Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur skrifar gagnrýni um bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem kom út í fyrra.

Auglýsing

Út er komin athygl­is­verð bók eftir Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ur: Speg­ill fyrir skugga­bald­ur. Ólína gerir grein fyrir verk­inu í for­mála og spyr hvað sé að á Íslandi, þegar ætt­erni og flokks­vísi skipti meira máli fyrir starfs­frama en geta og gjörvi­leiki. Þetta eigi ekki síst við um störf hjá hinu opin­bera þar sem sér­hags­muna­gæsla stjórn­mála­flokka blómstr­ar. Hún leitar svara við þess­ari spurn­ingu og skiptir bók­inni í fjóra hluta, þar sem hún fjallar um þekkt dæmi úr sam­fé­lag­inu þar sem ráðn­ing­ar­banni (berufsver­bot) hefur verið beitt. Í raun er mis­beit­ing valds þunga­miðja þess­arar úttektar Ólínu.

Strax í fyrsta hluta bók­ar­innar (Vald pen­ing­anna, 31 síða) kynn­ist les­and­inn ógn­vekj­andi valdi pen­ing­anna þegar slengt er framan í hann setn­ing­unni: „Drull­aðu þér burt!“. Byrj­unin minnir einna helst á upp­haf hinnar magn­þrungnu spennu­mynd­ar: Níkitu eftir Luc Bes­son frá árinu 1990, með hinn góð­kunna Jean Reno í hlut­verki hreins­ar­ans Vikt­ors. Les­and­inn situr límdur í sæt­inu fram að lokamín­útu, en kafl­anum lýkur á orð­un­um: „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guð­munds­son er á leið­inni í fang­elsi!“ 

Hún er líka mögn­uð, lýs­ing Ólínu á því þegar rík­asti maður lands­ins, Þor­steinn Már Bald­vins­son, hótar seðla­banka­stjóra. Ekki fer á milli mála hver það er sem stjórnar land­inu, ekki síst þegar for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, í skóm Lady Macbeth, ákveður að breyta sög­unni með sinni eigin stjórn­ar­skrá og tekur afstöðu gegn þjóð­inni með því að verja þennan gjörn­ing.

Ólína fylgir þess­ari frá­sögn vel eftir í næstu köflum á eft­ir, þar sem hún afhjúpar tengsl fjár­magns­eig­enda við fjór­flokk­inn svo­kall­aða. Þarna er sagt frá tveimur afla­skip­stjórum sem Þor­steinn Már hefur lagt í ein­elti með atvinnu­banni. Sú frá­sögn minnir á með­ferð­ina sem Helgi Bene­dikts­son, útgerð­ar­maður frá Vest­manna­eyj­um, mátti sæta af hendi Bjarna Bene­dikts­son­ar, dóms­mála­ráð­herra. Maður hélt í ein­feldni sinni að slík aðför til­heyrði annarri ver­öld. Aðstoð­ar­maður Bjarna var Gunnar Páls­son, faðir Kjart­ans, fyrrum fram­kvæmd­ar­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem Jónas frá Hriflu kall­aði stór­dóm­ara, en hann tók gjarnan að sér verk af þessu tagi fyrir Bjarna. Í frá­sögn Ólínu er ráð­herrann, Krist­ján Þór, hins vegar aðstoð­ar­mað­ur­inn. Fyrsta hluta bók­ar­innar lýkur svo á bréfi Bjarna Jóns­son­ar, þar sem lýst er hlut­skipti manns sem hefur verið án atvinnu í 366 daga. 

Annar og þriðji hluti bók­ar­innar (Stjórn­sýslan, 61 síða og Póli­tíska vald­ið, 62 síð­ur) eru meg­in­kaflar bók­ar­inn­ar. Þeir eru ekki alveg eins öfl­ugir og fyrsti hlut­inn, en skil­greina eigi að síður vel um hvað atvinnu­bann (berufsver­bot) og spill­ing snú­ast og tekin mörg athygl­is­verð dæmi af ein­stak­lingum til þess að skýra frá­sögn­ina.

Hér er það fyrst og fremst tvennt sem ég vil nefna sem hefði mátt hnykkja betur á, í ljósi þess sem síðar er fjallað um. Á blað­síðu 66 útskýrir Ólína mun­inn á umboðs­manni Alþingis og úrskurð­ar­nefnd jafn­rétt­is­mála. Þar lýsir hún því hvernig umboðs­maður tekur fyrir kærur frá ein­stak­ling­um, og metur sjálfur hvort og hvernig hann bregst við, auk þess sem hann getur hafið sjálf­stæðar rann­sóknir á stofn­unum ef honum sýn­ist svo. Úrskurð­ar­nefndin tekur hins vegar ein­ungis fyrir mál þar sem grunur leikur á kynja­mis­mun­un. Ólína kærir Háskól­ann á Akur­eyri (bls. 171) fyrir að hafa gengið fram hjá sér við stöðu­veit­ingu til umboðs­manns Alþingis eftir að hæf­is­nefnd hafði metið hana hæf­asta. Ekk­ert kom út úr þeirri kæru annað en per­sónu­legt bréf frá umboðs­manni. Þegar hún var hins vegar snið­gengin við ráðn­ingu í starf þjóð­garðsvarðar á Þing­völlum (bls. 84) kærði hún til úrskurð­ar­nefndar jafn­rétt­is­mála. Það mál vinnur hún. Málin eru sam­bæri­leg. Í báðum til­vikum er Ólína beitt atvinnu­banni vegna póli­tískra skoð­ana sinna og greini­legt að hún og fleiri leita til úrskurð­ar­nefndar jafn­rétt­is­mála (bls. 71-72) vegna getu­leysis umboðs­manns Alþing­is. Það leiðir af sjálfu sér að karlar hafa ekki um þennan kost að velja og leiðir þessi mis­munun til úlfúðar milli kynja, sem varla hefur verið ætlun lög­gjafans. Þó er það ekki alveg ljóst.

Á heima­síðu emb­ættis umboðs­manns segir m.a. um ráðn­ing­ar:

Þegar stjórn­völd takast það á hendur að ráða ein­stak­ling til starfa hjá opin­berum stofn­unum verður verk­lag við ráðn­ing­ar­ferlið að taka mið af þeirri grund­vall­ar­reglu stjórn­sýslu­réttar að velja skuli hæf­asta umsækj­and­ann til starfans. Jafn­framt er gerð krafa til þess að ferlið stuðli að því að réttar­ör­yggi þeirra sem sækja um störf hjá hinu opin­bera sé tryggt. Þar sem ákvörðun um skip­un, setn­ingu eða ráðn­ingu í opin­bert starf er stjórn­valds­á­kvörðun verður þannig að haga með­ferð þess­ara mála svo að hún full­nægi kröfum stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 og óskráðra reglna stjórn­sýslu­rétt­ar­ins.

Ekki er bein­línis fjallað um það hvernig aug­lýs­ingum skuli hátt­að, en gera verður ráð fyrir að leitað sé að hæf­asta ein­stak­lingn­um, að ekki sé aug­lýst eftir ákveðnum ein­stak­ling­um, og hlut­verk og eðli starfs­ins komi skýrt fram í aug­lýs­ingu. Í fram­haldi verður að álykta að nið­ur­stöð­urnar séu mæl­an­legar og gegn­sæj­ar, en ekki byggðar á per­sónu­legu mat­i. 

Auglýsing
Samkvæmt því sem kemur fram í bók Ólínu er þetta ekki reyndin heldur er fólki bein­línis ráð­lagt að kæra ekki til umboðs­manns því kærur snú­ist í and­hverfu sína m.v. aug­lýstan til­gang emb­ætt­is­ins—s­br. við­tal við Sig­ur­björgu Sig­ur­geirs­dótt­ur, pró­fessor bls. 68—og þeir sem láta ekki segj­ast og kæra til umboðs­manns fá aldrei framar vinnu, sbr. Þór Saari bls. 122 o.fl. Í reynd minnir emb­ætti umboðs­manns Alþingis á fram­göngu frönsku lög­regl­unnar í tíð Vichy-­stjórn­ar­inn­ar. Hún tók ómakið af nas­istum þegar gyð­ingar leit­uðu til hennar eftir hjálp og sendi þá í vinnu­búð­ir, en Ólína rekur orðið atvinnu­bann, berufsver­bot, einmitt til gyð­inga­of­sókna nas­ista (47).

Þetta var ekki yfir­lýstur til­gangur Alþingis með stofnun emb­ættis umboðs­manns. Emb­ættið tók til starfa í árs­byrjun 1988, langt á eftir sam­bæri­legum emb­ættum á hinum Norð­ur­lönd­um, og hafði þá verið til umræðu í 30 ár. Emb­ættið tekur mið af danska emb­ætt­inu en ekki því sænska sem er mun eldra og hefur sak­sókn­ara­vald. Aðeins tveir aðilar hafa gegnt emb­ætti umboðs­manns Alþing­is: Gaukur Jör­unds­son og Tryggvi Gunn­ars­son, sem hefur setið frá 1998, eða í 22 ár. Greini­legt er að Alþingi vill lág­marka afskipti af ráðn­ingum og umbætur á stjórn­sýsl­unni, sbr. fram­göngu Ásgeirs Jóns­sonar í seðla­banka (bls. 126) og útvarps­stjóra Páls Magn­ús­son­ar, sem rak vel á annað hund­rað starfs­menn (bls. 92). Tryggvi hefur nú ákveðið að hætta eftir 33 ár í starfi við emb­ætt­ið. Það er ekki öllum gefið að sitja svona lengi í aðgerð­ar­litlu emb­ætti og verður for­vitni­legt að sjá hvort ein­hver breyt­ing verði á því með nýjum herrum.

Hitt atriðið sem hefði mátt útskýra nánar er Lands­dóms­mál­ið, einkum þátt Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dótt­ur, þ.v. for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar (SF). Ólína vísar til þess að þing­nefnd hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að kæra yrði fjóra ráð­herra. Jafn­framt vísar hún til þess að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hafi ekki talið unnt að ákæra Ingi­björgu Sól­rúnu á grund­velli laga um ráð­herra­á­byrgð, sem kveði á um að við­kom­andi ráð­herra mála­flokks sé sá sem telj­ist ábyrgur gagn­vart lands­dómi og að þeir þing­menn sem hafi sam­þykkt að kæra Geir Haarde en ekki Ingi­björgu Sól­rúnu hafi orðið fyrir atvinnu­banni (bls. 118-122).

Aldrei hefur reynt á Lands­dóm og hefur það ýtt undir óábyrga hegðun stjórn­mála­manna í gegnum tíð­ina. Hins vegar er þessi fyrsti dómur og afleið­ingar hans per­sónu­gerð­ar, og snú­ast þar af leið­andi ekki um það sem máli skipt­ir. Lands­dóms­málið umhverfð­ist í grímu­lausa póli­tík, verður bit­bein íhalds og vinstri afla og ýtir enn frekar undir óábyrga hegðun stjórn­mála­manna, sbr. skipun Sig­ríðar Á. And­er­sen í Lands­rétt (bls. 65) en kostn­aður skatt­greið­enda vegna hennar nemur nú yfir 150 milj­ónum króna. 

Lands­dóms­málið á sér ekki neina hlið­stæðu nema ef vera skyldi eið­rofs­málið 1942 þegar Ólafur Thors sveik Her­mann Jón­as­son og breytti stjórn­ar­skránni þrátt fyrir lof­orð um ann­að. Eið­rofs­málið sner­ist um per­sónu­legt van­traust milli Her­manns og Ólafs en ekki um stjórn­ar­skrár­bundið rang­læti. Í rík­is­stjórn tveggja eða þriggja flokka eru það for­menn þeirra sem bera ábyrgð á efna­hags­stefn­unni sem birt­ist í fjár­laga­frum­varpi. Í fram­hald­inu leggja þeir til breyt­ingar á tekju­öfl­un­inni til að ná fram sam­eig­in­legri póli­tísku stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sagan er skýrt dæmi um þetta en einnig má vísa í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis (RNA). Sam­kvæmt RNA var efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­innar meg­in­or­sök Hruns­ins 2008. Í skýrslu Björg­vins G. Sig­urðs­sonar fyrir RNA kemur einnig fram að Ingi­björg Sól­rún hafi borið ábyrgð á þessum flokki. Jafn­framt kemur þar fram að Ingi­björg Sól­rún sendi full­trúa sinn, Össur Skarp­héðins­son, á hinn afdrifa­ríka fund um fall Glitnis í Seðla­bank­an­um, sem Björg­vin vissi ekk­ert um, og var í nánu sam­bandi við Geir Haar­de, for­sæt­is­ráð­herra, um málið á meðan á fund­inum stóð. Samt felur hún sig á bak við laga­króka í rann­sókn­ar­skýrsl­unni og heldur því fram að hver ráð­herra beri ábyrgð á sínum mála­flokki. Hér bregst Alþingi og hefði mátt kryfja þetta atriði aðeins bet­ur, en ekki sér fyrir end­ann á afleið­ingum Lands­dóms­máls­ins og þeirra dreng­skap­ar­brota sem Ingi­björg Sól­rún hefur orðið ber af. Þarna hefði mátt tengja til­raun þing­manna til að draga lands­dóm­skæruna til baka og hvort þeim þing­mönnum hefði verið hótað atvinnu­banni (bls. 120) en Sig­mundur Ernir Rún­ars­son var einn þeirra (bls. 123) sem Ólína tekur sem dæmi um þing­mann sem fékk ekki vinnu upp úr því. Eins hefði mátt setja spurn­inga­merki við ráðn­ingar þing­mann­anna Ein­ars K. Guð­finns­sonar og Katrínar Júl­í­us­dóttur (122) hjá hags­munasam­tökum en slíkar ráðn­ingar eru dæmi um grófa spill­ingu sem t.d. umboðs­maður Evr­ópu­sam­bands­ins fylgist grannt með þótt hann hafi svip­aðar heim­ildir og umboðs­maður Alþingis til þess.

Í fjórða hluta (Vís­inda­sam­fé­lagið og fjöl­miðl­ar, 48 síð­ur) eru rakin nokkur dæmi um það hvernig menn eru rit­skoð­aðir innan háskóla og fjöl­miðla. Þessi kafli er sér­stak­lega athygl­is­verður og vel unn­inn þar sem háskólar og fjöl­miðlar eru vagga lýð­ræð­is­ins. Hér ber að nefna umfjöllun um mál Þor­valdar Gylfa­son­ar, en það teygir anga sína til útlanda rétt eins og mál Nóbelskálds­ins forð­um. Þar fjallar Ólína um mikla heift sem alið er á í garð Þor­vald­ar. Þá er mál Jóhanns Hauks­sonar ekki síður athygl­is­vert. Jóhann var rek­inn frá Frétta­blað­inu fyrir geta þess að Bjarni Bene­dikts­son, dóms­mála­ráð­herra, hefði njósnað um póli­tíska and­stæð­inga sína. Njósnum Bjarna er lýst í máli Hall­dórs Lax­ness (bls. 152) sem Ólína tekur einnig fyrir af mik­illi skerpu og vísar í traustar heim­ildir máli sínu til stuðn­ings. Bjarni Bene­dikts­son var, sem dóms­mála­ráð­herra, yfir skatt­kerf­inu og giltu lög um þagn­ar­skyldu til hans. Það virð­ist samt ekki hafa flækst fyrir honum og vekur spurn­ingar um hvort mál Lax­ness hafi verið ein­stakt eða hvort upp­lýs­ingar um fleiri Íslend­inga hafi farið þessa leið. Sam­bæri­legar lýs­ingar á beit­ingu skatt­kerf­is­ins í þágu Sjálf­stæð­is­flokks­ins nú dögum má sjá í bók Jóhanns: Þræðir valds­ins, og ævi­sögum Ein­ars Kára­sonar um þá Jón Ólafs­son og Jón Ásgeir. Þá má einnig nefna grein eftir und­ir­rit­aðan um skatt­svik í aðdrag­anda hruns­ins: skatt­svik í boði hverra?

Að lokum spyr Ólína hvað sé til ráða fyrir þá sem verða fyrir atvinnu­banni, en þeir eru örugg­lega fleiri en menn grun­ar, og hver lær­dóm­ur­inn af bók­inni er. Þar vísar hún m.a. til til­lagna Sig­ur­bjargar Sig­ur­geirs­dóttur um mið­læga ráðn­ing­ar­stofu hins opin­bera undir þing­legu eft­ir­liti vegna getu­leysis umboðs­manns Alþingis til að taka á þessum mál­um. Þetta er svipað form og Frakkar gripu til eftir fall Vichy-­stjórn­ar­innar en til­urð þeirrar stjórnar og und­ir­lægju­hættur hennar við nas­ista hefur verið rakið til spill­ingar og kunn­ingja­stjórn­sýslu innan þriðja lýð­veld­is­ins 1870-1940. Nú verða allir sem hyggj­ast sækja um vinnu hjá hinu opin­bera í Frakk­landi að gang­ast undir sér­stakt próf (Concour­s). Eva Joly fór t.d. í svona próf og fékk vinnu sem rann­sókn­ar­dóm­ari, eins og frægt er orð­ið. Hún hefði aldrei getað látið sig dreyma um það án þessa fyr­ir­komu­lags. Hér hefði Ólína mátt vísa í nýju stjórn­ar­skrána, einkum 96. grein henn­ar, en hún leysir mik­inn vanda, og hefði lík­lega ekki komið til Lands­dóms­máls­ins, hefði Alþingi virt þjóð­ar­vilj­ann:

96. grein. Skipun emb­ætt­is­manna

Ráð­herrar og önnur stjórn­völd veita þau emb­ætti sem lög mæla.

Hæfni og mál­efna­leg sjón­ar­mið skulu ráða við skipun í emb­ætti.

Þegar ráð­herra skipar í emb­ætti dóm­ara og rík­is­sak­sókn­ara skal skipun borin undir for­seta Íslands til stað­fest­ing­ar. Synji for­seti skipun stað­fest­ingar þarf Alþingi að sam­þykkja skip­un­ina með 2/3 hlutum atkvæða til að hún taki gildi.

Ráð­herra skipar í önnur æðstu emb­ætti, eins og þau eru skil­greind í lög­um, að feng­inni til­lögu sjálf­stæðrar nefnd­ar. Velji ráð­herra ekki í slíkt emb­ætti einn þeirra sem nefndin telur hæf­asta er skipun háð sam­þykki Alþingis með 2/3 hlutum atkvæða.

For­seti Íslands skipar for­mann nefnd­ar­inn­ar. Um nán­ari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lög­um.

Í lögum má kveða á um að í til­tekin emb­ætti megi ein­ungis skipa íslenska rík­is­borg­ara. Krefja má emb­ætt­is­mann um eið­staf að stjórn­ar­skránni.

Þetta er athygl­is­verð bók fyrir margra hluta sakir og ættu allir að lesa hana a.m.k. fyrir kosn­ing­arnar í haust. Hún er vel unnin og frá­sögnin skipu­leg. Ólína heldur les­and­anum vel við efn­ið. Nokkrar gloppur eru þó í nafna­skrá en prent­villur fáar og strjál­ar. Ólína hefur viðað að sér miklu magni heim­ilda sem hún gerir góð skil og gott að þessum upp­lýs­ingum sé haldið til haga á einum stað. Hún er samt ekki að viðra neinn nýjan sann­leik. Þjóðin hefur lengi vitað af þessum ósköp­um. Bókin setur þennan veru­leika hins vegar í nýtt og víð­ara sam­hengi. Þess vegna vakna líka margar spurn­ingar að lestri lokn­um. Hvað ætla yfir­völd að gera? Hvernig geta þau látið sem ekk­ert sé? Hvað um nýju þing­manns­efn­in? Er þetta þjóð­fé­lagið sem á þeim brenn­ur? Spjótin bein­ast einnig að verka­lýðs­hreyf­ing­unni, einkum BSRB og BHM. Af hverju hafa þau banda­lög látið ráðn­ingar og upp­sagnir hjá hinu opin­bera afskipta­lausar og hvernig ætla þau nú að bregð­ast við?

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Spegill fyrir skuggabaldur

Höf­undur bók­ar: Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir

Heiti bók­ar: Speg­ill fyrir skugga­bald­ur. Atvinnu­bann og mis­beit­ing valds

Útgáfa: Skrudda 2020, 252 bls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar