Að láta allt dankast

Vésteinn Ólason segir að alþingi sé mikilvægasta stofnun þjóðarinnar, en vissulega ekki mikilvægara en þjóðin sjálf.

Auglýsing

Alþingi er mik­il­væg­asta stofnun þjóð­ar­inn­ar, en vissu­lega ekki mik­il­væg­ara en þjóðin sjálf. Þjóðin kýs sér full­trúa til að fjalla um hin óskyld­ustu mál, setja lög og gæta almanna­hags. Þetta kann að vera gallað kerfi en ekki er hægt að benda á annað betra. Ekki er ástæða til að ætla annað en að hinir kjörnu full­trúar vilji gera sitt besta. Oft tekst þeim ágæt­lega, stundum mið­ur, eins og við er að búast.

Auglýsing

Einn er sá flokkur mála sem þing­inu virð­ist einkar ósýnt um að haga skyn­sam­lega. Það eru mál sem varða þingið sjálft og kosn­ingar til þess. Nokkur dæmi:

  1. Þing­sköp leiða einatt til fárán­legra vinnu­bragða sem draga mjög úr trausti almenn­ings. Reglur um mál­frelsi, rétt til and­svara og athuga­semda um störf þing­for­seta eru þannig að örlít­ill minni­hluti getur með inni­halds­lausu mál­þófi stöðvað eða tafið mál sem mik­ill þing­meiri­hluti styð­ur. Þetta hefur öllum verið ljóst lengi, en þingið hefur ekki getað komið sér saman um að breyta þessum fárán­legu regl­um, ekki reynt það.
  2. Kosn­inga­lög eru ólýð­ræð­is­leg: vægi atkvæða er mis­mun­andi eftir kjör­dæm­um, og hin gömlu rök um dreif­býli og höf­uð­borg­ar­svæði eru ógild, t.d. er atkvæði kjós­anda á Akra­nesi tvö­falt á við atkvæði kjós­anda í Kjós­inni, eins og nýlega var bent á.
  3. Skipt­ing lands­ins í kjör­dæmi á sinn þátt í þessu, en hún er fárán­leg frá land­fræði­legu sjón­ar­miði, eins og hver maður getur séð. Henni var víst m.a. komið á til að tryggja jafn­ræði milli flokka, sem var þing­mönnum hug­stæð­ara en jafn­rétti þegn­anna, en þó hafa þeir ekki getað komið sér saman um að gera þær breyt­ingar sem til þarf að jafn­ræði flokka sé tryggt.
  4. Loks leiða reglur um úthlutun jöfn­un­ar­þing­sæta, sem einnig eiga að tryggja jafn­ræði milli flokka, til óskilj­an­legra nið­ur­staðna. Það leik­hús fárán­leik­ans er hvorki bjóð­andi þjóð né fram­bjóð­end­um.
  5. Enn má nefna fram­kvæmda­at­riði sem ætti að vera til­tölu­lega ein­falt að leið­rétta, eins og taln­ingu atkvæða í hinum óra­víð­áttu­miklu lands­byggð­ar­kjör­dæmum eða taln­ingu atkvæða greiddra utan kjör­staðar sem fer og mun fara sífellt fjölg­andi.

Óskilj­an­legt er að þingið skuli ekki hafa lag­fært þessa hluti, en skýr­ingin er lík­lega sú hug­mynd að slík mál eigi að leysa með sam­stöðu eða sátt þing­flokk­anna. Þess vegna stranda breyt­ingar á því að ein­hver telur eða er hálf­hræddur um að breyt­ing­arnar verði flokki hans í óhag. Hvers vegna í ósköp­unum á meiri hluti ekki að ráða eins og í laga­setn­ingu?

Stjórn­ar­skrár­málið er í sömu kreppu. Þingið virð­ist ófært um að gera breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, jafn­vel þótt vilji þjóð­ar­innar liggi fyr­ir. Aug­ljóst er að margir þing­menn skilja ekki eða vilja ekki skilja að vilji þjóð­ar­innar er æðri en vilji þing­flokk­anna, þótt end­an­leg sam­þykkt stjórn­ar­skrár sé í höndum þings­ins. En jafn­vel þótt vera kunni meiri­hluti á alþingi fyrir breyt­ingu stjórn­ar­skrár tala stjórn­mála­menn um að ná þurfi sátt eða mik­illi sátt (á þingi) um breyt­ing­arn­ar. Hvað þýðir það? Það þýðir að minni­hluti, jafn­vel lít­ill minni­hluti hefur neit­un­ar­vald. Það þýðir ekki að sátt þurfi að vera um óbreytt ástand. Um það er aug­ljós­lega engin sátt.

Flestir þekkja dæmi um mikið atorku­fólk sem hefur mörg járn í eldi en lætur þó allt dankast heima hjá sér, kemur ekki nauð­syn­legum við­gerðum og umbótum í fram­kvæmd fyrr en eftir dúk og disk, jafn­vel aldrei. Viljum við hafa svo­leiðis alþingi? Vill hið nýkjörna alþingi láta þetta allt dankast áfram?

Höf­undur er ­fyrr­ver­andi for­­stöð­u­­maður Stofn­unar Árna Magn­ús­­son­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar