Hvar eru störfin?

Guðmundur Ragnarsson segir það eitt af forgangsverkefnum okkar að auka fjölbreytileika starfa.

Auglýsing

Er þetta spurn­ing sem við munum þurfa að velta okkur mest upp úr eftir fimm til tíu ár, eða ætlum við að að reyna að koma í veg fyrir það?

Munum við hugs­an­lega þurfa að kljást við við­var­andi atvinnu­leysi og að unga fólkið okkar leiti til ann­arra landa með sína menntun í leit að störfum við hæfi?

Öll umræða í dag snýst um dæg­ur­þras og frasa og fáir virð­ast hafa áhuga, getu né þekk­ingu til að fara í stóru málin sem skipta okkur mestu máli.

Þó við séum öll upp­tekin af ástand­inu vegna COVID-19 þá hefur það hins­vegar minnt okkur áþreif­an­lega á hversu ein­hæft atvinnu­líf okkar er og hvað það er brot­hætt með alvar­legum afleið­ing­um. Fjölda­at­vinnu­leysi er það mesta böl sem getur komið fyrir okkar sam­fé­lag vari það lengi.

Við höfum hins­vegar sýnt það að ef við förum í verk­efni með rétta sýn á það, þá getum við náð árangri. Til að ná árangri verðum við að horfa á raun­veru­leik­ann og sætta okkur við hann og leysa vanda­málin út frá stað­reyndum ekki ósk­hyggju.

Að láta sig dreyma

Það tala allir um nýsköpun og græn störf (hvaða störf það eru skil­greinir eng­inn).

og umræðan fer ekki lengra. Í fram­haldi af þess­ari setn­ingu er eins og flestir halli sér aftur áhyggju­laust eftir að hafa heyrt hana, eins og þessi fyr­ir­tæki og störf komi eða verði til af sjálfu sér.

Stað­reyndin er hins­vegar sú að sá með­al­tími sem tekur að stofna nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og koma því á legg eru tíu til fimmtán ár. Undir lokin þarf mikið fjár­magn og þá höfum við alltof oft séð fyr­ir­tækin fara úr landi vegna þess að þau geta ekki dafnað á alþjóð­legum mark­aði með krón­una. Krónu­hag­kerfið okkar hindrar upp­bygg­ingu svona fyr­ir­tækja, öll orkan fer í fjár­magns­hlið­ina til að halda sér á floti, en ætti að fara í að þróa hug­mynd­ina og verk­efn­ið.

Erum við í ein­hverjum drauma­heimi að tala um þetta svona óskil­greint eins og þessi fyr­ir­tæki verði til af sjálfum sér án þess að við þurfum að leggja eitt­hvað af mörkum eða skapa umhverfi fyrir þau?

Við erum hins­vegar hugs­an­lega komin á þann stað að lánið bjargar okkur ekki lengur með því að eitt­hvað detti upp í hend­urnar á okkur og auki hag­vöxt og atvinnu. Flestar okkar atvinnu­skap­andi greinar eru full­mann­aðar og störfum mun fækka í flestum þeirra. 

Að horfast í augu við raun­veru­leik­ann

Að það sé ekki búið að skipa hóp sér­fræð­inga til að fara yfir stöð­una og greina hana, skil ég ekki. Fyrsta verk­efnið væri að skil­greina hvar sókn­ar­færin eru og hvar og hverjar hindr­an­irnar eru til að fjölga fyr­ir­tækjum og atvinnu­upp­bygg­ingu inn í fram­tíð­ina. Greina þörf­ina á fjölgun starfa miðað við mann­fjölda­spá og reyna að sjá fyrir breyt­ingar á mönnun þeirra atvinn­u-­greina sem við höf­um.

Hindr­anir og rekstr­ar­um­hverfið fyrir ný fyr­ir­tæki til að kom­ast af stað og verða rekstr­ar­hæf er senni­lega mest aðkallandi grein­ing­in. Í þeim mikla hraða sem er komin í upp­bygg­ingu og tækni­væð­ingu fyr­ir­tækja með fjórðu iðn­bylt­ing­unni og því alþjóð­aum­hverfi sem fyr­ir­tæki hafa til að reka starf­semi sína, þá er þetta mál sem ekki er hægt að setja í nefnd sem skilar seint og illa nið­ur­stöðu. Við höfum ekki þann tíma.



Auglýsing
Það er búið að skipa marga vinnu­hópana og nefnd­irnar um efl­ingu nýsköp­unar í atvinnu­líf­inu en þetta hefur alltaf virkað á mig sem ein­hvers­konar sýnd­ar­mennska. Við höfum líka fengið úttektir og skýrslur með ábend­ingum sem hafa ekki verið ráð­andi öflum þókn­an­leg­ar.

Það er ekk­ert farið eftir ábend­ing­unum þó það blasi við að ef farið yrði eftir þeim og það lag­fært sem okkur er bent á gæti það aukið hag­sæld okkar veru­lega. 

Eitt af for­gangs­verk­efn­unum er að auka fjöl­breyti­leik­ann, fara inn á ný svið í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs­ins með það að leið­ar­ljósi að búa til verð­mæt og vel launuð störf. Við þurfum líka að halda okkar gildum á lofti og aðlaga okkur og umhverfið að þeim.

Við verðum að horfast í augu við stað­reynd­irnar þó þær séu ekki þægi­legar fyrir okk­ur. Hvort sem það er póli­tík­in, sam­tök atvinnu­lífs­ins, laun­þega­hreyf­ingin eða hags­muna­hóp­ar.

Þá verður þessi vinna og sam­talið að hefj­ast ekki seinna en í gær.

Slag­orð Iðn­þings 2021 hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins er mjög gott. „Hlaupum hrað­ar.“

Spurn­ingin er hins­vegar ætlum við að hlaupa beint áfram fram á við eða ætlum við að hlaupa í hringi og kom­ast ekk­ert áfram?



Hindr­anir verða að víkja

Við verðu að taka á þeim hindr­unum sem eru til staðar og ryðja þeim burt, það er hollt fyrir okkur að horfast í augu við veru­leik­ann. Ýmsar spurn­ingar koma upp í hug­ann sem hugs­an­lega eru helstu hindr­an­irnar og hvað þarf að gera. Er það gjald­mið­ill­inn, erum við ekki sam­keppn­is­hæf vegna kostn­aðar og lélegrar fram­leiðni, erum við með rangar áherslur í mennta­mál­um, hvar mun fækkun starfa verða mest í atvinnu­líf­inu og hvernig ætlum við að end­ur­mennta það fólk inn í nýjar atvinnu­grein­ar?

Þó við höfum verið ótrú­lega heppin með utan­að­kom­andi verð­mæta­sköpun eins og til dæmis þegar mak­ríll­inn kom, ferða­þjón­ustan og engin þjóð betri í ver­tíð­ar­stemm­ing­unni eins og við Íslend­ing­ar, þá getur þetta verið fall­valt. Hugs­an­lega er mak­ríll­inn að yfir­gefa okk­ur, loðnan orðin happa­drætti, ferða­þjón­ustan hugs­an­lega kom­inn í sína stærð.

Fjórða iðn­bylt­ingin er hafin og byrjað að fækka störfum út um allt atvinnu­lífið eins og í sjáv­ar­út­vegi. Við getum notað sjáv­ar­út­veg­inn sem dæmi til að læra af því hvernig atvinnu­grein eykur getu sína með tækni­væð­ingu en um leið fækkun starfa.

Árs­störfum í veiðum og vinnslu hefur fækkað úr rúmum sext­án­þús­und árs­störfum 1986 í rúm átta þús­und 2019.

Störfum í banka­geir­anum hefur og er að fækka hratt og hvernig mun þró­unin verða í öðrum atvinnu­grein­um?

Fjórða iðn­bylt­ingin er að koma hratt og við verðum að bregð­ast við. Hrað­inn í breyt­ing­unum eykst bara með hverju árinu sem líð­ur. 

Okkur má ekki mis­takast

Að koma okkur inn í umhverfi sem laðar að fyr­ir­tæki og skapa nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækum alvöru umhverfi til að blómstra og stytta mót­un­ar­tíma þeirra er for­gangs­verk­efni.

Um leið myndi breyt­ingin líka styrkja og efla þau fyr­ir­tæki og þær atvinnu­greinar sem við höf­um.

Þó við séum að kljást við mörg vanda­mál í dag og mörg verk­efni sem þarf að leysa þá megum við ekki gleyma okk­ur, við þurfum að horfa til fram­tíðar og byggja grunn fyrir fjöl­breytt og öfl­ugt atvinnu­líf.

Vel­ferð okkar allra stendur og fellur með því að okkur tak­ist þetta verk­efni og við horfum af raun­sæi á þær hindr­anir sem við þurfum að ryðja úr vegi til að halda stöðu okkar sem hálaunað vel­ferð­ar­sam­fé­lag. Tak­ist okkur ekki að efla atvinnu­lífið er vand­séð hvernig leysa á mörg af þeim kostn­að­ar­sömu sam­fé­lags­málum sem bíða úrlausn­ar.

Það er umhugs­un­ar­efni að ef maður veltir fyrir sér mörgum af þeim stóru vanda­málum og verk­efnum sem við stöndum frammi fyrir að leysa eða finna lausnir á, þá kemur gjald­mið­ill­inn íslenska krónan mjög oft upp sem hindrun eða orsaka­valdur á þeim vanda­mál­inu sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að leysa.

Ætlum við að hlaupa beinu braut­ina inn í fram­tíð­ina eða ætlum við að hlaupa í hringi eins og við erum búin að gera allt of leng­i.  

Höf­undur er vél­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar