Við og hinn hópurinn af eldri borgurum

Halldór Gunnarsson segir að núverandi ríkisstjórn hafi ekkert gert í þágu þeirra sem fá greiðslur frá TR – þrátt fyrir skrifuð loforð og framsetningu í þingræðum um úrbætur.

Auglýsing

Við, sem erum í hópi 5.000 eldri borg­arar af um 43 þús­und eldri borg­urum 67 ára og eldri, njótum þess að fá engar greiðslur frá almanna­trygg­ingum (TR), enda þótt við eigum rétt á að fá lága greiðslu grunn­trygg­inga frá TR, eins og var óslitið til 2009. Við, sem höfum með líf­eyri, vinnu og fjár­magnstekjum yfir 600.000 kr. á mán­uði, þurfum ekki að sæta 45% skerð­ingu á tekjum okkar umfram 25.000 kr. á mán­uði eða skerð­ingu á vinnu­launum eða verk­taka­greiðslum um 45% umfram 100.000 kr. á mán­uði frá TR. 

Þetta hef ég rök­studd ásamt fleiru í fimm greinum í Kjarn­an­um: „Mis­munun og rang­læti gagn­vart líf­eyr­is­þegum“, „Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn og hækkun bóta“, „Margir eldri borg­arar hýru­dregnir“, „Staða eldri borg­ara í fátækt eða á hjúkr­un­ar­heim­ilum“ og „Með­ferð á eldri borg­urum – skerð­ing­ar, týndar greiðslur og líf­eyr­is­sjóð­ir“.

Það sem var gert fyrir okkur

Við breyt­ingar á skatta- og gjalda­kerfi rík­is­ins í upp­hafi þessa árs, lækk­uðu hjá þeim hópi, sem ég til­heyri skatt­ar, þó skatt­leys­is­mörkin hefðu verið lækkuð annað árið í röð, en það kom ekki að sök vegna þeirra tekna sem við höf­um. Skatta­lækk­unin hvarf næstum hjá hinum hópn­um. Við sem höfum efni á lag­fær­ingu íbúð­ar­húsa, fengum hækkun á end­ur­greiðslu VSK-skatts vegna vinnu úr 60% í 100%. Lang­þráð lag­fær­ing fékkst um afnám skatt­lagn­ingar á sölu­hagn­aði sum­ar­húsa, sem nýt­ist okkur vafa­laust betur en hinum hópn­um. 

Við sem eignir eig­um, fengum einnig þá leið­rétt­ingu fyrir afkom­endur okk­ar, að skatt­frels­is­mörk erfða­fjárs­skatts voru hækkuð úr 1,5 millj­ónum í 5 millj­ónir króna. En það sem var einkum gert fyrir okk­ur, umfram hinn hóp­inn, var að frí­tekju­mark fjár­magnstekna frá skatti var hækkað um 100%, úr 150 þús­und í 300 þús­und kr. á ári. Frí­tekju­mark hjá hinum hópnum er 0 kr. frá skatti og að auki með óbreytt skerð­ing­ar­mörk hjá TR, eins og und­an­farin fjögur ár.

Auglýsing

Hvað var gert fyrir hina, sem eru um 38 þús­und eldri borg­ar­ar?

Engar bætur hafa náðst fram til þeirra, heldur þvert á móti, að þeir sem minnst hafa innan hóps­ins, fengu smátt og smátt minna und­an­farin 11 ár í sam­an­burði við aðra hópa í þjóð­fé­lag­inu. Greiðslur frá TR hafa ekki fylgt launa­þróun frá hruni og skerð­ing­arnar hafa skert enn frekar greiðslur allt frá 2009 og verið óbreyttar hjá núver­andi rík­i­s­tjórn frá 2017, þótt allar aðrar greiðslur í sam­fé­lag­inu hafi árlega tekið mið af verð­lagi og launa­þró­un. Um 32.000 eldri borg­arar fá skerð­ingar á greiðsl­um, um 3.500 eldri borg­arar á hjúkr­un­ar­heim­ilum eru ofur­skertir og lík­lega um 2.700 eldri borg­arar þiggja ekki greiðslur frá TR. 

Þeir vinna lengur því þeir meta meira frelsi til að vinna og frelsi frá eft­ir­liti TR, en að fá skertar greiðslur frá stofn­un­inni. Ein laga­setn­ing var þó gerð 3. júlí 2020 af núver­andi stjórn­ar­flokkum um við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða. Það var stuðn­ing­ur, sem átti að ná, lík­ega til um 800 eldri borg­ara hér á landi, inn­flytj­anda, sem höfðu ekki rétt­indi til greiðslu frá TR og til Íslend­inga, sem höfðu misst rétt­indi vegna búsetu erlend­is, enda þótt þeir hefðu áður greitt til almanna­tryggg­inga og sjúkra­sam­laga hluta af launum sínum til 1986 og eftir það sam­bæri­legar greiðslur með hækkun skatt­pró­sentu. Þessi laga­breyt­ing er eina bótin sem ráð­herrar geta höfðað til um hækk­aðar greiðsl­ur, þegar þeir segja að staða eldri borg­ara hafi verið bætt í stjórn­ar­tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. En hverju skil­aði lög­gjöf­in?

Lög um félags­legan við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða nr 74 / 3.7. 2020

Lögin kveða á um 90% af grunn­greiðslu TR til eldri borg­ara, eða kr. 129.310, en með heim­il­is­upp­bót kr. 170.784 á mán­uði, báðar eftir skatt­greiðslu. Lögin eru í mörgum ýtar­legum laga­greinum með skerð­ing­um, hindr­unum og eft­ir­liti frá TR, í lík­ingu við aðrar vald­heim­ildir TR um greiðsl­ur, sem eðli­legt er að folk geri sér grein fyr­ir: 

 Í 4. gr lag­anna er kveðið á um að við­kom­andi hafi áður „sótt um og tekið út að fullu öll rétt­indi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launa­tengd rétt­indi, greiðslur almanna­trygg­inga og félags­lega aðstoð rík­is­ins sem og atvinnu­tengdar og iðgjalda­tengdar líf­eyr­is­greiðslur hjá íslenskum og erlendum aðil­u­m.“

 Í 5. gr. segir m.a.: „Hafi umsækj­andi þegar fengið greidda fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­lags á sama tíma­bili sem greitt er fyrir aftur í tím­ann skv. 4. mgr. 9. gr. skal við­bót­ar­stuðn­ing­ur­inn nema mis­mun­inum fyrir það tíma­bil. Sama á við um þann mánuð er greiðslur hefj­ast.“

Í 7. gr. seg­ir: „Ekki kemur til greiðslu við­bót­ar­stuðn­ings sam­kvæmt lögum þessum nemi eignir umsækj­anda í pen­ingum eða verð­bréfum hærri fjár­hæð en 4.000.000 kr.“

Í 12. gr. er kveðið á um upp­lýs­inga­skyldu til TR varð­andi þessa ein­stak­linga, til að hægt sé að skerða þessa lág­marks­greiðslu enn frekar: „Skatt­ur­inn, Vinnu­mála­stofn­un, sjúkra­trygg­inga­stofn­un­in, Þjóð­skrá Íslands, Inn­heimtu­stofnun sveit­ar­fé­laga, Fang­els­is­mála­stofn­un, Útlend­inga­stofn­un, rík­is­lög­reglu­stjóri, Sam­göngu­stofa, líf­eyr­is­sjóð­ir, sjúkra­stofn­an­ir, dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili, sveit­ar­fé­lög, Mennta­sjóður náms­manna, við­ur­kenndar mennta­stofn­anir innan hins almenna mennta­kerfis og skólar á háskóla­stigi skulu láta Trygg­inga­stofnun í té upp­lýs­ingar með raf­rænum hætti eða á annan hátt að því marki sem slíkar upp­lýs­ingar eru nauð­syn­legar til að unnt sé að fram­fylgja lögum þess­um.“

Í 13. grein er m.a. fjallað um rök­studdan grun: „Leiki rök­studdur grunur á að heim­ild til greiðslna sé ekki fyrir hendi er heim­ilt að fresta greiðslum tíma­bundið meðan mál er rann­sakað frekar og stöðva greiðslur komi í ljós að skil­yrðum greiðslna er ekki full­nægt. [...] Leiki rök­studdur grunur á að greiðslur eigi sér stað á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga frá greiðslu­þega er heim­ilt að afla upp­lýs­inga frá þriðja aðila sem ætla má að geti veitt upp­lýs­ingar er máli skipta í því skyni að leið­rétta greiðsl­ur.“

141 höfðu sótt um í byrjun árs 2020

Hindr­anir þess­ara laga um við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða eru svo íþyngj­andi og flóknar að aðeins höfðu 141 ein­stak­lingur lík­lega af um 800 sótt um greiðslur frá TR í árs­byrjun 2021. Þegar lögin eru lesin er spurt: Hvernig geta þing­menn sam­þykkt svona lög, skrifuð af emb­ætt­is­mönnum til að þókn­ast þeim ráð­herra sem málið flyt­ur? 

Nið­ur­staða 

Núver­andi rík­is­stjórn hefur ekk­ert gert í þágu þeirra, sem fá greiðslur frá TR, þrátt fyrir skrifuð lof­orð og fram­setn­ingu í þing­ræðum um úrbæt­ur. Hún hefur við­haldið áfram skerð­ing­ar­á­kvæðum fyrri rík­i­s­tjórna vinstri flokka. Að núver­andi rík­i­s­tjórn sjái ekki einu sinni rétt­læti í því að eldri borg­ar­ar, sem minnst hafa, fái að vinna sér til bjargar og greiða skatta af þeim laun­um, er óskilj­an­legt, sér­stak­lega í ljósi þess, að rök­styðja má að það kosti rík­i­s­jóð nán­ast ekk­ert. Í stað þess er við­haldið skerð­ing­um, sem jafn­gilda skatt­lagn­ingu um 80% af vinnu umfram 100 þús­und kr. á mán­uð­i. Var laga­breyt­ingin um við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða, það sem ráð­herrar meintu um auknar bætur TR til eldri borg­ara und­an­farin tæp fjögur ár? Nei, laga­setn­ingin var um enn meiri skerð­ingar greiðslna frá TR til þeirra, sem allra minnst geta fengið og kerfið hafði týnt og finnur reyndar ekki enn. 

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar