Að ganga plankann

Haukur Hauksson
gnarr2.jpg
Auglýsing

Ég vil byrja á að taka það skýrt fram að ég er ekki Sjó­ræn­ingi. Ég hef aldrei siglt um höfin sjö. Ég er með tvö augu, og tvo (2) fæt­ur. Eng­inn síð­hærður eða fúl­skeggj­aður maður hefur lofað mér þægi­legri skrif­stofu­vinnu eða vænum styrk í vas­ann gegn ritun þessa pistils, sam­an­safns orða.

Síður en svo. Til að mynda var langa- langa- langa- langa- langa- langa (langa?) afi minn í móð­ur­ætt hátt­settur danskur kúg­ari íslensku þjóð­ar­inn­ar. Mér skilst að hann hafi verið amt­maður eða fót­geti eða eitt­hvað álíka yfir Norð­ur­landi hérna í den.

Enn­fremur hef ég til­tölu­lega tak­mark­aðan áhuga á póli­tík almennt. Hún er jú hund­leið­in­leg.

Auglýsing

Engu að síður fagn­aði ég nýlegum fréttum og tölum um til­færslu fylgis í íslenskum stjórn­málum með því að kreppa hnef­ann og færa hann hægt upp og nið­ur. Ég lag­aði tref­il­inn um háls­inn á mér, lagði latté-ið frá mér og horfði stromp­hissa á hend­ina á mér hreyfast til. Þetta var ekki líkt mér. Ég meina, hvað næst? Að skrifa pistil með sterkum póli­tískum und­ir­tónum í Kjarn­ann eins og allir hinir fana­tíker­arn­ir?

Stór­merki­legt fyr­ir­bæriÁstæður þess­arar und­ar­legu hegð­unar má senni­lega rekja til þess þegar ég horfði á heim­ild­ar­mynd­ina "Gn­arr” örfáum dögum fyrr. Ég hafði aldrei séð hana áður. Raunar var ég að ein­ungis að líta hana augum því að spænskur kven­maður sem ég umgengst tölu­vert vildi það endi­lega þar sem  hún hafði ítrekað lesið að Jón Gnarr væri awesome. Þess ber að geta að umræddur kven­maður er góður og gegn íslenskur þjóð­fé­lags­þegn sem að elskar land og þjóð, þrátt fyrir að hún aðhyllist ekki kristin gildi eða hefð­ir. Ég geri mér grein fyrir að þetta er þver­sögn.

Alla­vega, á meðan ég var að hest­húsa popp­skál og hrút­skýra íslensk stjórn­mál og óvænta upp­göngu Besta flokks­ins fyrir útlendri ást­konu minni rann hægt, mjög hægt, upp fyrir mér að téð heim­ild­ar­mynd er stór­merki­legt fyr­ir­bæri. Þetta er vel smíðað lista­verk, og allt það. En fyrst og fremst upp­fyllir hún hlut­verk sitt með því að vera mögnuð heim­ild. Um liðna tíma, og um leið tím­ana sem við lifum á. Um ákveðna hug­mynda­fræði, heim­speki, eða nálg­un.

Þannig eru þessir frosnu rammar frá ákveðnum stað og tíma í lífs­hlaupi Gnarrs­ins fyrst og fremst verk­færi. Eins og þegar maður horfir aftur á bíó­mynd með svaka­legu tvisti, eins og Sixth sense eða Usual suspects. Eða kíkir á sól­myrkva í gegnum rafsuðu­gler. Sjón­auki til að skyggn­ast aft­urá­bak og sjá hlut­ina í öðru ljósi.

Gadd­freðin kald­hæðniMunið þið til dæmis hérna bakk inn ðe deis þegar Jón Gnarr, kortéri í kosn­ing­ar, háði dramat­ískt ein­vígi í útvarps­við­tali við Hönnu Birnu þáver­andi borg­ar­stjóra (!) á Útvarpi sögu (!!) og hún tjáði honum að hann hefði ekki reynslu eða mann­dóm til að sinna því gríð­ar­lega vanda­sama hlut­verki sem að stýra höf­uð­borg­inni væri?

Munið þið til dæmis hérna bakk inn ðe deis þegar Jón Gnarr, kortéri í kosn­ing­ar, háði dramat­ískt ein­vígi í útvarps­við­tali við Hönnu Birnu þáver­andi borg­ar­stjóra (!) á Útvarpi sögu (!!) og hún tjáði honum að hann hefði ekki reynslu eða mann­dóm til að sinna því gríð­ar­lega vanda­sama hlut­verki sem að stýra höf­uð­borg­inni væri?

Kald­hæðni er diskur sem er best bor­inn fram gadd­freð­inn.

Til­svar Jóns er til­tölu­lega magn­að, og ég mæli með að þið tékkið á því, en í bili langar mig bara að biðja ykkur öll um að hafa ofan­greint bak­við eyrað þegar sagan end­ur­tekur sig og núver­andi ráða­menn segja eitt­hvað ískyggi­lega svipað um verð­andi valda­ræn­ingja, rupl­ara, og sjó­ræn­ingja.

Og reyndar líka, að á meðan við hringsnú­umst másandi eins og hamstrar í þið vitið svona hamstra­hjólum og bölvum dap­ur­legum örlögum okkar er ágætt að hafa hug­fast að sér­smíðuð kerfi, og kass­ar, breyt­ast ekki neitt nema að fólk breyti til.

Sjór­inn er kald­ur. Karl­menn með svona sítt hár eru nátt­úru­lega vafa­sam­ir. Óvissan er dimmt og ógn­væn­legt hyl­dýpi þarna fyrir neðan okk­ur. En stundum er kannski best að ganga plank­ann og hugsa út fyrir (sand) kass­ann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None