassa í nátt­úr­unni. Líf­ræn efni og nær­ing­ar­sölt glat­ast ekki heldur mynda jarð­vegs­bæti, nátt­úru­legan áburð sem er auð­velt og ódýrt að fram­leiða.

Það eru margir mik­il­vægir kostir við jarð­gerð í sam­vinnu við mat­væla­fram­leiðslu. Það dregur úr mengun vegna flutn­ings, brennslu eða urð­unar heim­il­is­úr­gangs, sorp­flutn­ingar drag­ast saman og kostn­aður vegna sorp­eyð­ingar minnk­ar. Jarð­gerð gefur fleiri mögu­leika á að vinna að umhverf­is­málum og bera per­sónu­lega ábyrgð, og veitir fólki, ekki síst börn­um, skiln­ing og þekk­ingu á ​nátt­úru­legu hring­ferli líf­rænna efna.

Hringrásin er hag­kvæm­ari

Smærri félög og fyr­ir­tæki ættu að líta í kringum sig og leita að sam­starfs­að­ilum – samnýta krafta sína og sækja ekki vatnið yfir læk­inn. Þetta gerir nátt­úran með undra­verðum og fal­legum hætti: blómin bjóða upp á hun­ang fyrir flugur í skiptum fyrir fræ­dreif­ingu, smærri fiskar fylgja stærri –  þeir litlu fá vernd og fæði en þeir stóru húð­hreins­un, þetta er kallað hjálp­arat­ferli eða sam­lífi, allir fá eitt­hvað fyrir sinn snúð. 

Með sam­vinnu og nágranna­tengslum í mat­væla­fram­leiðslu er verslað og unnið saman í hér­aði, pen­ingar hald­ast innan svæð­is­ins sem kemur að góðu fyrir allt nær­sam­fé­lag­ið. Þetta gerðu íslenskir bændur á upp­hafs­dögum sam­vinnu­hreyf­ing­ar­innar með góðum árangri og það er áhuga­vert að skoða kraft­inn og verð­mæta­sköp­un­ina sem varð til á Íslandi á fyrstu ára­tugum tutt­ug­ustu ald­ar­.  

Nýr og vist­vænni matur

Hringrás­ar­hag­kerfið reynir á hug­vit og sköp­un. Frum­kvöðlar út um allan heim eru að þróa hug­myndir og tækni­lausnir og reyna að vinna með það sem finna má í nærum­hverf­inu. Það er mögu­legt að rækta ýmsar teg­undir af sveppum og þör­ungum úr líf­rænum úrgangi sem síðan er hægt að nýta í ýmis­konar mat­væla­fram­leiðslu, til að mynda kjöt­lausar vör­ur, sem er hratt vax­andi mark­að­ur.     Þörungarækt fer hratt vaxandi í matvælaiðnaði og hægt að búa til ýmsar hollar, bragðgóðar og próteinríkar matvörur úr þörungum.

Kjöt­fram­leiðsla hefur meiri áhrif á lofts­lagið en önnur mat­væla­fram­leiðsla og mann­kyn þarf að draga úr kjöt­neyslu hið snarasta og leita á ný mið og fram­leiða nýjar teg­undir af mat­vör­um. Af þeim gróð­ur­húsa­loft­teg­undum sem ber­ast út í and­rúms­loftið af manna­völdum og valda hlýnun og lofts­lags­breyt­ingum er hlutur kjöt­fram­leiðslu um 14-18%. Þess vegna þarf að minnka kjöt­átið en ýmsar kjöt­lausar vörur geta komið í stað kjöts, eins og kjöt­lausir ham­borg­ar­ar, sem njóta nú sívax­andi vin­sælda. Það eru óþrjót­andi mögu­leikar með sveppi og þör­unga, slík mat­væla­fram­leiðsla þarf ekki mikið pláss, getur farið fram í þétt­býli og nýtt sér hrá­efni úr nærum­hverf­inu. Það er kall tím­ans að reyna draga úr stór­felldum flutn­ingum á mat­vörum milli landa og heims­hluta og þessi tækni er svar við því. Gróð­ur­hús, gróð­ur­rækt sem hluti af íbúðum og atvinnu­hús­næði, þar sem fólk ræktar sitt eigið græn­meti, er orð­inn sjálf­sagður hluti í hús­hönnun og arki­tektúr. Hversu fal­legt væri það nú ef Smára­lind væri eitt risa­vaxið gróð­ur­hús sam­hliða versl­un­ar­rekstri?

Bar­áttan við ham­fara­hlýnun er krefj­andi og grafal­var­leg – en hún er líka spenn­andi áskor­un. Að hugsa hlut­ina upp á nýtt, skapa eitt­hvað nýtt og rækta nágranna­tengslin . 

Lítum okkur nær, hugsun hlut­ina upp á nýtt og ræktum nágranna­tengsl­in.  

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar