Einhvern veginn svona, eins og fyrirsögn þessarar greinar, hljóma hugmyndir Pírata sem fréttir berast af þessa daganna. Annars vegar eru það pælingar nýs þingmanns Pírata, Ástu Helgadóttur, um að afnema bann við klámi á Íslandi. Vegna þess að það sé vont að banna mikið, og svo tjáningafrelsið og allt það.
Hins vegar eru það svo hugmyndir hennar um útleigu fólks á eignum sínum í gegnum deilihagkerfissíður eins og Airbnb sem þingmanninum þykir réttlætanlegt að banna að einhverju leyti vegna þess að fólk er að græða svo mikið.
Ég gæti ekki verið Ástu meira ósammála. Bæði í forgangsröðun í frjálslyndinu eða niðurstöðum hennar. En eitt er það við málfluttningin sem ég virði. Hann er skýr og skorinortur, ekkert hálfkák við að reyna að þóknast öllum. Og það vil ég taka mér hér til fyrirmyndar.
Að afnema bann við klámi er á engan hátt sambærilegt við að afnema bann við guðlasti sem að Píratar höfðu svo ágætlega forgöngu um á síðasta þingi, en þetta nefna Píratar nú mikið í sömu andrá. Hið síðarnefnda hefur verið úrelt í lögum svo lengi að meira að segja biskup Íslands sagði lögin vera tímaskekkju og rugl. Ég veit ekki afhverju engum hefur dottið í hug að kippa þessu út fyrr, en Píratar fá sannarlega rós í hnappagatið fyrir að koma því til leiðar.
Klám er hins vegar ekki bannað í dag vegna þess að það séu svo mikið að teprum á Alþingi eða í samfélaginu yfirleitt sem geta ekki hugsað sér að leyfa fólki að horfa á typpi, píkur, brund og rassa "up close and personal". Alveg er mér drullusama um það. Klámbannið snýst minnst um hið meinta frelsi til að njóta þess, eða að tjá sig í gegn um það (sem er reyndar hugmynd sem ég næ ekki alveg utanum ef satt skal segja).
Í fyrsta lagi er það er vitað mál að klámiðnaðurinn er nátengdur mansali og vændi. Í öðru lagi er það er líka vitað mál að klámáhorf ungs fólks skekkir og afbakar hugmyndir þeirra um kynlíf. Og þetta getur haft mjög miklar afleiðingar.
Í fyrsta lagi er það er vitað mál að klámiðnaðurinn er nátengdur mansali og vændi. Í öðru lagi er það er líka vitað mál að klámáhorf ungs fólks skekkir og afbakar hugmyndir þeirra um kynlíf. Og þetta getur haft mjög miklar afleiðingar. Ungar stúlkur sjá í klámmyndum undirgefnar og niðurlægðar konur (en auðvitað munúðarfullar og brosandi) kannski með þrjá karlmenn ofan á og inni í sér. Konurnar eru gefendur en ekki þiggjendur í kynlífinu. Það er enga ást eða kærleik að finna í klámi.
Unglingstelpur sem að hafa haft þessa forskrift þurfa oft að burðast með það árum saman að hafa tekið að sér hlutverk hamingjusömu klámdrottningarinnar fyrst þegar þær voru að feta sig áfram í kynlífi. Það verður auðvitað niðurlægjandi og skammarlegt þegar upp kemst um síðir að kynlíf á að veita henni meira en það eitt að vera ílát fyrir karla (eins og einn maður orðaði það eftirminnilega).
Klám er líka glötuð forskrift fyrir drengi. Leikritið sem þeir horfa þar upp á gerir þá sannarlega ekki að góðum elskhugum. Það sem meira er, það getur verið stórhættulegt að helstu hugmyndir þeirra um kynlíf byggi á klámi sem gerir í því að niðurlægja konur. Klám sendir þeim, vægast sagt, fölsk skilaboð um hvað flestar konur sækjast eftir í kynlífi. Nánd, næmni og virðing, er annars einhver klámynd sem heitir það? Í kjölfar umræðna um druslugönguna og Beauty tips bylgjuna hafa hugrakkir íslenskir karlar einmitt stigið fram og tjáð það að þeir hafi örugglega, en þá óafvitandi fyrr en nú eftir umræðuna alla, viðhaft ógnandi tilburði við konur í kynlífi. Þeir skilji það betur núna afhverju viðkomandi virtist áhugalaus á þeim tíma - eða eins og frosin.
Það eru nákvæmlega viðbrögðin sem að margar konur segja að þær hafi viðhaft við nauðgun. Frosnar á sál og líkama. Lamaðar á meðan þær upplifðu nauðgun en alls ekki kynlíf. En klám kennir drengjum ekki að spyrja, fara varlega, að virða. Klám getur því verið stórhættulegt og ég vil ekki skauta yfir það bann sí svona á einhverjum óljósum grundvelli þess að einhver hafi þá ekki nægjanlegt frelsi til þess að tjá sig með klámi.
En klám kennir drengjum ekki að spyrja, fara varlega, að virða. Klám getur því verið stórhættulegt og ég vil ekki skauta yfir það bann sí svona á einhverjum óljósum grundvelli þess að einhver hafi þá ekki nægjanlegt frelsi til þess að tjá sig með klámi.
En aftur að frelsisforgangsröðun Pírata. Airbnb og kapítalisminn virðist þar vera neðarlega á blaði. Ég er sammála því að það er pirrandi að vakna við marrið í hjólatöskunum snemma morguns næstum allt sumarið í miðbæ Reykjavíkur. En mér fannst líka pirrandi þegar nágranni minn sauð reykta ýsu sem lyktaði um allan stigaganginn. Eða fór að pissa svo að glumdi í klósettskálinni rétt þegar ég var að festa svefn. En sambúð við nábúendur hefur minnst með ferðamenn að gera. Þeir eru oftast yfirmáta kurteisir, einmitt vegna þess þeir geta ekki notað leiguform eins og Airbnb ef að þeir haga sér ekki skikkanlega. Þeir fá þá á sig lélega einkunn og fólk vill ekki leigja þeim aftur.
. En sambúð við nábúendur hefur minnst með ferðamenn að gera. Þeir eru oftast yfirmáta kurteisir, einmitt vegna þess þeir geta ekki notað leiguform eins og Airbnb ef að þeir haga sér ekki skikkanlega.
Og hvað varðar hækkandi fasteignaverð í miðbænum sem afleiðingu þessa þá er það bara þannig að borgarskipulög breytast og þróast með tíð og tíma. Þegar það eru komnar of margar lundabúðir í miðbæinn fer fólk bara annað. Hvaða ferðamaður fer til dæmis ennþá mitt í miðborg Prag í kristal-overlódið þar? Færri en áður. En ferðamenn eru ekkert hættir að koma til borgarinnar, þeir leita bara annað. Eins er með Berlín, París og New York. Það er breytilegt eftir tíð og tíma hvaða hverfi þykja skemmtileg og kúl. Það er hið besta mál, þá er uppbygging á sem flestum svæðum og álagið dreifist.
Ég er því alfarið á móti þvi að deilihagkerfinu séu settar einhverjar sósíalískar reglur um að þú megir aðeins deila af því sem að Alþingi þykir í lagi að þú eigir. En það eiga að vera reglur og leyfisveitingar. Og umfram allt eiga skattar og gjöld að að vera uppi á borðum.
Hvað varðar forgangsröðun í frjálsyndi, því sannarlega á að banna sem minnst, þá vil ég leyfa fólki að nýta eignir sínar eins og hægt er. En klám og klámiðnaðurinn fær mig ekki til að verja svokallaðan rétt sinn. Fyrir mér er réttur ungs fólks til heilbrigðra hugmynda um kynlíf, sem virðir báða aðila, meiri.
Og réttur ungra stúlkur fyrir vörn gegn ágengni og nauðgunum er mun meiri.