Að flækja einfalda hluti!

Gunnar Alexander Ólafsson og Einar Magnússon segja að ef heilbrigðisyfirvöldum sé annt um sjúklinga og hagsmuni þeirra verði að samræma biðlista eftir mjaðmaskiptaaðgerðum, þannig að þeir sem bíða eftir aðgerð, viti hver staðan sé á hverjum tíma.

gunnarogeinar2022.jpg
Auglýsing

Um dag­inn birt­ist frétt af konu sem var á fjórum mis­mun­andi biðlistum eftir mjaðma­skipta­að­gerð­um. Hún var á biðlista eftir aðgerð á Land­spít­ala, Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, Sjúkra­hús­inu á Akra­nesi auk þess að vera á biðlista eftir aðgerð á Sjúkra­húsi í Sví­þjóð sem Sjúkra­trygg­ingar Íslands greiða fyr­ir. Á Íslandi eru gerðar um 800 mjaðma­skipta­að­gerðir á ári.

Í frétt­inni kom fram að kon­an, sem hafði verið óvinnu­fær í fimmtán mán­uði, hafði verið sett á biðlista eftir mjaðma­skipta­að­gerð á Land­spít­al­anum og á sjúkra­hús í Sví­þjóð, þar sem ljóst var að bið­tími eftir aðgerð á Land­spít­ala yrði lengri en 3 mán­uð­ir. ­Síðar frétti hún að einnig var hægt að vera á biðlistum á sjúkra­hús­inu á Akra­nesi og sjúkra­hús­inu á Akur­eyri og bað þá um að vera einnig sett á þá biðlista.

Það vakti undrun kon­unnar og okk­ar að ekki skuli vera sam­ræmdur biðlisti eftir mjaðma­skipta-að­gerðum hér á landi. Það er með öllu óskilj­an­legt að ekki er hægt að halda betur utan um þessar 800 aðgerðir en raun ber vitni. Það er óboð­leg þjón­usta við sjúk­linga sem eru að bíða eftir slíkum aðgerðum (með mikla verki meðan beðið er) að ekki skuli vera sam­ræmd þjón­usta við þá. Verra er að þeir sem eru á biðlista eftir aðgerð á Land­spít­ala eru settir á biðlista eftir aðgerð í Sví­þjóð í stað þess að kanna til hlítar hvort mögu­legt sé að fram­kvæma þessa aðgerð á þeim sjúkra­húsum sem fram­kvæma slíkar aðgerðir hér á landi. Svo alls sann­girni sé gætt, þá hefur COVID far­ald­ur­inn haft áhrif á fjölda aðgerða og biðlistar eftir þeim hafa lengst. Far­ald­ur­inn breytir þó ekki þeirri stað­reynd að í gangi eru nokkrir mis­mun­andi biðlistar eftir mjaðma­skipta­að­gerð­um.

Auglýsing
Árið 2017 kom fram að hver mjaðma­skipta­að­gerð kost­aði 900.000 kr. á Land­spít­al­anum en það gerir um 1.062.000 kr. í dag. ­Sam­kvæmt því er heild­ar­kostn­aður við að fram­kvæma allar mjaðma­skipta­að­gerðir á ári um 850 millj­ón­ir. Í þessu sam­hengi má bæta við að ríkið greiddi um 65 millj­ónir fyrir 36 liða­skipta­að­gerðir sem voru gerðar erlendis árið 2019 sem sýnir að það kostar því um tvö­falt hærri upp­hæð að fram­kvæma liða­skipta­að­gerð erlendis en hér á landi.

Ef heil­brigð­is­yf­ir­völdum er annt um sjúk­linga og hags­muni þeirra verður að sam­ræma biðlista eftir mjaðma­skipta­að­gerð­um, þannig að þeir sem bíða eftir aðgerð, viti nákvæm­lega hver staðan er á hverjum tíma. Það er óboð­leg þjón­usta við veikt fólk að láta það standa í því sjálft að finna út hvar það er statt á hverjum tíma á biðlista. Þessa þjón­ustu ætti að vera auð­velt að sam­ræma í ljósi þess að um er að ræða ekki fleiri aðgerðir en um 800 á ári.

Gunnar Alex­ander Ólafs­son er heilsu­hag­fræð­ingur og Einar Magn­ús­son er lyfja­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar