Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?

Leiðrétting á skerðingum greiðslna frá TR hefur ekki fengið hljómgrunn, þótt ótrúlegt sé, því að þetta höfðar til þess að eldri borgarar hafi óskert frelsi til að vinna sér til framfærslu, skrifar Halldór Gunnarsson.

Auglýsing

Í aðdrag­anda kosn­inga á þessu ári hef ég leyft mér að skrifa und­an­farna tvo mán­uði sex greinar í Kjarn­ann um kjör eldri borg­ara, með til­liti til þeirra sem innan þess hóps eru verst sett­ir, í von um að bar­áttan yrði skerpt frá eldri borg­urum til leið­rétt­ing­ar, eða að rík­is­stjórn og stjórn­ar­þing­menn myndu breyta ein­hverjum skerð­ing­ar­á­kvæðum laga almanna­trygg­inga á þessu vor­þingi. Hvor­ugt hefur gerst. For­ysta Lands­sam­bands eldri borg­ara, stjórn og kjara­nefnd, virð­ast ráða­laus­ar, og eng­inn árangur hefur náðst varð­andi leið­rétt­ingar und­an­farin mörg ár. Langur sjón­varps­þáttur nýverið um vel­ferð aldr­aðra fjall­aði ekk­ert um kjara­mál­in, en for­sæt­is­ráð­herra vék í ávarpi sínu að þeim lag­fær­ingum sem rík­is­stjórn hennar hefði stuðlað að með sér­stökum lögum um bætur til þeirra sem lít­inn eða engan stuðn­ing hefðu feng­ið.

Auglýsing

Í síð­ustu grein minni 19. febr­úar s.l. vék ég sér­stak­lega að þessum stuðn­ingi, sem for­sæt­is­ráð­herra nefndi í ávarpi sínu. Hann varð­aði ein­göngu inn­flytj­endur og Íslend­inga sem búið höfðu erlend­is. Stuðn­ing­ur­inn hefði getað numið kr. 129.310 til hjóna eða sam­búð­ar­fólks á mán­uði og kr. 170.784 til ein­stak­linga með heim­il­is­upp­bót eftir að hafa greitt skatt af greiðsl­un­um. En hindr­anir og flækju­stig lag­anna voru með þeim ólík­ind­um, að í upp­hafi árs höfðu aðeins 141 ein­stak­lingur sótt um þetta!

Leið­rétt­ing á skerð­ingum greiðslna frá TR vegna vinnu­launa

Talið hefur verið að það myndi kosta rík­is­sjóð um 2 millj­arða króna ef 45% skerð­ing vegna vinnu­launa umfram kr 100 þús­und á mán­uði yrði afnum­in. Ekki er reikn­aður með í því dæmi virð­is­auk­inn af auk­inni veltu fólks­ins, sem myndi koma til vinnu og ekki heldur lífs­bati þeirra sem hafa kosið að sitja heima full­frísk, fremur en að láta hirða af sér um 80% af því sem unnið yrði umfram þau laun. Ef þetta væri reiknað með tel ég að afnám skerð­ing­anna myndi ekki kosta rík­is­sjóð neitt. Heldur hitt, að rík­is­sjóður myndi hagn­ast vegna auk­inna tekna sem yrðu skatt­lagð­ar, ásamt veltu af virð­is­auka. Auk þess yrði heilsan betri og lífs­gleðin meiri hjá þessum eldri borg­ur­um, og kjöl­farið minni útgjöld rík­is­sjóðs vegna veik­inda og þung­lynd­is.

Leið­rétt­ing hefur ekki fengið hljóm­grunn, þótt ótrú­legt sé, því að þetta höfðar til þess að eldri borg­arar hafi óskert frelsi til að vinna sér til fram­færslu og greiða jafn­framt skatta til sam­fé­lags­ins af þeirri vinnu.

Leið­rétt­ing á skerð­ingum greiðslna frá TR vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna

Skerð­ing­ar­á­kvæði laga um almanna­trygg­ingar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna eru taldar spara rík­is­sjóði um 26 millj­arða króna.

Greiðslur sem eldri borg­arar fá úr líf­eyr­is­sjóði eru af TR með­höndl­aðar sem fjár­magnstekj­ur, og séu þær umfram kr 25 þús­und á mán­uði, þá skerð­ast greiðslur frá TR um 45%.

Ef líf­eyr­is­greiðsl­urnar væru hins vegar taldar launa­tekjur væru þær ekki skertar fyrr en við 100 þús. króna mark­ið. Í skatta­lögum eru líf­eyr­is­greiðslur þó skil­greindar sem laun og skatt­lagðar með miklu hærra hlut­falli en ef þær væru fjár­magnstekj­ur. Í lögum um tekju­skatt nr. 90/2003 er kveðið á um að líf­eyrir telj­ist til launa, en þar seg­ir: „End­ur­gjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjón­ustu, án til­lits til við­mið­un­ar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með telj­ast til dæmis hvers konar bið­laun, starfs­laun, nefnd­ar­laun, stjórn­ar­laun, eft­ir­laun og líf­eyr­ir, fatn­að­ur, fæði, hús­næði, risnu­fé, verk­færa­pen­ing­ar, öku­tækja­styrkir, flutn­ings­pen­ingar og aðrar hlið­stæðar starfstengdar greiðsl­ur, fríð­indi og hlunn­indi, svo og fram­lög og gjafir sem sýni­lega eru gefnar sem kaup­auki.”

Í lögum um almanna­trygg­ingar nr. 100/2007 er kveðið á um það í 2. gr., í 9. og 10. tl. að ekki sé mis­munur á atvinnu­tekjum og atvinnu­tengdum líf­eyr­is­sjóðs­greiðsl­um.

Auk þessa sem hér að framan greinir eru líf­eyr­is­sjóðs­tekjur skatt­lagðar tvisvar, gagn­vart þeim sem greiddu skatt af greiðslum í líf­eyr­is­sjóð frá 1969 til 1988, en eru nú skatt­lagðir á ný af sama stofni fjár­magns, sem getur varla talist lög­leg­t. 

Það hlýtur að telj­ast lág­marks­skylda núver­andi rík­is­stjórnar að horfast í augu við fram­an­greindar stað­reynd­ir. En hingað til hafa leið­rétt­ing­ar, sem horfa til sann­girni, heil­brigðrar skyn­semi og í sumum til­vikum til fárán­legrar laga­túlk­un­ar, engan hljóm­grunn fengið hjá stjórn­völd­um.

Leið­rétt­ing á lög­bundnum árlegum hækk­unum bóta almanna­trygg­inga

Þessi hækkun er fram­kvæmd einu sinni á ári, fyrsta jan­ú­ar. Þess vegna tekur sú hækkun mið af reikn­aðri hækkun ári áður, þ.e.a.s. á þessu ári miðað við árið 2019. Sam­kvæmt 69. gr. laga um almanna­trygg­ingar er kveðið á um að bæt­ur „skuli breyt­ast árlega í sam­ræmi við fjár­lög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launa­þró­un, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verð­lag sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.” Út frá þess­ari laga­grein kemst rík­i­s­tjórn árlega að þeirri nið­ur­stöðu að miða ein­göngu við fjár­lög­in, útfrá gef­inni pró­sentu, tvö síð­ustu ár út frá sömu pró­sentu 3,6%, sam­tals 7,2% fyrir árin 2019 og 2020, en það ár var bætt við hækkun upp á 2,5% vegna sömu pró­sentu­hækk­ana rík­is­ins á þjón­ustu og einka­sölu. Á þessum árum hækk­uðu laun í land­inu hins vegar um a.m.k. 17%.

Ekki hefur feng­ist nein leið­rétt­ing í mörg ár á því að fylgt sé ákvæðum lag­anna þess efnis að greiðslur almanna­trygg­inga hækki aldrei minna en verð­lag sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.

Við­horf þeirra sem ráða

Þrátt fyrir rök­stuðn­ing og stað­reynd­ir, sem fram eru settar um stöðu þeirra eldri borg­ara sem minnst fá greitt frá TR, og sýnt fram á hvernig lög eru brot­in, ásamt því að bent hefur verið á lof­orð um bætur í þing­ræð­um, fram­boðs­ræðum og bréfi fram­bjóð­enda fyrir kosn­ing­ar, þá er svarið alltaf á sama veg. Aldrei hefur meira verið gert fyrir aldr­aða, eins og t.d. svar fjár­mála­ráð­herra við nýlegri fyr­ir­spurn, sem birt­ist í Kjarn­an­um: „Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand­anna af þeim sem fá bætur frá almanna­­trygg­ingum batnað hrað­­ast á und­an­­förnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand­anna en þiggja þó eitt­hvað úr almanna­­trygg­inga­­kerf­in­u.”

Auglýsing

Hvernig skyldi ráð­herr­ann svara þeirri ein­földu spurn­ingu, að íslenska ríkið greiði hlut­falls­lega lægst allra þjóða innan OECD til eldri borg­ara gegnum TR?

Síðan segir ráð­herr­ann að Íslend­ingar eigi að vera stoltir af öfl­ugu almanna­trygg­inga­kerfi. Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borg­urum árlega um 28 millj­arða vegna skerð­inga á greiðslum TR til þeirra? Hvernig getur þjóð, sem þarf ekki að bera kostnað af rekstri hers með dýrum dráp­stækj­um, en býr jafn­framt að auð­ugum miðum umhverfis land­ið, ásamt gæðum lands­ins, fall­vötnum til raf­orku­fram­leiðslu, jarð­hita og tæru renn­andi vatni, verið lægst í hópi OECD ríkja í stuðn­ingi við þá sem minnst hafa til lífs­bjarg­ar? Þegar sér­fræð­ingar og ráð­herrar telja líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur með sem fram­lag rík­is­ins til eldri borg­ara, þá er það ekk­ert annað en stað­reynda­föls­un.

Hvað gætu eldri borg­arar gert til að ná fram lág­marks leið­rétt­ingu?

For­ysta LEB gæti lagt fram til­lögur til rík­is­stjórnar um lág­marks­lag­fær­ingu á kjörum eldri borg­ara, sem næðu til þeirra sem verst eru settir í sam­ræmi við sam­þykkt lands­fundar um kjara­mál frá 30.6.2020. Ef engin við­brögð yrðu við því fyr­ir  lands­fund LEB á þessu ári, yrði að mínu áliti að leggja fyrir fund­inn til­lögu um að félög eldri borg­ara um land allt, stæðu saman að fram­boði undir nýrri for­ystu stjórnar LEB. Það gæti verið sjálf­stætt fram­boð eða með sam­starfi við annan flokk með skrif­legum skuld­bind­ingum stjórnar þess flokks um stefnu í þessum  mála­flokki og þátt­töku í fram­boði, skil­yrt aðeins til þátt­töku á næsta þingi. Ef sér­stakur flokkur eldri borg­ara næði kjöri til alþing­is, myndu þessi mál njóta for­gangs hjá flokkn­um, ásamt því að styðja önnur góð mál til heilla fyrir land og þjóð.

Höf­undur er for­­maður kjara­ráðs félags eldri borg­­ara í Rang­ár­valla­­sýslu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar