Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé

Meðlimir í félaginu Femínískum fjármálum skrifa um efnahagsaðgerðir stjórnvalda í kjölfar COVID 19, út frá jafnréttissjónarmiðum.

steinunnar.jpg
Auglýsing

Margar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í kjöl­far efna­hags­á­hrifa COVID-19 heims­far­ald­urs­ins miða að því að örva hag­kerfið og auka pen­inga­magn í umferð. Þetta telst til dæmi­gerðra kreppu­við­bragða og eru margar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til sam­bæri­legar þeim sem not­ast var við í Hrun­inu. Ólíkt Hrun­inu sem kom til vegna ofþenslu hag­kerf­is­ins, kemur COVID-kreppan til fyrir til­stilli utan­að­kom­andi óút­reikn­an­legra þátta. Heims­far­aldur hefur valdið tekju­stoppi í ferða­þjón­ustu og tengdum þjón­ustu­greinum og starfs­fólk þeirra missir vinn­una. Þetta starfs­fólk eru til að mynda konur og fólk af erlendum upp­runa, og mest eru áhrifin á Suð­ur­nesj­u­m. 

Ekki hefur dregið eins mikið úr einka­neyslu eins og í fyrstu var talið og sama má segja um íbúða­fjár­fest­ingu. Hér er lík­lega um sam­spil margra þátta að ræða en ljóst er að sá hluti þjóð­ar­innar sem haldið hefur vinn­unni, hefur færi á að vinna heima og hefur ekki mjög íþyngj­andi umönn­un­ar­skyldur heima fyr­ir, heldur áfram að búa við efna­hags­legt öryggi. Á sama tíma heldur atvinnu­lausum áfram að fjölga. Þetta dregur fram ólík áhrif COVID-krepp­unnar á mis­mun­andi hópa fólks.

Það er ljóst að Hrunið og COVID-kreppan koma ólíkt við heim­ilin í land­inu og óvenju­leg kreppa líkt og þessi kallar á sér­tæk við­brögð til að koma til móts við þau sem hafa orðið verst úti fjár­hags­lega. Sú leið sem hefur verið farin er að reyna að koma pen­ingum til fólks og fyr­ir­tækja í gegnum mark­að­inn og banka­kerfið í formi almennra aðgerða, en vegna áhrifa heims­far­ald­urs og sótt­varn­ar­að­gerða skila þessir pen­ingar sér ekki endi­lega í hendur þeirra sem höllustum fæti standa. 

Auglýsing
Dæmi um þetta er barna­bóta­auki, sem er almenn aðgerð og skil­aði sér til allra fram­fær­enda barna, burt­séð hvort þau þurftu á stuðn­ingnum að halda. Með þessu var vikið frá því kerfi sem er við líði í íslenska barna­bóta­kerf­inu, þar sem þau tekju­lægstu fá barna­bæt­urnar ólíkt þeim tekju­hærri. Ekki er ætl­unin að ræða hér hvar tekju­mörk barna­bóta eigi að liggja, en það er þó ljóst að í fjöl­skyldum þar sem eru t.d. tveir for­eldrar til staðar sem báðir hafa haldið atvinnu og orðið fyrir lít­illi tekju­skerð­ingu, getur ekki verið brýn þörf fyrir stuðn­ing­inn sem um ræð­ir, eða 30.000 kr. ein­greiðslu pr. barn. Hér er aðgerð sem hefði auð­veld­lega getað aukið jöfn­uð, en í raun var fjár­magni varið í að styðja fjölda ein­stak­linga sem þurfa ekki á því að halda. 

Annað dæmi er ferða­gjöfin sem er aðgerð sem átti að virkja þær greinar sem urðu fyrir tekju­stoppi vegna heims­far­ald­urs, og kost­aði tæp­lega 800 millj­ónir (hingað til). Nú er ljóst að stór hluti þess fjár­magns end­aði í höndum fyr­ir­tækja sem urðu ekki fyrir veru­legum beinum áhrifum af heims­far­aldr­inum og standa nú jafn­vel sterk­ari en þau gerðu áður, s.s KFC, Olís og N1. Það kann að vera að ferða­gjöfin hafi átt þátt í auknum ferða­lögum Íslend­inga inn­an­lands, en í ljósi fram­an­greinds sést að aukið pen­inga­magn í umferð skil­aði sér ekki nógu vel þangað sem mark­aðs­brest­ur­inn átti sér stað.

Úttekt­ar­heim­ild val­frjáls sér­eign­ar­sparn­aðar er enn annað dæmi. Úttektin hentar fremur þeim sem eru með stöðuga þátt­töku á vinnu­mark­aði, í fullri vinnu og með með­al­tekjur eða hærri. Konur eru lík­legri til að vera í hluta­starfi, hafa almennt lægri tekjur og taka meiri tíma frá laun­aðri vinnu vegna þyngri umönn­un­ar­byrði. Það er því lík­legt að konur eigi almennt lægri sér­eign­ar­sparnað en karl­ar, ef þær eiga hann yfir höf­uð. Karlar hafa tekið út meiri­hluta fjár­hæð­ar­innar sem greidd hefur verið út, enda hentar úrræðið þeim betur en kon­um. Auk þess er ólík­legt að úrræðið gagn­ist fjölda fólks af erlendum upp­runa sem nú er án atvinn­u. 

Þá má einnig spyrja sig hverjir hafa notið góðs af á átak­inu Allir vinna. Aðgerðin á að hvetja fólk til að nýta sér þjón­ustu og fá 100% end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts af vinn­unni, en sú þjón­usta sem þar fellur undir er að stærstum hluta unnin af körlum og ólík­leg til að skapa störf fyrir þann hóp sem misst hefur vinn­una vegna Covid-19 heims­far­ald­urs. Aðgerðin á að auka umsvif hag­kerf­is­ins, en gerir slíkt á kostnað jafn­réttis því stuðn­ing­ur­inn fer fyrst og fremst til karla-­stétta og nýt­ist best þeim sem eru það efna­hags­lega vel stæð að þau hafi yfir höfðu efni á að nýta sér þá þjón­ustu sem end­ur­greiðslan nær til­.  

Við komum þá óhjá­kvæmi­lega að spurn­ing­unni um for­gangs­röðun fjár­magns sem stjórn­völd veita í stuðn­ing til fólks og fyr­ir­tækja vegna COVID-19. Efna­hags­að­gerðir stjórn­valda vegna COVID eru ann­ars vegar hugs­aðar til að auka umsvif og hins vegar til að auka jöfn­uð. Er nokkuð til of mik­ils mælst að þær aðgerðir sem auka eiga umsvif í hag­kerf­inu stuðli sömu­leiðis að jafn­rétti og rétt­læti? Því það er besta nýt­ingin á almanna­fé. 

Höf­undar eru félagar í Femínískum fjár­mál­um, félagi áhuga­fólks og sér­fræð­inga um kynjuð fjár­mál.

Sjá nánar á fem­inisk­fjarmal.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar