Allur afli á markað

Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar um verðmyndun á afurðum hafsins.

Auglýsing

Eins og er flestum kunnugt um þá hefur verðlagning á uppsjávarafla ekki staðist samanburð þegar litið er til landanna í kringum okkur. Verðlagsstofa skiptaverðs ákvarðar síðan út frá meðalmarkaðsverði hvað fiskur til lóðrétt samþættaðra útgerða selst á. Raunar finnst allt að 200% munur á söluverði á uppsjávarfiski hérna miðað við Noreg. Veiðigjöldin af uppsjávarfiski eru brotabrot af því sem gengur með þorsk eða annan botnfisk og því er með öllu óskiljanlegt hvers vegna hagkvæmasta útgerðin fær lægsta veiðigjaldið.

Samkvæmt Verðlagsstofu skiptaverðs er fiskverð vegið meðaltal verða á frjálsum markaði þrjá undangengna mánuði. Af því eru síðan tekin 20% án sýnilegrar ástæðu og jafnframt fimm prósent í viðbót vegna markaðsgjalda. Því borgar útgerðarmaður sem landar hjá sjálfum sér ekki nema 75% af meðalverði, af þessu verði eru laun sjómanna síðan reiknuð.

Kveikur rakti þann 18. febrúar 2021 hvernig útgerð háttar málunum þannig að þeir sjálfir kaupafiskinn af sér erlendis og með því hafa þeir meiri stjórn á skattheimtu vegna launauppgjörs sjómanna. Þar sem sölufélagið er staðsett í skattaskjóli þá er skattheimtan af hagnaðinum síðan minni. Þessir fjármunir skila sér því ekki til Íslands.Lóðrétt samþætting.

Áður hefur komið fram að frjálslega er farið með ísmagn í fiski og hefur munurinn hlaupið á nokkrum prósentum. Kveikur rakti þann 21. nóvember 2017 málið og hefur Fiskistofa síðan þá tekið stikkprufur sem í sumum tilvikum sýna nokkurra prósenta frávik í vigtun frá því sem upp er gefið. Þar sem flestar lóðrétt samþættaðar útgerðir hafa leyfi til endurvigtunar má ætla að vandamálið hafi lítið lagast. Fiskistofa hefur tekið stikkprufur, þær eru hins vegar það fáar talsins að gögnin sem úr því koma eru ekki tölfræðilega marktæk.  

Auglýsing
Það er út af nákvæmlega svona vandamálum sem að leggja Píratar til að allur afli fari á fiskmarkað. Við viljum sjá eftirlit raungert, endurvigtunarleyfin fjarlægð. Verðmyndunin fari fram á opnum fiskmarkaði og með því leiðréttum við það sem hefur misfarist í lóðréttu samþættingunni. Það eru fáir sem óska sjávarútvegi á Íslandi einhvers ills. En er ekki nóg komið þegar hvergi í ferlinu finnst afsláttarlaus hlekkur sem bitnar með einum eða öðrum hætti á skattheimtu?

Ef Píratar fá þessu ráðið ætti verðmyndun á afurðum hafsins að taka stakkaskiptum. Hægt verður að fella niður Verðlagstofu skiptaverðs. Koma ábyrgð á eftirfylgni með launamálum og samningsbrotum við sjómenn til félaga þeirra og eftirliti með raunverulegri skekkju við verðmyndun til Samkeppnisstofnunar. Við þurfum ekki sérstaka stofnun til þess að aðstoða útgerðina við að borga lægri skatta.

Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar