Stefnuskráin

Fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins segir að kosningabaráttan framundan eigi að vera uppgjör við nýfrjálshyggjufaraldurinn.

Auglýsing

Sig­urður E. Guð­munds­son heill­að­ist ungur af hug­sjón jafn­að­ar­stefn­unn­ar, enda alinn upp á fátæku alþýðu­heim­ili í Reykja­vík í miðri heimskreppu. Reyndar má ýkju­laust segja,  að ævi­starf hans hafi snú­ist um að hrinda hug­sjón­inni í fram­kvæmd. Sem for­stöðu­maður Hús­næð­is­mála­stofn­unar rík­is­ins  var það hans dag­lega við­fangs­efni að greiða fyrir aðgengi fólks að mann­sæm­andi hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um.

Í stað þess að fara að „njóta lífs­ins“ að loknum far­sælum starfs­ferli, lét hann ræt­ast æsku­draum sinn um að sökkva sér niður í nám og rann­sóknir í félags­vís­ind­um. Árang­ur­inn af því er þessi: Sagan af því, hvernig hug­sjóna­menn í þjón­ustu fátæks fólks breyttu harð­neskju­legu þjóð­fé­lagi til hins betra: „Ör­yggi þjóðar – frá vöggu til graf­ar: Þættir úr sögu vel­ferðar 1887-1947“. Sjálfur féll Sig­urður frá, áður en verk­inu var lok­ið, svo að Jón Þ. Þór, sagn­fræð­ing­ur, bjó það til prent­un­ar. Hann breytti dokt­ors­rit­gerð í bók við alþýðu­hæfi.

Þetta er viða­mikil bók (um 500 bls.) og náma af fróð­leik. Það er kosn­ingaár framund­an. Vel­ferð­ar­ríkið á í vök að verj­ast. Hvað vita fram­bjóð­endur um sögu þess, fjár­mögnun og veil­ur? Þeir sem  vilja vinna að útrým­ingu fátækt­ar, jafna lífs­kjör og rétta hjálp­ar­hönd ungri kyn­slóð, sem hefur verið úthýst af hús­næð­is­mark­aðn­um,  geta lært margt af lestri þess­arar bók­ar. Hvers vegna stendur vel­ferð­ar­kerfið svo illa undir   vænt­ingum svo margra? 

Þetta rit Sig­urðar E. Guð­munds­sonar er vel­komin við­bót við verk  Dr. Stef­áns Ólafs­son­ar, pró­fess­ors og félaga: Íslenska leið­in. Almanna­trygg­ingar og vel­ferð í fjöl­þjóð­legum sam­an­burði (1999), Þróun vel­ferðar 1988-2008 og Ójöfn­uður á Íslandi: Skipt­ing tekna og eigna í fjöl­þjóð­legu sam­hengi (2017).

Erindi við okk­ur?

Hvaða erindi  á þessi saga Sig­urðar við okk­ur, sem nú búum í einu rík­asta þjóð­fé­lagi heims? Þetta er sagan um það, hvernig for­feður okkar og for­mæður brut­ust úr örbirgð til bjarg­álna. Hvernig fram­sýnir stjórn­mála­menn, sem voru vand­anum vaxnir og kunnu  til verka, virkj­uðu sam­stöðu fátæks fólks til að  vinna bug á fátækt, skorti, heilsu – og örygg­is­leysi, um eigin afkomu og afkom­enda sinna. Þetta gerð­ist ekki af sjálfu sér. Þetta gerð­ist ekki fyrir atbeina hinnar „ósýni­legu hand­ar“ mark­að­ar­ins. Þetta var póli­tík. Rík­is­valdið axl­aði ábyrgð (rétt eins og núna í plág­unn­i). Það var ekki gert með bylt­ingu. Þetta var gert með frið­sam­legum og lýð­ræð­is­legum hætti með því að virkja sam­stöðu þess fátæka fólks, sem átti undir högg að sækja.

Auglýsing
Mesta afrekið var lög­fest­ing alþýðu­trygg­inga (slysa-, sjúkra-, elli- og örorku­trygg­inga) í miðri heimskreppu, að frum­kvæði Har­aldar Guð­munds­son­ar, ráð­herra atvinnu- og félags­mála, í „rík­is­stjórn hinna vinn­andi stétta”. Þessu var fylgt eft­ir, rúmum ára­tug síð­ar, fyrir atbeina Nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar í lok stríðs­ins 1946-47. Þá voru ger­breyttar kring­um­stæður í þjóð­fé­lag­inu. Við höfðum sloppið við eyði­legg­ingu stríðs­ins en notið stríðs­gróð­ans á fullu. Jón Blön­dal, einn af hugs­uðum þess­arar þjóð­fé­lags­bylt­ing­ar, sagði: „Með lög­unum um alþýðu­trygg­ing­ar  1936 .... varð alger bylt­ing í íslenskri alþýðu­trygg­inga­lög­gjöf og fram­kvæmd henn­ar. Þessi lög­gjöf markar án efa eitt­hvert stærsta sporið í íslenskri félags­mála­lög­gjöf fyrr og síð­ar­“. 

Annað stór­virki, sem umbylti lífs­kjörum fátæks fólks, var lög­gjöfin um verka­manna­bú­staði, sem mót­að­ist á árunum 1928 – 1946. Þar með var fátæku fólki í fyrsta sinn gert  kleyft, með sam­fé­lags­legum lausnum, að fá aðgengi að mann­sæm­andi hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­u­m. 

Allt þetta: Almanna­trygg­ingar (þ.m.t. aðgengi að gjald­frjálsri heilsu­gæslu); aðgengi að menntun (án til­lits til efna­hags og þjóð­fé­lags­stöðu) og aðgengi að  mann­sæm­andi hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum, umbylti þjóð­fé­lag­inu.

Nor­ræna mód­elið

Efist ein­hver um það, þarf ekki nema að líta til þjóð­fé­lags­á­stands­ins í Banda­ríkjum N-Am­er­íku sam­tím­ans. Þar eru engar almanna­trygg­ing­ar. Missi fólk vinn­una, missir það um leið sjúkra­trygg­ing­una.  Það má ekk­ert út af bera til þess að við­kom­andi lendi ekki á ver­gang­i.  Banda­ríkja­menn verja hlut­falls­lega tvö­faldri upp­hæð af þjóð­ar­fram­leiðslu í sam­an­burði við Norð­ur­lönd til heil­brigð­is­mála, í einka­væddu kerfi, sem þjónar hinum ríku. Það er ein helsta und­ir­rótin að klofn­ingi þjóð­fé­lags­ins milli ofur­ríkra og fátækra/rétt­lausra. Lýð­ræðið er hætt að virka.

Hvað er það, sem í okkar til­viki á Íslandi (og ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um) breytti mann­fjand­sam­legum kap­ít­al­isma í sam­fé­lag, sem þjónar mann­legum þörf­um? Og lætur ekki bara stjórn­ast af gróða­fíkn for­rétt­inda­hópa? Svar:  það var stjórn­mála­hreyf­ing jafn­að­ar­manna, með atbeina öfl­ugrar verka­lýðs­hreyf­ingar á vinnu­mark­aðn­um. Sam­starf þess­ara afla hefur skapað nor­ræna sam­fé­lags­mód­elið, sem öllum – sem bera skyn­bragð á – ber nú saman um, að sé eft­ir­sókn­ar­verð­asta sam­fé­lag okkar tíma.

Hvaða stjórn­mála­menn voru það, sem með verkum sínum skör­uðu fram úr við að breyta þjóð­fé­lag­inu til hins betra til fram­búð­ar? Sig­urður E. Guð­munds­son nefnir til sög­unnar í bók sinni þrjá menn, sem að öðrum ólöst­uðum bera af, og við stöndum í þakk­ar­skuld við: 

Har­aldur Guð­munds­son (1892-1971)

Haraldur Guðmundsson.Sem atvinnu- og félags­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn „hinna vinn­andi stétta“ á kreppu­ár­unum og frum­kvöð­ull að  grund­vall­ar­lög­gjöf­inni um alþýðu­trygg­ing­ar, 1936, verð­skuldar hann nafn­bót­ina: „Faðir íslenska vel­ferð­ar­rík­is­ins“.

Héð­inn Valdi­mars­son (1892-1948 )

Héðinn Valdimarsson.Athafna­maður og verka­lýðs­leið­togi. Það var hann, sem leiddi þús­undir fátæks fólks upp úr sagga­kjöll­urum og berkla­holum inn í mann­sæm­andi hús­næði, sem frum­köð­ull að lög­gjöf­inni um verka­manna­bú­staði 1929-1935.

Vil­mundur Jóns­son, land­læknir (1889-1972)

Vilmundur Jónsson.Einn helsti hug­mynda­fræð­ingur okkar lýð­ræð­is-­jafn­að­ar­manna á öld­inni sem leið og þar með hug­sjóna­maður um lýð­heilsu og lífs­gæð­i, ­sem með and­legu atgervi sínu lýsti upp sam­tíð­ina. 

Stefnu­skráin

En er þá ekki allt eins og best verður á kosið í þjóð­fé­lagi allsnægt­anna anno dom­ini 2021? Ekki alveg. Hvað er að? Ég ætla að nefna örfá lyk­il­at­riði (og svo getur þú, sem lest þessi orð, bætt við frá eigin brjóst­i): 

  1. Verka­lýðs­hreyf­ingin er póli­tískt mun­að­ar­laus. Þótt hún sé enn öflug á vinnu­mark­aðn­um, þegar á reyn­ir, á hún ekki lengur sam­starfs­að­ila á Alþingi, öfl­ugan flokk jafn­að­ar­manna, sem með lög­gjaf­ar­starfi fylgir eftir mann­rétt­inda­bar­áttu vinn­andi fólks. Mun­iði eftir aug­lýs­inga­her­ferð ASÍ upp úr ára­mót­un­um? Þar sagði, að verka­lýðs­hreyf­ingin hefði komið öllu því í verk, sem hinn póli­tíski armur henn­ar, Alþýðu­flokk­ur­inn, gerði á Alþingi. Að vísu voru Alþýðu­flokk­ur­inn og ASÍ ein og sama hreyf­ingin fyrsta ald­ar­fjórð­ung­inn í til­veru sinni. Það var þá sem stóru sigr­arnir unn­ust. Grunn­ur­inn var lagður að vel­ferð­ar­rík­in­u. 
  2. Það er ekki lengur svo. Því þarf að breyta. Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. Það þarf vald verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að baki sam­ein­uðum jafn­að­ar­manna­flokki til að takast á við völd fjár­magns­eig­enda á Alþingi. Kjafta­klúbbar fem­inista og háskóla­borg­ara duga ekki til þess.
  3. Það er búið að úthýsa ungu kyn­slóð­inni af hús­næð­is­mark­aðn­um. Höllu­staða­í­haldið í Fram­sókn og nýfrjáls­hyggju­trú­boð íhalds­ins rúst­uðu verka­manna­bú­staða­kerf­inu. Það þarf að end­ur­reisa félags­lega hús­næð­is­kerf­ið, í sam­starfi rík­is­ins, sveit­ar­fé­laga og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hvergi í Evr­ópu líðst fjár­festum í leit að skyndigróða að úthýsa almenn­ingi með okur­vöxtum og okur­leigu. A.m.k. þriðj­ungur hús­næð­is­fram­boðs á að vera á kostn­að­ar­verði í félags­legu kerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjól­ið. Fyr­ir­mynd­irnar er að finna í flestum borgum Evr­ópu og hafa stað­ist dóm reynsl­unnar í næstum heila öld.
  4. Í stað skatta­hækk­ana ber að inn­heimta rétt­mæt auð­linda­gjöld fyrir nýt­ingu á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Það dugar til að standa undir kostn­aði við  að byggja upp inn­viði sam­fé­lags­ins í heilsu­gæslu og sam­göng­um. 
  5. Rík­ið, sveit­ar­fé­lögin og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins  eiga að gera með sér sam­starfs­sátt­mála á vinnu­mark­aðn­um, sem tryggir atvinnu­sköpun og starfs­þjálfun – öllum vinnu­færum höndum og hug­um. Í þessu eru Danir besta fyr­ir­mynd­in.
  6. Kosn­inga­bar­áttan framundan á að vera upp­gjör við nýfrjáls­hyggju­far­ald­ur­inn – hina plág­una, sem herjar á okkur – með fyr­ir­heiti um að sam­eina kraft­ana til að end­ur­reisa á voru landi nor­rænt vel­ferð­ar­ríki, sem rís undir nafni í orði og verki.

P.s. Allir fram­bjóð­endur umbóta­afla eiga að fara á nám­skeið, þar sem náms­efnið byggir á kennslu­bók Kol­beins H. Stef­áns­son­ar: Eilífð­ar­vél­in: upp­gjör við nýfrjáls­hyggj­una. 

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-96 – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar