Að ganga plankann

Haukur Hauksson
gnarr2.jpg
Auglýsing

Ég vil byrja á að taka það skýrt fram að ég er ekki Sjó­ræn­ingi. Ég hef aldrei siglt um höfin sjö. Ég er með tvö augu, og tvo (2) fæt­ur. Eng­inn síð­hærður eða fúl­skeggj­aður maður hefur lofað mér þægi­legri skrif­stofu­vinnu eða vænum styrk í vas­ann gegn ritun þessa pistils, sam­an­safns orða.

Síður en svo. Til að mynda var langa- langa- langa- langa- langa- langa (langa?) afi minn í móð­ur­ætt hátt­settur danskur kúg­ari íslensku þjóð­ar­inn­ar. Mér skilst að hann hafi verið amt­maður eða fót­geti eða eitt­hvað álíka yfir Norð­ur­landi hérna í den.

Enn­fremur hef ég til­tölu­lega tak­mark­aðan áhuga á póli­tík almennt. Hún er jú hund­leið­in­leg.

Auglýsing

Engu að síður fagn­aði ég nýlegum fréttum og tölum um til­færslu fylgis í íslenskum stjórn­málum með því að kreppa hnef­ann og færa hann hægt upp og nið­ur. Ég lag­aði tref­il­inn um háls­inn á mér, lagði latté-ið frá mér og horfði stromp­hissa á hend­ina á mér hreyfast til. Þetta var ekki líkt mér. Ég meina, hvað næst? Að skrifa pistil með sterkum póli­tískum und­ir­tónum í Kjarn­ann eins og allir hinir fana­tíker­arn­ir?

Stór­merki­legt fyr­ir­bæriÁstæður þess­arar und­ar­legu hegð­unar má senni­lega rekja til þess þegar ég horfði á heim­ild­ar­mynd­ina "Gn­arr” örfáum dögum fyrr. Ég hafði aldrei séð hana áður. Raunar var ég að ein­ungis að líta hana augum því að spænskur kven­maður sem ég umgengst tölu­vert vildi það endi­lega þar sem  hún hafði ítrekað lesið að Jón Gnarr væri awesome. Þess ber að geta að umræddur kven­maður er góður og gegn íslenskur þjóð­fé­lags­þegn sem að elskar land og þjóð, þrátt fyrir að hún aðhyllist ekki kristin gildi eða hefð­ir. Ég geri mér grein fyrir að þetta er þver­sögn.

Alla­vega, á meðan ég var að hest­húsa popp­skál og hrút­skýra íslensk stjórn­mál og óvænta upp­göngu Besta flokks­ins fyrir útlendri ást­konu minni rann hægt, mjög hægt, upp fyrir mér að téð heim­ild­ar­mynd er stór­merki­legt fyr­ir­bæri. Þetta er vel smíðað lista­verk, og allt það. En fyrst og fremst upp­fyllir hún hlut­verk sitt með því að vera mögnuð heim­ild. Um liðna tíma, og um leið tím­ana sem við lifum á. Um ákveðna hug­mynda­fræði, heim­speki, eða nálg­un.

Þannig eru þessir frosnu rammar frá ákveðnum stað og tíma í lífs­hlaupi Gnarrs­ins fyrst og fremst verk­færi. Eins og þegar maður horfir aftur á bíó­mynd með svaka­legu tvisti, eins og Sixth sense eða Usual suspects. Eða kíkir á sól­myrkva í gegnum rafsuðu­gler. Sjón­auki til að skyggn­ast aft­urá­bak og sjá hlut­ina í öðru ljósi.

Gadd­freðin kald­hæðniMunið þið til dæmis hérna bakk inn ðe deis þegar Jón Gnarr, kortéri í kosn­ing­ar, háði dramat­ískt ein­vígi í útvarps­við­tali við Hönnu Birnu þáver­andi borg­ar­stjóra (!) á Útvarpi sögu (!!) og hún tjáði honum að hann hefði ekki reynslu eða mann­dóm til að sinna því gríð­ar­lega vanda­sama hlut­verki sem að stýra höf­uð­borg­inni væri?

Munið þið til dæmis hérna bakk inn ðe deis þegar Jón Gnarr, kortéri í kosn­ing­ar, háði dramat­ískt ein­vígi í útvarps­við­tali við Hönnu Birnu þáver­andi borg­ar­stjóra (!) á Útvarpi sögu (!!) og hún tjáði honum að hann hefði ekki reynslu eða mann­dóm til að sinna því gríð­ar­lega vanda­sama hlut­verki sem að stýra höf­uð­borg­inni væri?

Kald­hæðni er diskur sem er best bor­inn fram gadd­freð­inn.

Til­svar Jóns er til­tölu­lega magn­að, og ég mæli með að þið tékkið á því, en í bili langar mig bara að biðja ykkur öll um að hafa ofan­greint bak­við eyrað þegar sagan end­ur­tekur sig og núver­andi ráða­menn segja eitt­hvað ískyggi­lega svipað um verð­andi valda­ræn­ingja, rupl­ara, og sjó­ræn­ingja.

Og reyndar líka, að á meðan við hringsnú­umst másandi eins og hamstrar í þið vitið svona hamstra­hjólum og bölvum dap­ur­legum örlögum okkar er ágætt að hafa hug­fast að sér­smíðuð kerfi, og kass­ar, breyt­ast ekki neitt nema að fólk breyti til.

Sjór­inn er kald­ur. Karl­menn með svona sítt hár eru nátt­úru­lega vafa­sam­ir. Óvissan er dimmt og ógn­væn­legt hyl­dýpi þarna fyrir neðan okk­ur. En stundum er kannski best að ganga plank­ann og hugsa út fyrir (sand) kass­ann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None