Að láta drekann sofa

Gunnar Tryggvason
olia.jpg
Auglýsing

Á nýaf­stöðnum lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar var sam­þykkt ályktun þess efnis að vinda skuli ofan af áformum um vinnslu olíu á Dreka­svæð­inu og að yfir­lýs­ing um slíkt verði hluti af fram­lagi íslend­inga til heild­ar­sam­komu­lags um aðgerðir gegn lofts­lags­vá.  Und­ir­rit­aður var einn af fáum lands­funda­full­trúum sem er ósam­mála þess­ari ályktun og telur hana ekki væn­lega til árang­urs í bar­átt­unni við lofts­lags­vána og afvega­leiða umræð­una um þetta mik­il­væga umhverf­is­mál.  Hér er mitt sjón­ar­mið.

Dreka­málið snýst í grófum dráttum um tvennt, ann­ars­vegar þá hættu á umhverf­isslysum sem fylgir olíu­vinnslu á hafi úti og hins­vegar þann útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem bruni olí­unnar sem þar hugs­an­lega verður unnin mun valda.  Seinna atriðið er þunga­miðja umræð­unnar um hvort draga eigi gild­andi rann­sókn­ar- og vinnslu­leyfi til baka eða ekki.

Staða lofts­lags­mála



Ný­lega kom út fimmta mats­skýrsla milli­ríkja­nefndar sam­ein­uðu­þjóð­ana (IPCC) um lofts­lags­mál.  Í stuttu máli er í henni fastar kveðið á orði um alvar­leika lofts­lag­vár­innar en nokkru sinni áður.  Það sem áður voru til­gátur um hlýnun and­rúms­lofts­ins eru nú álitnar stað­reynd­ir.  Í skýrsl­unni eru þjóðir heims hvattar til að grípa til aðgerða sem virki­lega muni draga úr útblæstri sem um mun­ar.

Í stefnu­mótun er oft hægt að flokka til­lögur í tvennt; þær sem virka, og þær sem líta vel út.  Í þessu máli hefur mann­kynið bara efni á því að nota til­lögur úr fyrri flokkn­um.

Auglýsing

Lofts­lags­að­gerðir ESB – aðferðir sem virka



Und­an­farna ára­tugi hefur ESB verið að þróa lög­gjöf til að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.  Í grófum dráttum skipt­ist nálgun ESB í tvö kerfi, ann­ars­vegar við­skipta­kerfi með los­un­ar­heim­ildir (ETS) og hins­vegar í almenn los­un­ar­mark­mið aðild­ar­ríkja (e. Effort Shar­ing).  Þessi kerfi eru þau stærstu og öfl­ug­ustu sinnar teg­undar í heim­inum og hafa sannað sig með til­heyr­andi árangri, þrátt fyrir ýmsa van­kanta og byrj­un­arörðu­leika.   Margir hafa bent á að mark­mið ESB um 20% sam­drátt fyrir árið 2020 hafi verið of var­færið og auð­velt hefði verið að taka stærra skref enda tækin fyrir hendi og orðin vel mót­uð.

En nú þykir ljóst að ESB ríkin muni ná þessu mark­miði fyrir árið 2020 og er nú vinna í gangi við að skil­greina ný mark­mið fyrir næstu 10 ár þar á eftir þ.e. til 2030.  Margir bjugg­ust við að stefnt yrði að 30% sam­drætti, en sökum þess hversu góðum árangri fyrr­nefnd kerfi hafa náð hefur fram­kvæmda­stjórn ESB lagt til að að stefnan verði sett á 40% sam­drátt!  Þetta er að sjálf­sögðu meiri árangur en nokkuð annað ríki eða ríkja­sam­band hyggst ná í þessum mál­um.

Á sama tíma virð­ist ekki stefna í að Banda­ríkja­menn nái sínum yfir­lýstu mark­miðum um 17% sam­drátt útblást­urs fyrir árið 2020 nema að þeir grípi til rót­tækra aðgerða.  Vissu­lega verður að hafa í huga að efna­hag­skreppan í Evr­ópu gerði mönnum verkið auð­veld­ara síð­ustu ár.  Sama gildir um bylt­ingu í vinnslu gas með berg­broti í Banda­ríkj­un­um, en útblástur frá gasorku er mun minni en kola­orku­veri af sömu stærð.

oliuoflun

Í stuttu máli má full­yrða að flest lönd gætu tekið sér loft­lags­stefnu ESB  til fyr­ir­mynd­ar,  sér í lagi ef þetta nýja mark­mið verður form­lega sett.  Þó verður að geta þess að tals­menn IPCC höfðu von­ast til að ESB tæki stærra skref að þessu sinni til að nálg­ast hraðar það mark­mið að draga úr losun um 90%-95% fyrir 2050.   Form­leg ákvörðun aðild­ar­ríkj­anna hefur ekki litið dags­ins ljós og því er enn tæki­færi fyrir stjórn­mála­menn og þrýsti­hópa, íslenska sem aðra, sem vilja leggja áherslu á þessi mál að hafa áhrif.

Þátt­taka Íslands og orku­stefna ESB



Undir for­ystu þáver­andi umhverf­is­ráð­herra Svan­dísar Svav­ars­dóttur gerð­ist Ísland, árið 2009,  að­ili að fyrr­nefndu reglu­verki ESB um útblást­urs­mál í heild sinn­i.  Var þá hið s.k. íslenska ávæði lagt til hlið­ar.  Síðan þá hefur Ísland verið fullur þátt­tak­andi í þessu árang­urs­rík­asta stjórn­tæki heims á sviði útblást­urs­mála.

Lyk­ill­inn að þessum árangri ESB er að sam­bandið setur aðeins bind­andi mark­mið um heild­ar­losun en skiptir sér ekki af því hvernig hún er til kom­in. Með útboðum á los­un­ar­heim­ildum eru mark­aðs­öflin virkjuð til að finna hag­kvæm­ustu leið­ina að þessum mark­mið­u­m.  Þannig má draga hraðar úr losun án þess að íþyngja efna­hags­líf­inu um of.  Þessi kerfi fela það í sér að auk­inn bruni og útblástur á einum stað með einni teg­und jarð­efna­elds­neytis veldur sjálf­krafa sam­drætti á bruna og útblæstri ann­ars­staðar og etv. með annarri teg­und elds­neyt­is.

Breyttar aðstæð­ur?



Evr­ópu­ríkin eru langt frá því að vera sjálfum sér næg um olíu og dekkar inn­flutt olía rúm­lega ¾ hluta núver­andi notk­un­ar­inn­ar.  Þessi halli felur í sér tölu­verð efna­hags­lega og póli­tíska áhættu eins og gefur að skilja. Til að auka orku­ör­yggi ríkja ESB hefur sam­bandið þá stefnu að aðild­ar­ríkin auki sína orku­vinnslu þ.m.t. olíu á kostnað inn­flutts elds­neyt­is.  Nán­ari útfærsla er að sjálf­sögðu undir hverju aðild­ar­ríki kom­in, en höf­undi er ekki kunn­ugt um neitt ríki sem hefur það á stefnu sinni að tak­marka olíu­vinnslu heima­fyrir sökum stefnu í útblást­urs­málum og flytja meiri olíu inn í stað­inn.

Eins og kunn­ugt er var fyrsta leyf­inu til olíu­leitar og vinnslu á Dreka­svæð­inu úthlutað í stjórn­ar­tíð Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2012 og þá hafði Ísland verið aðili að evr­ópska kerf­inu um los­un­ar­tak­mark­anir í þrjú ár og lágu því allar ofan­greindar for­sendur um þátt­töku Íslands í evr­ópska kerf­inu fyr­ir.  Ekk­ert hefur breyst í þeim efnum síðan 2012.

Hins­vegar hafa í milli­tíð­inni bæst við upp­lýs­ingar sem benda til þess að lofts­lags­váin sé jafn­vel meiri en áður var talið, eins og fram kemur í nýj­ustu skýrslu IPCC.  Jafn­fram hefur ESB og þar með Ísland hert á mark­miðum sínum um sam­drátt los­un­ar.

Hvað er til ráða?



Vilji Ísland vera til fyr­ir­myndar í þessum málum er væn­leg­ast til árang­urs að Ísland haldi áfram sam­starfi sínu við ESB og óski eftir því að almenna los­un­ar­mark­mið sitt verði hert enn frek­ar.   Til að kosta það mætti auka álögur á þau efni sem valda útblæstri en falla ekki undir sam­eig­in­lega við­skipta­kerf­ið.  Íslenskur lofts­lags­sjóður sem gegnir þessu hlut­verki er nú þegar til og nýtur hann tekna af upp­boðum í við­skipta­kerf­inu.

Íslenskir stjórn­mála­menn gætu jafn­framt lagst á árar for­svars­manna IPCC og aukið þrýst­ing á ESB um að ganga lengra en -40% með 2030 mark­mið­unum þess og Íslands.   Því miður er ekki er gerð til­laga um neina slíka rót­tækni í þessum mik­il­væga mála­flokki í ofan­greindri ályktun lands­fundar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sam­hliða stíf­ari mark­miðum Íslands mætti nota olíu­gróð­ann til að efla lofslags­sjóð­inn sem þá hefði burði til að hraða orku­skiptum í samgnöng­um.

Loka­orð



Í tíð George Bush yngri banda­ríkja­for­seta voru lofts­lags­málin að kom­ast í hámæli.  Í ræðum sínum um þessi mál greip hann til þess ráðs að telja um þau fjöl­mörgu fal­legu umbóta­verk­efni sem vissu­lega voru í gangi í svo stóru landi sem Banda­ríkin eru.  Hins­vegar var engin heild­stæð nálgun til staðar og árang­ur­inn lét á sér standa.

Að lýsa því yfir að Drek­inn verði látin sofa er fal­leg yfir­lýs­ing og gæti vissu­lega haft jákvæð áhrif á ímynd Íslands í umhverf­is­mál­u­m.  Hann yrði jafn­framt ágætis atriði í upp­taln­ingu stjórn­mála­manns sem ætl­aði ekki að gera neitt sem máli skiptir í þessum veiga­mikla mála­flokki.

Umræðan um lofts­lags­mál og þau tæki sem við getum beitt til að ná mark­tækum árangri er í skötu­líki á Ísland­i.  Lengi framan af bentu stjórn­mála­menn á Íslenska ákvæðið sem fram­lag Íslands til þess­ara mála.  Það ákvæði virk­aði hins­vegar öfugt.  Fyrst alvöru skrefið og reyndar það eina hingað til sem Ísland hefur stigið í lofts­lags­málum er að óska eftir fullri aðild að ESB í þessum mála­flokki og var það þeim umhverf­is­ráð­herra til mik­ils sóma að mínu mati.

Að aft­ur­kalla úthlutuð leyfi til leitar og vinnslu olíu á Dreka­svæð­inu mun af ofan­greindum ástæðum ekki geta skoð­ast sem fram­lag til lofts­lags­mála, aðeins stefna um raun­veru­legan sam­drátt útblást­urs mun gera það.

Ég sam­þykki ekki að ganga svona til verks ef mark­miðið er ein­göngu að senda skila­boð en ekki að gera eitt­hvað rót­tækt í útblást­urs­mál­un­um.  Því sam­hliða sendum við umheim­inum skila­boð um að var­ast að gera samn­inga við Ísland.

Heim­ildir

htt­p://ec.e­uropa.eu/clima/policies/2030/index_en.htm

htt­p://ec.e­uropa.eu/pri­orities/energy-union/docs/energyunion_en.pdf

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None