Að banna ríkt fólk en leyfa klám

Björt Ólafsdóttir
10191540216_18b39cfc29_b1.jpg
Auglýsing

Ein­hvern veg­inn svona, eins og fyr­ir­sögn þess­arar grein­ar, hljóma hug­myndir Pírata sem fréttir ber­ast af þessa dag­anna. Ann­ars vegar eru það pæl­ingar nýs þing­manns Pírata, Ástu Helga­dótt­ur, um að afnema bann við klámi á Íslandi. Vegna þess að það sé vont að banna mik­ið, og svo tján­inga­frelsið og allt það.

Hins vegar eru það svo hug­myndir hennar um útleigu fólks á eignum sínum í gegnum deili­hag­kerf­is­síður eins og Air­bnb sem þing­mann­inum þykir rétt­læt­an­legt að banna að ein­hverju leyti vegna þess að fólk er að græða svo mik­ið.

Ég gæti ekki verið Ástu meira ósam­mála. Bæði í for­gangs­röðun í frjáls­lynd­inu eða nið­ur­stöðum henn­ar. En eitt er það við mál­fluttn­ingin sem ég virði. Hann er skýr og skor­in­ort­ur, ekk­ert hálf­kák  við að reyna að þókn­ast öll­um. Og það vil ég taka mér hér til fyr­ir­mynd­ar.

Auglýsing

Að afnema bann við klámi er á engan hátt sam­bæri­legt við að afnema bann við guð­lasti sem að Píratar höfðu svo ágæt­lega for­göngu um á síð­asta þingi, en þetta nefna Píratar nú mikið í sömu andrá. Hið síð­ar­nefnda hefur verið úrelt í lögum svo lengi að meira að segja biskup Íslands sagði lög­in vera tíma­skekkju og rugl. Ég veit ekki afhverju engum hefur dottið í hug að kippa þessu út fyrr, en Píratar fá sann­ar­lega rós í hnappa­gatið fyrir að koma því til leið­ar.

Klám er hins veg­ar ekki bannað í dag vegna þess að það séu svo mikið að teprum á Alþingi eða í sam­fé­lag­inu yfir­leitt sem geta ekki hugsað sér að leyfa fólki að horfa á typpi, pík­ur, brund og  rassa "up close and per­sona­l". Alveg er mér drullu­sama um það. Klám­bannið snýst minnst um hið meinta frelsi til að njóta þess,  eða að tjá sig í gegn um það (sem er reyndar hug­mynd sem ég næ ekki alveg utanum ef satt skal segja).

Í fyrsta lagi er það er vitað mál að klám­iðn­að­ur­inn er nátengdur man­sali og vændi. Í öðru lagi er það er líka vitað mál að klá­m­á­horf ungs fólks skekkir og afbakar hug­myndir þeirra um kyn­líf. Og þetta getur haft mjög miklar afleiðingar. 

Í fyrsta lagi er það er vitað mál að klám­iðn­að­ur­inn er nátengdur man­sali og vændi. Í öðru lagi er það er líka vitað mál að klá­m­á­horf ungs fólks skekkir og afbakar hug­myndir þeirra um kyn­líf. Og þetta getur haft mjög miklar afleið­ing­ar. Ungar stúlkur sjá í klám­myndum und­ir­gefnar og nið­ur­lægðar konur (en auð­vitað munúð­ar­fullar og bros­andi) kannski með þrjá karl­menn ofan á og inni í sér. Kon­urnar eru gef­endur en ekki þiggj­endur í kyn­líf­inu. Það er enga ást eða kær­leik að finna í klámi.

Ung­lingstelpur sem að hafa haft þessa for­skrift þurfa oft að burð­ast með það árum saman að hafa tekið að sér hlut­verk ham­ingju­sömu klám­drottn­ing­ar­innar fyrst þegar þær voru að feta sig áfram í kyn­lífi. Það verður auð­vitað nið­ur­lægj­andi og skammar­legt þegar upp kemst um síðir að kyn­líf á að veita henni meira en það eitt að vera ílát fyrir karla (eins og einn maður orð­aði það eft­ir­minni­lega).

Klám er líka glötuð for­skrift fyrir drengi. Leik­ritið sem þeir horfa þar upp á gerir þá sann­ar­lega ekki að góðum elsk­hug­um. Það sem meira er, það getur verið stór­hættu­legt að helstu hug­myndir þeirra um kyn­líf byggi á klámi sem gerir í því að nið­ur­lægja kon­ur. Klám send­ir þeim, væg­ast sagt, fölsk skila­boð um hvað flestar konur sækj­ast eftir í kyn­lífi. Nánd, næmni og virð­ing, er ann­ars ein­hver klá­m­ynd sem heitir það? Í kjöl­far umræðna um druslu­göng­una og Beauty tips bylgj­una hafa hug­rakkir íslenskir karlar einmitt stigið fram og tjáð það að þeir hafi örugg­lega, en þá óaf­vit­andi fyrr en nú eftir umræð­una alla, við­haft ógn­andi til­burði við konur í kyn­lífi. Þeir skilji það betur núna afhverju við­kom­andi virt­ist áhuga­laus á þeim tíma -  eða eins og fros­in.

Það eru nákvæm­lega við­brögðin sem að margar konur segja að þær hafi við­haft við nauðg­un. Frosnar á sál og lík­ama. Lamaðar á meðan þær upp­lifðu nauðgun en alls ekki kyn­líf. En klám kennir drengjum ekki að spyrja, fara var­lega, að virða. Klám getur því verið stór­hættu­legt og ég vil ekki skauta yfir það bann sí svona á ein­hverjum óljósum grund­velli þess að ein­hver hafi þá ekki nægj­an­legt frelsi til þess að tjá sig með klámi.

En klám kennir drengjum ekki að spyrja, fara var­lega, að virða. Klám getur því verið stór­hættu­legt og ég vil ekki skauta yfir það bann sí svona á ein­hverjum óljósum grund­velli þess að ein­hver hafi þá ekki nægj­an­legt frelsi til þess að tjá sig með klámi.

En aftur að frels­is­for­gangs­röðun Pírata. Air­bnb og kap­ít­al­ism­inn virð­ist þar vera neð­ar­lega á blaði. Ég er sam­mála því að það er pirr­andi að vakna við marrið í hjóla­tösk­unum snemma morg­uns næstum allt sum­arið í miðbæ Reykja­vík­ur. En mér fannst líka pirr­andi þegar nágranni minn sauð reykta ýsu sem lyktaði um allan stiga­gang­inn. Eða fór að pissa svo að glumdi í kló­sett­skál­inni rétt þegar ég var að festa svefn. En sam­búð við nábú­endur hefur minnst með ferða­menn að gera. Þeir eru oft­ast yfir­máta kurt­eis­ir, einmitt vegna þess þeir geta ekki notað leigu­form eins og Air­bnb ef að þeir haga sér ekki skikk­an­lega. Þeir fá þá á sig lélega ein­kunn og fólk vill ekki leigja þeim aft­ur.

. En sam­búð við nábú­endur hefur minnst með ferða­menn að gera. Þeir eru oft­ast yfir­máta kurt­eis­ir, einmitt vegna þess þeir geta ekki notað leigu­form eins og Air­bnb ef að þeir haga sér ekki skikkanlega.

Og hvað varðar hækk­andi fast­eigna­verð í mið­bænum sem afleið­ingu þessa þá er það bara þannig að borg­ar­skipu­lög breyt­ast og þró­ast með tíð og tíma. Þegar það eru komnar of margar lunda­búðir í mið­bæ­inn fer fólk bara ann­að. Hvaða ferða­maður fer til dæmis ennþá mitt í mið­borg Prag í krist­al-overló­dið þar? Færri en áður. En ferða­menn eru ekk­ert hættir að koma til borg­ar­inn­ar,  þeir leita bara ann­að. Eins er með Berlín, París og New York. Það er breyti­legt eftir tíð og tíma hvaða hverfi þykja skemmti­leg og kúl. Það er hið besta mál, þá er upp­bygg­ing á sem flestum svæðum og álagið dreif­ist.

Ég er því alfarið á móti þvi að deili­hag­kerf­inu séu settar ein­hverjar sós­íal­ískar reglur um að þú megir aðeins deila af því sem að Alþingi þykir í lagi að þú eig­ir. En það eiga að vera reglur og leyf­is­veit­ing­ar. Og umfram allt eiga skattar og gjöld að að vera uppi á borð­um.

Hvað varðar for­gangs­röðun í frjál­syndi, því sann­ar­lega á að banna sem minnst, þá vil ég leyfa fólki að nýta eignir sínar eins og hægt er. En klám og klám­iðn­að­ur­inn fær mig ekki til að verja svo­kall­aðan rétt sinn. Fyrir mér er réttur ungs fólks til heil­brigðra hug­mynda um kyn­líf, sem virðir báða aðila, meiri.

Og réttur ungra stúlkur fyrir vörn gegn ágengni og nauðg­unum er mun meiri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None