Við og hinn hópurinn af eldri borgurum

Halldór Gunnarsson segir að núverandi ríkisstjórn hafi ekkert gert í þágu þeirra sem fá greiðslur frá TR – þrátt fyrir skrifuð loforð og framsetningu í þingræðum um úrbætur.

Auglýsing

Við, sem erum í hópi 5.000 eldri borg­arar af um 43 þús­und eldri borg­urum 67 ára og eldri, njótum þess að fá engar greiðslur frá almanna­trygg­ingum (TR), enda þótt við eigum rétt á að fá lága greiðslu grunn­trygg­inga frá TR, eins og var óslitið til 2009. Við, sem höfum með líf­eyri, vinnu og fjár­magnstekjum yfir 600.000 kr. á mán­uði, þurfum ekki að sæta 45% skerð­ingu á tekjum okkar umfram 25.000 kr. á mán­uði eða skerð­ingu á vinnu­launum eða verk­taka­greiðslum um 45% umfram 100.000 kr. á mán­uði frá TR. 

Þetta hef ég rök­studd ásamt fleiru í fimm greinum í Kjarn­an­um: „Mis­munun og rang­læti gagn­vart líf­eyr­is­þegum“, „Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn og hækkun bóta“, „Margir eldri borg­arar hýru­dregnir“, „Staða eldri borg­ara í fátækt eða á hjúkr­un­ar­heim­ilum“ og „Með­ferð á eldri borg­urum – skerð­ing­ar, týndar greiðslur og líf­eyr­is­sjóð­ir“.

Það sem var gert fyrir okkur

Við breyt­ingar á skatta- og gjalda­kerfi rík­is­ins í upp­hafi þessa árs, lækk­uðu hjá þeim hópi, sem ég til­heyri skatt­ar, þó skatt­leys­is­mörkin hefðu verið lækkuð annað árið í röð, en það kom ekki að sök vegna þeirra tekna sem við höf­um. Skatta­lækk­unin hvarf næstum hjá hinum hópn­um. Við sem höfum efni á lag­fær­ingu íbúð­ar­húsa, fengum hækkun á end­ur­greiðslu VSK-skatts vegna vinnu úr 60% í 100%. Lang­þráð lag­fær­ing fékkst um afnám skatt­lagn­ingar á sölu­hagn­aði sum­ar­húsa, sem nýt­ist okkur vafa­laust betur en hinum hópn­um. 

Við sem eignir eig­um, fengum einnig þá leið­rétt­ingu fyrir afkom­endur okk­ar, að skatt­frels­is­mörk erfða­fjárs­skatts voru hækkuð úr 1,5 millj­ónum í 5 millj­ónir króna. En það sem var einkum gert fyrir okk­ur, umfram hinn hóp­inn, var að frí­tekju­mark fjár­magnstekna frá skatti var hækkað um 100%, úr 150 þús­und í 300 þús­und kr. á ári. Frí­tekju­mark hjá hinum hópnum er 0 kr. frá skatti og að auki með óbreytt skerð­ing­ar­mörk hjá TR, eins og und­an­farin fjögur ár.

Auglýsing

Hvað var gert fyrir hina, sem eru um 38 þús­und eldri borg­ar­ar?

Engar bætur hafa náðst fram til þeirra, heldur þvert á móti, að þeir sem minnst hafa innan hóps­ins, fengu smátt og smátt minna und­an­farin 11 ár í sam­an­burði við aðra hópa í þjóð­fé­lag­inu. Greiðslur frá TR hafa ekki fylgt launa­þróun frá hruni og skerð­ing­arnar hafa skert enn frekar greiðslur allt frá 2009 og verið óbreyttar hjá núver­andi rík­i­s­tjórn frá 2017, þótt allar aðrar greiðslur í sam­fé­lag­inu hafi árlega tekið mið af verð­lagi og launa­þró­un. Um 32.000 eldri borg­arar fá skerð­ingar á greiðsl­um, um 3.500 eldri borg­arar á hjúkr­un­ar­heim­ilum eru ofur­skertir og lík­lega um 2.700 eldri borg­arar þiggja ekki greiðslur frá TR. 

Þeir vinna lengur því þeir meta meira frelsi til að vinna og frelsi frá eft­ir­liti TR, en að fá skertar greiðslur frá stofn­un­inni. Ein laga­setn­ing var þó gerð 3. júlí 2020 af núver­andi stjórn­ar­flokkum um við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða. Það var stuðn­ing­ur, sem átti að ná, lík­ega til um 800 eldri borg­ara hér á landi, inn­flytj­anda, sem höfðu ekki rétt­indi til greiðslu frá TR og til Íslend­inga, sem höfðu misst rétt­indi vegna búsetu erlend­is, enda þótt þeir hefðu áður greitt til almanna­tryggg­inga og sjúkra­sam­laga hluta af launum sínum til 1986 og eftir það sam­bæri­legar greiðslur með hækkun skatt­pró­sentu. Þessi laga­breyt­ing er eina bótin sem ráð­herrar geta höfðað til um hækk­aðar greiðsl­ur, þegar þeir segja að staða eldri borg­ara hafi verið bætt í stjórn­ar­tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. En hverju skil­aði lög­gjöf­in?

Lög um félags­legan við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða nr 74 / 3.7. 2020

Lögin kveða á um 90% af grunn­greiðslu TR til eldri borg­ara, eða kr. 129.310, en með heim­il­is­upp­bót kr. 170.784 á mán­uði, báðar eftir skatt­greiðslu. Lögin eru í mörgum ýtar­legum laga­greinum með skerð­ing­um, hindr­unum og eft­ir­liti frá TR, í lík­ingu við aðrar vald­heim­ildir TR um greiðsl­ur, sem eðli­legt er að folk geri sér grein fyr­ir: 

 Í 4. gr lag­anna er kveðið á um að við­kom­andi hafi áður „sótt um og tekið út að fullu öll rétt­indi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launa­tengd rétt­indi, greiðslur almanna­trygg­inga og félags­lega aðstoð rík­is­ins sem og atvinnu­tengdar og iðgjalda­tengdar líf­eyr­is­greiðslur hjá íslenskum og erlendum aðil­u­m.“

 Í 5. gr. segir m.a.: „Hafi umsækj­andi þegar fengið greidda fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­lags á sama tíma­bili sem greitt er fyrir aftur í tím­ann skv. 4. mgr. 9. gr. skal við­bót­ar­stuðn­ing­ur­inn nema mis­mun­inum fyrir það tíma­bil. Sama á við um þann mánuð er greiðslur hefj­ast.“

Í 7. gr. seg­ir: „Ekki kemur til greiðslu við­bót­ar­stuðn­ings sam­kvæmt lögum þessum nemi eignir umsækj­anda í pen­ingum eða verð­bréfum hærri fjár­hæð en 4.000.000 kr.“

Í 12. gr. er kveðið á um upp­lýs­inga­skyldu til TR varð­andi þessa ein­stak­linga, til að hægt sé að skerða þessa lág­marks­greiðslu enn frekar: „Skatt­ur­inn, Vinnu­mála­stofn­un, sjúkra­trygg­inga­stofn­un­in, Þjóð­skrá Íslands, Inn­heimtu­stofnun sveit­ar­fé­laga, Fang­els­is­mála­stofn­un, Útlend­inga­stofn­un, rík­is­lög­reglu­stjóri, Sam­göngu­stofa, líf­eyr­is­sjóð­ir, sjúkra­stofn­an­ir, dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili, sveit­ar­fé­lög, Mennta­sjóður náms­manna, við­ur­kenndar mennta­stofn­anir innan hins almenna mennta­kerfis og skólar á háskóla­stigi skulu láta Trygg­inga­stofnun í té upp­lýs­ingar með raf­rænum hætti eða á annan hátt að því marki sem slíkar upp­lýs­ingar eru nauð­syn­legar til að unnt sé að fram­fylgja lögum þess­um.“

Í 13. grein er m.a. fjallað um rök­studdan grun: „Leiki rök­studdur grunur á að heim­ild til greiðslna sé ekki fyrir hendi er heim­ilt að fresta greiðslum tíma­bundið meðan mál er rann­sakað frekar og stöðva greiðslur komi í ljós að skil­yrðum greiðslna er ekki full­nægt. [...] Leiki rök­studdur grunur á að greiðslur eigi sér stað á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga frá greiðslu­þega er heim­ilt að afla upp­lýs­inga frá þriðja aðila sem ætla má að geti veitt upp­lýs­ingar er máli skipta í því skyni að leið­rétta greiðsl­ur.“

141 höfðu sótt um í byrjun árs 2020

Hindr­anir þess­ara laga um við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða eru svo íþyngj­andi og flóknar að aðeins höfðu 141 ein­stak­lingur lík­lega af um 800 sótt um greiðslur frá TR í árs­byrjun 2021. Þegar lögin eru lesin er spurt: Hvernig geta þing­menn sam­þykkt svona lög, skrifuð af emb­ætt­is­mönnum til að þókn­ast þeim ráð­herra sem málið flyt­ur? 

Nið­ur­staða 

Núver­andi rík­is­stjórn hefur ekk­ert gert í þágu þeirra, sem fá greiðslur frá TR, þrátt fyrir skrifuð lof­orð og fram­setn­ingu í þing­ræðum um úrbæt­ur. Hún hefur við­haldið áfram skerð­ing­ar­á­kvæðum fyrri rík­i­s­tjórna vinstri flokka. Að núver­andi rík­i­s­tjórn sjái ekki einu sinni rétt­læti í því að eldri borg­ar­ar, sem minnst hafa, fái að vinna sér til bjargar og greiða skatta af þeim laun­um, er óskilj­an­legt, sér­stak­lega í ljósi þess, að rök­styðja má að það kosti rík­i­s­jóð nán­ast ekk­ert. Í stað þess er við­haldið skerð­ing­um, sem jafn­gilda skatt­lagn­ingu um 80% af vinnu umfram 100 þús­und kr. á mán­uð­i. Var laga­breyt­ingin um við­bót­ar­stuðn­ing við aldr­aða, það sem ráð­herrar meintu um auknar bætur TR til eldri borg­ara und­an­farin tæp fjögur ár? Nei, laga­setn­ingin var um enn meiri skerð­ingar greiðslna frá TR til þeirra, sem allra minnst geta fengið og kerfið hafði týnt og finnur reyndar ekki enn. 

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar