Að ganga plankann

Haukur Hauksson
gnarr2.jpg
Auglýsing

Ég vil byrja á að taka það skýrt fram að ég er ekki Sjó­ræn­ingi. Ég hef aldrei siglt um höfin sjö. Ég er með tvö augu, og tvo (2) fæt­ur. Eng­inn síð­hærður eða fúl­skeggj­aður maður hefur lofað mér þægi­legri skrif­stofu­vinnu eða vænum styrk í vas­ann gegn ritun þessa pistils, sam­an­safns orða.

Síður en svo. Til að mynda var langa- langa- langa- langa- langa- langa (langa?) afi minn í móð­ur­ætt hátt­settur danskur kúg­ari íslensku þjóð­ar­inn­ar. Mér skilst að hann hafi verið amt­maður eða fót­geti eða eitt­hvað álíka yfir Norð­ur­landi hérna í den.

Enn­fremur hef ég til­tölu­lega tak­mark­aðan áhuga á póli­tík almennt. Hún er jú hund­leið­in­leg.

Auglýsing

Engu að síður fagn­aði ég nýlegum fréttum og tölum um til­færslu fylgis í íslenskum stjórn­málum með því að kreppa hnef­ann og færa hann hægt upp og nið­ur. Ég lag­aði tref­il­inn um háls­inn á mér, lagði latté-ið frá mér og horfði stromp­hissa á hend­ina á mér hreyfast til. Þetta var ekki líkt mér. Ég meina, hvað næst? Að skrifa pistil með sterkum póli­tískum und­ir­tónum í Kjarn­ann eins og allir hinir fana­tíker­arn­ir?

Stór­merki­legt fyr­ir­bæri



Ástæður þess­arar und­ar­legu hegð­unar má senni­lega rekja til þess þegar ég horfði á heim­ild­ar­mynd­ina "Gn­arr” örfáum dögum fyrr. Ég hafði aldrei séð hana áður. Raunar var ég að ein­ungis að líta hana augum því að spænskur kven­maður sem ég umgengst tölu­vert vildi það endi­lega þar sem  hún hafði ítrekað lesið að Jón Gnarr væri awesome. Þess ber að geta að umræddur kven­maður er góður og gegn íslenskur þjóð­fé­lags­þegn sem að elskar land og þjóð, þrátt fyrir að hún aðhyllist ekki kristin gildi eða hefð­ir. Ég geri mér grein fyrir að þetta er þver­sögn.

Alla­vega, á meðan ég var að hest­húsa popp­skál og hrút­skýra íslensk stjórn­mál og óvænta upp­göngu Besta flokks­ins fyrir útlendri ást­konu minni rann hægt, mjög hægt, upp fyrir mér að téð heim­ild­ar­mynd er stór­merki­legt fyr­ir­bæri. Þetta er vel smíðað lista­verk, og allt það. En fyrst og fremst upp­fyllir hún hlut­verk sitt með því að vera mögnuð heim­ild. Um liðna tíma, og um leið tím­ana sem við lifum á. Um ákveðna hug­mynda­fræði, heim­speki, eða nálg­un.

Þannig eru þessir frosnu rammar frá ákveðnum stað og tíma í lífs­hlaupi Gnarrs­ins fyrst og fremst verk­færi. Eins og þegar maður horfir aftur á bíó­mynd með svaka­legu tvisti, eins og Sixth sense eða Usual suspects. Eða kíkir á sól­myrkva í gegnum rafsuðu­gler. Sjón­auki til að skyggn­ast aft­urá­bak og sjá hlut­ina í öðru ljósi.

Gadd­freðin kald­hæðni



Munið þið til dæmis hérna bakk inn ðe deis þegar Jón Gnarr, kortéri í kosn­ing­ar, háði dramat­ískt ein­vígi í útvarps­við­tali við Hönnu Birnu þáver­andi borg­ar­stjóra (!) á Útvarpi sögu (!!) og hún tjáði honum að hann hefði ekki reynslu eða mann­dóm til að sinna því gríð­ar­lega vanda­sama hlut­verki sem að stýra höf­uð­borg­inni væri?

Munið þið til dæmis hérna bakk inn ðe deis þegar Jón Gnarr, kortéri í kosn­ing­ar, háði dramat­ískt ein­vígi í útvarps­við­tali við Hönnu Birnu þáver­andi borg­ar­stjóra (!) á Útvarpi sögu (!!) og hún tjáði honum að hann hefði ekki reynslu eða mann­dóm til að sinna því gríð­ar­lega vanda­sama hlut­verki sem að stýra höf­uð­borg­inni væri?

Kald­hæðni er diskur sem er best bor­inn fram gadd­freð­inn.

Til­svar Jóns er til­tölu­lega magn­að, og ég mæli með að þið tékkið á því, en í bili langar mig bara að biðja ykkur öll um að hafa ofan­greint bak­við eyrað þegar sagan end­ur­tekur sig og núver­andi ráða­menn segja eitt­hvað ískyggi­lega svipað um verð­andi valda­ræn­ingja, rupl­ara, og sjó­ræn­ingja.

Og reyndar líka, að á meðan við hringsnú­umst másandi eins og hamstrar í þið vitið svona hamstra­hjólum og bölvum dap­ur­legum örlögum okkar er ágætt að hafa hug­fast að sér­smíðuð kerfi, og kass­ar, breyt­ast ekki neitt nema að fólk breyti til.

Sjór­inn er kald­ur. Karl­menn með svona sítt hár eru nátt­úru­lega vafa­sam­ir. Óvissan er dimmt og ógn­væn­legt hyl­dýpi þarna fyrir neðan okk­ur. En stundum er kannski best að ganga plank­ann og hugsa út fyrir (sand) kass­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None